Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 07.07.1981, Blaðsíða 6
Ákaflega skemmtilegur siður hefur komist 4 meðal Ibúa við Goðabyggð, en þar hefur undanfarin ár verið haldið árlcgt götugrill. fbúarnir hafa komið sér upp sérhönnuðum grilltækj- um, þar scm hcilu skrokkarnir eru grillaðir. Sólin skein við fbúum Goðabyggðar á laugardag, gatan og garðarnir skreyttir fánum og blöðrum og ungir og aldnir skemmtu sér saman fram á kvöld. Mynd: H. Sv. Skautafelag Akureyrar: Ætla sjálf ir að gera vélf ryst skautasvell Skautafélag Akureyrar hefur ákveðið að hefjast handa við uppbyggingu vélfrysts skauta- svells á svæði sínu norðan Leirutjarnar. Til að fjármagna þetta verkefni verður byrjað með happdrætti og hefst sala miðanna á morgun, miðviku- daginn 8. júlí. Stefnt er að því að byrja á þessum framkvæmdum næsta vor. Að sögn Guðmundar Pétursson- ar. formanns Skautafélags Akur- eyrar hefur -alltaf verið reiknað með að bærinn annaðist þessa framkvæmd, eins og aðra aðstöðu til almenningsíþrótta í bænum. Skautafélagsmenn telja sig hins vegar ekki geta beðið lengur. Annað hvort sé að hefjast handa nú þegar eða hreinlega hætta starfsemi Skautafélagsins, því aðstöðuleysi ylli því að félagið væri að missa allt ungt fólk frá sér. Þá má geta þess, að Reykjavíkurborg er nú að hefja byggingu skautahallar. Guðmund- ur sagði að áhuginn á skautaíþrótt- inni yrði fljótur að detta niður hér nyrðra ef búa yrði við mjög mikinn aðstöðumun að þessu leyti. „Vél- fryst skautasvell er stór liður í því að Akureyri standi undir nafni sem vetraríþróttamiðstöð," sagði Guð- mundur Pétursson. Vélfryst svell hefur verið í deigl- unni síðan árið 1962 á 25 ára af- mæli félagsins. Vilyrði hafa fengist hjá bænum um aðstöðuna á tjarn- arsvæðinu, þó ekki hefi endanlega verið gengið frá skipulagi þess. Nú stendur yfir sumarsýning akureyrskra listamanna að Klettagerði 6. Sýningin er opin daglega frá kl. 15-22. Myndin er tekin við opnunina og sýnir listamennina Kristinn G. Jó- hannsson, Lýð Sigurðsson, Sjöfn Guðmundsdóttur, Þorvald Þorsteinsson, Einar Helgason, öm Inga og Alice Sigurðsson. Messað f Akureyrarkirkju kl. 11 f.h. á sunnudaginn. Sálmar nr. 16, 314, 23, 54 og 35. Ólafur Jóhannsson guðfræðistúdent predikar. P.S. Laugaiandsprestakall. Messað í Kaupangi 12. júlí kl. 13.00. Sóknarprestur. Fíladelfía Lundargötu 12 þriðjudagur 7. bænastund kl. 8.30. Fimmtudagur 9. biblíu- lestur kl. 8.30. Allir velkomnir. Sunnudagur 12. almenn sam- koma kl. 8.30. Allir velkopinir. Brúðkaup. Þann 27. júní voru gefin saman í hjónaband í Ak- ureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Elfa Kristjana Guðmundsdóttir starfsstúlka og Steinþór Steinþórsson mat- reiðslunemi. Heimili þeirra er að Skipholti 4 Akureyri. Þann 4. júlí var systrabrúðkaup I Akureyrarkirkju. Gefin voru saman í hjónaband brúðhjónin Guðrún Marianna Friðjóns- dóttir pródúsent og Birgir Þór Bragason rafvirki. Heimili þeirra er að Hverfisgötu 119, Reykjavík. og brúðhjónin ung- frú Sigríður Karlsdóttir og Gunnar Kristjánsson símvirki Nýja Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi. Frá Ferðafélagi Akureyrar. 10.-12. júlí. Herðubreiðarlindir og Askja. 21.-26. júll. Borgar- fjörður. Róleg ferð fyrir alla fjölskylduna. Pennavinur. Ungur piltur frá Hawaii óskar eftir pennavin á íslandi. Hans aðal áhugamál er söfnun á frímerkjum. Heimilis- fang hans og nafn er: Clifford Lee, P.O. Box 4816 Hilo, Ha- waii 96720, USA. Skrifstofa Sjálfsbjargar, Akur- eyri verður lokuð frá og með 8. júlí til 4. ágúst vegna sumarfría. Stjórnin. Aldraðir í sumardvöl Vikurnar 23.-30. júlí og 3.-10. ágúst verða starfræktar dvalar- búðir fyrir aldraða að Vest- tnannsvatni í Aðaldal. Kostar dvölin fyrir vikuna 700 kr. fyrir einstaklinginn en 1200 kr. fyrir hjón. Verður þar margt sér til gamans gert, m.a. kvöldvökur á hverju kvöldi, mikid sungið, tekið í spil, stiginn dans undir dillandi harmonikkutónlist, bátsferðir á Vestmannsvatn, stuttar gönguferð- ir eftir getu hvers og eins o.s.frv. Farið verður í messu í e-e. nær- liggjandi kirkju. Eftir messu er kirkjukaffi og þegið randabrauð úr hendi prestsmaddömu svo sem vera ber, og rætt um efni predik- unarinnar. Þá eru helgistundir kvölds og morgna. Vestmannsvatn er ákjósanlegur sumardvalarstaður fyrir þá, sem vilja hvílast í notalegu umhverfi og hverfa burt frá öllum ys og þys daglegs lífs. Upplýsingaroginnritun erí síma (96) 43553. — Sigurður Einarsson... (Framhald af bls. 4). Sigurður Einarsson var stór maður vexti og hið mesta karl- menni, myndarlegur og skarp- greindur, ákveðinn í skoðunum og alla tíð hvetjandi til góðra verka. Um hann sagði sá sem um það mátti glöggt vita í Skjaldarvík, að hann hefði verið mikill öðlingur. Gott er að fá þann vitnisburð lif- andi og látinn og um þennan mann munu fleiri mæla á sama veg. Þegar leiðir skilja á vegamótum og vinir kveðja, hlýtur maður að álykta sem svo, að ekkert gefi far- manni betri byr í segl að hinni ókunnu strönd. E. D. Námskeið í siglingum verður haldið á pollinum og í félags- heimili Nökkva, félags siglingamanna, við Höpnersbryggju í júlí fyrir 12 ára og eldri. Innritun daglega í síma 22722 á venjulegum skrif- stofutíma, svo og í félagsheimili Nökkva á kvöldin. Þátttökugjald er kr. 100.00. Nemendur mæti mánudaginn 13. júlí kl. 5 e.h. við félagsheimili Nökkva. Kennt á nýjum Vayfarer bát. Kennari Guðmundur Guðmundsson. Siglingadeild Nökkva, Æskulýðsráð Akureyrar. Búfjáreigendur Akureyri Með tilvísun til 33. gr. í reglugerð um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Akureyrar hefir bæjarstjórn samþykkt að lágmarksgjald fyrir handsömun bú- fjár, sem gengur laust í bæjarlandinu, skuli vera kr. 50.00 fyrir hross og kr. 20.00 fyrir kind. Eigendum slíks búfjár ber að greiða gjald þetta auk fóðrunar og annars kostnaðar, sem af handsöm- uninni kann að leiða. Sé búféð ekki leyst út innan sólarhrings frá því að eigandi fékk vitneskju um handsömunina má selja það á opinberu uppboði til lúkningar kostnaðinum. Akureyri, 2. júlí 1981 Bæjarstjóri. JÓHANNA GUÐLAUGSDÓTTIR fró Borgargerði andaðist þann 4. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu ó Akureyri. Jarð- arförin fer fram fimmtudaginn 9. júl( kl. 13.30 í Akureyrarkirkju. Vinlr og vandamenn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi BERGÞÓR ÞORSTEINSSON Álfabyggð 4, Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfararnótt 5. júlf. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.30 e.h. Fyrir hönd vandamanna Ágústa Ásmundsdóttlr Sofffa Jónasdóttir, Karl Steingrímsson Bergþór Karlsson, Ágústa Karlsdóttir Þórhalla Karlsdóttir Stelngrímur Karlsson, Hermann Karlsson, Heiða Hrönn Karlsdóttir. 6. DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.