Dagur - 16.07.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 16.07.1981, Blaðsíða 4
4.DAGUR DAGUR.5 „Ég skil bara ekkert hvernig þú ferð að þvi að hekla þetta svona vel, það mætti halda að þú notaðir tftiprjón við það verk svo ffnlegt er þetta,“ sagði Vigdfs er hún ræddi við Halldóru Björnsdóttur sem heklaði gjafir þær sem Vigdisi voru færðar á dvalarheimilinu HL(Ð. Vigdis naut þess greinilega að skoða sig um i Amtsbókasafninu. I>ar fræddist hún um fortið safnsins af Lárusi Zophoniassvni, og ekki minnkaði hrifning hennar er hún virti fyrir sér gömul islensk leikrit sem varðveitt eru í safninu. Á myndinni sést hún einmitt skoða þessi gömlu verk. I Lystigarðinum færði Sigurður Jóhannesson forseti bæjarstjórnar frú Vigdisi að gjöf langspil, forkunnarfagurt hljóðfæri sem Friðgeir Sigurbjömsson hefur smfðað. Útgelandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Skoða málin í heild Töluvert hefur verið rætt um kjör- dæmaskiptinguna á Norðurlandi í framhaldi af samþykkt sýslu- nefndar Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem skorað er á stjórnar- skrárnefnd að koma því í kring, að við næstu stjórnarskrárbreytingu verði Þingeyjarsýslur og Húsavík gerðar að sérstöku kjördæmi með þrjá þingmenn. Þessi mál hafa hins vegar lítið verið rædd í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, þannig að enn er alls óljóst um vilja meirihluta Þingeyinga í þessu máii. Augljóst sýnist, að þessi mál muni bera talsvert á góma á næstunni og nauðsynlegt er að ræða þau til hlítar. Það verður að gera for- dómaiaust, án hreppapólitíkur og flokkasjónarmiða, því hagsmunir heildarinnar verður að hafa að leiðarljósi. Þá er ekki hvað síst átt við hagsmuni strjálbýlustu svæð- anna. Það er með þetta mál eins og svo mörg önnur, að skiptar skoð- anir eru manna á meðal um hvernig með skuli fara. Þær raddir hafa t.d. heyrst á Húsavík og í Suður-Þingeyjarsýslu, að svokall- að Akureyrarvald sogi til sín allt fjármagn og að það komi niður á yppbyggingu þéttbýliskjarnans við Húsavík. Þá hefur verið talað um að kjördæmið sé allt of stórt og að það hafi fengið minna af þjóðarkökunni en ætla hefði mátt miðað við stærð. Það sjónarmið hefur einnig verið uppi, að stærð kjördæmisins og þar með fjöldi þingmanna þess hafi auðveldað svæðinu í heild og einstökum stöðum innan þess að fá fram- gengt stórum og mikilvægum málum, sem annars hefðu ekki náðst fram. Vafalaust eru ýmis önnur sjónarmið í þessu máli og það hlýtur að vera meginatriði að fá þau öll fram og reyna síðan að meta þau á raunhæfan hátt. Það er ekki óeðlilegt að kjör- dæmaskipan landsins komi til endurskoðunar. Þó hún hafi ein- hvern tímann kunnað að hafa ver- ið besta lausnin, þá er Ijóst að tímar og aðstæður hafa breyst og ekki má láta gamalt kerfi standa eðlilegri þróun fyrir þrifum. Fleira þarfnast endurskoðunar við og má þar nefna sýsluskipanina, sem að ýmsu leyti er svipuð þeirri skiptingu sem danskir einokunar- kaupmenn komu á. Það má til dæmis taka til athugunar skipt- ingu byggða við Eyjafjörð í tvær sýslur. T.d. sækja íbúar Sval- barðsstrandarhrepps nær alla þjónustu, félagslega og aðra, til Akureyrar og Eyjafjarðar og íbúar í Grýtubakkahreppi og Fnjóskadal sækja til Akureyrar og Eyjafjarðar í síauknum mæli. Miðað við þessa þróun væri eðlilegra að þessar byggðir tilheyrðu Eyjafjarðarsýslu og þá Eyjafjarðar- eða Akureyrar- kjördæmi, ef til skiptingar kæmi. Meginatriðið er það að skoða málin heildstætt, en ekki einangra þau hver frá öðru. 1' ,s 'Æl OPINBER HEIMSÓKN FORSETA ÍSLANDS Á AKUREYRI i GÆR: mikla virðingu fyrir ykkar aldri og ykkar kynsk>ð‘ ‘ - SAGÐIVIGDÍS FINNBOGADÓTTIR ER HÚN ÁVARPAÐIVISTMENN DVALARHEIMILISINS HLlÐ Opinber heimsókn forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur til Akureyrar hófst á há- degi í gær, er hún kom akandi innan úr Eyjafirði. Við bæjar- mörkin nálægt Kjarna beið mottökunefnd forsetans og fylgdarliðs hans. f móttöku- nefndinni voru Sigurður Jóhannesson forseti Bæjar- stjórnar, varaforsetar bæjar- stjórnar þau Ingólfur Árnason og Soffía Guðmundsdóttir og Bæjarstjórinn á Akureyri Helgi Bergs. í fylgdarliði forsetans voru Vigdís Bjarnadóttir og eig- inmaður hennar Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Elías Elías- son bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og kona hans Sigríður Lúðvíks- dóttir. Ekki er hægt að segja að veður- guðirnir hafi verið í neinu sól- skinsskapi. Hellirigning var er for- setabíllinn renndi að bæjarmörk- unum þar sem skátar stóðu heið- ursvörð með íslenska fána. Eftir að móttökunefndin hafði heilsað for- setanum og fylgdarliði hans, af- henti ungur skáti forsetanum blóm, en síðan var ekið inn í bæinn, að Hótel KEA þar sem hádegisverður var snæddur. (Slippstöðinni Dagskrá heimsóknar Vigdísar eftir hádegið hófst með heimsókn í Slippstöðina þar sem hún skoðaði stöðina undir leiðsögn Stefáns Reykjalín, M.a. ræddi hún þar við starfsmenn á teiknistofu stöðvar- innar, þá Árna Árnason og banda- rískan skiptinema að nafni Madi- son McDonald Daily. Fór vel á með Vigdísi og þeim félögum. Þá skoðaði hún tæplega 500 lesta togara sem þar er í smíðum. Þegar talið barst að því hversu dýr svona skip væru sagði Vigdís: „Ætli það verði nú lengi að afla fyrir þá upphæð. Við skulum stíga á stokk hér og strengja þess heit að svo megi verða.“ (Nonnahús og Amts- bókasafnið Því næst lá leiðin í Nonnahús og eftir að hafa skoðað húsið og muni þar undir leiðsögn Stefaníu Ár- mannsdóttur var haldið í Amts- bókasafnið en þar tók Lárus Zophoníasson á móti Vigdísi og sýndi henni safnið. Var greinilegt að Vigdís naut þess að líta þar á gamlar myndir sem prýða veggi safnsins og fræðast um sögu þess, og ekki minnkaði hrifning hennar þegar hún skoðaði gömul íslensk leikrit og 19. aldarútgáfa af verkum Shakespears á íslensku. í dvalarheimilinu HLlÐ Nú lá leiðin að dvalarheimilinu Hlíð, en þegar þangað kom höfðu vistmenn, 110 að tölu þegar tekið sér sæti í sal hússins og biðu þar komu forsetans. Jón Kristinsson forstöðumaður heimilisins tók á móti Vigdísi og ávarpaði hana. Síðan flutti forsetinn stutt ávarp, og sagði þá m.a.: „Mér var það mikið gleðiefni þegar ég frétti það að ég mætti heimsækja ykkur hérna í dag. Þar er fyrst til að taka að ég er komin á þann aldur að næsta kynslóð á undan mér er á ykkar aldri, og það er fólk allt saman sem ég virði ákaflega mikið. Mín kynslóð mun ekki gleyma því að það eruð þið sem bjugguð garðinn þannig að við lifum því lífi sem við lifum í dag. Það er hlutur sem við fáum aldrei fullþakkað. Ég er þriðja kynslóð frá fólki sem fætt var á moldargólfi, amma mín var fædd á moldar- gólfi.... Síðar sagði Vigdís: „Ég vil ítreka það hvað ég ber mikla virðingu fyrir ykkar aldri og ykkar kynslóð. Faðir minn kenndi mér það, að það væri virðulegt að eldast. Hann hafði það alltaf á vörum jafnóðum og hann hafði fyllt einhvern tuginn. Þegar hann varð sjötugur sagði hann: Ég er kominn fast að átt- ræðu, og þegar hann varð áttræður sagði hann: ég er komin hátt á níræðisaldur. Og hann sagði þetta slíku stolti að mér var það snemma innrætt að það væri sómi að eldast.“ Góð gjöf Þegar Vigdís hafði lokið máli sínu var henni afhent gjöf frá elli- heimilinu. Var það forkunnarfagur dúkur og púði, hvort tveggja heklað af mikilli list af einni vist- konunni, Margréti Magnúsdóttur sem er 81 árs. Forsetinn þakkaði gjöfina og fór því næst um salinn og heilsaði með handabandi upp á hvern einasta vistmann heimilisins. Hún þakkaði Margréti handverk hennar alveg sérstaklega, kyssti gömlu konuna innilega og lýsti yfir aðdáun sinni á handbragðinu. Eftir móttökuna I Hlíð hélt for- setinn og föruneyti hennar til Hótels KEA, en eftir stuttan stans þar var haldið í Lystigarðinn þar sem opinber móttökuathöfn fór fram. Nánar er fjallað um þá at- höfn á forsíðu blaðsins. í gærkvöldi hélt bæjarstjórn Akureyrar síðan kvöldverðarveilsu að Hótel KEA til heiðurs forseta íslands og lauk þar með hinni opinberu heimsókn til Akureyrar. Heimleiðis hélt frú Vigdís síðan í morgun eftir nær vikuferð um Norðausturland. Allt skipulag heimsóknarinnar á Akureyri var með miklum ágætum, og þykir okkur blaðamönnum Dags ástæða til þess að þakka fyrir þá vinnuaðstöðu sem okkur var boðið upp á í gær. Sérstök bifreið var til taks fyrir blaðamenn allan daginn og var til þess séð að unnt væri að fylgjast með öllum atriðum heimsóknarinnar og gera henni eins góð skil og hægt væri. Myndir tók Kristján Arngrímsson Texta skrifaði Gylfi Kristjánsson Við bæjarmörkin á Akurevri neðan við Kjarna er hin opinbera heimsókn Vigdfsar til Akureyrar hófst. Ungur skátadrengur færir forsetanum blóm. I baksýn má sjá Elfas Elíasson bæjarfógeta og sýslumann Eyjafjarðarsýslu sem fylgdi forsetanum á ferð hans um sýsluna. Gunnar Skarðhéðinsson starfsmannastjóri f Slippstöðinni sýndi henni stöðina ásamt Stefáni Reykjalfn stjórnarformanni fyrir- tækisins. I Lystigarðinum bcið gestanna 54 metra langborð hlaðið veitingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.