Dagur - 28.07.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 28.07.1981, Blaðsíða 6
Jón Bjarnason frá Garðsvík: Skyndiför um Eyjafjörð „Hús sem Steinhólaskáli eru enn of sjaldgæf i sveitum.“ Sunnudaginn 12. júlí varveðurlítið eitt hlýrra en verið hafði að und- anförnu og sló á norðanbelginginn, þann er ráðið hefur ríkjum veður- farsins á hinu kalda vori og því sem af er sumri á því herrans ári 1981. Þótt okkur hjónum sé, eins og fleirum, gjarnt til útrása úr bænum á sunnudögum, þá dagur er með sæmilegum svip, höfðum við enga áætlun um slíkt að þessu sinni. Um miðjan daginn komu til okkar gestir. Það voru þau Þorsteinn Sig- fússon lögregluvarðstjóri í þeirri borg sem Reykjavík heitir og Hulda Petersen, kona hans. Er Þorsteinn bróðursonur minn og á því ætt að rekja til Eyfirðinga, eins og ég. Nú vaknaði honum löngun að líta byggð forfeðra sinna. Bauð hann okkur hjónum í ökuferð um Eyjafjörð fram og skyldi ég vera leiðsögumaður og þóttist til þess sæmilega fær, svo oft sem ég hef þarna um farið og veit talsverð skil á landsháttum og fólki. Við ókum suður frá Akureyri sem leið liggur og vikum heim að Kristnesi, eins og sjálfsagt var. Frá þeim merka stað er fagurt yfir að líta, eins og allir vita. Að Hrafnagili er að rísa þorp í kring um mennta- setrið, svo og gróðurhúsin í grenndinni. Ég benti frænda mín- um heim að Espihóli. Þar býr ágætu búi fyrrverandi sveitungi okkar, Jón Jóhannesson frá Hóli í Höfðahverfi. Að Hólshúsum hefur að undanförnu búið annar góður Höfðhverfingur, frú Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth, frá Lómatjörn. Hún er nú vikin til austuráttar, að halda sönglífi í blóma á Húsavík. En Grund er á sínum stað og býr enn að verkum Magnúsar Sigurðssonar, hvert sem augum er litið og svo mun lengi verða. Þarna varð ég hvergi var Snæbjarnar vinar míns, né Pálínu Jónsdóttur konu hans og sakna ég þess. Kirkjulykilinn fengum við léðan hjá ungum frúm er undu í sólbaði sunnan við húsið og léku að börnum smáum. Það þótti hjónunum að sunnan með undrum, hve guðshúsið var mikið og fagurt, byggt 1905. Heima áttu þau Sögu Magnúsar á Grund, eftir Gunnar M. Magnúss. Kváðust þau taka mundu bók þá til endurskoðunar, hið fyrsta. Sýndist okkur sem kirkjan að Grund gæti dugað öllum Eyfirðingum, en í Saurbæjarhreppi standa enn þrjár kirkjur. Nú skyldi guðshúsið í Saurbæ, af torfi gert árið 1858, tekið til skoðunar. Kirkju þessari er prýðisvel við haldið og er söfnuð- inum til sóma. Einmitt á þessu méli var verið að leggja nýtt torf á þakið. Það sækir mjög á að brenna, í hin- um eyfirska sólþerri. Til forna mælti heimasætan á Möðruvöllum svo, er hún sá unnustann ríða að bænum: „Nú er mikið um sólskin og sunnanvind, ok ríður Sörli í garð.“ Þótt margt sé breytt, gerir enn hin sömu veður í Eyjafirði. Áður hef ég farið um þessar byggðir ókunnugum til leið- beininga og þá ávallt vikið heim að Villingadal. Þykir fólki ómaksins vert að sjá þennan fagra dal sem liggur í felum, en lumar þó á stór- býli, jafnvel á eyfirskan mæli- kvarða. Þarna á ég vinum að mæta, en í þessari ferð var snúið frá húsr um án þess að tal væri haft af heimamönnum. Voru og bílar í hlaði er bentu til þess að gestir væru í fyrirrúmi. Við ókum í hlað á Hólsgerði. Þaðan sést fram að Úlfá, sem nú er í eyði. Þar undan bænum drýgði Hóla-Magnús ódæði sitt, er kostaði hann margra ára vist á Brimar- hólmi. Var hann stórættaður og er furða að það skyldi ekki á þeim tímum, duga honum til undan- komu eða sýknunar. Þarna liggur nú ruddur vegur fram dalinn, til öræfa. Nú var að sjálfsögðu snúið við og aftur ekið hjá garði Sigurðar hreppstjóra í Torfufelli, rétt eins og hann væri ekki til og haldið austur yfir ána um brúna undan Vatns- enda. Alltaf finnst mér sem Hólar í Saurbæjarhreppi hljóti að vera einhver hin besta bújörð landsins, enda kirkjujörð að fornu og nýju. Ekki veit ég hve margir hektarar mólendis bíða þarna plógsins, út með ánni. En hér er um tómt mál að tala. Bændur meiga ekki stækka búin. Það er útrætt mál. Steinhólaskóli nefnist veitinga- hús er risið hefur í landi Grænu- hlíðar. Eru hús sem þetta, enn of sjaldgæf í sveitum með vegum fram. Því verður það víðast fanga- ráð ferðamanna er þyrstir gerast, að aka heim á sveitabæi og verður þar oft þröng við kaffiborð á hinum bestu bæjum um helgar, einkum á sumrin. Hugsa gestir slælega til þess, hvert álag það er virtnu- þreyttu sveitafólki, að halda uppi risnunni er þeir rétta fram hönd, þakka fyrir sig og sína og aka úr hlaði. Svo má húsfreyjan hraða sér að því, oftast liðlítil, að þvo upp og ganga frá öllu, því nú kallar mjaltatíminn að, eða aðrar annir er búið snerta. Oft eru sunnudagarnir erfiðastir húsmóðurinni í sveitinni. Gestrisnin er dyggð sem hún hefur gert sér að skyldu. Nú ætti að vera orðin á þessu breyting í Eyjafirði. Kristján Ósk- arsson, áður bóndi í Grænuhlíð, og frú hans Helga Hermannsdóttir frá Leyningi, bjóða nú gestum sæti í skála sínum og óðar eru veitingar á borðum. Þarna er einkar heimilis- legt og þægilegt að slappa af í faðmi eyfirskra fjalla, við hið fegursta út- Systrasel: Framlög nálgast 5% Byggingarnefnd Akureyrar heí- ur nú gefið samþykki sitt fyrir þeim breytingum á húsnæðinu Systraseli, sem gera þarf til að þar geti orðið hjúkurnarheimili aldraðra, svo sem eins og unnið er að. Leyfi viðeigandi yfirvalda hefur fengist fyrir því að framlög og gjafir til Systrasels megi færa sem frádrátt við skattframtal, og vilja aðstand- endur söfnunarinnar vekja athygli gefenda á því, að sérstakar kvittanir eru afhentar við móttöku framlaga. Skulu þær látnar fylgja með skatt- framtali. Mótttaka framlaga í söfnunina er í anddyri sjúkrahússins, á skrif- stofu Akureyrardeildar Rauða krossins að Skólastíg 5, en móttak- an þar er opin milli kl. 5-7 síðdegis (kl. 17-19) og á sjúkrasamlögum Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu. { lok síðustu viku færði Lions- klúbburinn Huginn á Akureyri myndarlega gjöf í söfnunina, kr. 20.000. Sú upphæð nemur reyndar einu prósenti þess marks sem söfn- uninni er sett, en lokatakmark þessarar söfnunar er tvær milljónir nýkróna. Þótt reiknað sé í nýkrón- um, þá eru gömlu krónurnar vel þegnar sem framlag, og gott fyrir þá sem finna í fórum sínum ein- hverjar gamlar krónur, að koma þeim sem framlagi í þessa söfnun. í lok síðustu viku hafði heildar- framlag í söfnunina náð upphæð- inni 96.605,00 og söfnunin því að nálgast5%. Brátt þarf meiri snerpu í söfnun fjár svo óhætt sé að festa kaup á þeim tækjum til hjúkrunar- heimilisins, sem lengstur af- greiðslufrestur er á. Er það því áskorun framkvæmdanefndar til forsvarsmanna þeirra fyrirtækja, sem fengið hafa erindi um framlög, að þeir taki erindi þessi til skjótrar afgreiðslu. sýni um glugga. En þarna er eitt- hvað meira, sem erfiðara er að lýsa en fjöllum og grænum grundum. Ég held það sé andi hússins. Andi hinna gömlu og góðu íslensku hugarhlýju er gestum mætir og hefur ávallt mætt. Og þennan hug- blæ hafa hin góðu hjón flutt með sér í skálann, þótt svo eigi að heita að þar fari fram greiðasala. Það var í áætlun okkar að aka norður Öngulsstaðahrepp og vissulega var þar ekki um geitastíg sig fram að feta. Þó urðum við þessu afhuga er ég minntist þess, að hærra og til vesturs liggur heil kirkjusókn er gestir okkar höfðu ekki rennt yfir augum. Að vísu var Miklagarðskirkja tekin af grunni fyrir nokkrum tugum ára, en mannlíf og búskapur í Djúpadal hafa ekki látið haggast. Þetta er góð sveit og grösuð og eru býlin hin myndarlegustu. Við ókum allt fram að Litla-Dal. Þaðan sjást tóftir Strjúgsár austan ár, en Kambfell sjáum við ekki. Rústir þess bæjar eru vestan árinnar og ber land á milli. Frá þessum eyðibýlum erum við Þorsteinn ættaðir að einum þræði. Ætla má að margir aðkomu- menn fari svo um Eyjafjörð, að hvorki sjái þeir né heyri nefnda Djúpadalsbyggð, er sumir kalla Undir fjöllunum. Hið sama má segja um Villingadal og Sölvadal. Þegar ég er að ljúka við að pikka niður þessar línur, spyr ég minn eigin haus: Til hvers ertu að þessu? Eins og allir þekki ekki Eyjafjörð. Og ég leitast við að svara: Ég skrifa þetta til að benda fólki á, að það er gaman og vel ómaksins vert að aka um þessar byggðir á sumardegi. í öðru lagi vil ég sanna mönnum að byggðarlagið er ekki fullkannað nema vikið sé til dala þeirra er ég hef nefnt og liggja afsíðis nokkuð og verða ekki séðir af aðalveginum. í þriðja lagi vakir það fyrir mér að sanna mönnum ágæti þess, að eiga vísan skála um þjóðbraut þvera, þar sem njóta má hvíldar og hress- ingar í ró. Þess má og geta í leiðinni, að rjúmapönnukökurnar hennar Helgu í Steinhólaskólanum eru óviðjafnanlegar. Vinurminn Ég geng um holtin heima og hef við fœtur grjót og veit að nú er vorið að vinstrast sólu mót. Eg sé þig elta œrnar og aka taði á völl ég greini önn og ilm úr jörð, óp og hlátrasköll. Ég fór um hlaðið hjá þér, það halda mig sumir álf. Þú hafðir á lúnum herðum heimskan litinn kálf Huppa með asa elti, ósiðaðan hund, og staldraði við og starði á þau stimpast litla stund. Ég sé þig bisa boginn við blokk úr stórri vél. Með svarf og sigg í lófum þú sinnir öllu vel. í lágu húsi og hljóðu er heimurinn þinn. Þig hef ég löngum þekkt að góðu, þú ert vinur minn. Ég kom til þín í Slippinn að kaupa járn í gœr og sá þig vera að verki, votan niður á tœr. Annan sá ég upp í stiga, með eldský kringum sig það voru menn með þunga hjálma á þönum kringum mig. Svo gekk ég inn í búðina á góðra manna fund, þótt allir á þig hrópi þú áttir fyrir mig stund. Þú brostir hlýtt að hugmyndinni um hausana tólf. En það er of dýrt að kaupa kálfum konunglegt gólf. Ég vitjaði þín á Halann þú varst á skrapi þá þér vellti úthafsbáran þung og kuldagrá. En hjarta litlu fleytunnar hœgt og stöðugt sló. Guð ég bið að gceta þin á gráum úfnum sjó. Ég fer um fcegða ganga og fylgist með þinni leið, þú sinnir sjúkum og þjáðum og sefar kvöl og neyð. Ég sé hvernig sálþín andar i sinni bœnagjörð ég ann þér erfiðismaður, alls hins besta á jörð. Ingibjörg Bjarnadóttir. Fíladelfía, Lundargötu 12. Þriðjudaginn 28., bænastund kl. 20.30. Fimmtudaginn 30., biblíulestur kl. 20.30. Allir vel- komnir. Laugardaginn 1. ágúst, safnaðarsamkoma kl. 20.30. Sunnudaginn 2. ágúst, almenn samkoma kl. 20.30. Allir vel- komnir, Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 2. ágúst Jcl. 20.30 almenn samkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Friðbjarnarhús. Minjasafn I.O.G.T. er opið sunnudaga kl. 14-16.30. Húsið er byggt 1846. Stúkan ísafold er stofnuð í þessu húsi 1884. Þar er að finna ýmsar minjar, og eru gefnar þar ýmsar fróðlegar upplýsingar varðandi starfsemi þessa. Laugalandsprestakall. Messað á Munka-Þverá sunnudaginn 2. ágúst, kl. 13.30. Sóknarprestur. «ÍIS®1ÍSP Þann 25. júlí voru gefin saman í hjónaband ( Akureyrarkirkju ungfrú Guðrún Fjeldsted Hjartardóttir hjúkrunarfræð- ingur og Bjarni Smári Jónasson efnafræðingur, og þann sama dag voru gefin saman i hjóna- band ungfrú Ásdís Svanborg Jónasdóttir starfsstúlka F.S.A. og Óskar Árnason rafsuðumað- ur. Ferðafélag Akureyrar. 31. júlí til 3. ágúst, Herðubreiðarlindir og Askja. 1.-8. ágúst, Brúaröræfi. AUGLÝSIÐ í DEGI ■ti Útför konunnar minnar og móður okkar, VILHELMÍNU JÓNSDÓTTUR, frá Ásl, fer fram frá Stærra-Árskógskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 13.30. Lárus Þorsteinsson, Slgurlaug Lárusdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Vilhjálmur Agnarsson. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.