Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 1
Fermingar■ gjafir f MIKLU ÚRVAU GULLSMIBIR , SIGTRYGGUR & ' AKUREYRI 64. árgangur BBIEBB9 Akureyri, fimmtudaginn 2. apríl 1981 28. tölublað Brúðu- heimilið Borstangirnar fastar á 800 m Það óhapp vildi til á Svalbarðs- eyri, þegar starfsmenn við jarð- borinn Narfa voru að koma fyrir borstöngum í holunni, að veru- legur hluti þeirra féll niður í hana. Starfsmönnunum tókst að ná stöngunum örlítið upp á nýj- an leik, en þá festust stangirnar á 800 m dýpi og við það situr. Ef ekki tekst að ná stöngunum upp er eins líklegt að holan verði dæmd ónýt. Að sögn fréttaritara DAGS á Svalbarðseyri voru starfsmenn Narfa í fríi um síðustu helgi, en voru væntanlegir á vinnustað í gær. Þeir voru búnir að útvega sér fall- hamar frá Vegagerð ríkisins og átti að reyna að banka á stangirnar í þeirri von að þær losnuðu úr fest- unni. Þá verður hægt að reyna á ný að ná stöngunum upp á yfirborð. Eftir því sem DAGUR hefur frétt eru fleiri borstangir ekki til fyrir Narfa svo borinn verður ónothæfur með öllu ef umræddar stangir verða skildar eftir í holunni. Fréttaritari DAGS sagði að bor- un hefði hafist um miðjan janúar og er holan orðin um 1200 metra djúp. Lítið vatn hefur fengist úr (Framhald á bls. 6). sýnt á Akureyri og Freyvangi Leikfélag Skagfirðinga kem- ur í sýningarferð um helgina og sýnir í Samkomuhúsinu Akureyri laugardagskvöld og í Freyvangi sunnudagskvöld. Verkefnið er ekkert minna en Brúðuheimili Ibsens í þýð- ingu Sveins Einarssonar. Leikstjóri er Solhild Linge, norskur leikhúsfræðingur, sem búsett er í Varmahlíð. Brúðuheimilið hefur verið sýnt þrisvar í Miðgarði og þrisvar á Sauðárkróki í tengsl- um við Sæluviku og hefur sýn- ingin fengið góða dóma. Brúðuheimilið er eitt af önd- vegisverkum Henriks Ibsen og lagði grundvöllinn að heims- frægð skáldsins. Athygli er vak- in á að aðeins þessar tvær sýn- ingar verða hér innan heiðar. Nóra (Jóhanna Þórarinsdóttir) og Dr. Rank (Helgi Baldursson) ræða hið „grútleiðinlega þjóðfélag“. Stærsti farmur- „Það er alltaf gaman að horfa á gömlu dansana en þó er nú skemmtilegra að taka þátt i þeim sjálfur" gæti þetta ágæta fóik verið að hugsa. Myndin var tekin um síðustu helgi þegar gömlu dansa klúbburinn Sporið sýndi listir sinar á Dvalar- hcimilinu Hlíð. Mynd: á.þ. inn af málningu { dag hcfst útskipun á 800 tonnum af málningu frá Sjöfn. Þetta er stærsti farmurinn sem hefur farið í einu lagi frá verksmiðjunni, en málningin fer öll á markað í Sovét- ríkjunum. Aðalsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjafnar, sagði að Furðuleg úthlutun: Fé til byggðaþróunar fer í útivistaraðsföðu í Rvík! Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins mun nú vera að Ijúka úthlutun láns sem tekið var hjá Norræna fjárfestingasjóðnum og. einkum er ætlað til sam- göngumála með byggðasjónar- mið í huga. Lánið nemur að þessu sinni 25 milljónum króna, eða 2,5 milljörðum gkr. Hafísvegurinn svokallaði hefur notið góðs af lánum úr þessum sjóði undanfarin ár, enda mikið byggðaþróunarmál á ferðinni. Nú eru honum ætlaðar 4 milljónir króna af láninu, eða svipuð krónu- tala og í fyrra. Tíu milljónir fara til varanlegrar vegagerðar í samvinnu við Vegagerð ríkisins, ein milljón mun ætluð til vegagerðar yfir Þverárfjall milli Skagastrandar og Sauðárkróks, ein milljón til vega- gerðar í Árneshreppi og sitt hvor milljónin til vegagerðar í Jökuldal og Borgarfirði eystra. Einnig mun fé veitt af þessu láni til að tengja byggðarlög á Vestfjörðum og í ein- hver fleiri verkefni. Það sem er hins vegar merkilegt við úthlutun lánsins er það, að ætl- unin er að láta 2 milljónir í svo- kallaðan Bláfjallaveg, þ.e. til að bæta samgöngur í skíðalönd höf- uðborgarbúa, og 700 þúsund til að gera göng undir Suðurlandsveg í nánd við Rauðavatn vegna hesta- manna í Reykjavík. Þykja ýmsum það furðuleg byggðasjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að nota fé sem á að fara til byggðaþróunar í sam- göngumálum, til að byggja upp útivistaraðstöðu fyrir Reykvíkinga. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér á byggðadeild Framkvæmdastofn- unar að gera tillögur að úthlutun þessa fjár og samkvæmt því er út- hlutunin enn fruðulegri og spurn- ing hvort menn séu ekki eitthvað farnir að misskilja hlutverk sitt. Kal, vágesturinn sem við óttumst — segir Sigtryggur Þorláksson á Svalbarði „Við erum að sjálfsögðu hressir yfir því að ísinn skuli vera týndur og tröllum gefinn. Það eina sem nú skyggir á er það að mikill klaki er á túnum og menn eru hræddir um kal,“ sagði Sig- tryggur Þorláksson, bóndi á Svalbarði í Þistilfirði er Kiwanisegg Dagana 6. til 11. apríl ganga félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbak í hús á Akureyri og bjóða páskaegg til sölu. Ágóði sölupnar rennur til styrktarsjóðs klúbbsins, en úr hon- um hafa verið veittar upphæðir til styrktar hinum ýmsu málefnum á Akureyri — m.a. til byggingarsjóðs Sjálfsbjargar. DAGUR ræddi við hann. „Kal er í rauninni sá vágestur sem við óttumst, en á kali fengum við að kenna illþyrmilega í kringum 1970.“ Sigtryggur benti á að ef þau svell, sem nú liggja á túnum bænda, færu ekki af fyrr en í næsta mánuði yrði útliðið orðið dökkt, svo ekki sé dýpra í árina tekið. { janúar gerði hláku og það er hún sem veldur klakanum sem hylur tún bænda fyrir austan. Snjór er enn töluverður, en Sigtryggur sagði að oft hefðu menn séð hann meiri þar um slóðir. Þrátt fyrir þýðviðri að undanförnu hefur snjó lítt tekið upp — hann hefur hins vegar sigið, en það er varla farið að sjá á auða rinda svo heitið geti. samningurinn við Sovétmenn hljóðaði upp á 2000 tonn af hvítri lakkmálningu. Framleiðsla upp í samninginn hófst í lok janúar og gert er ráð fyrir að henni Ijúki í þessum mánuði. Þegar er búið að senda 700 tonn af málningu til kaupandans og að viðbættum þessum 800 tonnum, eru 500 tonn ófarin. Eitthvað hefur samningur Sjafn- ar farið fyrir brjóstið á einum al- ræmdasta sóðapenna landsins, Svarthöfða í Vísi, en fyrir skömmu fullyrti hann að Sjöfn væri ekki í stakk búin til að framleiða upp í samninginn og því hefðu forráða- menn Sjafnar leitað til annarra framleiðenda um framleiðslu. Því er jafnframt haldið fram að þeir hinir sömu hefðu neitað um aðstoð vegna lágs verðs, og að Sjöfn tapi allt að því 300 milljónir á samningnum. Aðalsteinn sagðist ekki skilja af hvaða hvötum blekiðjumaðurinn Svarthöfði hefði skrifað umrædda grein, en í stuttu máli sagt, þá stæðist ekkert í henni. í fyrsta lagi hefðu þeir Sjafnarmenn ekki þurft að leita til annarra fyrirtækja um aðstoð við málningargerðina — hana gætu þeir sjálfir annast eins og sæist best á því að fram- leiðsiunni væri að ljúka innan tiðar. í öðru lagi tapaði Sjöfn ekki á því að framleiða upp í þennan samning frekar en aðra sem gerðir væru við kaupendur. Því síður hefði Sjöfn leitað á náðir ríkisins um aðstoð eins og Svarthöfði lét að liggja og sagðist Aðalsteinn ekki sjá að það yrði gert í bráð. Aðalsteinn tók fram að innlendi markaðurinn væri ætíð látinn sitja i fyrirrúmi, enda hefði ekki skort Sjafnarvörur í verslunum hérlend- is. „Greinin er hreint og klárt bull og því ætti greinarhöfundurinn að heita bullukollur. Sú spurning leit- ar á hugann hvað vakir fyrir manninum og í hvaða tilgangi greinin er skrifuð, en hún er ekkert annað en atvinnurógur. E.t.v. liggja þarna annarleg sjónarmið að baki — um það vil ég ekkert fullyrða," sagði Aðalsteinn að lokum. ■■ AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.