Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 7
Tónskólakórinn í Eyjafirði Tónskólakórinn verður á hljómleikaferð í Eyjafirði um helgina. Tónleikar verða í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 16. Á laugardeginum verða tón- leikar í félagsheimilinu í Hrísey kl. 14 og þá um kvöldið verður sungið í Víkurröst á Dalvík, kl. 20.30. Tónleikar verða á Ólafs- firði á morgun. Stjórnandi Tónskólakórsins er Sigursveinn Magnússon. Á efnis- skrá eru innlend og erlend kórlög, m.a. eftir Béla Bartok, Debussy, Gartoldi, Emil Thoroddsen og Sigursvein D. Kristinsson. I kórn- um syngja 29 nemendur Tónskóla Sigursveins. Handlistarfélagið á Dalvík: Fyrsta verkefni Eins og kunnugt er stofnuðu Dalvíkingar og nærsveitamenn fyrir skömmu félag sem þeir nefndu „Handlistarfélagið“, en tilgangur félagsins er m.a. að glæða áhuga heimamanna fyrir list og gefa þeim tækifæri til að nema ýmsa handment. Fyrsta verkefni félagsins er myndlist- arsýning og tónleikar sem verða um helgina. Það er Örn Ingi sem ætlar að sýna í ráðhúsinu á Dalvík og hefst sýning hans n.k. föstudagskvöld kl. 21. Oliver Kentis leikur á sello við opnunina. Sýningin verður svo op- in á laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 22 báða dagana. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og pönnukökur á meðan á sýningunni stendur. Á sunnudag munu þau Oliver Kentish og Paula Parker halda konsert í Dalvíkurbíói og hefst hann klukkan 3 e.h. Leiðbeiningar vegna v/landbúnaðar- framtals Ketill A. Hannesson, hagfræði- ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands hefur samið og gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir bændur vegna landbúnaðar- framtals. Bæklingurinn er 80 blaðsíður og fæst í flestum bókaverslunum landsins. Ketill tekur fyrir í skýringum sínum ímyndað bú og sýnir allar færsl- ur. Þetta bú er með blandaðan búskap, 18 kýr, 189 ær og svo nokkur hross og hænsni. Þó nokkur fjárfesting var á búinu á árinu, bæði í nýjum vélum og útihúsa- byggingum. Miklar skuldir eru vegna fjárhúsbyggingar og reiknast tekjur af þeim skuldum. Bóndinn og húsfreyjan hafa bæði nokkrar tekjur af atvinnu utan búsins. Kökubasar Laugardaginn 4. apríl kl. 14.00 verður haldinn kökubasar til styrktar handknattleiksdeild KA. Það eru eiginkonur leikmanna sem að þessu standa, en ef einhverjir velunnarar deildarinnar vilja styðja hana með því að gefa köku á basarinn, þá vinsamlegast komið þeim í Laxagötu 5, á milli kl. 12.30 og 13.00 á laugardaginn, en þar verður basarinn haldinn. Móðir okkar og tengdamóðir GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Dvalarheimillnu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis að Aðalstræti 54, andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri miðvikudaginn 1. apríl. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn og tengdabörn. Harmonikkuunnendur Fjölskylduskemmtun verður að Hótel K.E.A. sunnudaginn 5. apríl kl. 3 e.h. Kaffiveitingar. Harmonikkuleikur. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Brúöuheimilið Eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri Solhild Linge. Brúðuheimilið verður sýnt í Samkomuhúsinu, Akureyri laugardagskvöldið 4. apríl kl. 20.30 og í Freyvangi sunnudagskvöldið 5. apríl kl. 21.00. Sjá götuauglýsingar. Leikfélag Skagfirðinga Viðgerða- og vara- hlutaþjónusta fyrir Elektra rafmagnsrúllur. sími 61782. AKUREYRARÐÆH Vinnuskóli Akureyrar Vinnuskóli Akureyrar óskar að ráða forstöðumann og nokkra flokksstjóra. Upplýsingar í síma 25600 frá kl. 10-12 f. h. Umsóknarfrestur til mánudagsins 6. apríl. Garðyrkjustjóri Kaupum hreinar léreftstuskur Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tryggvabraut 18-20 - Sími 22500 Safnarar Félag frímerkjasafnara á Akureyri heldur sölu- og skiptimarkað á frímerkjum, mynt og fleiru í Alþýðu- húsinu laugardaginn 11. apríl kl. 14-17. Markaður- inn er öllum opinn. F.F.A. Skoóið glæsilega ARISTON þvottavél St.verö kr. 7050,- Afb.verö kr. 7450,- Með Ariston gæði og Ariston útlit verður valið auðvelt á Ariston þvottavélinni. Sparnaður: hún tekur inn heitt og kalt vatn, eða ein- göngu kalt sem gerir mögulegt að leggja í bleyti við- kvæmt tau við rétt hitastig. Annað for kerfi fyrir suðu- þvott, mikil stytting á vinnutíma. A: B: C: D: Sérstakur sparnaðar- rofi (tvær vatnshæöir fyrir3eða5kíló). Vindurámilli skolana. Er með þrem sápu- hólfum (þvottaefni má setja í öll hólfin f upphafi þvottar ásamt mýkingarefni). Stöðva má vélina þótt hún sé i miðju þvottakerfi með því að ýta á valrófann, hægt er að láta hana byrja aftur á sama stað án þess að rugla kerfið. Sérstakt kerfi fyrir ullarfatnaö. Ljósmerki kemur meðan vélin er i gangi og annað Ijós þegar hún hitar vatnið. Þvottakerfi eru 15 og vinduhraði 600 snún- ingar á minútu. Barnalæsing er á hurð og valrofi er lika með öryggisbúnaöi gagnvart börnum. Verzlið við fagmenn Viðgerðar• og varahluta- þjónusta DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.