Dagur - 23.06.1981, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
64. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 23. júní 1981
■■■■
47. tölublað
Krossanesverksmiðjan:
Nýju tækin koma í haust
BYGGÐA-
ÞRÓUNAR-
ÁÆTLUN
FYRIR
EYJA-
FJARÐAR-
SVÆÐIÐ
Nú hefur verið ákveðið að gera
byggðaþróunaráætlun fyrir
Eyjafjarðarsvæðið og sam-
kvæmt samþykktri starfsáætlun
er Byggðadeild Framkvæmda-
stofnunar ríkisins heimilt að
hefja undirbúning á þessu ári
með úttekt á mannafla og at-
vinnuhorfum.
Byggðaþróunaráætlunin verður
unnin í samstarfi við Fjórðungs-
samband Norðlendinga og sveitar-
stjórnir við Eyjafjörð. Stefnt er að
því að næsta haust komi út sérstök
skýrsla um þetta efni, en umsjón
með verkinu hefur Sigurður
Guðmundsson. I byggðaþróunar-
áætlun sem þessari er tekið mið af
þróun og stöðu í mannafla- og at-
vinnumálum og landkostir og fleiri
atriði tekin með í myndina.
Nú er unnið að byggðaþróunar-
áætlun fyrir Siglufjörð og áætlun-
argerð fyrir Húsavíkursvæðið er
komin á undirbúningsstig. Þá er í
athugun að endurskoða byggða-
þróunaráætlun fyrir N.-Þingeyjar-
sýslu.
TRABANT
RÉÐST TIL
ATLÖGU!
Trabant fólksbifreið réðst í gær til
atlögu við aðra blikkbelju á aðal-
götunni á Svalbarðseyri. Ekki valdi
hann sér ómerkilegri andstæðing en
stóra Volvo flutningabifreið, enda
fóru leikar þannig, að Trabantinn lá
óvígur eftir, lítt ferðafær.
Trabantinn mun hafa brotnað
talsvert og er ekki líklegur til mik-
illa afreka næstu daga. Volvo
flutningabifreiðin lét hins vegar
lítið á sjá og ætti að geta þjónað
húsbændum sínum sem ekkert hafi
í skorist. - Sv. Lax.
„Við vonumst til að geta prófað
nýju tækin í endaðan september.
Nú erum við að rífa niður annan
gamla þurrkarann og því sem
honum tilheyrir, svo við getum
„Nú er verið að athuga mögu-
leika á að ná sáttum um að húsin
verði rifin svo að málaferli um
bætur tefji ekki framkvæmdir.
Þetta yrði þá gert með því að
láta fara fram mat á húsunum,
sem síðan yrði lagt til grund-
vallar í bótamálinu,“ sagði
Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður á
Akureyri, í viðtali við Dag um
málshöfðun bæjarins gegn eig-
endum Skipagötu 21. Deilur eru
um það hvort bætur eigi að
komið nýju tækjunum fyrir, án
þess að þurfa að stöðva vinnsl-
una,“ sagði Pétur Antonsson,
framkvæmdastjóri Krossanes-
verksmiðjunnar, í viðtali við
koma fyrir húsið, en það þarf að
fjarlægja vegna skipulags, sem
gerir ráð fyrir vegi og bílastæð-
um á svæðinu milli Torfunefs-
bryggju og Skipagötunnar.
Hreinn Pálsson sagði, að enn
hefði ekki verið fallist á þessa lausn
á málinu, en búast má við að
framkvæmdir tefjist i ein tvö ár
a.m.k., ef ekki verður á þetta fallist.
Þá hefur það gerst, að eigendur
Skipagötu 13, þar sem afgreiðsla
Drangs er meðal annars, hafa mót-
mælt því að það hús eigi að fara
Dag um ný tæki i verksmiðjuna,
en þau koma til landsins í næsta
mánuði og verður strax hafist
handa við að koma þeim upp.
bótalaust. Bæjaryfirvöld telja hins
vegar ekki um neinn vafa að ræða í
því sambandi, þar sem húsið var
byggt með bráðabirgðaleyfi og
takmörkuðum lóðarleiguréttind-
unt. Ekki er ósennilegt að til mála-
ferla geti einnig komið út af því
húsi.
Engum mótmælum hefur verið
hreyft vegna brottnáms gamla
kornvöruhúss kaupfélagsins, en
réttur hefur verið áskilinn til bóta
ef niðurstaða dómsmálsins vegna
Skipagötu 21 fer á þá leið, enda um
sambærileg leyfi að ræða til bygg-
að koma öllum nýju tækjunum
fyrir þegar loðnuvertið hæfist, sem
nú er ræít um að verði 10. ágúst, þá
væri hugsanlegt að afköst verk-
smiðjunnar yrðu orðin þau sömu
og þau eru nú. þar senr þá verður
væntanlega búið að koma fyrir
sogkjarnatæki og forsjóara. Nýtt
rafkerfi verður sett í alla verk-
smiðjuna um leið og skipt verður
um tæki og hafa verktakar á Akur-
eyri sameinast um verkefnin.
Með tilkomu þessara nýju tækja
á mengun að vera því sem næst úr
sögunni frá Krossanesverk-
smiðjunni. Afgangsorka frá sog-
kjarnatækinu verður nýtt aftur í
forsjóðaranum. Hringrás verður á
loftinu og reyknum, sem til þessa
hefur streymt út í loftið og valdið
mikilli mengun. Með þessari end-
urnýtingu orkunnar í reyknum
minnkar olíunotkun um upp undir
helming, að því er ætlað er. Þá má
geta þess, að nú er verið að taka í
notkun hráefnistanka fyrir bein og
annan úrgang og þegar það verður
komið í gagnið verður allt hráefni
verksmiðjunnar í lokuðu kerfi.
Tölva mun sjá uni eftirlit og
stjórnun tækja í verksmiðjunni.
sem verða við það mun auðveldari
en áður. Er þetta fyrsta tölva sinnar
tegundar hér á landi.
ingar húsanna í upphafi. Ekki var
gerður neinn venjulegur lóðar-
leigusamningur. þegar þessar svo-
kölluðu upplagslóðir á Torfunefi
voru veittar nokkrum aðilum af
hafnarnefnd árið 1927. Deilan
snýst um orðalag á bókun vegna
bygginganna. Þess má geta. að
þarna voru áður fvrr fleiri mann-
virki. sent rifin hafa verið án þess
að til málareksturs hafi komið.
Líklegt er að dómsmálið út af
Skipagötu 21 verði þingfest i bæj-
arþingi Akurevrar á fimmtudag.
Pétur sagði, að þó ekki yrði búið
Það ætti senn að heyra fortíðinni til, að reykinn frá Krossancsi leggi ineð þessuni hætti yfir húsin í þorpinu. Nýju tækin eiga að
gera verksmiðjuna svo gott sem mcngunarlausa. Mynd H. Sv.
Bótamál vegna niðurrifs Skipagötu 21:
TEFJAST FRAMKVÆMD-
IR VEGNA MÁLAFERLA?
REKSTURINN GEKK VEL
„I heild má segja að starfsemin
hafi gengið vel og nýting á stöð-
inni verið með besta móti,“ segir
meðal annars í ársskýrslu Slipp-
stöðvarinnar h.f. á Akureyri fyr-
ir árið 1980, en aðalfundur fé-
lagsins var haldinn s.l. föstudag.
í skýrslunni segir ennfremur, að
verkefni hafi verið mikil á árinu og
framleiðsluvinnustundir voru
474.994 borið saman við 484.391
stund árið 1979. Rekstur Slipp-
stöðvarinnar var gerður upp með
hagnaði sem nemur 13,1 milljón
gkr. og afskriftir nárnu 181 milljón
gkr. Fjárfestingar á árinu námu 388
milljónum gkr. í ársskýrslunni
kemur fram, að eiginfjárstaða fyr-
irtækisins sé sterk.
Sérstakur kafli er í ársskýrslunni
um framtíðarhorfur og segir þar að
ljóst sé að stór hluti íslenska fiski-
skipaflotans sé orðinn gamall og úr
sér genginn. Þannig verði um
helmingur flotans eða um 400
skip orðin 20 ára eða eldri eftir 2-3
ár og auk þess sé hluti af togara-
flotanum farinn að eldast þannig
að einhver endurnýjun muni þurfa
að eiga sér stað á næstu árum, enda
þótt það verði ekki í miklum mæli.
Afkastageta innlendra skipasmíða-
stöðva sé hins vegar ekki það mikil
að þær ættu að geta haft næg verk-
efni.
Starfsemi Slippstöðvarinnar gekk vel á sfðasta ári og ekki virðist hörguli á viðgerðar-
og viðhaldsverkcfnum, því skipin bíða í röðum. Mynd: H.Sv.
Steindór
heiðursdoktor
Steindór Stcindórxson frá
Hlöðum var sæntdur heið-
ursdoktorsnafnbót við Há-
skóla íslands á 17. júní,
ásamt öðrum kunnum fræði-
manni, Lúðvík Kristjánssyni.
Steindór var sem kunnugt er
um árabil kennari við Mennta-
skólann á Akureyri og síðar
skólameistari. Jafnframt þvi
vann hann umtalsverð afrek á
fræðasviði sinu. sem er grasa-
fræði, og einnig hefur hann þýtt
fjölda rita sagnfræðilegs efnis.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180