Dagur - 24.03.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 24.03.1981, Blaðsíða 7
FRÁ KJÖRBÚÐUM K.E.A. TORO súpur í bréfum, margar tegundir. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 108. og 113. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 og 3. tbl. 1981 á húsgrunni að Flötusíðu 6, Akureyri, þingl. eign Eysteins Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Björns Jósefs Arnviðarssonar hdl., Jóns E. Ragnarssonar hrl., bæjargjaldkerans á Akureyri og Jóns Kr. Sólnes hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 30. mars 1981 kl. 11.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 35. og 37 tbl. Lögbirtinga- blaðs 1980 á fasteigninni Heiðarlundur 6b, Akur- eyri, þingl. eign Péturs Jósefssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Trygginga- stofnunar ríkisins, Ragnars Steinbergssonar, hrl. og Hreins Pálssonar hdl. á eigninni sjálfri mánu- daginn 30. mars 1981 kl. 10.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Dagskrá sjónvarps — 8. bekkur Þela- merkurskóla ályktar Almennt állt 8. bekkjar Þela- merkurskóia, Eyjaf jaröarsýslu á föstum liðum dagskrár sjón- varpsins. Er þetta úrdráttur úr verkefnum í félagsmálafræðslu og eru þetta niðurstöður bekkj- arins. Fréttir eru hvern dag þegar sjónvarpað er og eru fréttaþættirnir yfirleitt góðir. Þar kemur fram það helsta sem er fréttnæmt bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Umræðuþættir eru góðir fyrir þá sem hafa áhuga á viðkomandi efni, en hundleiðinlegir fyrir aðra. Þegar fréttaágrip á táknmáli byrjaði hjá sjónvarpinu í vetur urðu mikil um- skipti fyrir heyrnardaufa og hefði það átt að vera komið fyrir löngu. Nýjasta tækni og vísindi eru alveg frábærir þættir og alveg ómissandi í dagskrána. Lífið á jörðinni eru nauðsynlegir fræðsluþættir fyrir unga sem aldna. Einn besti þátturinn, sem birst hef- ur á skerminum, er án efa þáttur Sigrúnar Stefánsdóttur, Þjóðlíf, en efni þáttarins hefur verið mjög fjölbreyM og skemmtilegt. íþrótta- þættirnir mættu vera með mun • meira af innlendu efni. Þegar „Tommi og Jenni“ hættu missti sjónvarpið stóran aðdáenda- hóp. Sönglagakeppnin var einn af fáum góðum íslenskum þáttum sem sjónvarpið hefur sýnt nú und- anfarið og er það mikil framför hjá sjónvarpinu að taka upp slíka þætti og að taka fyrir íslensk lög. Skon- rok(k) er mjög góður þáttur en er alltof stuttur. Gamanmyndaflokkurinn Spít- alalíf er mjög skemmtilegur myndaflokkur og flestir sjónvarps- áhugamenn fylgjast væntanlega með honum. Fastir liðir á föstudagskvöldum og laugardagskvöldum eru bíó- myndir og eru þær ákaflega mis- munandi góðar. Og að lokum verður að geta um þættina um landnemana, en það voru mjög góðir þættir og mætti sýna fleiri svipaða þætti. 8. bekkur Þelamerkurskóla. 1980-81. Aðstoð óskast á tannlæknastofu — heilsdagsstarf. Upplýsingar veittar í Glerárgötu 24, II. hæð, föstu- daginn 27. mars frá kl. 13-14. Steinar Þorsteinsson, tannlæknir. Heilsuverndarstöð Akureyrar Starf Ijósmóður Starf Ijósmóður við Heilsuverndarstöð Akureyrar er hér með laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. júní 1981 eða eftir samkomulagi. Um fullt starf er að ræða. Þó gæti komið til greina að ráða tvær Ijósmæður í hálft starf. Upplýsingar varðandi starfið gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-24052 milli klukkan 13 og 15 alla mánudaga. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Akureyrar Skapti h.f. auglýsir: Stórkostlegt verð- tilboð 15% afslðttur af öllum gerðum gólfteppa. Állar málningarvörur (nema töfralitir) frá Máln- ingarverksmiðjunni Hörpu h.f. á verksmiðjuverði. Tilboð þetta gildir fram til páska. Furuvöllum 13 Akureyri Simi (96) 2 38 30 Cræddur er geymduueyrir Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Lands- bankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikningum, verð- tryggðum og með 1% ársvöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. Sparifé, sem verð- bólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Lands- bankann og tryggið spariféð gegn verðbólg- unni. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.