Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 6
VATNAJÖKULL „í þessum ferðum fá margir í fyrsta sinn tækifæri til að komast á Vatnajökul,“ sagði Kolbeinn Sigurbjömsson um Vatnajökulsferðir þær sem Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur hafið í samvinnu við þá Baldur Sigurðsson og Árna Ingólfsson. Kolbeinn, ásamt þeim tveimur, fór í sína „jóm- frúarferð“ ef svo mætti að orði komast um síðustu helgi. Með í för voru 16 farþegar. í fyrsta hluta ferðarinnar var ekið suður Sprengisand allt suður í Gæsavötn og gist í skála, sem Baldur og fjölskylda reistu. í upp- hafi átti skálinn að vera fyrir fjölskylduna, en nú er búið að gera hann að „háfjallahóteli" eins og einn ferðalanganna komst að orði við blaðamann Dags, sem slóst í för með jökulförunum. í Baidursheimi, sem e.t.v. er betra nafn, gefst mönnum tækifæri til að hvíla lúin bein að kvöldi eftir erfiðar ferðir á daginn. Það ríkti nokkur eftirvænting um kvöldið meðal ferðalanga því jökulferð var fyrir höndum daginn eftir. Jeppi á snjóbeltum Á laugardagsmorgun var hald- ið á jökulinn. Að vísu sagði jöklagarpurinn Baldur að sér litist ekki meira en svo á veðrið því þokuslæðingur grúfði sig yfir jökulinn. Þó var haldið af stað því þama voru kappar á ferð og ekki dugði að híma við jökulröndina. Baldur hefur komið sér upp miklum „jökulflota" sem í er snjóköttur, snjóbíll, og Sigurður, sonur Baldurs, hefur útbúið sér- stök belti á Willysjeppa og á honum getur hann ekið vítt og breitt um jökulbreiðurnar. Sennilega eru þeir staðir fáir í veröldinni þar sem hægt er að stíga beint úr úr rútu og í beltabíl, sem flytur þig af stað upp á jökul, en þarna er það hægt og fyrir þá sem eru því ekki vanir er þetta stór stund. Breytilegt veður Verður á jöklum er breytilegt. Þegar við vorum þarna á ferð dimmdi og birti til skiptis og það hvessti og lyngdi. En þó þetta kæmi sumum okkar á óvart var ekki hægt að sjá neinn undrunar- svip á Baldri enda ýmsu vanur í viðskiptum sínum við veðurguð- ina. Að ferðast um Vatnajökul er sennilega með því stórkostlegasta sem menn geta komist í. Mönn- um óar e.t.v. við sprungum, sem minna á að undir býr gífurlegt afl, „Jöklaflotinn“ við svokölluð Vegamót, 26 km. inni á Vatnajökli f 1780 m hæð. og að hvert sem litið er skuli vera skjannahvítar snjóbreiður. En þær er líka hægt að nota sér til skemmtunar. Þegar Sigurður er búinn að binda kaðla í jeppann og ferðalangarnir komnir á skíði er ekkert að því að þjóta um breiðurnar — og passa sig á að detta ekki. „Þetta er stórkostleg upplifun" var það eina sem einn skíðamannanna gat stunið upp þegar ferðinni aftan í jeppanum lauk. Og rétt eins og á láglendinu geta menn svitnað uppi á jökli. Það er því ekki ónýtt eftir skíða- ferð að komast í heitt bað á miðju hálendinu, í polli, sem Baldur hefur útbúið. Þetta er bærilegur pottur sem hvaða sundlaugar- vörður sem er gæti verið stoltur af. Gisti í tjaldi allt sumarið Baldur Sigurðsson sagði að hann hefði fyrst farið að „fikta“ við þessar jöklaferðir 1971. Þá hafi hann verið búinn að eignast snjóköttinn og því ákveðið að reyna. Síðan var það 1972 sem hann byrjaði fyrir alvöru og þá gerði hann sér lítið fyrir og gisti allt sumarið í tjaldi sem hann kom fyrir í hraunborg nálægt jöklinum. En 1973 byggði hann skálann sem nú stendur við Gæsavötn, og var í honum sum- urin 1973, ’74 og ’75. En síðan ekki aftur fyrr en nú í ár. Baldur sagðist hafa mikinn áhuga á því að reyna að fá sem flesta uppá jökulinn og sýna þeim þennan undraheim. Hann sagðist nú geta Jöklafarar fyrir framan skála Baldurs viö Gæsavötn. „Forkólfarnir af ferðinni. F.v. Baldur Sigurðsson, Kolbeinn Sigurbjörnsson og Árni Ingólfsson. Glæsilegt farartæki við Jökulröndina. Ljósm.: S.F. tekið 1 einu allt frá 2-3 mönnum uppí 25 manna hópa. Aðeins 5 vikur á ári Ámi Ingólfsson, sem kemur til með að sjá um ferðirnar upp 1 Gæsavötn, sagði okkur að það væri lítið vandamál að komast upp að jökli þegar líða tæki á sumarið, en þó sagði hann að það væri galli að það skyldi ekki vera hægt að komast uppá jökul nema um 5 vikur á ári. Árni sagði enn- fremur að þær ferðir sem farnar yrðu 1 sumar væru aðeins helgar- ferðir en síðan væri ætlunin, jafnvel næsta sumar, að koma á fót allt að vikuferðum. Þær ferðir yrðu þó ekki eingöngu jöklaferðir heldur yrði þá haldið áfram í Öskju, Herðubreiðarlindir og síðan þaðan niður í Mývatnssveit. Árni sagði að slíkar ferðir gæfu vissulega miklu meiri möguleika því oft þyrfti að bíða eftir góðu veðri á jöklinum. í flugvél upp að jökli Kolbeinn Sigurbjörnsson sagði, að á Vatnajökli hefði Baldur Sigurðsson opnað nýjan heim fyrir almenning með ferð- um sínum um jökulinn. Hann bætti við að fólki hefði ekki gefist jafngott tækifæri fyrr að skoða þennan ævintýralega stað. Kol- beinn sagði að þó að jöklar hyldu um 10% af landinu efaðist hann um að 10% landsmanna hefðu komið uppá þá. Þessu sagðist hann vilja breyta og því hefðu þeir þremenningar ákveðið að gefa fleirum tækifæri á að komast uppá jökul. Kolbeinn sagðist vonast til þess að fljótlega yrði hægt að fara að fljúga upp að Gæsavötnum því Baldur hefði útbúið flugbraut sem nothæf væri fyrir allt að 19 manna vél, og þá myndaðist nýr möguleiki og hægt að stytta ferðatímann allt niður í einn dag. Að lokum sagði Kol- beinn að næsta ferð yrði um verslunarmannahelgina og síðan yrðu áfram ferðir út ágústmánuð. S.F ■ 6 - DAGUR - 30. júlí 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.