Dagur


Dagur - 23.06.1981, Qupperneq 8

Dagur - 23.06.1981, Qupperneq 8
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLONGUR OLfUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA 1 1 AFKÖSTIN VERÐA FJÓR- FÖLDUÐ Túnsbergi 16. júní Verksmiðja Kaupfélags Svalbarðseyrar á Svalbarðs- strönd sem framleiðir svo- kallaðar „franskar kartöfl- ur“ hefur starfað af fullum krafti í nokkurn tíma, og hefur gengið mjög vel að selja framleiðsu verk- smiðjunnar. Þar hefur verið unnið á tví- skiptum vöktum og hefur fram- leiðslan verið um 2 tonn á 16 klukkustundum. Engin vand- kvæði hafa verið á því að selja framleiðsluna, heldur má segja að færri hafi fengið en viljað hafa. Nú er ákveðin stækkun verksmiðjunnar, og er reiknað með að eftir að þeim fram- kvæmdum lýkur hafi afköstin fjórfaldast. Verður þá hægt að vinna þar 7-8 tonn á 16 klukku- stundum miðað við gott hrá- efni. Þegar eru hafnar fram- kvæmdir við stækkun verk- smiðjunnar, og sum þeirra tækja sem setja þarf upp til við- hótar eru þegar komin á stað- inn. Sem dæmi um ásókn í fram- leiðslu verksniiðjunnar má nefna að í síðustu viku fóru 7 tonn til sölu í Reykjavík. og voru þau seld hjá Grænmetis- verslun Landbúnaðarins þar á 10 mínútum. Er því Ijóst að mikill og góður grundvöllur er fyrir aukinni framleiðslu. Menn hafa að vonum af því nokkrar áhyggjur hvernig fari með kartöfluuppskeru í ár, en verði hún léleg verður að kaupa hráefni erlendis frá. „Frönsku kartöflurnar" frá Svalbarðseyri eru seldar í neytendaumbúðum. og er vörunni pakkað í 800 g og 2ja kg pakkningar. S.L. Brúargerð við Hrafnagil: Reiknað með að vegurinn sígi um rúma 3,5 metra Framkvæmdir við brúargerðina yfir Eyjafjarðará milli Hrafna- gils og Laugalands eru nú hafn- ar af fullum krafti og reiknað er með að búið verði að steypa stöplana og koma fyrir burðar- bitum á milli þeirra í ágúst. Vegagerð að brúnni er hins veg- ar erfiðari en búist var við, vegna þess hve aurbleytur eru miklar og sem dæmi má nefna, að reiknað er með að vegurinn sígi ví* Þar scm mjög djúpt er á fast, verður að reka niður steypta og jámbenta staura sem undirstöðu brúarstólpanna. Mynd: H. Sv. 450-500 í kirkjukór Sönghátíð allra kirkjukóra á Norðurlandi verður haldin sunnudaginn 28. júní n.k. á Ak- ureyri. Gera má ráð fyrir að 450-500 félagar í kirkjukórum norðan lands taki þátt í hátíð- inni. Hátíðin hefst með guðsþjónustu í Akureyrarkirkju kl. 11. Prófastar Hólastiftis ásamt séra Birgi Snæ- björnssyni annast guðsþjónustuna og séra Pétur Sigurgeirsson, vígslu- biskup predikar. Kórar Akureyrar- og Lögmannshlíðarsókna leiða sönginn. Skcinnitiferðaskipið Estonia i Akureyrarhöfn. Ljósm gk- Stefán frá Heiði heiðursborgari Þann 17. júní s.l. gerði sveit- arstjórnin í Mývatnssveit Stefán Sigfússon frá Heiði að heiðursborgara Mývatns- sveitar. Stefán varð áttræður þann 5. júní s.l. og er enn vel ern. Hann hefur um litríka ævi unnið mörg heilladrjúg störf fyrir sveit sína. Hæst bera þar þó störf hans við húsbyggingar, og mun hann ekki hafa byggt færri en 26 hús í Mývatnssveit. Stefán er annar heiðursborgari Mývatnssveitar. Sá fyrsti var Jón Gauti Péturs- son sem lengi var oddviti í Mý- vatnssveit. FYRSTA SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Fyrsta skcmmtiferðaskipið sem kemur til Akureyrar á þessu sumri kom til bæjarins s.l. fimmtudagskvöld, en það var sovéska skipið Estonia með um 200 v-þýska ferðamenn innan- borðs. Skipið hafði hér viðdvöl til hádegis daginn eftir, en hélt þá til Húsavíkur. Þar komu um borð um kvöldið rúmlega 100 manns sem höfðu farið í skoðunarferð til Mývatns. Um 50 manns fóru hins- vegar gangandi í skoðunarferð um Akureyrarbæ. Að sögn Gísla Jónssonar á Ferðaskrifstofu Akureyrar sem hafði með móttöku skipsins að gera mun skipið koma hingað aftur í næsta mánuði. Gísli sagði að alls um rösklega þrjá og hálfan metra, þar sem verst er, að sögn Sigurðar Oddssonar, umdæmis- tæknifræðings hjá Vegagerð- inni. Brúin verður byggð á sex stöpl- um og þar sem mjög djúpt er á fast, þarf að reka niður 15 metra langa steypta staura, sem stöplarnir hvíla síðan á. Eru 15 slíkir staurar undir landstöplinum að vestanverðu, 9 undir millistöplunum fjórum og 11 undir landstöplinum að austan- verðu. Brúin verður samtals rösk- lega 137 metrar á lengd. í haust verður hitaveitulögnin frá Botns- ■ laug síðan lögð eftir stöplunum yfir að Laugalandi, en óvíst er hvenær lokið verður við brúna til umferðar. Yfirsmiður við brúargerðina er Jakob Böðvarsson. Efnistaka í veginn að brúnni er við Munkaþverá, sem er 2,6 km frá brúarstæðinu og þarf að leggja vegarslóða á þessa leið með 40-50 cm þykku burðarlagi. Unnið er við gerð þessa vegarslóða, en ekki byrjað á sjálfri vegargerðinni að brúnni. ANDSTÆÐ SJÓNARMIÐ Klukkan 16 hefst svo sönghátíð í íþróttaskemmunni á Akureyri. Þar mun Eyþór Stefánsson tónskáld flytja ávarp og kirkjukórar hvers prófastsdæmis munu syngja hver um sig en einnig sameiginlega. Mun sameiginlegi kórinn telja 450-500 manns. Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur undir. Sönghátíð þessi er haldin í tengslum við kristniboðsárið og er aðgangur ókeypis, en tekið verður við samskotum til styrktar kristni- boðsárinu. í fjölmiðlum undanfarna daga hefur töluvert verið rætt um framtið Kisiliðjunnar h.f. við Mývatn. í Timanum miðviku- daginn 17. júní ,er haft eftir Arnþóri Garðarssyni for- stöðumanni Líffræðistofnunar Háskólans að nýtanlegt hráefni Kísiliðjunnar h.f. yrði gengið tii þurrðar eftir 10-15 ár. Eftir því sem Dagur kemst næst er hér um mjög takmarkað svæði að ræða í Mývatni, sem líffræðing- ar telja mjög varhugavert að fara út fyrir. Hinsvegar hefurkomið fram í máli forráðamanna Kísiliðjunnar h.f. að nóg sé af kísilgúr í vatninu og jafnvel á þessu afmarkaða svæði. Það er hinsvegar augljóst að það hráefni sem er innan hins af- markaða svæðis endist ekki til eilífðar og þarf því fyrr en síðar að hefja hráefnatöku annars staðar í vatninu. Hér rekast því á tvö sjón- armið, annars vegar það, að friða og vernda sem allra mest lífríki Mývatns, og hinsvegar sjónarmið þeirra sem vilja nýta sem best þá auðlind sem er á botni Mývatns og hefur fært íslendingum drjúgar gjaldeyristekjur gegnum árin. kæmu skemmtiferðaskip 9 eða 10 sinnum til Akureyrar í sumar, sum reyndar oftar en einu sinni. Allt eru þetta skip sem hafa haft hér viðdvöl áður, en á næsta ári bætast ný skip í þann flota skemmtiferðaskipa sem hingað sækir með farþega sína, m.a. hið nýja skip Evropa sem enn er reyndar ekki komið á flot, en það tekur tæplega 1000 farþega. O rp [X MT? trp T ■'Ö (P °fl ö ii /ilu JLb s J_IU_ % Silfur í Noregi Þær ánægjulegu fréttir hafa borist hingað til lands að lúðrasveit barna úr Tónlistar- skólanum á Akureyri sem hefur að undanförnu verið á ferðalagi í Noregi hafi unnið þar tii silfurverðlauna í mikilli keppni iúðrasveita. í keppninni munu hafa tek- ið þátt um 160 lúðrasveitir víðsvegar að, en krakkarnir frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri létu engan bilbug á sér finna og undir leiðsögn Roar Kvam hrepptu þau annað sætið. Sannarlega glæsileg- ur og gleðilegur árangur því það er ekki á hverjum degi sem íslendingar vinna til silf- urverðiauna í alþjóðlegri keppni erlendis. % „Kolmórauð- ur sjórinn“ Mjög miklar leysingar hafa átt sér stað í hlýjunni undan- farna daga og ár vaxið mikið. Gleráin streymir fram sem stórfijót væri, kolmórauð og leiðinleg ásýndum, og ekki lætur Eyjafjarðará minna yfir sér. ( hlíðum fjalla belja svo fyrrverandl smálækjar- sprænur fram og láta mikið. Pollurinn hefur ekki farið varhluta af þessu, og hefur verið brúnn eins og kaffi. Finnst mörgum þessi annars mikla bæjarprýði vera fremur Ijót ásýndum og einn þeirra hefur sett saman vísu mikla af þeim sökum. Þessi maður vinnur í húsi við Hafnarstræti, situr þar og teiknar auglýs- ingar bakl brotnu alla daga. Er hann drátthagur í meira lagi en sýnir hér á sér nýja hlið og hver veit nema hér sé upphafið á glæsiferli hans sem vísnasmiður. Maður þessi ber þriggja stafa eftir- nafn, en nóg um það því hér kemur vísan: Ekkl er fagur fjörðurinn fer úr hlíðum snjórinn. Á kænum dökknar kviðurinn. Kolmórauður sjórinn. % Ruslfyrir ferðamenn Einn af lesendum Dags á Ak- ureyri hafði samband við blaðið og var mikið niðri fyrir. Var ástæðan sú að mannin- um blöskraði sóðaskapurinn sem er við sælgætissöluna norðan Ráðhústorgs. Þar leggja þefr ferðamenn upp sem fara með áætlunarbif- reiðum frá Akureyri og þar koma þeir í áætlunarbifreið- um tll bæjarins. Þessl sæl- gætissala er opin langt fram á nótt, og er oft ófagurt um að litast á morgnana þegar ferðamennirnir koma á stað- inn. Að vísu er ástandið víða þannig við sjoppur og sölu- lúgur, en sennilega með al- versta móti á þessum stað að sögn viðmælanda okkar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.