Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 7
Smiðjan) Við bjóðum engan sérstakan feröamanna- matseðil, en viljum samt fullyrða að okkar verð er allmiklu lægra. T.d. kostar hjá okkur súpa og fiskréttur frá 45,00 til 50,00 kr. og kjötréttir og súpa frá 50,00 til 60,00 kr. SÍMI21818 BAUTINN Bautamatur Höfum gjörbreytt staðnum, enda tími kominn til þar sem við urðum 10 ára núna í vor. Erum enn að breyta og núna þessa dagana tökum við í notkun nýja matseðla svo og þjónustu í neðri sal, sem Árni Harðarson stjórnar. í sumar verður opið frá kl. 8.00 til 23.30 og verður morg- unverðarhlaðborð frá kl. 8 til 10. Höfum núna 2 sali til leigu, sem taka 15 og 30 manns í sæti og er sá minni tilvalinn fyrir minni fundi og getum við serverað þar úrvals mat með topp þjónustu. Væntum þess að bæjarbúar og bæjargestir líti inn og munum við ieitast við að gera öllum til hæfis. Komið og sjáið nýjan stað á gömlum grunni. SMIÐJAN verður stöðugt vinsælli, og á kvöldin, um helgar er vissara að panta borð tímanlega. Nú hefur Haukur Tryggvason, tekið við af Sigmari og gerum við okkur von um að hann verði jafn vinsæll af gestum okkar. Þorvaldur Hallgrímsson sér um dinnermúsikina, sem fyrr. I Smiðjunni bjóðum við eingöngu úrvals mat og þjónustu. Einnig ætlum við að prófa til reynslu að hafa opið til mið- nættis og mun þá Hermann Arason, gítarleikari, revíuhöf- undur, íssali og fleira, hafa ofan af fyrir gestum með gítar- leik og fl. Frá kl. 22.00 til 24.00 bjóðum við létta heita máltíð, sem er blandaður kjötréttur á teini ásamt hrísgrjónum ög salati. Einnig smurt brauð. Af drykkjarföngum verða allar almennar veitingar, en þar fyrir utan nýr SMIÐJUBJÓR, sem við erum bjartsýnir á að fólki muni líka. Verið velkomin í SMIÐJUNA, einhvern hugguiegasta matsölustað landsins. IfflRl R H Honnun Akureyrarblaöiö Reymr Hjartarson best DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.