Dagur - 16.07.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 16.07.1981, Blaðsíða 6
Hús Bautans er bæjarprýöi, þar sem það stendur á áberandi staö, nýmálað, gamalt og fallegt. Mynd: H. Sv. Miklar endurbætur á Bautanum Nú er hægt að fá náttverð eftir kl. 10 á kvöldin Mjög miklar breytingar og end- urbætur hafa nú verið gerðar á Bautanum, bæði innan húss og utan. Húsið hefur nýlega verið málað og má nú fyllyrða að það er til fyrirmyndar meðal gamalla húsa hvað varðar viðhald. Mikið er af gömlum timburhúsum á Akureyri og Bautinn er dæmi- gerður fyrir það hvað þessi hús geta verið falleg, en eru því miður mörg svo hrikalega Ijót vegna viðhaldsskorts. Mjög miklar endurbætur hafa einnig verið gerðar innanhúss í Baut- anum og rúmast nú tvöfalt fleiri matargestir en áður, eða um 80 manns. Þá rekur Bautinn sem kunnugt er veitingastaðinn Smiðjuna í kjallara hússins, en þar geta rúmast 50 manns til borðs við bestu nýtingu. Að sögn Stefáns Gunnlaugsson- ar, sem sér um rekstur Bautans og Smiðjunnar ásamt Hallgrími Ara- syni, hafa auk breytinga á húsnæð- inu verið gerðar nokkrar breytingar á rekstrinum. Þannig er nú boðið upp á sérstakan næturverð í Smiðjunni eftir klukkan 22 á kvöldin, sem er blandaður kjöt- réttur á teini (kostar 55 kr.) og með honum er m.a. hægt að fá svokallað Smiðjuöl. Annars sagði Stefán að vínsala væri algjör hliðargrein í Smiðjunni, en megináherslan væri lögð á góðan mat og góða þjónustu. Þessi næturverður mun vera al- gjört nýmæli í veitingahúsarekstri hér á landi. Boðið er upp á „Dinner" — tónlist í Smiðjunni og auk þess hefur Hermann Arason verið fenginn til að skemmta gest- um með gítarleik og gestir geta þá tekið lagið með honum ef þeir vilja. Bautinn er nú raunverulega þrí- skiptur. Þar er fyrst og fermst „tería“, en einnig er þjónustað á borð í svokölluðum neðri sal. Þar er hægt að halda lokuð samkvæmi fyrir 30 manns, en einnig hefur verið tekinn í noktun lítill salur, þar sem áður var skrifstofa. Þar er líka hægt að halda lokuð samkvæmi fyrir um 15 manna hóp. Sama verð er á matnum á Bautanum hvort heldur sem fólk fer á teríuna eða kýs að fá þjónustu á borðin. Á Bautanum er frá kl. 8-I l á morgn- ana morgunhlaðborð (sem kostar 35 kr.) og opið er til klukkan 23.30. Eins og áður var getið eru allar innréttingar á Bautanum nýjar. Aðalhönnuður þeirra var Davíð Haraldsson, sem annaðist einnig uppsetningu ásamt Ólafi Svan- laugssyni og hans mönnum. Baut- inn er nýlega orðinn 10 ára. Seilingavélin orðin að útflutningsvöru Um þessar imindir eru fyrstu seilingavélarnar frá vélsmiðj- unni Stálberg að koma á mark- að á fslandi, en einnig hafa tugir pantana borist erlendis frá. Er Ijóst að útflutningur á vélinni á eftir að aukast að mun. Seilingavélin vinnur verk sem til þessa hefur ekki þótt ýkja vinsælt í fiskvinnslustöðvum, en hún seilir eða þræðir fiskhausa á band, áður en þeir eru hengdir upp til þurrk- unar og herslu. Hersla fiskhausa hefur aukist mjög undanfarin ár, enda hafa opnast góðir markaðir fyrir vöruna í Afríkulöndum, eink- um Austur-Nigeríu. Oft hefur verið reynt að finna upp vél til að seila fiskhausa, bæði erlendis og hérlendis, en ekki tekist sem skyldi. Seilingavélin SL 3 er hin fyrsta sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru hvað varðar afköst, vandvirkni og verð. Má í sambandi við afköst vélarinnar geta þess að með handmötun vélarinnar afkast- ar hún 20-25 hausum á mínútu. ,SUMARGLEÐIN‘ OG MATARGESTIR Tveir aðilar hafa haft samband við blaðið vegna miðasölu að borð- haldi þegar „Sumargleðin" var á ferð í Sjálfstæðishúsinu. Annar kvartaði undan því, að þegar miðasalan var opnuð fengu aðeins þrír í 30-40 manna biðröð miða, — hinir höfðu verið seldir fyrirfram. Sagði hann slæmt fyrir fólk sem kæmi að langan veg til að fá sér að borða og horfa á svona skemmtan, að geta ekki gengið að því sem vísu að það fengi miða ef það væri a.m.k. meðal þeirra fremstu í bið- röð þegar miðasalan opnaði. Hinn aðilinn sem samband hafði við blaðið og bað fyrir orðsendingu vár framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- hússins, sökum þess að hann hafði orðið var við mjög mikla óánægju vegna þessa máls. Hann sagði að pantanir hefðu byrjað að berast með mjög löngum fyrirvara og flestir sem vildu panta fyrirfram bjuggu utan Akureyrar, t.d. á Dal- vík, Grenivík og jafnvel á Þórs- höfn. Reynt hefði verið að verða við óskum fólksins, sem kom lang- an veg, en það hefði síðan komið niður á bæjarbúum og öðrum gest- um í bænum, sem voru í þúsunda- tali, sem kunnugt er. Hann sagði að rétt hefði verið að auglýsa að aðeins væru örfá sæti laus, úr því aðsóknin varð svona gífurleg. Óánægja fólks væri ákaf- lega eðlileg, en erfitt væri að gera öllum til hæfis. Vildi hann koma því á framfæri að Sjálfstæðishúsið bæðist velvirðingar og að reynt yrði að koma í veg fyrir að svona lagað kæmi fyrir aftur. Hann minnti á að „Sumargleðin" yrði endurtekin á Akureyri 31. júlí Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, EUFEMÍU ÓLAFSDÓTTUR. Magnús Jónsson, Kolbrún Magnúsdóttir, Auður Magnúsdóttir, Sverrir Leósson og barnabörn. Lauga- hátíð 1981 Um verslunarmannahelgina efnir Héraðssamband S.-Þing- eyinga tii skemmtunar að Laug- um undir heitinu „Laugahátíð ’81“ Vandað verður til skemmtiatriða sem fara fram bæði úti og inni. Dansað verður þrjú kvöld, föstu- dagskvöld, laugardagskvöld og sunnudagskvöld, og leikur hljóm- sveitin Start úr Reykjavík fyrir dansi. Ágæt aðstaða er að Laugum fyrir slíka skemmtun og góð tjaldstæði. Nýja íþróttahúsið á staðnum er notað til inniskemmtanahalds. Hagnaður af Laugahátíð fer til íþróttavallar sem í byggingu er að Laugum, og til æskulýðs og íþróttastarfssemi HSÞ. Fyrri Laugahátíðir hafa sótt 2-3 þúsund manns, og fólk hefur skemmt sér vel. HSÞ mun gera sitt til þess að Laugahátíð ’81 muni fara vel fram. (Fréttatilkynning). Kvöldvaka verður í kvöld kl. 20.00 (að Strandgötu 19b). Ní- els Hanson og frú Ruth Strand stjórna og tala. Á dagskrá m.a. veitingar og happdrætti. Sunnudaginn næst komandi kl. 20.30 er almenn samkoma, þar sem Ruth og Níels ásamt fleir- um stjórna, syngja og tala. Verið allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Eftirtalin númer hlutu vinning í happdrætti Slysavarnafélags ís- lands 1981: Nr. 24827, Galant 2000 GLX fólksbifreið 1981: nr. 25279 Land undir sumarbústað 1 Hafnar- landi við Svalvoga í Dýrafirði og nr. 9776, 1366, 10652, 36053, 19539, 25281,37656 og 38936, DBS reiðhjól 10 gíra. Vinninganna sé vitjað á skrif- stofu SVFÍ á Grandagarði. Upplýsingar um vinningsnúmer eru gefnar í síma 27123 (simsvari) utan venjulegs skrifstofutíma. SVFl færir öllum bestu þakkir fyrir veittan stuðning. Nýja bló sýnir áfram stórmyndina Kramer vs. Kramer næstu kvöld og eru þeir sem enn hafa ekki séð hana hvattir til að nota sér þessar sýningar. Kramer vs. Kramer hefur hlotið fimm óskarsverð- laun. í aðalhlutverkum eru Dust- in Hoffman, Meryl Streep og Justin Henry. Myndin fjallar um hjón er skilja og vandamál þau er upp koma við skilnaðinn. Mynd- in hefur alls staðar hlotið mikið lof gagnrýnenda enda í alla staði mjög vel gerð mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Sýningum á myndinni „Munkur á glapstigu” sem Borgarbíó hefur sýnt að undanförnu fer nú að ljúka, en hér er á ferðinni bráð- skemmtileg gamanmynd með Marty Feldman. Næsta mynd sem Borgarbíó sýnir kl. 9 er myndin Upp á líf og dauða, spennandi ensk-holllensk stríðsmynd sem byggð er á sögu- legum heimildum. f aðalhlut- verkum eru Rutger Hauer og Jeroen Krabbe. Kl. 11 sýnir Borgarbíó „Cabo Blanco", hörkuspennandi sakamálamynd með Charles Bronson í aðalhlut- verki. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.