Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 2
w Smáauelvsinéar z Húsnædi wSalMtmm Vel með farið sófasett og sófa- borð til sölu. Upplýsingar í síma 24681 eftir kl. 5 á daginn. Hey til sölu. Sími 22589. Til sölu Rambler vél — ekin 100 þúsund km. Upplýsingar í síma 43102 á kvöldin. Tll sölu nýtt AIKO sambyggt sterio útvarps- og segulbands- tæki. Verð í nýkr. 3.000,- - 3.500,-. Sími 21533 eftir kl. 19.00. Yamaha 440 D snjósleði árg. 1976 til sölu. Upplýsingar ísíma 33155. Ktnversk reiðhjól sterk - vönd- uð. Ódýr. Raftækni, Óseyri 6, sími 24223. Hundamatur, kattamatur og fuglamatur í dósum og pökk- um. Hafnarbúðin. AUGLÝSIÐ í DEGI Óska eftir 2-3ja herbergja íbúð á leigu fyrir næstu mánaða- mót. Uppl. í síma 25884 eftir kl. 19. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. 2-3ja herbergja íbúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla ef ósk- að er. Uppl. í síma 24167 á skrifstofutíma. 4ra-5 herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Lítið einbýlis- hús eða raðhús koma einnig til greina. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 24167 á skrifstofutíma eða 91-- 16637. 3ja herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Upplýsingar í síma 23003 á daginn og 23928 á kvöldin. Óska eftlr að kaupa gott felli- hýsi eða tjaldvagn. Upplýsingar í síma 22332 á kvöldin. Tapafi Hjólkoppur tapaðist af Mercory Monac í bænum. Vinsamlegast skilist á B.S.O. Bjarni Sakarías- son. Rauðrefshúfa tapaðist senni- lega í miðbænum s.l. þriðjudag. Skilvís finnandi láti vinsamleg- ast vita í síma 33106. Þiónusta Píanóstilllngar. Verð á Akur- eyri vikuna 5. apríl til 12. apríl. Pöntunum veitt móttaka í Hótel Varðborg sími 22600. Bjarni Pálmason. Teppahreinsun og hreingern- ingar á íbúðum,. stigahúsum, veitingahúsum og stofnunum. Sími 21719. Bifneidir Til sölu Land Rover bensín árg. 1966. Þarfnast smá viðgerðar, einnig Rambler árg. 1965, vélarlaus. Uppl. í síma 63162. Plymouth Belveder árg. ’67 til sölu. Bifreiðin er vélarlaus og gírkassalaus. Upplýsingar í Strandgötu 51 neðri hæð á kvöldin. UNGIR SKIÐAMENN TIL REYK JAVIKUR í fyrramálið munu 32 akureyrsk ungmenni halda af stað suður til Reykjavíkur, þar sem þau ætla keppa á skíðum. Að sögn Þrast- ar Brynjólfssonar, íþróttakenn- ara, eiga unglingarnir góða möguleika á að komast á verð- launapalla, en nú hefur myndast hópur unglinga sem mun vafa- laust haida uppi merki Akureyr- ar á skíðamótum í náinni fram- tíð. Þröstur gat þess að nú yrðu 6 keppendur í göngu frá Akureyri, en til skamms tíma hafa Akur- eyringar ekki getað státað sig af góðu gönguliði. Unglingarnir fara á unglinga- meistaramót fslands í alpa- og nor- rænum greinum — þ.e. í svigi og stórsvigi, göngu og stökki. Keppendum er þannig skipt niður, að í göngu taka þátt annarsvegar 13 og 14 ára og hinsvegar 15 og 16 ára. Samskonar skipting er hjá piltum í svigi og stórsvigi, en stúlkur eru í einum flokki, 13 til 15 ára. „Við förum með óvenju stórt lið. Sérstaklega eru fjölmennir unglingar á aldrinum 13 til 15 ára, en þeir eru 14 talsins. Líklega eru Andrésar andar leikarnir að skila sér og eiga eflaust eftir að gera það í auknum mæli næstu árin, en börn undir 12 ára aldri, sem nú stunda skíði eru mjög mörg,“ sagði Þröst- ur. Aðspurður sagði Þröstur að ár- angur ætti helst að nást í svigi og stórsvigi, en hann bætti þvi við að það væri með öllu ómögulegt að segja nokkuð til um göngumennina — þeir væru vísir til að koma á óvart. Gleraugnaþjónustan við Skipagötu. Mynd: á.þ. Tvær nýjar verslanir Hér í bæ hafa nýverið opnað tvær nýjar verslanir. Er þar annars- vegar um að ræða Gleraugna- þjónustuna við Skipagötu, þar sem Grána var, og hinsvegar verslunin Búrið við Strahdgötu, hvar Kristjánsbakarí var áður. Eigandi Gleraugnaþjónustunn- ar, Karl Davíðsson, sem var við nám í Svíþjóð, en hefur starfað í Reykjavík undanfarin 12 ár, nema hvað hann var árið 1973 við störf hér á Akureyri, hjá Gleraugnasöl- unni. Gleraugnáþjónustan mun veita alla almenna gleraugnaþjón- ustu, og stefnt er að því að verða með allt er lýtur að sjóntækjum. Einnig er á stefnuskránni að hafa sjónauka á boðstólum. Verslunin Búrið, sérverslun með fisk og kjötvörur fengnar frá Reykmiðstöðinni, opnaði í dag. Ætlunin er að bjóða upp á mikið úrval af kjöti og fiski, svo og brauð frá Brauðgerð Kr. JónssonarogCo. Verslunin auglýsir eftir hugmynd- um frá viðskiptavinum um nýjar uppskriftir og vörur, og býður líka upp á aðstoð við öflun hráefna til matargerðar. Áskell sigraði með yfirburðum Skákþingi Akureyrar lauk 18/3 s.l. í karlaflokki sigraði Áskell Örn Kárason með miklum yfirburðum en hann hlaut 9 v. af 9 mögulegum. í öðru sæti varð Gylfi Þórhallsson með 6.5 v. og jafnir í þriðja til fimmta sæti voru þeir Jakob Krist- insson, Jón Árni Jónsson og Sigur- jón Sigurbjörnsson með 5,5 v. hver. í unglingaflokki sigraði Arnar Þor- steinsson eftir einvígi við - Finn Sveinbjörnsson sem varð í öðru sæti. Báðir hlutu þeir 9 v. af II. Þriðji var Eymundur Eymundsson með 8,5 v. Hraðskákmót Akureyrar var haldið þann 22. mars. Úrslit í karlaflokki urðu sem hér segir: 1. Áskell Örn Kárason 17,5 v. af 19. 2. Gylfi Þórhallsson 17,0 v. af 19. 3. Jón Björgvinsson 16,5 v. af 19. 4. Jón Árni Jónsson 15,0 v af 19. f unglingaflokki sigraði Finnur Sveinbjörnsson og Arnar Þor- steinsson varð annar. Jakob. AUGLÝSIÐ í ÐEGI 2.DAGUR INNRÉTTIÐ MEÐ Ihk iJ! eih m - c f ? — KYNNIÐ YKKUR MÖGULEIKA KERFISINS í 5 p S’oo/p í bamaherbergið Ihk í forstofuna. |jlk í vinnuherbergið Ihk í stofuna. f Lhk er auðvelt í uppsetn- 5 ingu. Hjá okkur fáið þið allar upp- setningar Ihk innréttinga. f ' ^ , IHAMPVERKI SIMI: 250 20 \ STRANPG ATA 23 Rýmingarsala á skíðavörum Næstu daga veitum við 25% afslátt á skíðum, skóm, bindingum og skíðafatnaöi. Komið og gerið góð kaup meóan birgðir endast. Sport og hljóð Akureyri sími 23510 íbúðir til sölu ♦ I Höfum til sölu þrjár 3ja herbergja íbúðir í Sunnuhlíð 21, sem seljast tilbúnar undir tréverk. íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðari hluta þessa árs. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni, Furuvöllum 5, eóa í símum 21332 og 22333. FURUVELLIR 5 AKUREYRI. ICELAND P. O. BOX 209 SÍMAR (96)21332 og 22333 H LGEMMr GGINGAVERKTAKAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.