Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 13

Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 13
Niels Á. Lund: ÞAÐ ER ALLTAF GAMAN AÐ VINNA MEÐ UNGU FÓLKI Á Bifröst er sérstakur félags- málakennari, sem hefur það hiutverk að skipuleggja félagslíf nemenda og vera þeim til að- stoðar í þeim efnum. Núverandi félagsmálakennari er Níels Árni Lund. I hverju er starf félagsmálakenn- ara einkutn fólgið? { stórum dráttum má segja að það.sé tvíþætt. Annars vegar bein kennsla í félagsmálafræðum, þar sem kennt er flest það sem lýtur að félagsmálum s.s. ræðumennska, nir ser miklu meira heldur en ég hafði gert fyrir 5 árum. Og það er alveg stór- fínt að vera héiz a. Telurðu að félagslífið sé jafn mikilvægur þáttur í skólanum og af er látið, og þá hvers vegna? Já, alveg örugglega. Hér eru haldnir málfundir einu sinni til tvisvar í viku þar sem við leysum öll heimsins stóriðjuvirkjana- og verð- bólgu vandamál. Við lærum að koma fram og flytja ræður og standa fyrir máli okkar í ræðustól. Við lærum fundarstjórn og fundar- sköp og yfirleitt allt í sambandi við stofnun og stjórn félaga. Við höld- um hér 3-4 stórar hátíðir á hverjum vetri sem við undirbúum og sjáum um að öllu leiti, auk fjölda af alls kyns kvöldvökum. Þetta miðar allt að því að þjálfa nemendur í félags- störfum og ég segi bara fyrir mig að ég finn stóran mun á mér hvað ég á orðið mikið auðveldara með að koma fram og tjá mig en þegar ég kom í haust. Verða menn samvinnumenn við það að stunda nám við Samvinnu- skólann? Nei ekki endilega. En við lærum hér um samvinnuhreyfinguna, uppbyggingu hennar og starfsemi og þá er kannski ekkert skrýtið þótt margir snúist á hennar band. Alla vega eftir að hafa verið hér þá gagnrýna menn samvinnuhreyf- inguna ekki af þekkingarleysi. Og það er jú fyrir mestu. fundarsköp, stofnun félaga og störf stjórnar o. fl. í þessari námsgrein er að sjálfsögðu tekið próf, bæði skriflegt og einnig munnlegt ræðu- próf. í annan stað er starfið fólgið í því að skipuleggja félagslíf nem- enda og vera þeim til aðstoðar í þeim efnum. Þá hef ég einnig um- sjón með heimavistum nemenda. Er það ekki óþarfi að það sé sér- stakur kennari sem sér um að hjálpa fullorðnu fólki að leika sér? Hvað er leikur og hvað er starf? Það er sannfæring mín að það félagsmálastarf sem unnið er hér af nemendum með hjálp kennara er ekki bara leikur út í loftið, heldur stór þáttur í því að gera nemendur Samvinnuskólans hæfari í hin ýmsu störf sem bíða þeirra að námi loknu. Margt það sem leikur kann að finnast að vetri getur verið smá sýnishorn af alvöru vandamáli strax sumarið eftir. Þjóðfélagið í N Niels Á. Lund. dag krefst þess af einstaklingnum að hann bjargi sér sjálfur og taki sjálfstæða afstöðu til fjölmargra þátta og að menn geti gert sér grein fyrir afstöðu sinni til ýmissa mála á opinberum vettvangi. Félagsmála- fræðsla hver sem hún er, hjálpar einstaklingnum til að geta gert þessa hluti. Finnst þér það vera rétt að sam- vinnuhreyfingin reki skóla sem þennan? Tvímælalaust. Auðvitað fara ekki allir þeir sem hér stunda nám til vinnu hjá samvinnuhreyfing- unni, þeir fengju ekki allir vinnu þótt þeir vildu. En það er ekki ónýtt fyrir samvinnuhreyfinguna að í fjölmörgum ábyrgðar og trúnaðar- stöðum um allt land eru Sam- vinnuskólanemendur sem þekkja hreyfinguna og eru velunnarar hennar. Þeir lenda oft í því að verja samvinnuhreyfinguna fyrir órétt- mætum ásöku, um og gagnrýni fólks sem þekkir ekkert til hreyf- ingarinnar. { skólanum eru nem- endur fræddir um samvinnuhreyf- inguna eðli hennar uppruna og störf. Auk beinna kennslu í sam- vinnufræðum fara nemendur í kynnisferðir til fjölmargra sam- vinnufyrirtækja um allt land. Öll þessi fræðsla eykur áhuga nem- enda fyrir samvinnuhreyfingunni og gerir þá hæfari til að vinna hjá henni að námi loknu. Nú ert þú varaþingmaður Fram- sóknarflokksins. Er ekki erfitt að yera svo yfirlýstur pólitíkus f þessu starfi? Nei ég hef aldrei fundið fyrir því. Ég hef reynt eftir mætti að forðast að blanda pólitík inn í starfið enda tel ég flokkspólitík ekki samrýmast því, þar á ofan veit ég að ef ég færi út í að vera með slíkan pólitískan áróður myndu nemendur hafna mér, en forsenda fyrir árangursríku starfi félagsmálakennara er gott samstarf og gagnkvæmt traust við nemendur. Er starfið skemmtilegt? Já, starfið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Það er alltaf gaman að vinna með ungu fólki. Það heldur manni ungum, það svo að mér finnst oft lítill munur á mér og nemendunum. Auk þess er sam- starf við skólastjóra og kennara al- veg með eindæmum gott svo sem vera ber í samvinnuskóla og það sama gildir raunar alveg með stað- arbúa alla hér á Bifröst. Staðurinn er í raun lítið samfélag og hér ríkir líf og fjör. Á meðan svo er kvíði ég ekki framtíð skólans. Fullorðinsfræðsla mun storaukast Samvinnuskólinn hefur nú síð- ustu árin staðið fyrir skipulögðu námskeiðahaldi fyrir starfsfólk og félagsmenn samvinnuhreyf- ingarinnar. Þórir Páll Guðjóns- son, kennari, hefur yfirumsjón með þessum þætti skólahalds- ins, og hann var spurður að því hvernig stóð á því að Samvinnu- skólinn byrjaði á þessu nám- skeiðahaldi. Það eru kennarar skólans sem annast námskeið- in, auk leiðbeinenda utan skól- ans um sérhæfð málefni. Eitt af aðalmarkmiðum Sam- vinnuskólans hefur frá upphafi verið að mennta hæft starfsfólk fyrir samvinnuhreyfinguna. Þessu hefur skólinn sinnt með reglu- bundnu skólahaldi sem byggst hef- ur á því sem við getum kallað fyr- irmenntun, þ.e. að undirbúa ungt og óreynt fólk undir framtíðarstörf. Nú síðustu árin hafa augu manna æ meira opnast fyrir nauð- syn þess að gefa fólki sem er í starfi tækifæri á að auka þekkingu sína með því að taka þátt í námskeiðum. Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga árið 1977 samþykkti sérstaka ályktun þess efnis að Samvinnuskólanum skyldi falið að koma á fót reglubundnu nám- skeiðahaldi fyrir starfsfólk sam- vinnuhreyfingarinnar. Þá þegar var hafist handa við undirbúning og fyrsta námskeiðið haldið í nóvem- ber 1977. Hvernig eru þessi námskeið framkvæmd? Það má segja að þar sé einkum um tvær leiðir að ræða. Annars vegar er um að ræða stutt námskeið sem kennarar skólans fara með út í félögin víðs vegar um landið. Venjulega eru þetta stutt kvöld- námskeið sem taka ca. 3-4 klst. Hins vegar eru svo ýmis önnur námskeið sérhæfðari sem taka frá 2 dögum og upp í viku. Eru þau gjarnan haldin í Bifröst eða eftir því sem hentugast þykir annars staðar. Hvers konar námskeið eru það helst sem skólinn býður upp á? Námskeiðaframboðið er nú orð- ið allfjölbreytt. Skólinn býður nú upp á 7 mismunandi þætti sem fjalla um ýmis atriði verslunar- starfa og eru ætluð til að fara með út i félögin. Hver þáttur um sig tekur ca. 3-4 klst. Þá býður skólinn sérstakt námskeið til kynningar á samvinnuhreyfingunni sem tekur 3-4 klst. og er ætlaður starfsfólki, félagsmönnum svo og öllum, sem áhuga hafa á. Auk þessa má nefna: Verslunarstjóranámskeið, nám- skeið í skiltagerð, námskeið fyrir félagskjörna endurskoðendur, námskeið fyrir stjórnarmenn kaupfélaga, framkoma í sjónvarpi, skrifstofustörf, útgáfustörf, kjöt- vörunámskeið, námskeið um ávexti og grænmeti o. fl. Nú i vetur tók skólinn að sér að sjá um fræðslu fyrir verkstjóra hjá verksmiðjum Sambandsins á Akureyri. Þórir Páll Guðjónsson. Hve margir hafa tekið þátt I námskeiðunum til þessa? Þeir eru nú orðnir alls um 4.000 ma, ns frá upphafi og námskeiðin eru orðin 223. Telur þú að svona námskeiðahald eigi framtið fyrir sér? Alveg tvímælalaust. Ég er alveg viss um að fullorðinsfræðsla í þess- ari mynd á eftir að stóraukast. Reynsla, sýnir að nám af þessu tagi nýtist mun betur þar sem fólk er að fjalla um hluti og vandamál sem það þekkir af eigin raun. Ég tel að samvinnuhreyfingin eigi að leggja enn meiri áherslu á fræðslu í þessu formi en hún hefur gert. Það skilar sér örugglega til baka með betra og jákvæðara starfsfólki og bættri þjónustu. Þessir tveir vetur hafa venð fljótir að líða Steingrímur Ingason er núver- andi formaður Skólafélags Samvinnuskólans en hann lætur af því starfi í vor, enda að yfir- gefa skólann. Steingrimur er frá Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Blaðamaður hitti Steingrim á skrifstofu Skólafélagsins þar sem hann var að störfum, m.a. að vinna að ársskýrslum félags- ins. Steingrímur, í hverju er starf for- manns Skólafélagsins aðallega fólgið? Starfið er all margþætt og erfitt að draga einstaka þætti út úr. Skólafélagið er byggt upp eins og hvert annað félag. Skólafélags- stjórn tekur til umfjöllunar öll helstu mál sem upp kunna að koma og er samræmingar og fjárhaldsað- ili fyrir hina fjölmörgu klúbba og nefndir sem innan þess starfa. Eitt stærsta hlutverk formanns er því að samræma störf þessara aðila og koma í veg fyrir árekstra í starf- seminni bæði hvað varðar tíma- setningar og annað því það er mjög aigengt að sami einstaklingurinn starfi í mörgum klúbbum. Einnig er það mikilbægt atriði að sjá til þess að félagslífið dreifist sem jafnast á allan veturinn og að allir nemendur séu sem virkastir, að allir fái sín tækifæri. Skólafélagsformaður er einnig tengiliður nemenda við skólastjóra og kennara eftir því sem þarf og kemur fram fyrir hönd nemenda út á við. Þarf oft að hafa samband við að- ila utan skólans? Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Nú sé ég að þú ert að vinna að ársskýrslum, hvaða hlutverki þjóna þær? Þær þjóna sama tilgangi og í öðrum félögum. Allir klúbbar og nefndir skila ársskýrslum um starf- semi vetrarins til stjómar og hún leggur síðan ársskýrslu fyrir aðal- fund. Þessar skýrslur auðvelda fyrstu bekkingum að leysa störf klúbba sinna vel af hendi næsta vetur. Hvemig er aðstaða til félagslífs f skólanum? Hinir ýmsu klúbbar búa eðlilega við misjafnlega góða aðstöðu, en ef á heildina er litið má segja að hún sé góð. Hér fer öll starfsemi fram undir sama þaki bæði kennsla, heimanám og félagsstarfsemi og er það óneitanlega til mikilla þæg- inda. Nú ert þú að Ijúka námi hér, hvað er það sem þú metur mest við skól- ann? Kennslan er mjög góð og maður lærir margt af bókunum, en sjálfur tel ég ekki síður mikilvæga þá „praktisku'* reynslu sem maður öðlast hér af því að búa í samfélagi sem þessu og að taka þátt í svo fjölbreytilegu og skemmtilegu félagslífi. Þessir þættir gera fólk hæfara til að koma skoðunum sín- um á framfæri og að umgangast annað fólk og eru því örugglega ekki síður gott veganesti út á lífsins braut. Hvað tekur við hjá þér að námi loknu? Hópurinn sem útskrifast í vor fer í þriggja vikna ferð til Florida í maí og ég reikna með að verða eftir í Bandaríkjunum í sumar en í haust — segir Steingrímur Ingason byrja ég í starfsnámi hjá Sam- bandinu. t hverju er starfsnámið fólgið? Það er eins og nafnið bendir til starfsnám og fólgið i því að I átján mánuði mun ég vinna hjá ýmsum fyrirtækjum og deildum innan samvinnuhreyfingarinnar í 1-3 mánuði á hverjum stað. Kemur þú til með að sakna þess að fara héðan í vor? Þessir tveir vetur hafa verið mjög fljótir að liða og það hefur verið afskaplega þroskandi og gaman að vera hér. Tengslin við skólafélag- ana eru mjög sterk og ég er viss um að oft á maður eftir að hugsa til baka og minnast þessara daga. ~^ DAGUR.13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.