Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsingaog afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. „Ræktun lands og lýðs“ 17. Landsmót Ungmennafélags fslands verður haldið á Akureyri dagana 10.-12. júlí n.k. Þá koma saman hátt í 1500 keppendur í hinum ýmsu greinum íþrótta, víðs vegar að af landinu. Búast má við að aðstandendur keppenda, sem margir eru á unga aldri, fjöl- menni einnig til Akureyrar í þessu tilefni, auk annarra gesta. Ef allt gengur að óskum má því búast við að fólksfjöldi á Akureyri allt að því tvöfaldist dagana sem Landsmót- ið stendur yfir. Mót sem þetta er geysilega þýðingarmikill viðburður, ekki að- eins fyrir heimamenn á Akureyri, heldur ekki síður fyrir alla þá sem þangað koma og flykkjast undir fána ungmennahreyfingarinnar. Sú hreyfing stendur á gömlum grunni og hefur frá því laust eftir aldamót unnið mikið og merkt mannbótastarf. Hún er ekki að- eins íþróttahreyfing, heldur hefur hún um áratuga skeið verið eins konar félagsmálaskóli þjóðarinn- ar. Reyndin hefur sýnt, einkum í dreifðari byggðum landsins, að þeir sem haft hafa afskipti af og tekið þátt í félagsstarfi ung- mennafélaganna, hafa valist til forystu í sveitarstjórnarmálum í ríkara mæli en þeir sem utan við hafa staðið og reynst hæfari til að takast á við vandamálin á félags- legan og lýðræðislegan hátt. Einkunnarorð ungmennahreyf- ingarinnar í landinu eru frá upp- hafi: „íslandi allt“ og „Ræktun lands og lýðs“. Fyrsta ungmenna- félagið var stofnað á Akureyri árið 1906 og með tilkomu þessarar hreyfingar hófst allsherjar vakn- ing og barátta fyrir hvers kyns framfara- og menningarmálum. Dugði hreyfingin vel í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Ungmenna- félögin hafa lagt hönd á plóginn í margvíslegum greinum, sem til heilla mega horfa, og má auk íþróttastarfsins nefna bindindis- starf, skógrækt, leiklist og hvers konar menningarstarfsemi aðra. Ekki verður annað séð en ung- mennahreyfingin sé í mikilli sókn, og starfi hún í svipuðum anda í framtíðinni og hún hefur gert til þessa, eru það gleðileg tíðindi. Á síðustu 10 árum hefur fjölgað í hreyfingunni um 15 þúsund manns og eru félagar nú orðnir 24 þúsund talsins. Félögin innan hreyfingarinnar eru 196, sem eiga aðild að 18 héraðssamböndum og auk þess eru 9 félög með beina aðild að U.M.F.Í. Það starf sem aliir þessir aðilar vinna getur orðið ómetanlegt á tímum aukins rót- leysis. Því á þessi hreyfing ekki minna erindi til okkar f dag, heldur en fyrir áratugum. SIGURÐUR EINARSSON F. 20. 3.1893 - D. 6. 6.1981 Hinn 16. júní s.l. var til moldar borinn á Akureyri öldungurinn Sigurður Einarsson, kominn hátt á níræðisaldur, vistmaður síðustu misserin á elliheimilinu í Skjaldar- vík. Hann fæddist á Grenjaðarstað 20. mars 1893. Foreldrar hans voru vinnuhjú prestsins þar á staðhum, séra Benedikts Kristjánssonar, þau Einar Sigurðsson, ættaður úr Laxárdal, náfrændi hinna kunnu bræðra Páls og Magnúsar Þórar- inssona á Halldórsstöðum og Sig- urrós Bjarnadóttir, sem kenndi sig við Meðalheim á Svalbarðsströnd. Drengurinn ólst upp hjá móður sinni frá aldamótum, því þá drukknaði faðir hans af fiskiskip- inu Geysi, er það strandaði við ísafjarðardjúp. Ómagahálsinn varð þó ekki mjög langur því Sigurður var að- eins fimmtán ára gamall þegar hann réði sig á handfæraskipið Samson frá Akureyri. Skipið var í eigu Ásgeirs Péturssonar og fiskaði út af Vestfjörðum sem venja var. Skipstjóri var Tryggvi Jóhannsson frá Ósi. Næsta sumar var pilturinn á fiskiskipinu Óla, sem fiskaði á sömu slóðum. Eigandi var Karl Thuliníus og skipstjóri Sigurður Sumarliðason. Eftir að hafa stundað sjóinn þessar tvær vertíðir réði Sigurður sig vinnumann tii Jóhanns Stefánssonar á Skálum á Langa- nesi, sem greiddi þessum seytján ára pilti tvöfalt kaup við það sem boðið var við Eyjafjörð. Var hann þá þegar orðinn hinn vaskasti maður til allra starfa á sjó og landi, enda leið ekki á löngu þar til hann var orðinn formaður á bát hús- bóndans og jafnframt gekk hann að eiga Þórdísi, systur bónda. Þau byggðu sér lítinn torfbæ á Skálum, eignuðust börn og lifðu athafnalífi í hinni norðlægu verstöð. Hún var þar upp alin en hann dvaldi á Skálum í átján ár, löngum formað- ur og kunnur að harðfengi og hin- um bestu sjómannshæfileikum. En á þessum tíma urðu þau stór- tíðindi á Skálum á Langanesi, sem erfitt er að skýra. En þar jókst á fáum árum byggð svo að á annað hundrað manns áttu þar fasta bú- setu og tvöfalt fleira fólk var þar á sumrin og urðu Skálar mikill út- gerðarstaður þótt hafnlaus væri með öllu og hvorki menn né nátt- úran byggju þar bátum skjól. Þarna voru gerðir út tugir áraskipa við opið haf og sú útgerð var ótrúlega farsæl og slysalítil. Einhver samverkandi öfl drógu að sér fólk á þessum stað og auk þess voru tugir, eða hundruð er- lendra skipa, einkum færeyskra, sem þar höfðu viðskipti og fiskuðu bæði við Sléttu og Langanes. Stundum voru ljós hinna erlendu veiðiskipa eins og borg yfir að líta á síðkvöldum er líða tók á sumarið. En íbúar Skála og aðkomumenn sem þangað komu sumar eftir sumar með báta sína til að gera út frá Skálum, gerðu eingöngu út litla báta, einkum sexæringa og Sigurður Einarsson. ýmist réru þeim eða sigldu á miðin og af þeim og bátana varð að setja með handafli undan sjó. Stutt var á fiskimiðin og oft ágætur afli og mokafli, en lendingin var jafnan áhyggjuefni mannanna á sjónum þegar eitthvað var að veðri. En þrátt fyrir ágætan afla og að hver fiskur væri seldur, var afkom- an ekki að sama skapi góð og má marka það af sjö til átta aura verði fyrir kílóið af fiski, slægðum og hausuðum. Allur fiskur var saltað- ur en síðan fluttur suður á firði og þurrkaður þar. Við Sigurður sátum nokkrum sinnum tveir á tali á dvalarheimili aldraðra í Skjaldarvík og hann sagði mér margt af veru sinni á Skálurn, þar sem hann var mörg manndómsár sín og tók fullan þátt í uppbyggingu staðarins, sjósókn- inni og hinu athafnasama og auð- uga mannlífi, sem þar var, og hann tók einnig fullan þátt í þeirri miklu keppni formanna, sem oft tíðkast í verstöðvum og lét þá ekki sinn hlut eftir liggja því hann varð víkings- maður að þreki og harðfengi. Lífs- baráttan varð hörð og ekki aukvis- um auðveld, en hún var þroskandi og skemmtileg hraustum og vak- andi mönnum. Allir höfðu til hnífs og skeiðar en fáir mikið meira. I mannraunir komst Sigurður í svaðilförum á landi því til hans var oft leitað þegar sækja þurfti lækni eða ljósmóður og ekki var heiglum hent. Verður það ekki nánar rakið. En tvisvar lenti hann í sjávarháska. í annað skiptið á Skálum er ára- bátur sem hann var á en ungur Færeyingur stjórnaði, var að brjót- ast fram í skip en hvolfdi. Formað- urinn drukknaði, Sigurður flaut á ár og rak til lands og þriðji maður á bátnum rak einnig upp og raknaði við. Eftir litla stund var Sigurður kominn í þurr föt og í uppskipun- arvinnu. í síðara skipti var hann staddur á bátnum Brúna frá Siglufirði út af Eyjafjarðarálnum. Var bátur þessi á reknetum, sex menn á honum og formaðurinn var Einar Bjarnason á Siglufirði. Stýrið á bátnum hafði brotnað og kominn hinn versti norðangaður. Togari og gufuskip, sem nærstödd voru, komu á vettv- ang, en svo slysalega vildi til að annað skipið sigldi á Brúna miðjan og tók hann sundur. Sukku báðir partarnir samstundis, tveir menn drukknuðu en fjórum var bjargað og þeirra á meðal var Sigurður. Marga vetrarvertíðina var Sig- urður á Suðvesturlandi, átti heima á Siglufirði um skeið, fluttist að Eyjafirði 1928 og átti heima á Svalbarðseyri en á Akureyri frá 1939. Um þriggja áratuga skeið vann hann í verksmiðjum sam- vinnumanna og hætti ekki störfum fyrr en hann var 85 ára að aldri. Konu sína missti hann fyrir fáum árum en tveir synir þeirra, Einar og Bjarni eru búsettir á Akureyri og þriðji bróðirinn, Hermann', býr í Keflavík. Rósa, elsta barnið þeirra, er látin. (Framhald á bls. 6). Undanfarnar vikur hafa staðið umræður um hugsanlegt kvenna- framboð á Akureyri við næstu sveitarstjórnarkosningar. Engan þarf að undra þó að slík hugmynd skjóti upp kollinum, og það af ær- inni alvöru. Hvert mannsbarn veit að þátttaka kvenna í pólitískri ákvarðanatöku er afar lítil, og áhrif þeirra á stjórnmál ekki í neinu samræmi við fjölda þeirra eða þekkingu á þjóðmálum. Á alþingi íslendinga sitja einungis þrjár kon- ur og er mér nær að halda að svo lágt hlutfall þekkist ekki á þjóð- þingum Norðurlandanna a.m.k. í bæjarstjórn Akureyrar situr nú ein kona af ellefu bæjarfulltrúum. Svo undarlega hefur brugðið við að til- raunir með nýjar aðferðir við ákvörðun framboðs hjá stjórn- málaflokkunum hafa alls ekki megnað að breyta þeirri staðreynd, að karlar sitji í öllum áhrifamestu sætunum. Á þessu er þó sú undantekning hér á Akureyri að í sex efstu sæt- unum á framboðslista Alþýðu- bandalagsins við síðustu bæjar- stjórnarkosningar, voru skiptin milli kynjanna jöfn og kona í efsta sæti, eina sætinu sem þá mátti telj- ast öruggt. Fuli ástæða er til að vekja á þessu sérstaka athygli nú, þar sem Jón Björnsson félagsmála- stjóri Akureyrar gerir enga undan- tekningu á stjórnmálaflokkunum í þessu efni, í grein sinni „Herhvöt" sem birtist í Degi í maí sl. í Herhvöt til kvenna segir Jón m.a.: „Ég skrifa þetta af því að ég í einlægni trúi konum betur til þess en körlum að gera bæinn, sem ég bý í að góðum bæ, bæ eins og ég vil búa í. Ég held að viðhorf þeirra væru mannlífi hér hollari, virðing þeirra fyrir fólki og þörfum þess meiri en viðhorf núverandi bæjar- stjórnar og næstu bæjarstjórnar af sömu gerð og næstu og þarnæstu." Þessi skoðun Jóns er að mínu viti verð fyllstu athygli og hér er rétt að spyrja. Er það nægileg trygging fyrir virðingu stjórnmálamanns fyrir fólki og þörfum þess að við- komandi sé kona? Reynslan á Bretlandseyjum held ég að staðfesti alveg ótvírætt að svo sé ekki og fjölda annara dæma má að sjálf- sögðu nefna. Konur eru rétt eins og karlar róttækar eða íhaldssamar, frjálslyndar eða afturhaldssamar. Sé hið breska dæmi skoðað nánar kemur í ljós að undir forsæti Margaretar Tatchers hefur fjöl- mörgum minnihlutahópum og fátæklingum vegnað verr en nokkru sinni á eftirstríðsárunum, nema ef vera skyldi allra fyrstu árin eftir stríðið. Ekkert bendir til þess að Tatcher hafi verið gerð að for- manni breska íhaldsflokksins upp á punt. Þvert á móti hefur hún reynst harðsækinn foringi fyrir þann aft- urhaldssama hóp sem um sinn hef- ur farið með öll völd í flokki henn- ar. Nú er auðvita augljóst mál, að ekki verður þátttaka kvenna í stjórnmálum á íslandi afgreidd með því að vísa til þess, að frú Tatcher sé hin versti pólitíkus á Bretlandseyjum, og þar með hljóti hérlendar konur einnig að vera það. Það sem sker úr um pólitíksa starfsemi stjórnmálamanns er ekki kynferði hans heldur lífsskoðunin, hinar pólitísku skoðanir að við- bættri félagslegri og stéttarlegri reynslu og hagsmunum. Kvennaframboð eða samfylking jafnréttissinna 4.DAGUR SUMARREVIAN TÓKSTVEL Sumairevía Sjálfstæðishússins var frumsýnd á föstudag í síðustu viku fyrir fullu húsi. Undirtektir áhorf- enda voru með ágætum, enda sýn- ingin létt og skemmtileg og virðist ekki baga hanna neitt að nýgræð- ingar í leiklistinni eiga í hlut. Þetta framtak Sigurðar Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðishússins, og höfunda reví- unnar, Þorvalds Þorsteinssonar og Hermanns Arasonar, er mjög lofs- vert í fremur fábreyttu og einhæfu skemmtanalífi bæjarins. Þarna gefst fólki kostur á að borða góðan mat, skemmta sér yfir góðlátlegu gríni um ferðaskrifstofu- „brans- ann“ og stíga svo dans á eftir. Efni revíunnar er á engan hátt stað- bundið, þannig að ekki þarf neina sérþekkingu á málefnum Akureyr- inga til að skilja glensið. Þannig mun þetta raunar hafa verið hugs- að frá upphafi, svo að ferðamenn í bænum gætu haft gaman af, auk bæjarbúa. Ég er meðal þeirra sem undirrit- að hafa áskorun til Akureyringa um að mæta til fundar nú í vikunni til að ræða möguleikana á fram- boði sem byggist á nýjum viðhorf- um til bæjarmála svo og því að slíkur listi „verði aðallega eða ein- göngu skipaður konurn," eins og segir í fundarboði. Augljóst er að fundarboðendurnir. sem munu vera um 50 talsins, eru úr öllum hinum pólitísku áttum; Vinstri sinnar, hægri menn og miðjumenn. Jafn ljóst er að skoðanir þeirra á bæjarmálum og stjórnmálum yfir- leitt eru svo ólikar að ótrúlegt má kallast ef þeir geta sameinast um annað en að boða til þessa fundar. Næsta líklegt er einnig að þær konur úr jafnréttishreyfingunni sem frumkvæði hafa átt að fundar- boðuninni séu ekki á einu máli um hvernig að hugsanlegu framboði skuli staðið, né heldur hver skuli vera megin markmið slíks fram- boðs. Fyrsta spurningin sem brennur á flestum er væntanlegasú hvort listinn eigi að vera eingöngu skipaður konum, blandaður til jafns eða að meirihluta konur. Ég hlýt að reikna með að þeim konum úr jafnréttishreyfingunni sem haft hafa forystu í málinu sé ekki ein- asta akkur í að koma konum í for- ystusveit í bæjarmálum. Miklu hlýtur að skipta, um hvaða mál- efnagrundvöll verður sameinast og síðast en ekki síst að sýna fram á að Vonandi er að þessi revíu-sýning hljóti góðar undirtektir, því þá er aldrei að vita nema framhald geti orðið á slíkum sýningum í Sjálf- stæðishúsinu. Kabarett L.A. í vetur tókst með ágætum og revían lofar góðu. Ef til vill á Akureyri eftir að skapa sér einhverja sérstöðu í þess- um efnum og væri það vel. Um frammistöðu einstakra leik- enda má segja, að hún er almennt góð, en þó er hlutur Þorvalds Þor- steinssonar stærstur og má eigin- lega segja, að hann beri sýninguna að nokkru leyti uppi. Hermann Arason er ísmeygilega skemmti- legur í hlutverki spanjólans. Þeir ásamt hinum leikendunum, Gunn- ari Þorsteinssyni, Ingu Einarsdótt- ur, Ingu Láru Bachman, Jóhanni Haukssyni og Kristínu Helgadótt- ur, að ógleymdum undirleikaran- um Ingimari Eydal, eiga þakkir skilið fyrir frammistöðuna og framtakið. H.Sv. jafnréttissinnar af báðum kynjum geti farsællega unnið saman undir fotystu kvenna. Ég tel þetta grund- vallaratriði, í framlagi til jafnréttis- . baráttu.ogfirnalega mikilvægt fyrir konurnar, þar sem þær þurfa að vinna traust karla til trúnaðarstarfa ekki síður en kvenna. Yrði ákveðið nú í upphafi að bjóða fram lista sem eingöngu væri skipaður kon- um, væri strax í byrjun reistur full- komlega ónauðsynlegur ágreining- ur um framboðslistann, sem skapa myndi andstæðingum þeirra sjón- armiða, sem listanum væri ætlað að berjast fyrir, ágæta baráttuaðstöðu. Verið getur að jarðvegur sé fyrir nýjum samfylkingarlista í næstu bæjarstjórnarkosningum, sem kon- ur hefðu forystu fyrir. Til þess að svo geti orðið þarf slíkur fram- boðslisti að byggja á traustum málefnagrunni sem spannar allt svið bæjarmála. Sé aðstandendum listans mikið niðri fyrir í jafnréttis- málum ættu þeir að byggja starf sitt á þeirri grundvallarskoðun að jafnréttissinnar af báðum kynjum vinni saman að bæjarmálum, og framboði til baájarstjórnar, þar sem enginn verði útilokaður frá fram- boði vegna kynferðis síns. Það verður ekki jafnréttisbaráttu til framdráttar að skipta á sökudólg- um og fórnarlömbum. Helgi Guðmundsson. bœjarfulltrúi. Nú slapp Þór fyrir horn ! gærkveldi léku KA og þór fyrsta leikinn í síðari umferð fyrstu deildar keppninnar. f öfugu gengi við fyrri leikinn voru KA menn nú betri aðilinn í leiknum, en heppnir Þórsarar kræktu í annað stigið, en leik- urinn endaði með jafntefli eitt mark gegn einu. Árni Stefánsson fyrirliði Þórs var sammála blaðamanni, er hann sagði að KA hefði verið betri aðilinn í þessum leik, „en við áttum hins vegar hörmulegan leik,“ sagði Árni. Fyrsta skotið á mark í þessum leik átti Gunnar Blöndal, en þrumufleygur hans fór rétt fram- hjá... Bæði liðin áttu góðar sóknar- lotur í fyrri hálfleik, en KA þó mun fleiri. Þeir skutu marg sinnis á markið af löngu færi, en annað Völsungur - Fylkir 1:0 Á laugardaginn léku Völsung- ar sinn fyrsta heimaleik á grasi í sumar, og þá við Fylki. Hvort sem það hefur verið grasið sem gerði gæfumuninn, eða bar- áttugleði Völsunga — nema hvorttveggja væri, þá fóru Völsungar með sanngjarnan sigur af hólmi, skoruðu eitt mark gegn engu marki Fylkis. Þetta var mikill baráttuleikur, bæði liðin sýndu ágæta takta. Markið kom um miðjan síðari hálfleik, þar var Magni Hreiðars- son að verki. Markvörður Fylkis hafði hendur á boltanum. en missti hann inn, eftir skot Magna. hvort var Eiríkur vel á verði, eða skotið fór framhjá. Á 28. mín. endaði góð sókn KA með því að Gunnar Gíslason komst einn inn fyrir í dauðafæri. Hann ætlaði aðeins að laga fyrir sig boltann, en þá voru varnarmenn Þórs komnir og bægðu hættunni frá. Á 35. mín átti Ásbjörn góðan skalla en hann lenti í bakinu á öðrum bakverði Þórs sem stóð á mark- línu og þaðan barst boltinn í fang markmanns. í öfugu hlutfalli við gang leiks- Þriðju deildar lið Árroðans tapaði sínum fyrsta leik í deildinni í sumar á laugardag- inn þegar þeir fengu lið HSÞ b í heimsókn. Sigruðu Mývetn- ingarnir 2:1. Strax í upphafi leiksins náðu Mývetningarnir góðum tökum á leiknum og áttu mýmörg tæki- ins voru það Þórsarar sem skoruðu fyrsta markið. Guð- mundur Skarphéðinsson tók hornspyrnu, og þar kom Óskar Gunnarsson á fullri ferð, tók boltann á hnéð, og stýrði honum í markið. Einni mín. síðar eða á 39. mín. máttu Þórsarar hirða bolt- ann úrsínu marki. Elmarsendi þá sakleysislegan bolta inn í þvög- una framan við Þórsmarkið, og Gunnar Gíslason skallaði laglega að markinu, og fór boltinn í lærið á bakverði hjá Þór og breytti um færi á upphafsmínútuunum sem þeir náðu ekki að nýta. En á 8. mín. leiksins virtist frekar lítil hætta vera á ferð þegar mark- vörður Ároðans hafði náð að handsama knöttinn eftir eina sókn gestana. Þegar hann síðan ætlaði að spyrna knettinum frá missteig hann sig hrikalega á stefnu framhjá Eiríki og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum leik og síðari hálfleikur jafnari en sá fyrri. KA menn spiluðu mun betur í þessum leik, en hjá Þór bar mikið á löngum spörkum sem ekki báru árangur sem skyldi. Þegar á báða leikina er litið eru þessi úrslit beggja leikjanna sanngjörn. Þór átti að vinna fyrri leikinn en KA þann seinni. Þrátt fyrir þetta eru bæði liðin í fall- hættu ásamt KR og FH sem eru þó neðar í stigatöflunni. ósléttum vellinum og í örvænt- ingu sinni kastaði hann frá sér knettinum fyrir fætur Þorláks Jónssonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði 1:0 fyrir HSÞ. Eftir þetta atvik náðu Árroðamenn heldur að rétta úr kútnum og skiptust liðin á að sækja. Tveirn mín. fyrir hálfleik fengu Mývetn- ingarnir síðan aukaspyrnu sem þeim tókst að nýta og Jónas Skúlason skoraði annað mark þeirra. Strax í síðari hálfleik var sýnt að heimanienn ætluðu ekki að láta við svo búið sitja og sóttu stíft að niarki HSÞ. Uni miðjan hálf- leikinn uppskáru þeir árangur erfiði síns þegar Örn Tryggvason skoraði mark fyrir Ároðann. Eftir þetta rnark færðist heldur betur fjör í leikinn og sóttu liðin á víxl en náðu ekki að nýta sér mörg gullin t;ekifæri. Lauk leiknum því með sanngjörnum sigri HSÞ. Stórsigrar Magna og Reynis íslandsmótið þriðja deild í knattspyrnu hélt áfram um helgina. Á laugardaginn léku Reynir og USAH, Magni og Dagsbrún og Árroðinn og HSÞ b." KA-menn heppnir „Spútnikarnir“ töpuðu Á föstudagskvöldið léku KA og Þór í fyrstu deildinni í knattspyrnu, en þessi leikur átti að vera í vor en var frestað þar til nú. Sextán hundruð manns mættu á völlinn. Áhangendur Þórs máttu vera ánægðir með lið sitt, en stuðn- ingsmenn KA voru hins vegar mjög óánægðir og var það mál manna að svona illa hefði liðið ekki leikið á þessu sumri, og jafnvel þótt lengra væri leitað. Hvort lið skoraði eitt mark í leiknum, en Þórsarar voru mun betri aðilinn. Þór kaus að leika undan norðan strekkingnum í fyrri hálfleik, og náði fljótlega góð- um sóknarlotum. Fyrsta skot á markið átti Ás- björn fyrir KA á 3. mín. en skot hans fór framhjá. Jón Lár. átti fyrsta skotið fyrir Þór á 10. mín. en Aðalsteinn varði auðveld- lega. Besta trpkifærið í fyrri hálf- leik átti Óskar Gunnarsson. Guðjón Þórsari hafði þá leikið ’ óáreittur upp allan völlinn, og sendi síðan góðan bolta á Óskar sem var í góðu færi en hann skaut framhjá. Á 7 mín. síðari hálfleiks kom fyrsta markið. LANDS MÓT U.M.F.I. Á föstudagskvöldið verður sett 17. Landsmót UMFÍ hér á Akureyri. Setningaratöfnin fer fram á aðalleikvanginum hér á Akureyri á föstudagskvöldið kl. 20.00. Áður munu þátttak- endur og fararstjórar ganga fylktu liði frá nýja íþróttahús- inu og að iþróttavellinum, og verða 2-3000 manns í þeirri skrúðgöngu. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir mun flytja ávarp við setningarat- höfnina. Kcppnir munu síðan fara fram á öllum iþróttavöllum og íþróttahúsum bæjarins allt frá föstudagsmorgni til sunnu- dagskvölds. Þá var brotið á Sigurbirni Viðarssyni rétt utan vítateigs vinstra megin. Arni Stefánsson sendi góðan bolta upp að markinu, og Jónas Róbertsson sem komið hafði inná fyrir Jón Lár. skallaði laglega yfir mark- mann KA og í netið. Bæði liðin skiptustu nú á að sækja en þó virtust sóknarlotur Þórs yfirleitt vera þyngri. Þremur mín. fyrir leikslok þegar allir voru búnir að bóka Þór sigur í leiknum braust Elmar upp hægri kanntinn, lék á tvo varnarmenn Þórs og sendi góð- an bolta fyrir og Ásbjörn skall- aði óverjandi yfir Eirík mark- mann Þórs. Jafntefli urðu því úrslit þessa leiks, og mega KA menn þakka fyrir þetta stig. Miðjumenn Þórs réðu lofum og lögum á miðjunni og mötuðu framherjana á góðum boltum. Jónas Róbertsson var besti maður Þórs, en Elmar og Aðal- steinn markmaður bestu menn KA. Jóhann Jakobsson lék ekki með KA en hann á við meiðsl að stríða. Eysteinn Guðmunds- son dæmdi leikinn mjög vel, sem annars var prúðmannlega leikinn. Leikir þessir voru allir skemmtilegir og mikið af mörk- um skorað. Reynismenn voru í banastuði á heimávelli sínum á Árskógsströnd og unnu stórsigur á USAH. Reynismenn skoruðu 10 mörk en Húnvetningar ekkert. í hálfleik var staðan sex mörk gegn engu. Björn Friðþjófsson var marka- hæstur Reynismanna nteð fimm mörk, Guðmundur Hermanns- son gerði þrjú, og þeir Jens Sig- urðsson og Garðar Níelsson eitt hvor. Magnamenn voru einnig á skotskónuni á móti Dagsbrún en þeir gerðu átta mörk gegn engu. Akureyrar- mót í golf i Akureyrarmótið í golfi hefst á morgun mióvikudag, og stendur það yfir til laugardags. Leiknar verða 18 holur á dag eða 72 holur alls, og er hér um flokkakeppni að ræða. Keppt verður í öllum flokk- um karla og kvenna og i ungl- ingaflokkum og drengjaflokkum. DAGUR.5 íTTtiii111 ii 111 m 11 ■ i i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.