Dagur - 30.04.1981, Síða 15

Dagur - 30.04.1981, Síða 15
TONLISTARPISTILL Guðmundur Gunnarsson Kóriiui Kleikir og hljóðlátur gítar Páskahátíðin er eflaust mesta trúarhátíð kristinna manna. Ekki þarf að fara mörgum orðum um tengsl trúarlífs og tónlistar. Þar um ber vitni hinn geysilegi fjöldi kirkju- legra tónverka, sem til er, allt frá einföldustu sálmalögum til stór- fenglegustu kórverka, sem samin hafa verið. Mörg þeirra eru einmitt tengd píslarsögunni og páskunum og flutningur þeirra þá um hönd hafður. Slíkir tónlistarviðburðir um nýliðna páska voru fiutningur Pólýfónkórsins á Jóhannesarpassíu Bachs og Messías HSndels í túlkun Kirkjukórs Langholtssóknar. Ekki er hér rúm að ræða kóra þessa og stjórnendur þeirra þótt freistandi væri. Hér á heimaslóðum voru engir slíkir viðburðir á boðstólum um sjálfa hátíðisdagana. Undanfar- andi vikur voru þó ekki viðburða- lausar eins og fram kemur hér á eftir. En fyrst vil ég hverfa á fornar heimaslóðir austur í Reykjadal. Þar gafst á að hlýða nýjan blandaðan kór um hátíðina. Þar í sveit starfaði karlakór um áratugaskeið, svo að sönghefðin er fyrir hendi. En til þess að virkja kraftana þarf hæfan stjórnanda og hefur ungur tónlist- arkennari úr Reykjavík, sem starfar við skólana á Laugum, tekist það hlutverk á hendur. Kórinn heitir því undarlega nafni Kleikir, sem er staðbundið þar í sveit, er skipaður um 40 manns með allgóðu. jafnvægi milli radda. Lagaval bar vott um skólun söngstjórans. Þar var ekki einungis að finna gamla kunningja eins og „Sveinar heyrið hornið drynja" heldur einnig madrigala frá fyrri öldum og nútímatónlist, innlenda og erlenda. Undirritaður verður að nota tæki- færið og þakka gömlum söngfélög- um og sveitungum fyrir ánægjulega stund. Þá skulu tíundaðir helstu viðburðir hér í bæ, sem höfundur hefur heyrt og séð frá því síðasti pistill var festur á blað. Klassiskur gítar er ekki hávaðasamt hljóðfæri og það virtist ekki vekja mikla for- vitni tónleikagesta bæjarins, þegar ungur gítarleikari, Pétur Jónasson, hélt tónleika. Rétt um 20 sálir sáust í tónleikasalnum. Ekki er slík að- sókn uppörvandi fyrir einleikar- ann. Því er e.t.v. ekki rétt að segja hinn unga tónlistarmann ekki standa þeim John Williams og Zegovia jafnfætis enn sem komið er. En enginn verður verri maður af því að heyra lag eins og „Minning- ar frá Alhambra í góðum flutningi. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík hélt tónleika í kirkjunni kvöldið fyrir pálmasunnudag. Ekki er því að neita, að skemmdi það blæ tónleikanna, að þeir hófust ekki á auglýstum tíma og efnisskrá var breytt og fellt niður það verk, sem undirrituðum hefði þótt mest- ur slægur í að heyra. Af einstökum viðfangsefnum var forvitnilegast að heyra „Die verklárte Nacht" Arnolds Schönbergs. f þessu dimma og dulúðga verki er tíma- mótamaðurinn og tólftónaskáldið ekki horfinn frá tónlistarhefðum nítjándu aldar eins og rækilega var raunin á í verkinu um hinn tungl- sjúka Pétur, sem við heyrðum fyrr í vetur. Aðsókn að síðastnefndu tónleik- unum var viðunandi en tónleika- gestir létu sig ekki vanta og troð- fylltu kirkjuna, þegar hinn síungi en sjötugi tónlistarfrömuður, Ás- kell Jónsson birti okkur árangur af starfi sínu og Kirkjukórs Lög- mannshlíðar nú í vetur. Enn settu svip á kvöldið þau Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson, bæði ung og velmenntuð í list sinni og er vonandí, að þau fái verkefni við sitt hæfi á landi hér. Meginverkefni kórsins var messa í G-dúr eftir Schubert, samin þegar tónskáldið var 17 eða 18 ára. Það skýrir e.t.v., að hún hefur ekki í sama mæli yfir sér blæ angurværrar rómantíkur og er á flestum verkum Schuberts. Kórinn og þrír einsöngv- arar, Helga Alfreðsdóttir, Þórar- inn Halldórsson og Eiríkur Stefánsson, fluttu messuna af sönggleði og skörungsskap. Aðsókn og stemming kvöldsins var óneit- anlega ánægjuleg afmælisgjöf til Áskels og sjálfur vil ég bæta við frá eigin brjósti heillaóskum honum til handa. Að lokum verður hér samkvæmt ábendingu frá ágætum tónlistar- manni og unnenda hér í bæ bætt úr ágalla á síðasta þætti. Að einum undanteknum voru ekki nafn- greindir einsöngvarar á sam- söngvum karlakóranna. Með Geysi komu fram gamla kempan Sigurð- ur Svanbergsson, Ragnar Einars- son, sem nýlega er kominn í raðir söngmanna hér í bæ, Sigurður Sig- fússon og öm Birgisson. Með Karlakór Akureyrar Hall- dór Þórisson og Auður Aðal- steinsdóttir auk Hreiðars Pálma- sonar, sem nefndur var. Auður er kornung söngkona, sem nú kom í fyrsta sinni fram og að þvi er ég best veit gildir hið sama um örn Birgisson. Athygli vekur, hve margt af þessu fólki er ungt og upprenn- andi. Skal öllum þökkuð frammi- staðan og óskað góðs gengis á söngferli framtíðarinnar. DÆGURTONLIST Snorri Guðvarðarson Að tjá ástína í moll Snorri Hansson (Mifus) er ekki aldeilis af baki dottinn í plötuút- gáfu. Síðast malaði „Söngelska fjölskyldan" honum gull, og það jafnvel meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Nú er leitað fanga lengra að, alla leið til Vest- mannaeyja. Næsta plata, sem á að koma út í fyrri hluta næsta mánaðar, hefur að geyma 12 lög eftir bræðurna Arnþór og Gísla Helgasyni. sem þar eru fæddir og uppaldir, en eru nú búsettir í Rvík. Fyrir u.þ.b. mánuði, fékk und- irritaður kassettu af „I bróðerni“, en það er heiti plötunnar. Hef ég því haft ærinn tíma til að hlusta á hana í rólegheitum, og venjast lög- unum. Þegar ég fékk eintakið, bað nafni minn Hansson mig, að hlusta vel á hana, og gefa síðan umsögn. Þó þessi grein ætti e.t.v. á einhvern hátt að vera plötunni til framdráttar, vildi hann ekki fá samfelldan lofsöng um „Bróð- ernið“. Byrjaði ég þá strax, að reyna að finna veika punkta. Seinna meir ætlaði ég að tæta hana niður, en koma með nokkr- ar uppörvandi fullyrðingar í lok- in. En ég er hræddur um, að það verði nokkurn veginn öfugt! Til að byrja með, skulum við fá nokkurs konar efnisyfirlit. Útkoma þessarar plötu er fyrir marga hluti merkileg. Eru þeir bræður, Arnþór og Gísli, báðir fæddir verulega sjónskertir, en hafa sótt tónlistartíma í Eyjum, og náð það langt á tónlistarsvið- inu, að þrátt fyrir fötlun sína eru þeir nú þekktir úl um allt land. Er það því vel við hæfi, að platan komi út nú, á ári fatlaðra, þó þar sé um tilviljun að ræða. Sennilega minnist fólk þeirra mestmegnis fyrir flautuleik (blokk-flautu), en þar er Gísli á ferðinni. Arnþór, aftur á móti, leikur á píanó og önnur hljómborð. Eiga þeir sín sex lögin hvor á plötunni, en Arnþór á líka nokkra texta. Upptaka fór fram í Stúdíó Stemmu, við Laufásveg í Reykja- vík, og var hún aðallega í hönd- um Sigurðar R. Jónssonar. Ut- setningar annaðist Helgi E. Gísli Helgason. Kristjánsson, og eru þær í flestu afbragðsgóðar, og falla mjög smekklega að viðfangsefni hans. Aðalsöngvarar eru tveir: Guð- mundur Benediktsson og Ólafur Þórarinsson. Og ef einhver er þeirrar einföldu skoðunar, að enginn sé frambærilegur söngvari hér norður í ballarhafi nema hann heiti Björgvin eða Pálmi, ætti sá hinn sami að setjast niður og hlusta á þá félaga Guðmund og Ólaf í bróðerni! Aðrir, sem koma fram á plötunni, eru: Árni Áskelsson trommuleikari, og Sig- urður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla), sem spilar að sjálfsögðu á fiðlu, og er þar að auki einn af eigendum stúdíósins. Einnig spila þeir Helgi E. Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson á ýmsis hljóðfæri. Það hefur víst aldrei áður verið gefin út plata hér á landi, sem er með flautuleik í fararbroddi, en er samt sem áður í takt við tímann og tilveruna. Hvernig sem ég hugsa þetta fram og aftur finn ég enga samsvörun, enga hliðstæða plötu, jafnvel þó leitað sé út fyrir landsteinana. Jethro Tull hefur jú þverflautuna hans Andersons að nokkurs konar vörumerki, en þar kemur hún helst inn í sungin lög sem sólóhljóðfæri í milliköflum, en ekki leiðandi í heilum lögum. Fyrsta lagið, Ástarvísa, er sungið af Ólafi, og er eftir Arn- þór. Á blaði sem fylgir plötunni, eru frásagnir af tilurð laganna, og einnig smávegis tæknilegar upplýsingar um þau. I umsögn fyrsta lagsins er bent á, hvernig rafmagnsgítarar eru notaðir í röddun á móti flautu. Ekki hafði ég tekið eftir því, enda ekki gott að heyra annað, en þar sé blásið í fleiri flautur. Kom þetta mér mjög skemmtilega á óvart. Næstu tvö lög eru eingöngu leikin, og eru bæði eftir Gísla. Þau heita: Heim og f minningu látins leið- toga. Má segja, að þau gefi okkur innsýn í hugarheim þeirra bræðra, og bendi ótvírætt á það, sem verður þeim helst að yrkis- / efni. Vestmannaeyjar og Kína eru þeirra hjartans mál. Þá er það Haustmót, sungið af Guðmundi, og eftir Arnþór. Stigagangsbergmál, eða öðru nafni „gangekkó“, hvað er nú það? Jú, það vill þannig til, að stúdíó Stemma er til húsa að Laufásvegi 12, og þar er hinn myndarlegasti stigagangur. Það eina, sem þarf að gera er, að staðsetja hljóðnema efst uppi og hátalara niðri, og þá kemur þetta allt saman af sjálfu sér. Reyndar er þessi aðferð örlítið færð í auk- ana 1 þessu lagi, því hér er Helgi staddur niðri, og tekur hressilega undir í millikafla lagsins. Þá er hljóðgerfill (þeirra þýðing á synthesizer) notaður ósparlega í laginu. Á köflum mætti halda, að um kynningu væri að ræða á þessu annars ágæta hljóðfæri, og skemmir það töluvert, að mínum dómi. „Draumur um von, sem ef til vill rætist" nefnist það næsta, og er eftir Gísla. Er það einungis spilað á flautur. Síðast á A-hlið er frfskt og Amþór Helgason. leikandi lag, sem nafnist Eftir- vænting. Smekklegur píanóleikur Arnþórs í þessu lagi hans er mikil lyftistöng fyrir það, og gerir lagið mjög grípandi. Batnar við meiri hlustun. Og þá er það „hin hliðin". Fyrsta lagáB-hlið erorðið 15ára gamalt, og nefnir Arnþór það einfaldlega Vestmannaeyjar. Þeir bræður fundu það út, að leika mátti lagið afturábak, tón fyrir tón, og þannig nefna þeir það Hin hliðin. Einn kafli þeirrar útsetn- ingar, sem hér er að finna, er spilaður afturábak, svona rétt til að leyfa manni að heyra, hvernig það hljómar öfugt. Og þá erum við komin að besta lagi plötunnar. Þetta lag á örugg- lega eftir að heyrast oft í hinum ýmsu þáttum útvarpsins. Guðmundur syngur hér Frétta- auka, eftir Amþór og Ása í Bæ. Margt verður til að gleðja eyrað í þessu lagi, en að öllum öðrum ólöstuðum, stendur Diddi fiðla uppúr fyrir frábæran leik sinn. Þarna spilar hann allt upp í fjórt- án sinnum á fiðluna sína sama sólóinn, hvern ofan í annan. Merkilega gott lag! Þá er einfalt, og frekar tilþrifa- lítið lag, sem nefnist vinátta. Lag um þá vináttu. sem einstaklingar af ólíku þjóðerni geta bundist. Og á eftir því kemur annað „instru- mental" lag, sem nefnist því stressaða nafni: Vesturvíkurtón- listarhátíðartaugaveiklunar- streitulag. Stórundarlegur sam- leikur flautu og gítars. Ekki get ég sagt, að þetta lag sé í neinu sér- stöku uppáhaldi hjá mér, og til að byrja með, fannst mér það vera fullt af vitleysum. Síðar var ég uppfræddur um, að svona ætti það að vera. En ekki finnst mér lagið neitt skárra fyrir það. Næst- síðasta lag plötunnar ber nafnið Kvöldsigling. Er það eftir Gísla og sungið af Ólafi. Bráðfalleg melódía, en einhvern veginn finnst mér þetta Eyjasund, sem sungið er um, ekki vera i Vest- mannaeyjum. Lagið hefur fengið mjög sterkan Grískan stíl í út- setningunni, og þá ímyndum við okkur bara, að við séum stödd í Eyjahafinu! Astarjátning heitir siðasta lag plötunnar. Það er ekki sungið, enda ábyggilega erfitt að semja sannfærandi texta um þetta hug- tak. Þegar maður tjáir ást sína, hlýtur maður að vera í moll! Lagið er það líka að mestu leyti. Þegar á heildina er litið, kemur „í bróðerni" mjög vel út, með betri plötum síðari ára. Þægileg og grípandi, og venst vel. Sungnu lögin fjögur standa þó upp úr, og eiga vafalítið öll eftir að heyrast. Þá má einnig búast við, að „Vest- mannaeyjar" gleymist okkur ekki í bráð. DAGUR.15

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.