Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 5
BAGUR Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Mismunun á símagjöldum Fyrir nokkru skrifaði Bergur Sigur- björnsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga f Austurlands- kjördæmi, grein í lesendadálk eins dagblaðanna í Reykjavík, þar sem hann fjallaði um skrefatalningamálið svonefnda. í greininni segir Bergur m.a.: „í dálkum þínum hefur kunnur leik- fangaprófessor æst nokkurn hóp manna til meinlegrar andstöðu við heilbrigða skynsemi og sanngirni ... Þetta gerist í þjóðfélagi, sem þó telur sig vilja búa við og ástunda bærileg mannleg samskipti, þar sem forrétt- indahópar fái ekki að þurrka af fótum sér á öllum almenningi, í krafti for- réttinda sinna ... Gjaldtaka símans byggðist upphaf- iega á, og byggist enn á því í höfuð- dráttum, að menn skyldu EKKI greiða fyrir veitta þjónustu þessa þjónustu- fyrirtækis, heldur eftir vegalengdinni, sem var á milli þeirra, sem töluðu saman í það og það skiptið. Þetta merkir m.a. að aðstaða landsmanna til að notfæra sér og njóta sameigin- legrar þjónustu allra í höfuðborg allra landsmanna er harla misjöfn eftir því, hvort þjónustan er þægilega nálægt þeim, eða óhæfilega fjarlæg og óað- gengileg." Bergur tekur síðan tvö dæmi af handahófi, „sem geta verið samnefn- ari fyrir það ranglæti og þá ósann- girni, sem ríkt hefur í þessu efni, þrátt fyrir tæknibyltingu síðustu áratuga," eins og hann orðar það. I dæmunum miðar hann við gjaldskrá eins og hún var þegar síðasta símaskrá kom út, en ef notaðar eru gjaldskrár sem gilda í dag líta dæmin þannig út: Tveir kaupmenn þurfa að gera jafn- stóra pöntun hjá sama heildsalanum í Reykjavík. Annar er við Laugaveg, en hinn í Neskaupstað, eða á Akureyri, svo dæmið sé útvíkkað örlítið. Það tekur hálftíma hjá báðum aðilum að panta vörurnar. Kaupmaðurinn í Reykjavík greiðir fyrir símtalið 43 aura, en landsbyggðakaupmaðurinn greiðir 97 krónur og 50 aura, eða tæplega 230 sinnum hærra verð fyrir jafn langt símtai. Hitt dæmið er á þann veg, að sjúklingur í Efra-Breiðholti þarf að ná í heimilislækni sinn á Seltjarnarnesi og sjúklingur á Reyðarfirði í sinn heimilislækni, sem er á Eskifirði. Vegalengdin er í báðum tilvikum 15 km og bæði símtölin taka 10 mínútur. Reykvíkingurinn greiðir 43 aura fyrir símtalið við lækninn sinn, en Aust- firðingurinn 4 krónur og 30 aura, eða 10 sinnum hærri upphæð. Fleiri dæmi mætti iaka víðar að af landinu og í stað heildsalans mætti taka dæmi um þingmann, starfsmann stjórnarráðs eða annarra opinberra stofnana. Þessi dæmi sýna á aug- Ijósan hátt þá mismunun sem verið hefur í símagjaldamálum lands- manna. Hvar eru málverkin spyrja greinarhöfundar. IVIörg eru m.a. hér innan veggja Mynd: si.þ. Sumar gjafir eru hefndargjafir! Einn liður í sjónmenntanámi eins og það fer fram í myndlistaskól- um hérlendis er að skoða söfn. Því var það að nemendur Mynd- listaskólans á Akureyri tóku þá örlagaríku ákvörðun einn sól- skinsdag að skoða Listasafn Ak- ureyrarbæjar. Áður höfðum við frétt að Barbara og Magnús Árnason, hin virtu myndlistahjón hefðu gefið Akureyrarbæ lista- verk 1948 sem vísi að listasafni Akureyrarbæjar. Listasafn? Jú, það er til og nú eru á þriðja hundrað verk í eigu Akureyrar- bæjar. Þegar upp á bæjarskrifstofur koni hittum við Harald Sigur- geirsson að máli, sem hefur um- sjón með safninu.og brást hann vel við óskum okkar og tjáði okkur að Listasafn Akureyrar væri hér og þar í hinum ýmsu stofnunum bæjarins. Bauðst hann til að gefa okkur skrá um tilveru og staðsetningu verkanna þegar tími gæfist. Á leið okkar út hittum við Helga Bergs og inntum hann frétta af Listasafninu. Lét hann lítið yfir því og kvaðst ekki geta leyft „svona“ hópum að vaða inn á skrifstofur einstakra starfs- manna. vegna ónæðis er af því hlytist. Sárnaði nú flestum við- staddra yfir því reginhneyksli að Listasafn menningarbæjarins Akureyrar væri ekki ætlað augurn almennings. Inntum við hann þá eftir gjöf Magnúsar Á. og Bar- böru Árnason til bæjarins. Vissi hann ekki um tilveru þessara ágætu hjóna og því síður um gjöf þeirra. Fræddum við Helga þá á því að þau hjón hefðu gefið bænum listaverk eftir Magnús með þeirri ósk að þetta verk yrði vísir að listasafni. Svar Helga var á þá leið, að sumar gjafir væru hefndargjafir. Viljum við nú í framhaldi af samtali okkar beina nokkrum spurningum til háttvirts bæjarstjóra: 1. Er viðeigandi að taka við gjöf- um sem gefnar eru með ákveðnum óskum, án þess að uppfylla þaér? 2. Er það stefna bæjaryfirvalda að hafa listaverk í eigu bæjar- ins uppi í hinum ýmsu stofn- unum? 3. Ef svo er, hvers vegna er al- menningi þá nær ógerlegt að nálgast þessi verk og njóta þeirra? Listaverkin eru keypt fyrir almannafé. 4. Hver er stefna bæjaryfirvalda í sambandi við listaverkakaup? 5. Hvererstefna bæjaryfirvalda í sambandi við húsnæði yfir listasafn sitt? 6. Gera bæjaryfirvöld sér ekki grein fyrir nauðsyn sjón- mennta t.d. vegna þáttar þeirra í atvinnulífi bæjarbúa? A ðalbjörg Ólafsdóttir, Arni Svavarsson, A srún A ðalsteinsdóttir, Guðnntnditr Björnsson, Inga Björk Harðátdóttir, Jónína S. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Blöndal. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri: Er á meðan er eftir Kaufman og Hart Leikstjóri: Guðrún Alfreðsdóttir „Leiklistarlíf hefur um árabil sett svip sinn á skólalíf M.A. og raunar tryggt sér fastan sess í menningarlífi bæjarbúa. Á síðustu árum hefur L.M.A. einkum fengist við að sýna ný- leg íslensk leikrit og þótti nú tími til kominn að breyta ögn til og auka á fjölbreytni í verkefnavali. Það sem réði vali á þessu verki var fyrst og fremst það, að stykkið er mannmargt, en það hefur löngum verið aðalmarkmið Leikfélags M.A. að fá sem flesta til starfa. Mörgum hefur reynst það góður skóli að vinna við uppfærslu á leikriti og öllum þótt það skemmti- legt, enda ríkir alltaf leikgleði og áhugi hjá menntskælingum. Við vonum að þið, kæru leik- húsgestir, njótið sýningarinnar á sama hátt og við höfum notið þess að setja hana á svið.“ Þannig segir í formála leikskrár að sýningu Leikfélags M.A. á „Er á meðan er“ og er raunar litlu við að bæta, því formálinn segir nær allt sem segja þarf um sýninguna. Tilgangurinn er ljós og tilgangin- um var náð, því ekki var annað heyrt en frumsýningargestir á sunnudagskvöld skemmtu sér hið besta. Vafalaust hafa leikendurn- Afmælistónleikar — til heiðurs Áskeli Jónssyni, söngkennara Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar. Félagar úr Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri. Inga Rós Ingólfsdóttir, selló. Hörður Áskelsson, orgel. Einsöngvarar: Helga Alfreðsdóttir, sópran. Þórariiin Halldórsson, tenór. Eiríkur Stefánsson, bassi. Konsertmeistari: Michael Clarke. Stjórnandi: Áskell Jónsson. Það var ánægjuleg stund í Akur- eyrarkirkju s.l. sunnudagskvöld, er ofangreindir flytjendur efndu þar til tónleika og höfðu sett saman vandaða efnisskrá, með kórverkum eftir ýmsa höfunda þar sem Messa í G-dúr nr. 2 eftir Fr.Schubert var þungamiðjan. Þá léku þau Inga Rós og Hörður saman verk fyrir selló og orgel eftir A. Vivaldi og Cesar Franck. Var það sérlega áheyrilegur flutningur, og það verð ég að segja, að mikil prýði þótti mér að orgelleik Harð- ar. Nægir þar til að nefna einstak- lega fallegar registreringar. Það er ærið átak að ráðast í flutning á verki á borð við Messu Schuberts, og er ástæða til að óska kór, einsöngvurum og stjórnanda til hamingju með það framtak, sem þau komust öll frá með sóma. Mér flaug nú í hug, að gaman væri, ef þau viðhorf réðu ferðum með kórum hér á staðnum, að ekki þyrfti merkisafmæli ágætra forvíg- ismanna tónlistarmála til þess að söngfólk hefði sig upp í það að takast á við meiri háttar viðfangs- efni tónbókmennta. Passíukórinn hefur þar verið einn um hituna um nokkurt skeið. Strengjasveit Tónlistarskólans undir leiðsögn Michael Clarke átti þarna góðan hlut að máli' og var kórnum örugg kjölfesta. Samkennara mínum um árabil Áskeli Jónssyni vil ég færa þakkir fyrir þessa elskulegu tónleika, og má með sanni segja, að hann og fjölskylda hans hafi þarna verið mikilvirk. í tilefni 70 ára afmælisins árna ég Ásketi Jónssyni allra heilla, bið hann vel að lifa og lengi. Soffía Guðmundsdóttir. 99 KIRKJAN ÓMAR ÖLL n Þau orð sönnuðust á tónleikum í Akureyrarkirkju. sunnudaginn 29. f. m. Flytjendur voru: Kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju, félagar úr strengjasveit tónlistarskólans á Ak- ureyri, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, og Hörður Áskelsson orgel. Stjórn- andi var Áskell Jónsson, en hann hefur stýrt kórnum í 35 ár og verið organisti Lögmannshlíðárkirkju jafn lengi. Einsöngvarar með kórnum á nefndum tónleikum vöru! Helga Alfreðsdóttir sópran, I Þórarinn Halldórsson tenór og Eiríkur Stefánsson bassi. Konsertmeistar.i var Michael Glarke. Hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson (sonur söng- stjórans), sem stundað hafa tón- Áskell Jónsson. Kirkjukór Lögmannshliðarsóknar. ir og aðrir sem unnu að sýning- unni einnig haft ómælda ánægju af starfinu, auk þeirrar margvís- legu reynslu sem slík uppfærsla veitir. Verkið sem L.M.A. hefur tekið fyrir að þessu sinni er gamanleik- ur eða farsi. Fyndnin ristir sjald- an djúpt í slíkum leikverkum, en þau hafa jafnan hlotið góðar undirtektir leikhúsgesta hér á landi. Þetta verk ætti ekki að vera nein undantekning að því leyti. Það er reyndar örlítið betra en mörg önnur, því í því er svolítill undirtónn og gamansöm gagn- rýni á bandarískt þjóðfélag millistríðsáranna, þó ekki hafi verið lögð mikil áhersla á þá hlið verksins í sýningu L.M.A. Svolítill viðvaningsbragur var á leiknum á köflum og reyndar ekki við öðru að búast af byrjendum á leiksviði. Leikurinn var svolítið hömlulaus eða með öðrum orðum, leikgleðin var mikil, og tæpast er hægt að kaila það löst, þegar meginmarkmiðið með sýningunni er að fá.sem flesta til starfa og að hafa skemmtan af. Hafi einhverjir leikáigrar verið unnir á sýningu L.M.A., þá var það „veikara kynið“sem þá vann, Yfirleitt komust stúlkúrnar betur frá sínum hlut og má þar helst nefna Kristjönu Björnsdóttur í veigamiklu hlutverki, sem hún gerði nánast fagmannleg : skiL Arna Valsdóttir átti einnig mjög. góðan leik, þótt ekki væri hún lengi á sviðinu, og svipaða sögu er að segja um Hrönn VilhelniST dóttur. Arnheiður Ingimundar- dóttir lék létt og óþvingað. Önnur kvenhlutverk voru veigaminni,’ en yfirleit: tókst stelpunum nokkuð vel upp og reyndar leik- endum öllum. Halldór Björnsson var eftirminnilegur í skoplegu hlutverki sínu og Kristinn Guð- jón Kristinsson kemst allvel frá sinu hlutverki, sem er stórt og af- gerandi í leiknum. Nokkuð skorti þó á að hann væri nógu sannfær- andi sem gamalmenni. En sem sagt, áhorféndur skemmtu sér flestir vel og von- andi hefur svo einnig verið um aðstandendur sýningarinnar. Þá er tilganginum náð. H. Sv. listarnám erlendis og eru að Ijúka því, léku samleik á selló og orgel í tónverkum eftir Vivaldi og Cesor Frank, af listfengi, sem er ein- kennandi fyrir þá sem hlotið hafa náðargáfuna í vöggugjöf. Á söngskrá kórsins var innlend og erlend kirkjutónlist, þar á meðal gullfallegt lag eftir söngstjórann, Áskel Jónsson — „Stjarna enn í austri.“ (Texti: Sverrir Pálsson), en aðalviðfangsefnið var Messa nr. 2 í Gdúr eftir Franz Schubert. f því verki lék Hörður Áskelsson á orgel með kórnum ásamt strengjasveit- inni. Var það fögur samstilling. Tónleikarnir voru prýðisvel sótt- ir, kirkjan þéttsetin og stemningin einkargóð. Áheyrendur tóku fagn- andi við þeim gjöfum sem hér voru veittar. Var það verðugt, því að virðingarvert og ómælt er starfið sem liggur á bak við tónleika sem þessa. Söngfólkið hefur í ríkunt mæli fórnað af hvorutveggja: tíma og orku. Þreytt af önn og erfiði skyldustarfa hefur það horfið til þjónustu við sönggyðjuna, til þess síðan að geta boðið öðrum gjafir og geisla. Víst mun, að það hefur sungið sig frá hversdeginum inn í hátíðarstemningu, og kostað miklu til að geta gefið öðrum hana með sér, glatt og yljað og hafið frá harðræðum vetrar á hærri svið, þar sem nálægð vorsins, tilfinning fyrir töfrum þess, skapar snertingu við fegurð lífsins. Með góðri samvisku má óska Áskeli Jónssyni til hamingju með kórinn hans, og kórnum til ham- ingju með Áskel. Eftir samstarfið í öll þessi ár, hljóta taugar tryggð- anna að vera orðnar mjög traustar, brugðnar af heimsins bestu þáttum, sem verða því dýrari sem lengur er unnið og meira lagt af mörkum. Nú, þann 5. apríl, verður Áskell sjötugur. Á æfileið sinni hefur hann marga nótuna snortið og margan tóninn slegið og aldrei talið eftir tíma sínn, né neina önn. Það er jafnan líf og ljós og hlýja, þar sem Áskell frá Mýri fer. Við guðargáfu ættar sinnar hefur hann lagt ríka rækt og orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi, að sjá virkan ávöxt þess — á starfsvettvangi og einkalífi. Megi þessi síungi sönglistarmaður eiga sem lengst viljastyrk og andlegan áhuga, og lyfta sínurn tónsprota til þess að ljósin kvikni hvar hann fer, og söngurinn ómi í sál og af vörum sem flestra þeirra, sem með honum eru á vegi. Söngstjóri og kór Lögmanns- hlíðarsóknar og þið öll sem fenguð kirkjuna til að óma svo fagurlega eitt sunnudagskvöld — hafið heitar þakkir. Njótið, sem þið gefið. Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastöðum. Tónleikarnir endurteknir Kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju hélt tónleika síðastliðinn sunnudag við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. Vegna mikillar aðsóknar og fjölda áskorana mun kórinn endur- taka tónleikana í Akureyrarkirkju n.k. laugardag 4. apríl kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna verður eins og á fyrri tónleikunum, bæði innlend og erlend kirkjutónlist, en aðalviðfangsefnið er Messa nr. 2 í G-dúr eftir Franz Schubert, en þar koma fram 3 einsöngvarar og 15 manna strengjasveit Tónlistarskóla Akureyrar. Bridgefélag Akureyrar: Soffía Guðmundsdóttir einmenningsmeistari Næsta keppni er Sveitahraðkeppni Einmenningskeppni Bridgefélags Akureyrar lauk sl. þriðjudagskvöld (31. marz.) Að þessu sinni sigraði Soffía Guðmundsdóttir eftir jafna og skemmtilega keppni, en alls voru spilaðar 3 umferðir. Soffía var eini kvenmaðurinn sem tók þátt í Einmenningskeppninni nú, en hún hefur áður orðið Einmennings- meistari Bridgefélags Akureyrar. Röð efstu spilara varð þessi: stig 1. Soffía Guðmundsdóttir .... 307 2. GissurJónasson ......... 306 3. Ólafur Ágústsson........ 305 4.-5. Gylfi Pálsson........... 295 4.-5. Sveinn Sigurgeirsson 295 6. Þórarinn B. Jónsson 287 7. Haraldur Oddsson 284 8. Ævar Ármannsson 281 9. Stefán Ragnarsson 280 10. Jón Stefánsson 277 11. Sigurður Víglundsson 276 12. Einar Sveinbjörnsson 274 13. Hörður Steinbergsson 273 14. Anton Haraldsson 271 15.-16. Frímann Frímannsson jr. 270 15.-16. Alfreð Pálsson 270 Soffía Guðmundsdóttir, einmcnningsmcistari B.A. Meðalárangur er 270 stig. — Firmakeppni félagsins stendur enn yfir. Um síðustu helgi var spiluð í Reykjavík svokölluð „Fjórvelda- keppni,“ en í henni spiluðu, Bridgefélag Akureyrar, Tafl- og bridgeklúbbur Reykjavíkur, Bridgefélagið Höfn Hornafirði og Bridgefélag Austurlands. Reykvík- ingar sigruðu, hlutu 271 stig en Akureyringar 248. Austfirðingar voru þriðju. Næsta keppni Bridgefélags Akureyrar verður Sveitahrað- keppni. Spilaðar verða þrjár um- ferðir og hefst keppnin þriðjudag- inn 7. apríl. Undanfarin ár hefur hraðkeppnisformið verið mjög vinsælt. Þátttöku þarf að tilkynna til stjórnar fyrir helgi. K.A. strákurnir sem fóru í 1. deild í handbolta. Mynd: Ó.Á. Stjörnukeppni F.R.I. Laugardaginn 4. apríl verður haldið hér á Akureyri víða- vangshlaup, sem er liður í Stjörnukeppni FRÍ. Búast Nú ekki alls fyrir löngu kom hingað í boði Júdóráðs Akur- eyrar maður að nafni Þóroddur Sigurðsson. Hann er með svart belti í júdó og að auki marg- Akureyrarmót í skíðagöngu Um helgina var haldið í Hlíð- -arfjalli Akureyrarmót í skíða- göngu, en slíkt mót hefur ekki verið haldið í a.m.k. tíu ár. Keppni í skíðagöngu hefur legið hér niðri en því meiri áhugi verið á alpagreinunum svokölluðu. Áhugi á skíðagöngu er nú að aukast, og nú er starfandi finnskur skíðakennari við skíðaskólann í Hlíðarfjalli og kennir hann mönnum undir- stöðuatriði skíðagöngunnar. Úrslit í Akureyrarmótinu urðu þessi: l'lokkiir 20 ára og eldri 10 km. 1. Ingþór Eiríksson 50.10 Flokkur 15-16 ára 7,5 kin 1. Haukur Eiríksson 36.18 Flokkur 13-14 ára 5 km. 1. Jón Stefánsson 23.34 2. Pétur Þorsteinsson 28.39 3. Gunnar Kristjánsson 29.20 Flokkur 11-12 ára 2,5 km. 1. Ásgeir Guðmundsson 18.30 2. Aðalsteinn Þorsteinsson 20.14 Flokkur 8 ára. 1. Jóhann Þorsteinsson 8.06 Gömlu kempurnar keppa á ný Um næstu helgi verður haldið í Hlíðarf jalli nokkuð sérstakt skíöamót. Þá verður keppt í flokkum 35 til 44 ára og 45 ára og eldri. Þeir sem munu keppa í þessu móti gerðu garðinn frægan fyrir 15-20 árum, og eru sumir ennþá mjög vel liðtækir skíðamenn. Á laugardaginn kl. 13.00 verður keppt í stórsvigi og kl. 12.00 á sunnudag verður keppt í svigi, og fer keppnin fram við Strýtu. Búist er við keppendum allsstaðar að af landinu. má við að þátttakendur verði margir allsstaðar að af land- inu, en þessar keppnir hafa verið haldnar af og til í vetur, reyndur bæði sem keppnismaður og dómari í íþróttinni. Eitt verka hans hér á Akur- eyri var m.a. að „gráða“ júdó- menn. Þeir Broddi Magnússon og Brynjar Aðalsteinsson reyndu báðir við gráðuna 3. kyu og átti hvorugur þeirra í erfið- leikum við að ná því marki. Þá reyndi Þorsteinn Hjalta- son við gráðuna 2. kyu og gekk sú tilraun með öllu þrautalaust fyrir sig. Þetta er í fyrsta skiptið sem akureyskir júdómenn taka þessar gráður hér á Akureyri, en mörgum þeirra hefur reynst æði tafsamt að vinna sér rétt til að gangast undir „gráðun“ þ.e. að afla sér nægilega margra punkta en fram til þessa hefur aðeins verið hægt að vinna til þeirra á mótum I Reykjavík Um helgina var haldið íslands- meistaramót i fimleikum í Reykjavík. Frá Akureyri fóru Haraldur Pálsson, Aðalgeir Sigurðsson og Herbert Halldórsson. Þjálfari Akureyr- inganna er Ragnar Einarsson. Herbert varð íslandsmeistari fyrir 10 árurn og má því segja að hann hafi farið suður m.a. til að halda upp á afmælið. Hann keppti í hringjum og tvíslá og og ávallt með þátttöku bestu hlaupara landsins. Keppt verður í fullorðinsflokki, unglingaflokki og kvenna- flokki. Það er frjálsíþróttaráð Akur- eyrar sem gengst fyrir þessari keppni og er meiningin að hlaupa á götum bæjarins og á hlaupið að hefjast við aðalhlið íþróttavallarins. Hlaupið verður suður Hólabraut, vestur Gránufélagsgötu. norður Brekkugötu. austur Þórunnar- strætið. suður Glerárgötu og síðan vestur Smáragötu og að aðalhliði íþróttavallarins. Kvennaflokkur og yngri flokk- ur karla fer einn hring en full- orðnir karlnienn hlaupa fjóra hringi. Hver hringur I þessu hlaupi er um 1400 metra. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku sína til Ing- unnar Einarsdóttur í síma heima 21859 eða á daginn í síma 21900. í hringjum. Haraldur náði fjórða sæti í gólfæfinguni og Aðalgeir hafnaði í fjórða sæti í stökki yfir hest. Heimir Gunnarsson, Glímu- félaginu Ármanni, varð fs- landsmeistari að þessu sinni. Akureyringum gefst kostur á að sjá fimleikasýningu n.k. föstudagskvöld klukkan 20. Sýningin verður í íþróttahúsi Glerárskóla. * Herbert f hringjum fvrir rúmum 10 árum. Loks„gráðun“ á Akureyri Fóru á islandsmeistaramót náði öðru sæti á slánni og þriðja 4■DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.