Dagur - 16.07.1981, Blaðsíða 8
EINANGRUNARBAND
Nú er langt komið með að rifa gömlu kornvöruskemmuna við hílastæði. Framhald Glerárgötu á síðan að koma þar sem
Torfunefsbrvggju, en þessi m.vnd var tekin þegar verkið var sportbátarnir liggja, samkvæmt þeim hugmyndum sem fyrir
nýhafið. Þegar þetta hús og önnur á hafnarbakkanum hafa liggja. Mynd: K.G.A.
verið rifin eða fjarlægð, rýmkast mjög um og þar eiga að koma
Endurreisn
Hólaskóla
- miklar framkvæmdir á staðnum
Sláttur
ekki fyrr
en um
mánaðamól
Eins og kunnugt er hefur verið
mjög kalt á Norðurlandi undan-
farið, nema hvað síðustu dagar
hafa verið þokkalega hlýir. Að
sögn Sigtryggs Þorlákssonar,
hreppstjóra á Svalbarði, við
Þórshöfn, er sprettan fyrst að
taka við sér þessa dagana.
Ekkert hefur enn verið slegið og
búist við að siáttur geti ekki
hafist fyrr en undir mánaðamót.
í venjulegu árferði hefst sláttur á
Norðausturlandi yfirleitt 10.-15.
júlí og jafnvel strax um mánaða-
mótin júní-júlí, þegar vel árar.
Ágætlega hefur fiskast á Þórs-
höfn að undanförnu, en laxveiði í
ám hefur verið mjög lítil. Setja
menn það í samband við þetta
kalda vor, en þegar kalt er gengur
laxinn mjög seint í árnar. Laxveiði
verð t.d. sáralítil á kalárunum
1969-1970.
VEL
GRÓIÐ Á
AFRÉTTUM
í;.Ó. — Sauðárkróki.
Sláttur er lítið byrjaður ennþá í
Skagafirði hefst almennt ekki
fyrr en undir mánaðamót júlí-
ágúst. Spretta hefur verið slæm
og kal er nokkuð víða, minnst í
Blönduhlíð. Venjulega hefst
sláttur í byrjun júlí.
Eftir 15. júlí fara menn að reka
hrossastóð á fjöll og göngur eru
20.-22. september og koma hrossin
venjulega vel haldin af fjalli. Þessa
dagana eru menn að færa sauðfé til
fjalls. Gróður á afréttum lítur vel
út, jafnvel betur en á láglendi, og
vænta menn vænna dilka í haust.
Togarar Sauðkræklinga hafa
aflað vel og mikil vinna í fyrstihús-
inu. Bátaafli hefur einnig verið
sæmilegur.
„Það er fyllilega þörf fyrir að
Hólaskóli verði fullsetinn ef ísl-
ensk bændastétt á að halda í við
aðrar stéttir hvað varðar verk-
menntun“ sagði Jón Bjarnason
skólastjóri Hólaskóla í Hjalta-
dal er Dagur ræddi við hann nú í
vikunni. Jón hefur tekið þar við
skólastjórn og er greinilegt að
nú á að gera átak í því að end-
urreisa skólahald að Hólum sem
hefur að mestu legið niðri s.l. 2
ár, en Hólaskóli verður 100 ára
á næsta ári.
„Það virðist svo sem um þokka-
lega aðsókn verði að ræða,
umsóknarfrestur er að vísu ekki
útrunninn, en við getum tekið inn
24 nemendur í haust. Þegar endur-
bótum á húsnæði hér á staðnum
verður hinsvegar að fullu lokið,
geta nemendur verið á bilinu 40 til
45“ sagði Jón.
Hann sagði að kennsla á Hólum
yrði með hefðbundnu sniði. Hægt
verður að velja um eins eða tveggja
ára nám, og á síðustu önn í tveggja
ára náminu verður boðið upp á
ýmsar valgreinar Sem staðurinn
gefur tilefni til, og nefndi Jón sem
dæmi fiskeldi, loðdýrarækt og
hrossarækt auk hinna hefðbundnu
búgreina.
Nú er unnið af fullum krafti við
tengingu hitaveitu að Hólum og er
áformað að hún verði komin í öll
hús á staðnum í haust. Þá er stórt
hesthús í byggingu sem verður tek-
ið í nolkun í vetur, og einnig er
unnið að verulegum endurbótum á
heimavist nemenda. Það er því ljóst
að á Hólum sitja menn ekki með
hendur í kjöltu sér þessa dagana, og
er það vel. Verður sennilega hægt
að halda upp á aldarafmæli skólans
á næsta ári með mikilli reisn eins og
sæmir þessum gamla menningar-
stað.
Edduhótelið að Stóru-Tjörnum
Kaffihlaðborð
og hjólaleiga
- sund og silungsveiði
„Kaffihlaðborðið á laugardög-
um og sunnudögum hefur verið
geysilega vinsælt og ég hef trú á
því að hjólaleigan eigi eftir að
njóta ekki síðri vinsælda en við
erum nýlega búin að fá 5 reið-
hjól til að leigja út. Ef reynsla
verður góð verður þeim
fjölgað,“ sagði Ingibjörg Sig-
urðardóttir, hótelstjóri Eddu
hótelsins að Stóru-Tjörnum í
Ljósavatnsskarði í viðtali við
Dag.
Á Edduhótelinu að Stóru-Tjörn-
um er 16 m löng sundlaug sem fær
heitt vatn úr uppsprettu úr
nágrenninu og þar er einnig heitur
pottur, en fólk kann vel að meta
þessa aðstöðu og hefur það farið
vaxandi, að fólk frá Akureyri og
nágrannabyggðum kæmi þangað
til að slappa af. Þá er hægt að fá
veiðileyfi í Ljósavatni og Djúpá, en
þar er sæmileg silungsveiði. Sund-
laugin er opin frá kl. 8-22 alla daga
og þá má geta þess að veitingar eru
framreiddar frá kl. 8 og fram undir
miðnætti og verðinu mjög stillt í
hóf, eins og á öðrum Edduhótelum.
íþróttasalur er til afnota fyrir gesti
hótelsins.
Hótelrekstur hófst á Stóru—
Tjörnum 1976 og hefur aðsóknin
aukist jafnt og þétt. Starfsmenn eru
nú 13 talsins. Þetta er annað árið
sem Ingibjörg Sigurðardóttir ann-
ast hótelstjórnina. Gistirými er í 30
tveggja til fjögurra manna her-
bergjum, auk þess sem hægt er að
fá svefnpokapláss. Starfsfólk er
reiðubúið til að útbúa kaffihlað-
borð fyrir hópa hvenær sem þess er
óskað, ef pantað er með einhverj-
um fyrirvara.
% Glæsileg
framkvæmd
Gestum sem sóttu 17.
Landsmót Ungmennasam-
bands Islands á Akureyri um
síðustu helgi bar saman um
það að framkvæmd mótsins
hafi verið einkar glæsileg og
þeim er að stóðu til sóma.
Óhætt er að undirstrika það,
að mótið var Ungmennasam-
bandi Eyjafjarðar, sem hélt
það, til sóma, og greinilegt að
þeir sem héldu um stjórnar-
taumana voru vanda sínum
vaxnir. Það hljóta aliir að sjá
að það er stórmál að halda
íþróttamót, þar sem mæta um
1300 keppendur, og ekki á
allra færi að gera það svo
sómi sé að.
Það verður ekki létt verk
fyrir þá, sem gangast fyrir
næstu mótum af þessu tagi,
að fara í fötin þeirra Þórodds
Jóhannssonar, formanns
mótsstjórnarinnar á Akureyri,
og hans manna.
§ Mogginn og
magadans
Moggfnn hefur nú ekki beint
orð á sér fyrir að vera
skemmtilgur. Þó verður það
að viðurkennast að blaðið fór
á kostum þegar það greindi
frá ferð fjölskyldu einnar í
Landmannalaugar, hvað svo
sem um fjölskylduna má
segja. Frásögnln var þannig:
„Ein stúlkukind í þeirra fjöl-
skyldu tók upp á þeim
ósköpum að hoppa á maga
sofandi vinkonu sinnar. Sú
sem fyrir magadansinum varð
fékk taugaáfall og var flutt í
skála Ferðafétagsins þarsem
hún fékk aðhlynningu. En
þetta var aðeins byrjunin.
Móðir þeirrar sem fékk
taugaáfall var dregin út úr
tjaldi sínu á hárinui! Sá sem
það gerði var enginn annar
en eiginmaðurinn. Þessi
sama kona var síðan bitin í
hönd af „vinkonunní" sem
hoppað hafði á maga dóttur
hennar. Til að flækja málið
enn meira var hún stegin af
unnusta „magadansar-
ans“....“
0 Ársgamalt
barn í för
Þessi fjölskylda sem um
ræðir var ein fjölmargra sem
hafa gist í Landmannalaug-
um í sumar, og var sérstak-
lega tekið fram að í fjöl-
skylduhópnum var ársgamalt
barn. Það fylgdi elnnig sög-
unni að ekki kæmu allir í
Landmannalaugar til þess
eins að fá útrás við drykkju,
margir kæmu í þeim tilgangi
að njóta náttúrunnar með
ýmsu móti eins og t.d. með
gönguferðum.