Dagur - 14.07.1981, Side 8
Akureyri, þriðjudagur 14. júlí 1981
EINANGRUNARBAND
Hefja byggingu
vélageymslu
Framkvæmdir eru nú hafnar við
byggin8u vélageymslu við
skíðahótelið í Hlíðarfjalli. Búið
er að grafa grunninn og byrjað
að slá upp fyrir undirstöðum.
Stefnt er að því að gera húsið
fokhelt fyrir haustið, en óvíst
hvort fjármagnið dugar en strax
og húsið er fokhelt má hafa af
því not, að sögn ívars Sig-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Skíðastaða.
í húsinu er ennfremur gert ráð
fyrir spennistöð og snyrtiaðstöðu
og hugsanlega lítilli veitingasölu og
verslun. Auk þessara bygginga-
framkvæmda er nú unnið að ýmiss
konar viðhaldi á lyftum og öðrum
mannvirkjum. Meðal annars hefur
verið skipt um járn á nær öllu þaki
hótelsins. Ekkert verður hins vegar
unnið að nýbyggingum í tengslum
við lyftur. en það síðasta sem gert
var í þeim efnum var að steyptar
voru undirstöður undir lyftu í
Hjallabraut árið 1978. Fimm til sex
manns vinna við þessar fram-
kvæmdir í Hlíðarfjalli.
70-80 manns á eyðibýli:
Stofnuðu ferða-
félag á Jónsmessu
Það var fagurt veður í Baugaseli
í Barkárdal á Jónsmessunótt,
logn, skafheiðríkt en kalt og
næg dögg. Milli 70 og 80 manns
komu á stofnfund ferðafélagsins
og áttu þar saman ágæta stund,
en stofnfélagar eru 64. í stjórn
félagsins voru kjörnir Bjarni
Guðleifsson, Möðruvöllum,
Guðmundur Skúlason, Staðar-
bakka og Ivar Ólafsson, Gerði.
Félagar hyggjast leggja stund á
ails konar ferðalög, gönguferðir,
ökuferðir og reiðtúra. Fyrsta
gönguferðin er fyrirhuguð nú 11.
júlí á Flöguselshnjúk og 5. sept-
ember verður gengið í Tryppaskál.
Tveggja daga ökuferð verður um
hálendið 29-30. ágúst rneð gistingu
í Laugafelli. Auk þess að kynna sér
náttúru landsins ntunu félagar í
ferðafélaginu vera viðbúnir til
björgunar- og leitarstarfa á Trölla-
skaganum ef á þarf að halda. Enn
fremur hefur félagið náttúruvernd
og verndun sögulegra rnynja á
stefnuskrá sinni.
Er hugmyndin að hressa við
vörður á ferðaleiðum á Trölla-
skaganum. En megináherslan
verður þó lögð á verndun og end-
urbyggingu bæjarins að Baugaseli,
en til þess hafa eigendur bæjarins
veitt félaginu heimild. Bærinn fór í
eyði 1965 og hefur eðlilega látið
mikið á sjá síðan og er nú í það
slæmu ástandi að þar er vart hægt
að dveljast eða gista. Er því mikið
starf framundan við lagfæringu
hans, en slíkum bæjum fer nú óð-
um fækkandi. Telja félagar
nokkurs virði að varðveita og njóta
þessara fallegu og dæmigerðu
minja um brauðstrit forfeðra sinna.
sinna.
Hluti stofnfélaga Fcrðafélagsins Hörgs á Jónsmessunótt við Baugascl. Mynd:
Jón Baldvinsson.
Á Blönduósi.
Nær allar götur
lagðar slitlagi
„Aðalframkvæmdin hjá okkur í
sumar er að leggja slitlag á um
30 þúsund fermetra af götum,
eða alls um 4 km sem er megnið
af götunum hér á staðnum“
sagði Eyþór Elíasson sveitar-
stjóri á Blönduósi er Dagur
ræddi við hann í gær.
„Við höfum verið að vinna við
að undirbyggja göturnar fyrir
þessa framkvæmd og er því verki
að mestu lokið. { næstu viku koma
síðan starfsmenn Miðfells og hefj-
ast handa við frekari framkvæmdir,
en reiknað er með að 10. september
verði framkvæmdum lokið.“
Eyþór sagði að kostnaður við
þessar framkvæmdir yrði um 4
milljónir króna, og þar af yrði um
helmings aflað með gatnagerðar-
gjöldum. „Jú þetta er geysilega stór
framkvæmd fyrir bæjarfélagið. Það
er dýrt að fá þessi tæki hingað og
því hagkvæmt að taka sem mest
fyrir í einum áfanga" sagði Eyþór.
Undir-
tektir
eru
dræmar
við könnun á
tíðni sykursýki
„Það vantar enn talsvert upp á
að við séum ánægðir með það
hvernig fólk hefur brugðist við“
sagði Gunnlaugur P. Kristins-
son formaður Samtaka sykur-
sjúkra á Akureyri er Dagur
ræddi við hann um könnun þá
sem staðið hefur yfir á tíðni
sykursýki, en könnun þessi
beinist að svæðinu frá og með
Hálshreppi í S.-Þing. vestur í
Haganeshrepp í Fljótum.
Rösklega 3.500 einstaklingum á
þessu svæði voru send gögn, þannig
að þeir gætu sjálfir athugað hvort
þeir kynnu að hafa sykur í þvagi, en
það getur verið vísbending um að
viðkomandi sé sykursjúkur. Var
ætlunin að frestur þessa fólks til að
skila niðurstöðum rynni út um síð-
ustu mánaðamót.
„Við leggjum áherslu á það, að
þótt það sé komið fram yfir þann
tima, þá hvetjum við fólk til þess að
skila niðurstöðum prófana sinna, á
hvorn veginn sem útkoman hefur
verið“ sagði Gunnlaugur.
% Sláttumálið
í Degi birtist 30. júní s.l. frétt,
þar sem greint var frá því að
búið væri að kæra til lögregl-
unnar starfsemi fólks, sem
tekur að sér að slá húsagarða.
Töldu þeir sem þjónustuna
keyptu að hún hafi verið allt of
hátt verðlögð. Gamalt fólk
pantaði garðslátt og tengda-
dóttir þess hafði forgöngu um
kæruna og sagði í fréttinni að
slátturinn hafi tekið einn og
hálfan til tvo tíma og kostað
þúsund krónur. Lögreglan
varðist frétta, en sagði rétt að
búið væri að kæra. Blaða-
manni Dags þótti ástæða til að
greina frá málinu og hafði eftir
ummæli tengdadótturinnar,
þar sem hún varaði við þessum
viðskiptum, en ekki var greint
frá því hver ætti hlut að slætt-
inum.
sem kunnugt er þurfa blaða-
menn stundum að fara út á
meðal fólks til að afla frétta.
Niðurstaða málsins varð sú á
endanum, að hann fékk síma-
númer þess sem skrifað hafði.
Ekki er með nákvæmni vitað
hvað næst gerðist í málinu, en
líklegast hefur maðurinn í
geðvonsku sinni stormað beint
á ritstjórn blaðs sem gefið er út
á Akureyri og heitir Islending-
ur. Þar hefur honum líklega
verið tekið með kostum og
kynjum, enda ekki á hverjum
degi sem slíkan hvalreka ber á
land f „gúrkutíðinni". Blaðið
sagði síðan ítarlega frá víð-
skiptum mannsins við starfs-
menn Dags og var þar ýmislégt
úr lagi fært, svo frásögnin
mætti teljast rétt.
• „Gúrkutíðin"
• Orðljótur
Næst gerist það í málinu, að
maður kemur á ritstjórn Dags,
orðtjótur og dónalegur í melra
lagi, og sagðist vera sá sem
um var skrifað. Krafðist hann
þess að fá að koma með at-
hugasemd, þar sem að sér
væri sneitt í umræddri frétt.
Honum var bent á að hvergi
væri minnst á hverjir seldu
þessa umdeildu þjónustu, en
engu að síður væri sjálfsagt að
hann fengi að koma athuga-
semdum sínum að. Hins vegar
væri réttast að hafa enga milli-
liði í málinu og því skyldi hann
ræða við þann sem skrifaði
fréttina. Sá var ekki við og
ætlaði „sláttumaðurinn" því
að koma síðar. Gerði hann svo
og varð enn orðljótari þegar
blaðamaðurinn var ekki við, en
Það er oft talað um „gúrkutíð" í
blaðamennskunni og þá átt við
það, að erfitt sé um efnisöflun
sökum þess að lítið sé að ger-
ast. Sumir blaðamenn fara og
finna fréttir, en hjá öðrum er
alltaf „gúrkutíð" og er þá
gjarnan sagt frá eigin högum
og stórkostlegum ævintýrum,
s.s. dekkja- og bílnúmera-
skiptum. Er það jafnvel betra
en röng og villandi frásögn
reiðs manns af því sem gerist á
kaffistofu Dags.
Hafi menn hins vegar mikinn
á huga á því sem gerist og rætt
er á ritstjóm og kaffistofu Dags
og þyki slíkt fréttnæmt, eru
starfsmenn Dags jafnvel til-
búnir að hjálpa til við efnisöfl-
un. T.d. hafa nokkrir starfs-
menn skipt um bíla nýlega og
mun sterkari pera er komin í
Ijósmyndastækkarann.