Dagur - 30.04.1981, Side 16

Dagur - 30.04.1981, Side 16
GLÆÐUR Jón Gauti Jónsson GASIR Höfuðkaupstaður Norðurlands Frá degi til dags fer iítið fyrir þeim sandi og aur, sem árnar bera til sjávar, en þegar yfir lengri tíma er litið má vissu- lega sjá umtalsverðar breyting- ar við árósa, og þessi að því er virðist sakleysislegi framburð- ur hefur oft breytt verulega gangi sögunnar. Þannig er þessu m.a. farið við Eyjafjörð. Á fyrstu öldum íslandsbyggðar var helsta verslunarmiðstöð hér á Norðurlandi við ósa Hörgár, en vegna breytinga á ósnum til hins verra, fluttist hún til Akureyrar þar sem hún hefur síðan verið. í þessari grein er ætlunin að rifja upp eitt og annað, sem vitað er um þennan forna verslunarstað. Verður einkum stuðst við Lýsingu Eyjafjarðar eftir Steindór Steindórsson og Fortidsminder og Nutidshjem paa Island eftir Daniel Bruun. Um 10 km fyrir norðan Akur- eyri rennur Hörgá til sjávar. Skammt fyrir sunnan ósinn gengur allmikil eyri í sjó fram, er nú ber nafnið Gæsaeyri, dregið af bænum Gæsir, sem þar er skammt frá. Eldra nafn á þessari eyri er Toppeyri. Fyrir ofan eyr- Séð norður yfir búðarústirnar. (JGJ) ina tekur við leira, en upp af henni ásar. Grasivaxinn tangi gengur fram í leiruna. Á honum eru tættur hins forna kaupstaðar, er Gásir nefndust. Fremst á tang- anum er klettur er Festarklettur heitir og skammt sunnan við sjálfa Toppeyrina gengur klettur í sjó fram, er nafnist Hvalklettur. Svo lítur helst út, að hin forna höfn hafi verið þar sem nú er leiran, og sá hluti Toppeyrinnar, sem er fyrir norðan hafi skapað gott hlé. Er liklegt að siglt hafi verið suður fyrir eyrina að Hvalkletti og síðan Myndin sýnir ósa Hörgár og næsta nágrenni. Dökka svæðið er sýnt stækkað á næstu mynd. Lfklegt verður að telja að skipin hafi siglt inn á höfnina, þar sem örin bendir. (Teiknað eftir loftmynd). norður með ásunum að tangan- um, þar sem verslunarstaðurinn stóð. I dag eru öll mannvirki að Gásum löngu vallgróin. Enn mótar þó vel fyrir þeim og aug- Ijóst að þarna hefur verið margt búða, enda herma sögur að þar hafi fyrrum mannmargt verið. Mun það hafa verið háttur stór- bænda við Eyjafjörð, að eiga búðir á Gásum og sitja þar með konum sínum og dætrum lengri eða skemmri tíma á hverju sumri meðan kaupstefnan stóð yfir. Árið 1907 grófu þeir Finnur Jónsson prófessor og Daniel Bru- un höfuðsmaður í nokkrar tættur og lýstu mannvirkjum eins og þau kom þeim fyrir sjónir, og verður hér stuðst við lýsingu þeirra. Alls eru búðatætturnar um 175 m frá norðri til suðurs, en um 80 m frá austri til vesturs þar sem þær eru breiðastar. Yfirborð þeirra er um 1 Vi-2 m yfir sjávar- mál. Gegnum aðalþyrpinguna miðja frá norðri til suðurs liggur greinileg gata, er skiptir búðun- um í tvær raðir. í uppgreftri þeirra félaga fundust hvergi minjar um grjót eða að steinar hafi verið notaðir, allt hefur verið úr torfi og veggir ekki nema nokkur fet á hæð. Þetta er talið augljóst vitni þess, að búðirnar hafi ekki verið ætlaðar til vetur- setu, heldur einungis notaðar að sumarlagi, og að þökin hafi verið úr vaðmáli. Einnig bendir allt til þess, að sama búðin hafi verið notuð mann fram af manni um aldaraðir. Rúmum 15m fyrir ofan og vestan búðaþyrpinguna, þar sem hún er breiðust, sést kringlóttur vegghringur, nokkuð hærri en tætturnar. Innan í þessum hring mótar greinilega fyrir ferhyrnti tótt. Þetta eru leifar gamallar kirkju, en heimildir eru til um, að þarna hafi verið kirkja, um 12 m á lengd og 5 m á breidd. Dyr eru á suðurvegg, en þar fannst við uppgröft hella, er stigið hefur verið á þegar inn var gengið. Kirkja þessi hefur verið úr timbri. Allar tætturnar að Gásum eru nú friðaðar samkvæmt þjóðminja- lögum. Síðast komu Gásir við sögu ár- ið 1391,' og sennilegt verður að telja að sigling þangað hafi tekið af skömmu síðar. Höfnin, þar sem nú er leiran, hefur þá verið tekin að fyllast af sandi og hún því ónothæf lengur. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um sögu Gása, enda sögulegar heimildir um þennan stað mjög fáskrúðugar. Á það skal hins vegar bent, að mjög hægt er um vik fyrir Eyfirðinga að aka þangað einn sunnudagseftir- miðdag og skoða hinar gömlu tættur, hinar sýnilegu heimildir um þennan merka stað sem á sínum tíma var miðstöð verslunar hér á Norðurlandi. Spurning um sjálfstæði Illa er komið fyrir þjóðinni, þegar landsfeðurnir og stjórnendur fyrir- tækja velta á milli sín þýðingar- miklum málum, eins og snjóbolta, þar til þau verða þeim næstum óviðráðanleg, af því enginn vill taka á sig þá ábyrgð sem fylgir því að leysa vandann. Þjóð sem vill búa sjálfstætt í landi sínu verður að annast frum- þarfir sínar sjálf, svo sem að klæða sig og fæða, og getur ekki kinnroðalaust, látið útlendinga annast þetta fyrir sig, og með því gerst háðari og háðari öðrum þjóð- um, og um leið fækkað sínum eigin atvinnutækifærum. Eitt fyrirtæki þó lítið sé, er sem steinn í sjálfstæði, hverrar þjóðar, og allir vita hvernig fer, ef farið er að týna steina úr vegg, þá hrynur hann til grunna. 16.DAGUR s i u nutJitiU Þetta vita allir, jafnvel þeir sem fara með stjórn iðnaðarmála. En það er eins og það skorti áhuga á þeim bæ, eða þennan fræga vilja sem öllu getur bjargað. Fólkið hlýtur að gera þá kröfu til for- svarsmanna sinna hvar í flokki sem þeir standa, að þeir aki þannig seglum, að enginn atvinnufyrirtæki sem framleiða frumnauðsynjar þjóðarinnar verði lögð niður. Heldur verði þau aukin og elfd, hvort sem þau smíða skó eða eitt- hvað annað. Svo vil ég biðja menn að hugleiða hvort það sé í þjóðar- þágu að þeir sem annast innkaup, fari út um allan heim til að leita uppi það ódýrasta sem finnst, og grafa með því undan íslenskum iðnaði. Og styrkja um leið þá at- vinnurekendur erlendis sem greiða starfsfólki sínu sultarlaun, og geta meðal annars þess vegna selt ódýrt. Og nú ættum við framvegis að kappkosta að kaupa framleiðslu hvers annars, og með því veita okkursjálfum atvinnu. Nú er bara að vona og biðja, að foringjum okkar takist að vinna í anda íslenskrar sjálfstæðis og framsóknar stefnu, og þá fer allt vel. Samvinna er allt sem þarf. Samvinnumaður. fslendingar stöndum saman, stöndum vörð um frelsi vort. Lifum vel, við leiki og gaman, lærum, vinnum, þá vel er ort. Ritstjóri: Áríðandi, ef hlýtur náð, augum fyrir þínum. Aldrei er of miklu sáð, af gullkornunum fínum. Og svo var það maðurinn, sem kom óvænt heim og fann konuna sína í rúminu með ókunnugum manni. „Hvern djöfulinn á þetta að þýða, hver er þessi mannherfa?“ „Sannarlega tímabær spurning,“ svaraði eiginkonan, og snéri sér að bólfélaga sínum og spurði dísætri röddu: „Hvað heitirðu nú annars elskan?“ * Náungi nokkur kom inn á bar. „Gefðu mér einn sterkan“, sagði hann við þjóninn. „Ég þarf á því að halda. Bráðum lendi ég í áflogum.“ Þjónninn hellti í glas og maður- inn drakk það. Síðan æddi hann að símanum og hringdi. „Er það hjá Bjarna Bjarnasyni bæklunarlækni. Vilduð þér gjöru svo vel að koma yfir á barinn á KEA eftir 20 mínútur. Ég er að fara að slást. Það verða hroðaleg læti.“ Hann fór aftur að barnum. „Einn fjórfaldan. Þarf á því að halda. Mikil áflog.“ Hann hringdi aftur í lækninn. „Eruð þér ekki að koma læknir. Þetta verða mikil áflog." Hann fór aftur að barnum. „Sex glös af vískí. Maður, þetta verða sko áflog í lagi.“ „Við hvern ætlar þú að slást" spurði nú þjónninn. „Þig auðvitað. Ég ætla sko ekki að borga viskiið!!!“ ★ „Þjónn, er þessi súpa ætluð fyrir tvo?“ „Já, herra.“ „Hvers vegna í fjandanum er þá bara ein fluga í henni....“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.