Dagur - 24.03.1981, Blaðsíða 6
20 börn teppt
á lllugastöðum
Á mánudag í síöustu viku fóru
rösklega 20 börn í 6. bekk í
Lundarskóla austur á Illuga-
Alfa-nefnd
á Króknum
í tilefni af alþjóðlegu ári fatl-
aðra, ALFA 81, var í janúar s.l.
skipuð svokölluð ALFA nefnd á
Sauðárkróki eins og í fjölmörg-
um öðrum kaupstöðum.
Verkefni nefndarinnar er m.a. að
vinna að upplýsingamiðlun í hér-
aðinu í samráði við ALFA nefnd
Félagsmálaráðuneytis. Þar að auki
mun nefndin vinna ýmiss smærri
verkefni í sambandi við aðbúnað-
armál fatlaðra í Sauðárkróksbæ.
í ALFA nefnd Sauðárkróks eiga
eftirtalin sæti: Sigurlína Árnadóttir
og Flelga Hannesdóttir frá félags-
málaráði, Lára Angantýsdóttir frá
Sjálfsbjörg, Aðalheiður Arnórs-
dóttir frá félagsstarfi aldraðra, sem
jafnframt er ritari nefndarinnar.
Formaður ALFA nefndar Sauð-
árkróks er Friðrik Á. Brekkan,
félagsmálastjóri.
staði, þar sem þau áttu að dvelja
í tvo daga. Dvölin lengdist um
tvær nætur, þar sem ófærð kom í
veg fyrir að tækist að ná í þau s.l.
miðvikudag, en þann dag átti
annar hópur barna úr sama
skóla að fara austur.
Hörður Ólafsson, skólastjóri
sagði, að á föstudag hefði verið
farið austur á fjallabíl, með drifi á
öllum hjólum og náð í börnin. Þau
voru hin ánægðustu með þessa
óvæntu framlengingu, en Hörður
sagði að það hefði farið um suma,
þegar á horfðist að dvölin lengdist
fram yfir helgi. „Fannst þá ferða-
lagið ætla að verða dálítið langt.“
„Við fórum austur í fyrsta skipti I
fyrra og þá var dvalið í eina nótt
með sjötta bekk. Kennararnir voru
mjög ánægðir með ferðina og töldu
að börnin hefðu fengið mikið út úr
henni, en þau þurfa t.d. að skipu-
leggja ferðina sjálf, sjá um matar-
æði og annað sem nauðsynlegt er í
tvær nætur. Þetta var fyrsti hópur-
inn af fjórum, sem á að fara austur
að Illugastöðum," sagði Hörður.
Þess má geta að á fimmtudag fór
snjóbíll austur og náði í þrjá stráka.
Bíllinn var á vegum Þórs, en strák-
arnir eru lykilmenn í liði, sem fór
suður í keppnisferð. Forráðamenn
Lundarskóla notuðu tækifærið og
sendu matvæli með bílunum austur
svo enginn leið skort á Illugastöð-
um.
Þvottasnúrur að húsabaki. Mynd: á.þ.
Greiðari flutningar á ströndina
Skipndeild Sambandsins er nú
farin að notfæra sér í stór-
auknum mæli strandsiglinga-
þjónustu Skipaútgerðar ríkisins
til að tryggja fljóta og greiða
flutninga á vörum frá útlöndum
til hinna ýmsu hafna á strönd-
inni. Hafa þessir flutningar
rnargfaldast á einu saman árinu
1980 frá því sem áður var.
Deildin býður nú reglubundna
Flóamarkaður N.L.F.A. á III
hæð í Amaró er opin alla
mánudaga frá kl. 14-18.
Hlutir á markaðinn þegnir
með þökkum. Stjórnin.
Kaffisala í Lundarskóla.
KFUM og KFUK efna til
kaffisölu í Lundarskóla n.k.
sunnudag 29. marz frá kl.
15-18 e.h. Allur ágóði renn-
ur til félagsheimilis KFUM
og K að Sunnuhlíð 12.
Einnig verða á sama stað til
sölu ýmsir munir til tæki-
færis-, og fermingargjafa.
Komið og drekkið síðdegis-
kaffið í Lundarskóla þann
29. mars n.k. Húsbygginga-
nefnd.
Árshátíð Sjálfsbjargar og í-
þróttafélags fatlaðra verður
haldin í Bugðusíðu 1, (ný-
bygging Sjálfsbjargar) laugar
daginn 28. mars og hefst kl. 20
stundvíslega. Veislumatur,
kalt borð. Mörg skemmti-
atriði og íjögurra manna
hljómsveit sjá um að allir
verði I ofsa stuði. Allar
nánari upplýsingar og miða-
pantanir í síma 21557 fyrir kl.
17 fimmtudaginn 26. mars.
Verið velkomin á hátíð ársins.
Félagsmálanefnd.
I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr.
275 fundur fimmtudaginn
26. þ. m. kl. 20.30 í félags-
heimili templara Varðborg.
Fundarefni: Venjuleg fund-
arstörf. Mætið vel. Æ. t.
Lionsklúbbur Akureyrar fundur
n.k. fimmtudag kl. 12.15 í
Sjálfstæðishúsinu.
n Huld 59813257 — VI — 2
I.O.O.F. Rb 2 = 1303258 Vi =
9.0.
KvenfélagiA Baldursbrá heldur
kvöldverðarfund í Smiðj-
unni mánudaginn 30. mars
kl. 7.30. Þátttaka tilkynnist í
síma 22764, 22606 eða 23527
fyrir föstudag. Mætið vel og
stundvíslega. Stjórnin.
MCSSUR
Akureyrarkirkja messað sunnu-
daginn 29. þ. m. kl. 2 e.h.
Guðmundur Magnússon
deildarstjóri predikar. Ein-
söng syngur Sigurður Svan-
bergsson. Sálmar nr. 6, 353,
292, 74, 531. P.S.
Akureyrarkirkja föstumessa kl.
20.30 á miðvikudag. Passíu-
sálmar 15. sálmur v. 12-17,
17. sálmur v. 21-27 og 19.
sálmur v. 7-11. P.S.
Minningarspjöld kvenfélagsins
Hlífar fást í bókabúðinni
Huld, í símaafgreiðslu
sjúkrahússins og hjá Lauf-
eyju Sigurðardóttur Hlíðar-
götu 3, Allur ágóði rennur til
bamadeildar F.S.A.
AUGLÝSIÐ í DEGI
Fíladelfía Lundargötu 12,
Bibliulestur fimmtudaginn
26. kl. 8.30. Allir velkomnir.
Sunnudagur 29. sunnudaga-
skóli kl. 11 f.h. Öll börn vel-
komin. Almenn samkoma
kl. 17. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Föstudaginn
27. mars kl. 17.00 opið hús
fyrir börn í Strandgötu 21.
Sunnudag kl. 13.30 sunnu-
dagaskóli kl. 17.00 almenn
samkoma. Mánudag kl.
16.00 heimilissambandið og
kl. 20.30 hjálparflokkur.
Allir velkomnir.
Sjónarhæð. Almenn samkoma
n.k. sunnudag kl. 17.00.
Drengjafundur á laugardag
kl. 13.30. Sunnudagaskóli í
Glerárskóla kl. 13.15 og 1
Lundarskóla kl. 13.30. Verið
hjartanlega velkomin.
Kristniboðshúsið Zfon: Sunnu-
daginn 29. marz Sunnu-
dagaskóli kl. 11 Öll börn
velkomin. Samkoma kl.
20.30 ræðumaður Reynir
Valdimarsson. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Gjafir og áheit í Minningasjóð
íþróttafélags fatlaðra Akur-
eyri 1980. Jóninna Pálsdóttir
2000. Lilja og Hallgrímur
1000. Haukur og Hlíf 2000.
Fjölskyldurnar Hjarðarhaga
5000. Þorsteinn Svanlaugs.
2000. Hansína Jónsdóttir
5000. Garðar Ingjaldsson
4000. GIG 3000. Tryggvi
Gunnarsson 1000. Hekla og
Hörður 1000. Bára Stefáns-
dóttir 5000. Aðalbjörg og
Ingvar 10.000. Sigríður
Jónasdóttir 5000. Bestu
þakkir, íþróttafélag fatlaðra.
Minningarspjöld fást í
Bókabúðinni Bókval og í
Eiðsvallagötu 13, Akureyri.
Stjórnin.
þjónustu við landsbyggðina 1 tengsl
um við stykkjavöruflutninga sína
frá útlöndum til Reykjavíkur, bæði
á lausum vörum og í gámum. Unnið
hefur verið að því undanfarið að
samræma reglubundnar siglingar
Skipadeildar til Reykjavíkur og
ferðir Skipaútgerðarinnar áströnd-
ina, og með því móti eru möguleik-
arnir á greiðum flutningi stórauknir
frá því sem væri ef deildin flytti
eingöngu vörur á ströndina með
núverandi skipakosti sínum.
Samkomulag hefur tekist við
Skipaútgerðina um hagkvæm flutn-
ingsgjöld. Með því móti hefur
Skipadeild tekist að stuðla að
lækkuðum flutningskostnaði frá
erlendum höfnum til hinna ýmsu
staða vítt um landið.
TEIKN T STOFAN
STILL
AUGLÝSINGAR-SKILTAGERÐ
TEIKNINGAR-SILKIPRENT
SÍMi: 2
Eining:
Urðu að fresta
hjónaballi
Mývatnssveit 18. mars.
Félags- og skemmtanalíf hef-
ur verið fremur líflegt í
Mývatnssveit í vetur. þrátt
fyrir að tíðarfarið hafí verið
einstaklega óstöðugt og oft
sett strik í reikninginn.
Um fyrri helgi varð t.d. að
fresta hjónaballi vegna veðurs,
en ballið var svo haldið s.l.
föstudagskvöld í Skjólbrekku.
Skemmtiskrá var öll heima-
fengin og þótti takast vel. Var
svo dansað af miklu fjöri við
undirleik ágætrar hljómsveitar
Finns Eydals og Helenu. J. I.
Ályktun um efnahagsmál
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins
Einingar haldinn 15. mars 1981 lýsir
yfir stuðningi sínum við ályktun
Alþýðusambands fslands frá 8. jan.
s.l. vegna efnahagsráðstafana ríkis-
stjómarinnar.
Fundurinn mótmælir harðlega
sífelldum íhlutunum stjórnvalda í
þá átt að skerða gerða kjara-
samninga.
Jafnframt harmar fundurinn að
ríkisstjórnin skyldi ekki á síðasta
ári, velja þann kostinn er Verka-
mannasambandið benti á þ.e.a.s.
skattalækkanir til að mæta hluta af
kjaraskerðingu lægstlaunaða fólks-
ins, 1 stað verðlausra króna, sem
hurfu eins og dögg fyrir sólu í
gengisfellingu og óðaverðbólgu.
Því fagnar fundurinn að nú hefur
ríkisstjórnin breytt um skoðun
hvað þetta varðar, öll viðleitni
stjórnvalda sem verða til þess að
varðveita kaupmátt lægstu launa
með skattalækkunum og afnámi
skatta á allra lægstu laun, stuðla
einnig að meira atvinnuöryggi.
Fundurinn skorar á A.S.Í. að
fylgjast vel með framvindu mála í
sambandi við efnahags- og kjara-
mál, og einnig að sjá til þess að
stjórnvöld standi við gefin fyrirheit.
Jafnframt telur fundurinn
nauðsynlegt að finna nýjar leiðir til
að tryggja kaupmátt launa, því sé
nauðsynlegt að boða til ráðstefnu á
vegum heildarsamtakanna þar sem
málin séu skoðuð í nýju ljósi.
Starfsmiðstöð KFUM og K
Eins og flestum mun kunnugt
eru KFUM og KFUK að koma
sér upp félagsheimili eða starfs-
miðstöð í stórhýsi, sem verið er
að byggja að Sunnuhlíð 12.
Umfangsmikil starfssemi félag-
anna fer nú fram í láns- og
leiguhúsnæði á þremur stöðum í
bænum.
Háir það starfinu mjög, að eiga
engan samastað. Eins og vænta má
er bygging félagsheimilis mikið og
fjárfrekt fyrirtæki fyrir tiltölulega
fámennan hóp. Það hefur þó sýnt
sig að félögin eiga stóran hóp vel-
unnara, sem ætíð hafa lagt málefn-
um þeirra lið ef eftir því hefur verið
leitað. Nú gefst enn eitt tækifæri til
þess að styrkja starf KFUM og
KFUK á Akureyri, því næstkom-
andi sunnudag hafa félögin kaffi-
sölu í Lundarskóla frá kl. 3-6 e.h.
Verður þar á boðstólum kaffi,
mjólk eða gos ásamt góðu brauði.
Einnig verða á sama stað seldir
ýmsir smámunir, m.a. frá verslun-
inni Kirkjufelli í Reykjavík, sem
hentugir eru t.d. til fermingargjafa.
Akureyringar, fjölmennum og
leggjum góðu máli lið.
Byggingarnefnd KFUM
og KFUK.
6•DAGUR