Dagur - 28.07.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 28.07.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, þriðjudagur 28. júlí 1981 MONROE^ MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Ingólfur Krisfinsson. Gaman að læra hnúta Ingólfur Kristinsson er 13 ára skáti sem við hittum í tjaldbúð- um Dalvíkinga á landsmótinu. Ingólfur hóf sitt skátastarf í fyrra en hann sagði að skáta- starfið á Dalvík væri nokkuð fjörugt og vel sótt. Þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í sem skáti, og sagðist hann álíta að það yrði einna skemmtilegast að taka þátt í ferðum sem farnar verða, bæði um Eyjafjörð og til Húsa- víkur. Ingólfur stundar íþróttir mikið og lék sér t.d. með fót- bolta á meðan við töluðum við hann. Skemmtilegast við skáta- starfið sagði hann að væri að læra ýmsa hluti, svo sem að hnýta hnúta. „Nýr heimur — nýtt Iíf“ — er kjörorð 18. landsmóts skáta sem var sett formlega í Kjarnaskógi við Akureyri s.l. sunnudag í blíðskaparveðri. Landsmót skáta eru mesti viðburður í starfi þeirra, enda fjölmenna þeir ávallt til mótsins. Einnig sækja mótið erlendir gestir, og að þessu sinni eru þeir 75 talsins frá 8 löndum. Á landsmótinu er ávallt eitthvað um að vera frá morgni til kvölds. Nefna má að á mótinu í Kjarna- skógi verða víðavangsleikir, varð- eldar, tívolí, og áfram mætti telja. Þá verður heilmikil afmælisveisla haldin, og bjóða þá allir skátar er afmæli eiga mótsdagana til áts á 1000 manna tertu, sem er eflaust sú stærsta sem bökuð hefur verið norðanlands og þótt víðar væri leitað. Segja má að í Kjarnaskógi hafi þegar risið heilt þorp, enda þátt- takendur um 1100 talsins. Þar eru ýmis þjónustufyrirtæki, s.s. banki, ferðaskrifstofa, pósthús, símstöð, sjúkragæsla og minjagripaverslun. Skátarnir í>úa á 5 svokölluðum „torgum" og bera þau nöfnin: Lerkitorg, Birkitorg, Aspartorg, Grenitorg og Furutorg. Þeir fara á fætur fyrir allar aldir á morgnana, og allan daginn og fram á kvöld iðar Kjarnaskógur og næsta ná- grenni af lífi og fjöri. Varðeldar eru á hverju icvöldi, og á laugardag þegar mótssvæðið verður opið al- menningi allan daginn verður stærsti varðeldurinn um kvöldið kl. 21. Direk Miller. Fólkið mjög vingjarnlegt „Mér líst mjög vel á þetta allt saman, veðrið er gott og fólkið mjög vingjarnlegt“ sagði Direk Miller, 14 ára skáti frá Skot- landi, sem er einn 14 skoskra skáta sem eru gestir á lands- mótinu f Kjarnaskógi. Miller sagði að þetta væri i fyrsta skipti sem hann sækti fs- land heim, og raunar fyrsta al- þjóðlega skátamótið sem hann tæki þátt f. Hann sagði að þeir hefðu komið til landsins viku fyrir mótið og notað tímann fram að þvf til þess að ferðast um, og hefði sér líkað mjög vel það sem hann sá. Landið væri að vísu ólíkt því sem hann ætti að venjast, en þetta væri mjög gaman og hann biði spenntur eftir að taka þátt í landsmótinu næstu daga. Kjartan Guðmundsson. Líst vel á þetta mót „Það verður ýmislegt um að vera og ég get nefnt að við tök- um þátt í málmleit óg íþróttum“ sagði Kjartan Guðmundsson, 11 ára skáti sem við hittuni f Kjarnaskógi, en hann er f flokki Gaulverja frá Akureyri. Kjartan sagði að hann hefði byrjað sitt skátastarf f fyrra- haust, og þetta væri þvf fyrsta landsmótið sem hann tæki þátt í. Áður hefði hann tekið þátt í skátamóti í Vaglaskógi. „Mér líst vel á þetta mót hérna og hlakka til að taka þátt í dag- skránni“ sagði Kjartan. Jón Marinó Sævarsson. Gönguferðin skemmfileg „Ég heiti Jón Marinó Sævars- son og er flokksforingi Smyrl- anna frá Akureyri“ sagði ungur maður sem við töluðum við í Kjarnaskógi, en Jón var þar á ferðinni með sfnum mönnum á mótssvæðinu. Jón er þrautreyndur í skáta- starfinu þótt hann sé ekki nema 12 ára því hann byrjaði sem ylf- ingur aðeins 8 ára að aldri. „Það verður skemmtilegast að fara í gönguferðina sem mun taka 30 klukkustundir“ sagði Jón. „Við verðum keyrðir upp f skíðahótel en göngum síðan á brú yfir Glerá, förum í Fálkafell og upp á Súlur. Við megum ekki vera fljótari og ekki lengur en 30 tíma f ferðinni. Þá hlakka ég Ifka til að taka þátt f tívolíinu á föstudaginn. Það verður skemmtilegt" sagði Jón. Undir- búningur staðið yfir itvoar „Það má segja að undirbúningur fvrir þetta mót hafi staðið yfir í tvö ár. Þá voru fyrstu undir- búningsnefndirnar skipaðar, en landsmótsnefnd hefur starfað f eitt ár“ sagði Gunnar Jónsson sem er mótsstjóri á landsmót- inu. „Það eru komnir hingað rétt tæplega 1100 þátttakendur“ sagði Gunnar. „Þeir koma vfðs- vegar að, og eru 75 þeirra er- lendir gestir. Þeir koma frá Englandi, Skotlandi, Ítalíu, Ástralíu, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.“ „Það var umfangsmest við undirbúning mótsins að koma hér upp þeirri aðstöðu sem á þarf að halda, svo sem að leggja hingað síma, vatn og rafmagn. Geysileg vinna var við undir- búning, en nú eftir að mótið er hafið, má segja að þetta gangi allt sjálfkrafa fyrir sig.“ Gunnar tjáði DEGI að sjálft mótssvæðið væri mun stærra en Kjarnaskógur þar sem er tjald- svæði mótsgesta. Það nær allt niður að Eyjafjarðará, upp í Fálkafell og raunar allt norður f Hliðarfjall við skfðahótelið. Ýmsir dagskrárliðir fara fram á þessu svæði, en auk þess fara skátarnir í lengri ferðir um Evjafjörð og víðar. ■ ■ Guðlaug Jónsdóttir. Kynnist mörgum „Ég hef farið á landsmót skáta einu sinni áður. Það var fyrir fjórum árum þegar mótið var haldið á Úlfljótsvatni“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, 12 ára skátastúlka frá Húsavik sem við hittum f tjaldbúðum Húsavfkur- skáta á landsmótinu. Guðlaug hefur verið skáti í eitt og hálft ár, en á mótið á Úlfljótsvatni fór hún með fóst- urföður sínum sem er skátafor- ingi á Húsavfk. Hún sagði að það væri mest gaman við svona mót að fá tækifæri til að kynnast skátum viðsvegar að. Guðlaug sagði að hún ætlaði að taka þátt f ýmsum leikjum á mótinu. Landsmót skáta Kjarnaskógur og nágrenni iðar af lífi frá morgni til kvölds

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.