Dagur - 28.07.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 28.07.1981, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚT6AFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstraeti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðsfu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Landsmót skáta Um þessar mundir s|endur yfir fjöimennt iandsmót skáta í Kjarna. Þar hafa rúmlega 1000 ungmenni hreiðrað um sig og næstu dagar munu líða við leiki og störf. Gildi skátahreyfingarinnar fyrir æsku landsins þarf ekki að draga í efa. Hún hefur reynst ungu fólki mikil- vægur hlekkur, sem hefur átt drjúgan þátt í að móta æskuna og beina henni inn á farsælar brautir. í starfi skáta er m.a. lögð áhersla á mikilvægi samvinnu á sem flest- um sviðum um leið og brýnt er fyrir þeim að iæra að treysta á sjálfa sig. Skátahreyfingin á Akureyri stendur á gömlum merg og það er bæjarfélaginu mikill heiður að skátum hér hefur verið treyst fyrir því vandaverki að standa fyrir landsmóti. Það hefur komið fram í fréttum að undirbúningur hefur tekið u.þ.b. tvö ár. Þegar svipast er um á athafnasvæði skátanna í Kjarna er ijóst að aðstandendur mótsins hafa notað undir- búningstímann vel og eflaust eiga gestir mótsins eftir að njóta dval- arinnar á Akureyri. Aðgerðir nauðsyn- legar Fyrir skömmu fjallaði blaðið um samskipti kaupenda og seljenda (verktaka) nýs íbúðarhúsnæðis. Bent var á að þeir verktakar sem byggja íbúðir og selja á frjálsum markaði þurfa ekki að leggja fram neina tryggingu um leið og kaup- samningur er gerður. Slíkt hefur tíðkast þegar verktakar byggja fyrir bæjarfélagið og hefur öllum þótt sjálfsagt. En ef verktaki verð- ur gjaldþrota á byggingatímanum getur sá sem keypti af honum íbúð orðið fyrir mikiu fjárhagstjóni. Nýlegt dæmi á Akureyri ætti að nægja — óþarft er að bíða eftir fleirum. Skiptar skoðanir munu vera uppi um ágæti þess að taka upp tryggingar í samskiptum kaupenda og verktaka, en enn hefur ekki verið bent á aðra leið sem getur tryggt kaupandann gagnvart þeim sem byggir. Bæjarfélög geta eflaust ekki krafist trygginga af verktökum sem byggja og selja íbúðir. Slíkar reglur þurfa að vera gerðar fyrir landið aiit. „Það vantar mjög mikið þegar sjónin hverfur 66 - segir Kristján Tryggvason, sem missti sjónina 14 ára en hefur starfað við bólstrun og smíðar í tæplega 40 ár Kristján Tryggvason var 14 ára gamall er hann var að leika sér með dynamithvellhettu og hún sprakk í höndum hans. Þetta var árið 1934, og þessi atburður átti eftir að hafa meiri áhrif á líf hans en nokkur annar. Þessi 14 ára unglingur stóð uppi blindur á báðum augum, og til viðbótar því missti hann framan af tveimur fingrum vinstri handar. Kristján, sem er fæddur og uppalinn á Meyjarhóli á Sval- barðsströnd, og átti þar heima þegar slysið átti sér stað, varð að taka því að verða blindur til æfiloka. Það hefur verið þung- ur kross að bera fyrir 14 ára óharðnaðan ungting, en Kristján lét ekki bugast eins og sjá má af öllu lífshiaupi hans. „Nei, framtíðin var ekki allt of björt á þeirn tíma, en þó var búið að stofna Blindravinafélag fs- lands í Reykjavík árið áður og þangað lá leið mín um haustið til þess að læra eitthvað starf og einnig til að læra blindraletur. Þá voru þeir með burstagerð sem mun hafa verið það fyrsta af iðn- aðarstöfum sem blindir fengust við, og kynntist ég þeirri vinnu ásamt fleiri störfum.“ „Lærði dálítið í bólstrun“ „Ég var þarna viðloðandi í ein 10 ár og kynntist auk burstagerð- arinnar ýmsum léttum iðnaði svo sem körfugerð smávegis, og í lok veru minnar fyrir sunnan var mér kennt dálítið í bólstrun. Það hefur síðan verið uppistaðan í því sem ég hef fengist við. Ég fór ekki í annað nám, enda var því ekki til að dreifa á þeim tíma.“ Svefnbekkurinn sem Kristján situr hér á er mikil völundarsmfð. Skúffur eru á bekknum þar sem rúmfötin skulu gcymast. „Síðan kom ég norður 1944 og settist þá að á Akureyri. Ég byrj- aði strax með smá vinnustofu og fékkst aðallega við bólstrun og framleiddi legubekki. Fyrst var ég með verkstæði í kjallaranum í Brekkugötu 15, en 1955 lét ég reisa þetta hús Oddeyrargötu 4b sem ég hef verið í síðan með verkstæðið. Mig minnir að það hafi kostað 150 þúsund krónur að byggja húsið. Nú framleiði ég aðallega fjaðurdýnur og svefn- bekki sem ég sel í almennri sölu og dálítið í húsgagnaverslanir.“ „ Hefur pú ekki purft að yfir- Kristján Tryggvason fyrir framan verkstæði sitt. stiga mikla erfiðleika til að ná tökum á pessari vinnu. Nú ert pú blindur, áuk pess sem pú ert ekki með báðar hendur heilar? „Auðvitað tekur það langan tíma að ná tökum á þessum verk- um fyrir blindan mann, en ég hef verið heppinn að ná tökum á því sem ég hef fengist við. Þó efast ég um að ég afkasti á við fullfríska menn nema á sumum sviðum. Ég hef einnig smiðað grindurnar í þessa svefnbekki sem ég fram- leiði og hef dálítið trésmíðaverk- stæði hér til þeirra hluta í hús- inu“. „Getað lifað eðlilegu fjölskyldulífi“ — Kristján giftist árið 1952 Þórdísi Ellertsdóttur frá Akureyri og eiga þau 18 ára dóttur. Næsta spurning okkar til hans var sú, hvernig það væri að vera blindur þegn í því þjóðfélagi sem við lif- um í. „Já, það er nú það, maður er oft spurður þessarar spurningar. Því er auðvitað ekki að neita að það vantar mjög mikið þegar sjónin hverfur, en eins og ég sagði áðan þá hef ég verið heppinn. Fyrst framan af bjó ég með for- eldrum mínum og systkinum, og eftir að konan kom til sögunnar hefur hún aðstoðað mig og svo dóttir mín sem er nú orðin full- orðin. Ég hef verið svo heppinn að geta lifað eðlilegu fjölskyldu- lífi“. „Almennt talað, þá hefur í seinni tíð komið heilmikill skrið- ur á málefni blindra og annarra fatlaðra, og á ári fatlaðra hefur átt sér stað heilmikil umræða um þessi mál. En frá mínum bæjar- dyrum séð er það aðalatriðið að okkur sé sköpuð aðstaða til þess að geta starfað. Við erum þannig sett að við komumst mjög lítið um. Ég fer að vísu frá heimili mínu á vinnustað, en annað er það ekki sem ég fer um bæinn einn. Blint fólk hefur þó hvíta stafinn og hefur hann hjálpað mörgum til að komast eitthvað um nánasta umhverfi sitt“. „Hvað fœst pú aðallega við i pínum frístundum, lest pú t.d. með hjálp blindralelursins?" „Ég lærði blindraletur á sínum tíma, en hélt því ekki nægilega vel við þannig að ég tapaði því niður að geta lesið það. Hinsvegar er farið í seinni tíð að lesa inn á snældur, sögur og fleira fyrir blint fólk, og ég hef fengið lánaðar snældur hjá Borgarbókasafninu í Reykjavík. Þetta er ágætis þjón- usta“. „Annars hefur líf mitt gengið mjög mikið út á það að vinna. Ég hef unnið langan vinnudag og fundið mig í starfinu. Það má segja að vinnan hafi komið í stað margs sem fólk hefur almennt fyrir stafni í sínum frístundum s.s. bókalestur og fleira sem blindir geta ekki gert“. „Sáttur við lífið“ — Telur pú að fólk almennt geri sér grein fyrir pví hvernig er að vera blindur eða fatlaður á annan hátt; gerisérgrein fyrirpvi hvernig ykkur liður? . „Ég hef tekið eftir því að margt fólk er dálítið óöruggt með sig í návist okkar, það veit ekki hvernig það á að umgangast okk- ur í fyrstu. Það breytist hinsvegar þegar kynni takast. Að sjálfsögðu er það ekki gott að fólk líti öðru- vísi á okkur en annað fólk þótt við séum blind eða fötluð á annan hátt, en ég get skilið það að vissu leyti að svo sé“. — Hafðir pú, sem 14 ára ungl- ingur, einhver framtíðaráform uppi pegar pú lentir i slysinu á Svalbarðsströndfyrir 47 árum? „Þetta var nú rétt í lok barna- skólanáms eins og það var þá, og framtiðin var ekkert skipulögð. Hinsvegar tel ég að hugur minn hafi að einhverju leyti hneigst til smíða eða annarra iðnaðarstarfa, þannig að segja má að ég hafi fengið ósk mína uppfyllta“. — Ert pú sáttur við tífið og til- veruna? „Já, ég er það. Það er óhætt að segja“. Meðal þcss sem Kristján fæst við á verkstæði sinu er framleiðsla á þvottakústum fyrir bensínstöðvar. Hér sést hann handleika einn kústhausinn. Umsjón: Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson Dýrmætt stig til Þórs Þór og Breiðablik léku í fyrstu deild í knattspyrnu á laugar- daginn. Fyrri leik þessara aðila lauk með jafntefli, og það urðu Þriðjudeildarlið HSÞ-b tryggði sér á laugardaginn rétt til að leika i úrslitum þriðju deildar, þegar liðið gerði jafntefli við Magna á þeirra heimavelli. Leikurinn var leiðinlegur, eða rokleikur eins og einn leikmanna sagði og ekki einnig lokatölur þessa leiks en hvort liðið um sig skoraði þrjú mörk. Þetta voru sannarlega kærkomin mörk fyrir Þór, því hægt að leika góða knattspyrnu. Hvorugu liðinu tókst að skora mark, og jafntefli nægði Þingey- ingum til að komast í úrslit. Þeir eru vel að því komnir enda með sprækasta liðið í riðlinum. liðið hefur ekki hingað til í sumar skorað fleiri mörk en eitt í leik. Þórsarar hófu leikinn á móti vindi og rigningu, en þrátt fyrir það tókst þeim að skapa sér nokkur tækifæri til að byrja með. Það voru hins vegar Blikarnir sem gerðu fyrsta markið, en skömmu síðar jafnar Nói fyrir Þór. Síðast í fyrri hálfleik fá Blikarnir víta- spyrnu og skora, þannig að stað- an í hálfleik er tvö mörk gegn einu. Fljótlega í síðari hálfleik bæta Blikarnir þriðja markinu við, og var þá farið að fara um Þórsarana á varamannabekknum. Þá tók Guðmundur Skarphéðinsson sig til og lagaði stöðuna lítið eitt, með góðu skallamarki, og skömmu fyrir leikslok fengu svo Þórsarar vítaspyrnu og Guðjón skoraði örugglega. Þrátt fyrir það að Blikarnir reyndu allt hvað þeir gátu að skora mörk síðustu mín. leiksins tókst það ekki og Þórsar- ar héldu heim með annað stigið. Þetta var mikill baráttuleikur hjá Þór í bullandi fallhættu, og upp- skar liðið annað stigið eins og áður segir. HSÞ-b í úrsllt Allt í járnum hjá KAog KR Á föstudagskvöldið léku á Akureyrarvelli KA og KR í fyrstu deild í knattspyrnu. í fyrri viðureign þessara aðila sigruðu KA menn með einu marki gegn engu. Lengi vel leit út fyrir að þessi leikur færi á sömu leið en á elleftu stundu jöfnuðu KR- ingar og héldu suður með ann- Knattspyrnufélag Akureyrar hefur sent frá sér dreifibréf til íbúa í Lundarhverfi vegna býggingar íþróttavallarins. Unnið var í vellinum alla helg- ina og mátti þar sjá sveitta skalla ýmissa góðborgara. Byrjað verður að þekja í kvöld. KA skorar á alla velunnara sína að gefa sig fram i sjálfboðavinnu, og þá sérstaklega foreldra þeirra barna sem iðka hinar fjölmörgu íþróttir sem á boðstólnum eru hjá félaginu. Þeir sem vilja hjálpa til vinsamlegast gefið gefi sig fram við einhverja eftirtalinna og gefi þá um leið upp þá daga eða kvöld að stigið, en leiknum lauk með jafntefli, eitt mark gegn einu. KR lék undan norðan golu í fyrri hálfleik og fyrstu fimmtán mín. leiksins sóttu þeir heldur meira, en sköpuðu sér aldrei marktækifæri. Smám saman fóru KA menn að verða atkvæðameiri í sókninni, og áttu nokkur mark- skot. Fyrra markið kom á 25. mín. Þá fékk Hinrik boltann á miðjum sem þeir geta unnið. Haukur Torfason, sími 24737, Stefán Gunnlaugsson, slmi 21717 eða 21818, og Jón Arnþórsson í síma 24549. Einnig geta menn haft samband við KA miðstöðina alla daga og fyrir hádegi á sunnudög- um í síma 23482. vellinum og sendi stungu á Elmar sem brunaði fram völlinn með KR vörnina á hælunum. Mark- maður KR reyndi að verja með úthlaupi, en Elmar skaut laglega yfir hann og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, en bæði lið fengu margar homspyrnur. KA byrjaði síðari hálfleikinn með mikilli sókn, og strax á annarri mín. átti Donni hörkuskot af löngu færi en góður markmaður KR varði í horn. Á næstu mín. átti Ásbjörn góð- an skalla að markinu, en varið. Einnig kom gott skot frá Hinrik en líka varið. Á 30. mín. síðari hálfleiks kom fyrsta skotið frá KR ingum á KA markið, en það fór rétt framhjá. Á 40. mín. áttu KR-ingar sitt annað markskot, en það var varið í horn. Þeir jöfnuðu síðan á 41. mín. en þá hafði Aðalsteinn markmaður KA varið en misst boltann frá sér, og Elías Guð- mundsson skoraði af stuttu færi. Þegar líða tók á leikinn fór að rigna og varð völlurinn háll. og erfitt fyrir leikmenn að fóta sig. Eyjólfur Ágústsson lék nú aftur með liðinu og nú sem hægri bak- vörður. Þeirri stöðu skilaði Eyjólfur með prýði. Áhorfendur voru 1200. Góður dómari var Rafn Hjaltalín og línuverðir Þór- oddur Hjaltalín og Kjartan Tómasson. Blómaleikur hjá Donna Fyrir leikinn á föstudagskvöldið var Jóhann Jakobsson heiðraður fyrir sinn 150 leik fyrir KA í deildarkeppni. Fékk hann styttu af knattspyrnumanni frá stjórn Knattspyrnudeildar og blóm- vönd. Hermann Stefánsson f.v. íþróttakennari, heiðursfélagi KA og heiðursgestur leiksins af- henti Jóhanni styttuna og blómin. Hvað gera Þórsarar gegn Fram? Á miðvikudagskvöldið leika á Akureyrarvelli Þór og Frani. Eftir lcikinn við Breiðablik eru Þórsar- ar til alls vísir, og eru því áhorf- endur hvattir til að fjölmenna á völlinn og láta í sér heyra. Jón Þór bestur á Húsavík Jón Þór Gunnarsson GA og Þórhallur Hólmgeirsson GH háðu æsispennandi keppni í opna Húsavíkurmótinu í golfi sem fram fór um heigina. Jón Þór átti eitt högg í forskot þegar kom að síðustu holunni, og svo virtist sem Þórhallur niyndi vinna það högg og krækja í aukakeppni um sigur- inn. Hárnákvæmt högg Jóns Þórs úr „bönker“ og eitt „pútt“ tryggðu honum þó holuna jafna og sigur- inn í mótinu var því hans. Hann lék 36 holur á 154 höggum. Þór- hallurá 155 og þriðji varð Héðinn Gunnarsson GA sem hafði haft forustuna eftir fyrri daginn, lék á 163 höggum. Með forgjöf sigraði Ásmundur Bjarnason GH á 144 höggum nettó, annar Héðinn Gunnarsson á 145 og Þórhallur Hólmgeirsson þriðji einnig á 145 höggum. Jónína Pálsdóttir. móðir þeirra Jóns Þórs og Héðins hafði yfir- burði í kvennaflokki. Hún lék 36 holurnar á 201 höggi, Sigríður B. Ólafsdóttir GH varð önnur á 221 höggi og Erla Adolfsdóttir GA þriðja á 225 höggum. Jónína sigraði einnig með forgjöf, Sig- ríður varð önnur og Erla þriðja. Allir á völlinn ekkert hik 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.