Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 8
Stjórnstöð Byggðalínunnar á Rangárvöllum: Krafla gegnir lykilhlutverki í rekstri Byggðalínunnar „Með þessu tölvukerfi getum við fylgst með Byggðalínunni allri frá Vatnshömrum í Borg- ritstjóri látinn Jón Helgason, ritstjóri Tím- ans, varð bráðkvaddur á laugardag, 67 ára að aldri. Hann fæddist á Akranesi, sonur hjónanna Helga Jónsson- ar. bónda í Stóra-Botni í Botns- dal. Borgarfirði. og konu hans Oddnýjar Sigurðardóttur. Eftirlifandi kona Jóns er Margrét Pétursdóttir. Jón Helgason stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugum og í Samvinnuskólanum. Mest- an hluta ævi sinnar starfaði hann við blaðamennsku og önnur ritstörf. Hann var blaða- maður við Nýja dagblaðið árið 1937 og 1938, en það ár hóf hann störf á dagblaðinu Tím- anum og starfaði þar fyrst til ársins 1953. Síðan varð hann ritstjóri Frjálsrar þjóðar um sjö ára skeið. Jón varð ritstjóri Tímans árið 1961 og var það til dauðadags, Ýmis rit liggja eftir Jón og má m.a. nefna Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar, íslenskt mannlíf í 4 bindum, Öldin átj- ánda í 2 bindum, öldin sext- ánda og Tyrkjaránið, auk smá- sagnasafna og fjölda þýðinga. arfirði og norður um allt austur að Hryggstekk á Héraði. En við getum ekki aðeins fylgst með línunni og þeim stöðvum sem á henni eru, heldur getum við einnig stjórnað rofum og annast innsetningu þeirra ef þeir fara út, án þess að nokkur maður þurfi að fara á vettvang. Þetta getur gerst þegar eldingum lýst- ur niður eða samsláttur verður, en ef um meiri háttar bilun er að ræða á línunni og hún t.d. slitn- ar, þá verður að sjálfsögðu að senda menn á vettvang. Þessi tæki og sérstakar sveiflusjár sem við höfum, gerir okkur hins vegar kleift að staðsetja bilun- ina með mjög mikilli nákvæmni eða svo skiptir aðeins nokkur hundruð metrum. Það sem áður var spurning um klukkutíma við innsetningu rofa er nú aðeins spurning um mínútur og nú tek- ur nokkrar klukkustundir að finna bilanir og gera við sem áður gat tekið sólarhringa.“ Þannig fórust Ásgeiri Jónssyni, starfsmanni hjá Rafmagnsveitum ríkisins orð þegar Dagur fór í heimsókn í stjórnstöð Byggðalín- unnar á Rangárvöllum fyrir ofan í endanlegum tölum um mann- fjölda á íslandi 1. des. 1980 kemur fram að aðeins 16% allra íslendinga búa á Norðurlandi öllu meðan að á stór Reykjavík- ursvæðinu einu búa rúmlega 51% landsmanna. Skiptingin eftir svæðum Norð- anlands er sú, að við Eyjafjörð búa 18.545 þar af 13.420 á Akureyri, 1.269 á Dalvík og 1.195 á Ólafsfirði. Akureyri, en hann annast daglegan rekstur byggðalínunnar, ásamt tveimur vaktmönnum. Tölvukerfið sem Ásgeir nefndi er svokallað fjargæslukerfi og með því má, eins og áður sagði, fylgjast mjög náið með línunni og stjórna rofum og spennum og fleiru slíku með fjar- stýringu. Þá er hægt að fylgjast með og stjórna spennuflæði á línunni, svokölluðum megavörum, en ef of lítið er af þeim verður spennufall og getur orðið spennuaukning upp úr öllu valdi ef ekki er hægt að eyða umfram megavörum. Þá er hægt að sjá í þessu kerfi hve mikil orka streymir inn á línuna á hverjum stað og þegar viðtalið við Ásgeir var tekið streymdu 9 mega- wött frá Kröflu, svo dæmi sé tekið. Annars er Kröfluvirkjun ekki enn- þá komin fyllilega inn í þessa mynd, en að því er stefnt, ásamt með Djúpavogi, Höfn í Hornafirði og raforkustöðvum á Vestfjarða- kjálkanum. Þetta kerfi hefur verið í notkun í tvö ár og reynst ákaflega vel og sagðist Ásgeir fullyrða, að straumleysi, t.d. á Akureyri. hefði á síðustu árum verið mun minna en áður, einfaldlega vegna tilkomu þessa eftirlits- og fjarstýribúnaðar. Hann sagði að s.l. vetur hefði verið mjög erfiður og rafmagnsleysi á I S-Þing. búa 5.387 þar af 2.414 á Húsavík, í N-Þing. búa 1.768, í V- Hún. búa 1.571, í A-Hún 2.571 og í Skagafirði 6.489 þar af 2.188 á Sauðárkróki og 2.003 á Siglufirði. Samtals búa því á Norðurlandi öllu 36.331 af 229.187 sem á landinu búa. Skiptingin eftir kynjum á landinu öllu er sú að karlar eru 50,40% en konur 49,60%. En á Norðurlandi er skiptingin sú að karlareru 51.03% en konur 48.97%. 16% landsmanna á Norðurlandi „Hún lét alvegaðstjórn!“ Á laugardag hófst í Árbæjar- safninu i Reykjavík flugminja- sýning og meðal gripa á sýning- unni er fyrsta sviffluga Svifflug- félags Akureyrar. Vél þessi var smíðuð hér á Ak- ureyri, nánar tiltekið í „París“ í Hafnarstræti, þar sem nú er Klæðaverslun Sigurðar Guð- mundssonar. Þetta var árið 1938 og önnuðust félagar í Svifflugfélaginu smíðina, sem var gerð eftir teikn- ingu af þýskri flugu sem bar heitið Grunau 9. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var þetta heldur frumstætt farartæki og nánast ekkert annað en eitt skíði, sæti, vængir og stél. Sá sem flaug gripnum fyrstur var Björgvin Júníusson, framkvæmda- stjóri Borgarbíós, en hann var einn af frumkvöðlum svifflugsíþróttar- innar norðan heiða. Þegar Björgvin var á dögunum inntur eftir því, hvernig hafi verið að fljúga svif- flugunni sagði hann: „Hún lét alveg að stjórn", og hafði fá orð um flughæfnina að segja umfram þétta. Björgvin og Grunau 9. Norðurlandi vestra, en það væri engin spurning um það, að ástand- ið hefði orðið mun verra, ef þessi tæki hefðu ekki verið komin til sögunnar. Þeir eru margir sem ekki hafa mikið álit á Kröfluvirkjun, enda hefur framleiðsla orku þar ekki verið í neinni líkingu við það sem ætlað var í upphafi. En samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Jónssonar gegnir Krafla lykilhlutverki í rekstri byggðalínunnar. Skýringin á því hvers vegna er flókin og verður ekki reynt að tíunda hana hér, en hún tengist því sem áður sagði um megavör og spennuflæði. Ásgeir sagði að Krafla væri lykil- stöð í því að reka byggðalínuna sem hagkvæmast og ef hún væri ekki til staðar væri ekki hægt að hafa nema smábút af byggðalínunni inni. Ásgeir Jónsson við tölvubúnaðinn i stjórnstöð Byggðalinunnar á Rangárvöllum. Mynd: H. Sv. o £7 I—II 1 1 —\(—\ / 1 —> n? j /RT 7T" ^ (5 ynr k * # Heimsókn % Konur með þjóðhöfðingja sérframboð Forseti fslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun heim- sækja Norðurland í lok þess- arar viku og ferðast um vítt og breitt. Þetta verður fyrsta heimsókn forsetans til Norð- urlands en hann fór í sams- konar heimsókn um Dali og Strandasýslu á dögunum. Heimsókn sem þessi er ánægjulegur viðburður, til þess fallinn að skapa vináttu, traust og ánægjuleg sam- skipti fólksins f landinu og þjóðhöfðingja þess. % Landsmótið settá föstudag Eitt fyrsta verk forsetans f væntanlegri helmsókn verð- ur að setja 17. Landsmót Ungmennafélags fslands á Akureyrarvelli n.k. föstu- dagskvöld. Á þessa miklu íþróttahátíð mæta 1300-1400 keppendur víðsvegar af landínu, og keppa í fjölda íþróttagreina. Auk þessara hefðbundnu má nefna keppnisgreinar eins og pönnukökubakstur, drátta- vélaakstur, línubeitingu, keppnf í að leggja á borð og keppnl í hestadómum. Þá má ekki gleyma því að fatlaðir íþróttamenn taka nú í fyrsta skipti þátt í keppni Lands- móts UMFf. Hópur áhugafólks um nýjan framboðsllsta fyrir bæjar- stjórnarkosningar á næsta ári hefur boðað til fundar á Akureyri í þessari viku, en vilji þessa fólks er sá að þessi listi verði skipaður konum eingöngu eða að mestu leyti. Sumum kann að þykja sú hugmynd vera tímaskekkja, á þeim tfma þegar konur leita æ meir eftir jafnrétti við karl- menn, að ætla að fara að kjúfa sig út úr þeirra röðum og bjóða fram kvennalista. Konur munu þá sennllega hafna karlmanni á lista sinn þótt hann hafi ótvíræða hæfi- leika til þess að skipa þar sæti og vilja til þess að gera það. önnur rök, þeirra sem vilja slíkan lista, eru aðallega þau að konur séu afskiptar í pólitískum samtökum sem fyrfr hendi eru, og benda á að aðeins ein kona sitji í bæjar- stjórn á Akureyri. Vissulega verðskulda konur meiri hlut þar, þvf til er fjöldi kvenna sem þar gætu gert gagn. En skyldi ástæðan ekkl vera sú að konur hafa ekki haft sig hæfllega mikið í frammi. Frumkvæðið verður jú að vera þeirra ef þær ætla sér verulegan hlut f pólitískri stjórn bæjarmála. Sérfram- boð ber hins vegar svolítinn vott um uppgjöf - eða hvað?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.