Dagur - 30.04.1981, Síða 17

Dagur - 30.04.1981, Síða 17
SJÓNMENNTIR Helgi Vilberg „í hverju er fegurðin fólgin?44 Þótt fólk brjóti yfirleitt ekki mikið heilann um heimspeki listanna er samt sem áður eitt það efni sem allir velta einhverntíma fyrir sér, en það er hugtakið fegurð. „í hverju er fegurð fólgin?“ spurði Plató, fyrsti fagurfræðingur Vesturlanda, fyrir rúmlega tvö þúsund árum. Já, ég sagði hugtakið fegurð, því fegurðina er ekki að finna sem eiginleika í neinum hlut hvorki verkum manns eða nátt- úru. Það finnst líklega einhverj- um undarlegt að hugsa sér það en það er nú samt svo. Viðhorf okkar til hinna ýmsu hluta eða verka er háð fyrri reynslu, þekkingu og eðlisfari hvers og eins. Fegurð hlutanna birtist í áhrifum á hug okkar. Við teljum þá hluti eina fagra sem veita okkur einkenni- legan unað. Þeir draga að sér at- hyglina og halda henni í ijúfum böndum og um leið er líkt og hugurinn losni úr læðingi. Þannig Kornakurinn — eftir Vincent van Gogh frá árinu 1890. Samtfmamenn kunnu ekki að meta myndir hans og hann seldi aðeins örfáar myndir í lifanda Iffi, en nú löngu eftir dauða hans eru fáir listamenn dáðari. Hvort skyldi nú hafa breyst s.l. níutíu ár, verk hans eða viðhorf manna til þeirra, — fegurðarskynið? er fegurð hluta og listaverka fólgin í sérstakri merkingu sem við leggjum í þau, en fegurðin er ekki eigind þeirra. Gildir þetta jafnt um listfegurð sem náttúru- fegurð. Eða hvernig stendur á því, svo dæmi sé tekið, að verk hol- lenska málarans van Gogh voru að engu metin fyrr en löngu eftir dauða hans? Nú eru fáir lista- menn dáðari en einmitt hann. Ekki hafa verk hans breyst síð- astliðin níutíu ár. Svarið er ein- faldlega það að viðhorf manns- ins, fegurðarskyn hans, hefir breyst en ekki myndirnar. Fegurð er sá endurhljómur sem hlutur vekur í huga okkar. Meðan hugurinn er ekki við því búinn að skynja og meðtaka slíkan endur- hljóm getur ekki skapast sú full- nægja er við köllum fegurð. Við getum ekki horft fram hjá því að fegurðarskynjun okkar er blandin öðrum hlutum, hugtökum eða reynslu, efnalegum gæðum, stjórnmálaskoðunum, trú, sið- gæðisvitund o. fl. Langoftast horfum við á hlutina frá sjónar- miði einhverrar sérstakrar þarfar. Við lítum á ávöxtinn frá sjónar- miði bragðsins og lystarinnar. Bóndinn lítur á engi og tún frá sjónarmiði heyskaparins, hve góð sprettan er. Eða þegar ferðalang- ur sagði við gildan bónda á lax- veiðijörð. „Hér er fagurt." „Já þegar vel veiðist“ svaraði bóndi. í málverkum er það hinsvegar oftast tilvísunin, minningargildið sem mestu ræður. Myndin sýnir kunnuglegan stað ef til vill æsku- stöðvar sem áhorfandanum eru hugstæðar og þess vegna er mál- verkið fagurt. Þannig er oft að hinu hreina listgildi er blandað saman við allt annan hlut. Lista- verkið skýrskotar til reynslu eða upplifunar sem er gengin í stað þess að verða að nýrri upplifun. Listaverkið veitir okkur lífsunað og fegurð, eins og við gjarnan köllum það, en þróar einnig til- finningalíf okkar og gerir það móttækilegra fyrir sífellt nýrri og frjórri fegurðarskynjun. Fegurð- arskynjun þeirra sem ekki njóta neinnar listar að ráði er svo til óbreytt alla ævi, þeir bæta aldrei neinu við. En fegurðarskyn hinna sem njóta lista að staðaldri (eink- um nýrra lista) festist ekki í skorðum en heldur frjómagni sínu og næmleika. Með öðrum orðum þroska má fegurðarskyn og tilfinningu fyrir listfegurð. Öll þekkjum við dæmi um þetta. Fersk fegurðarskynjun er ekki aðeins stundlegur unaðsgjafi mannsins heldur sá aflgjafi er knýr framvinduna, losar sífellt um hugmyndir og kenndir og ryður nýjum straumum leið. Þeim mun meiri og frjórri er lífsham- ingja þjóðarinnar og því heilli gengur hún á vit nýrra tíma. •js/(3| uunBJcj jua 93ui jucj jnjju . 9|9usj uuipuuSia ju§ ‘uinunjpsujq jua jnpu -uuj uias us *uui|iy '81 9B oas L\ =Z+9 + 6 •jujjj i nja luas ‘jjud upunju yj pu ijjy ijsSuX ys 9o 9 upa Sunfpijcj ijsæu ys ‘5 ‘jAcj 5J5J3J jjsp y$ 6i spu Jjujujjj npjn ‘jjj uuis unacj jpuuyj uuuujpauq inqyu pu pucj pi^ :jiujb|)j LZ -Q'wm SUISUUBUI >(J3A999 U5JJJ UUjS „nf|3Ap3BQ“ y jjusnuq GVRO ABURÐAKDREIFARAR Stærð: 750 kg. Stillingar úr ökumannssæti. Dráttarkrókur fyrir vagn. Guð.björn Guðjónsson heildverslun ÍÞRÓTTIR Enski boltínn Það er aldeilis dæmalaust hversu enska knattspyrnan nýtur mikill- ar hylli hér á landi. Hvern laug- ardag setjast þúsundir manna og kvenna fyrir framan sjónvarpið til þess að fylgjast með úrslitum dagsins og sjá glefsur úr nokkrum leikjum. Jafnan er það svo að flestir fylgja ákveðnum liðum að málum og afar margir tala urn lið sín, eins og þeir séu einn úr hópnum og segja þá eitthvað á þessa leið: „Við unnum ykkur létt í dag,“ „Við erum þrælgóðir um þessar mundir“ o.s.frv. Það fer ekki á milli mála að tvö ensku liðanna eiga sér flesta fylgjendur hér á landi. Það eru Liverpool og Manchester Utd. Velgengni þessara liða á undan- fömum árum hefir aflað þeim svo tryggra stuðningsmanna. Siðan eru lið eins og Arsenal, Leeds og Tottenham sem eiga sér marga fylgjendur. Síðan eru aftur á móti lið eins og Aston Villa og Ipsvich, toppliðin í Englandi í dag, sem hafa ekki notið mikillar hylli hér á landi. Undirritaður er einn af afar fáum fylgjendum Aston Villa, eins og margfrægt er, og hefi á undanförnum árum fengið að heyra það óþvegið þegar „mínir menn“ hafa verið að strögla í 2. deild og fallið í þá þriðju. f dag eru mínir menn“ hins vegar á toppnum og vart líð- ur sá dagur að ég heyri ekki um nýja áhangendur „Villa“. Á dögunum dvaldi ég á Eng- landi og þegar ég er staddur þar set ég mig ekki úr færi að sjá leik eða leiki ef það er mögulegt. Að þessu sinni auðnaðist mér að krækja í tvo leiki. Fyrst einn þann slakasta leik sem ég hefi séð, Arsenal og Leeds, og síðan þann besta, Aston Villa og Ipswich á Villa Park í Birmingham. Það var ótrúleg stemming á Villa Park, enda komust ekki allir inn sem það vildu. Meira að segja eigin- kona undirritaðs, sem hefir lítt gaman að knattspymu, varð tendruð af atganginum. Nú það er ekki að orðlengja, að „mínir menn“ töpuðu, sem var að sjálf- sögðu súrt, en það var þó bót í máli að leikurinn var mjög skemmtilegur og vel leikinn og það er jú heila málið. Menn ættu ekki að setja sig úr færi að sjá einn leik, ef þeir eru staddir einhvers staðar sem það er mögulegt. Menn sem jafnvel fara aldrei á völlinn hér heima hafa tendrast af. fjörinu og áhuganum sem þeir verða vitni að þar sem tugir þúsunda koma saman til að horfa á knattspyrnuleik. sigb. Lið Aston Villa ý DAGUR.17

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.