Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 8
MONROE MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR IFLESTA BÍLA Krossanesverksmiðjan: Flest hreinsi- tækin komin til landsins „Meirihluti hreinsiútbúnaðar- ins sem ákveðið hefur verið að setja upp í verksmiðjunni kom tii landsins sl. föstudag, og af- gangurinn er væntanlegur innan tíðar“ sagði Pétur Antonsson framkvæmdastjóri Krossanes- verksmiðjunnar í samtaii við DAG. Pétur sagði að nú stæði yfir undirbúningsvinna fyrir niðursetn- ingu vélanna, verið væri að steypa undir vélarnar. Hann sagðist von- ast til þess að um miðjan ágúst yrði hægt að hefjast handa um að koma vélunum fyrir, og yrðu þær teknar í notkun í haust. Það kom fram í samtali okkar við Pétur að jafnframt því að setja upp þennan hreinsitækjaútbúnað er unnið að stækkun verksmiðjunnar. Afköstin munu aukast úr 350 tonnum á sólarhring í 550. Heyskaparhorfur eru mjög góðar 99 £í „Útlit í heyskaparmálum er mjög gott. Að vísu er það lélegur gróður sem sprettur í kalskell- um, en þeir sem hafa aðstöðu til að nýta sér slíkan gróður gera það að sjálfsögðu. Margir eru búnir að hirða verulegt magn af heyi, en fáir hafa lokið heyskap. í innfirðinum eru margir komnir vel á veg en heyskapur gengur hægar utar og inn í dölum“, sagði Ólafur Vagnsson, ráðu- nautur í samtali við DAG. Ólafur sagði að spretta hefði verið ótrúlega mikil síðustu viku og bændur við Eyjafjörð þyrftu ekki Grenivík: Kantur á nýja þilið Fyrir nokkru hófst á Grenivík vinna við gerð hafnarkants, sem kemur á stálþilið, en það var rekið niður í fyrra. Gert er ráð fyrir að verkið taki um tvo mán- uði. Að sögn Stefáns Þórðarsonar, sveitarstjóra, verður dekkið ekki steypt í sumar, en vonir standa til að það geti orðið næsta ár. Netabátar hafa ekki róið vegna netaveiðibanns, en færabátar hafa fengið ágætan afla þegar þeir hafa farið t.d. út undir Flatey. Súlan landar reglulega á Grenivík og sagði Stefán að atvinna væri næg. að örvænta ef tíð héldist óbreytt eða svipuð. „Kartöflur hafa verið sérstaklega seint á ferðinni og ég held að sé óhætt að fullyrða það að ástandið hafi ekki verið betra fyrir viku en var á sama tíma í hittifyrra þegar uppskeruleysið var sem mest. En það er svo með kartöflurnar að það er tíðarfarið í ágúst sem skiptir sköpum fyrir kartöfluuppskeruna“, sagði Ólafur Vagnsson að lokum. Akvörðun innan fárra vikna Eitt af mörgum fjölbýlishúsum f Lundarhverfi. Mynd: á.þ. í fyrrakvöld var haldinn fundur um lokað sjónvarpskerfi í Lundarhverfi. Til fundarins var boðað af áhugamönnum, sem vilja að kannað verði vandlega hvort íbúar í hverfinu geti komið sér upp „einkasjónvarpsstöð“ með allt að tveimur rásum. Fundinn sóttu hátt i eitthundrað manns og var áhuginn mikili. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði var hugmynd manna sú að video-stöðin næði til tólf blokka, sem standa á Lundartúninu. Þeg- ar til kom höfðu íbúar við Furu- lund ekki síður áhuga og komu nokkrir þeirra á fundinn. Eitt raðhús við Furulund er nú þegar komið með lokað kerfi. Fundar- menn höfðu einnig veður af því að íbúar við Heiðarlund hefðu áhuga á að fylgjast með þróun mála. Á fundinum var ákveðið að skipa fimm manna nefnd og var Pétur Pétursson, Furulundi, kos- inn formaður hennar. Nefndinni er ætlað að kanna kostnaðarhlið málsins og hvort á því séu nokkrir tæknilegir agnúar. Síðan mun hún beita sér fyrir því að fundir verði haldnir í öllum húsfélögum í þeim húsum sem gætu tengst kerfinu. Síðast en ekki síst verður kannað hvað það er sem íbúarnir vilja sjá og á hvaða tíma. Ef ákveðið verður að ráðast í fram- kvæmdir er ljóst að íbúarnir verða að skipa nokkurskonar sjónvarpsráð. Nefndinni er ætlað að vera bú- in að safna saman öllum nauð- synlegum upplýsingum innan 3ja vikna. Að því búnu verður líklega boðað til almenns kynningar- fundar og að honum loknum tekin endanleg ákvörðun í hverju húsfélagi fyrir sig. Soffía Guðmundsdóttir: ,Ekkert heyrt frá JafnréttisráðP „Jú, mig er farið að lengja eftir því að heyra eitthvað frá Jafn- réttisráði um erindi mitt til ráðsins“ sagði Soffía Guð- mundsdóttir, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri, í samtali við DAG. Soffía sendi sem kunnugt er á dögun- um bréf til Jafnréttisráðs þar sem hún óskaði eftir umfjöllun ráðsins á veitingu í embætti tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins. Umsækjendur um þá stöðu voru 6, þeirra á meðal Soffía, og veitti Hörður Vilhjálmsson, settur útvarpsstjóri, Jóni Erni Marinóssyni lögfræðingi stöð- una. „Ég sendi jafnréttisráði bréf þann 14. júní þar sem ég óskaði eftir þrennu“ sagði Soffía. „I fyrsta lagi að ráðið kannaði hvort lög um jafnrétti karla og kvenna hefðu verið brotin við stöðuveitinguna. í öðru lagi að ráðið óskaði eftir greinargerð frá settum útvarps- stjóra um hvað réði vali hans í stöðuna. í þriðja lagi fór ég fram á að jafnréttisráð legði sinn dóm á stöðuveitinguna.“ „Það voru sex umsækjendur um stöðuna“ sagði Soffía. „Þar af voru fimm sérmenntaðir í tónlist, en sá eini sem var það ekki fékk stöðuna. I alvöru talað, samt var auglýst eftir tónlistarstjóra. Ég tel að þetta hafi verið rangt, ég hélt nefnilega að það vantaði „tónlistarfagmann“ í stöðuna og í auglýsingu var ekkert annað gefið í skyn.“ Mývetningar setja saman nýja trefjaplastsundlaug Innan skamms munu Mývetn- ingar fá nýja sundlaug til afnota. Hér er um að ræða sundlaug úr trefjaplasti og er hún framleidd á Skagaströnd. Mikil þörf hefur verið á sundlaug I Mývatnssveit m.a. til kennslu og einnig fyrir ferðamenn. Sfðan Grjótagjá varð óhæf til baða hafa menn lagt leið sína í Stórugjá, en hún annar hvergi þörfinni. Lftil sundlaug er hjá Skútustöðum sem er ekki nægilega stór og svarar ekki kröfum tfmans. Nýja sundlaugin er 25x11 m á stærð og hjá henni verður heitur pottur. I gær var unnið við að setja saman botn laugarinnar og gert er ráð fyrir að verkinu ljúki um miðj- an næsta mánuð. Hjá lauginni stendur nýtt tvílyft hús og í því er búningsaðstaða. Siðar verður komið fyrir sánabaði í því. í sama húsi verður búningsaðstaða fyrir íþróttavöllinn og í framtíðinni verður byggt íþróttahús við það. -Z7- fXl ÍRT TTr rr -jr ii °íiij q) 11 fli < > Lb & s- Uii_ # Tillesenda Þar sem næstkomandi mánudagur er almennur frí- dagur kemur Dagur ekki út á þriðjudag eins og venja er. Næsta blað er þvf ekki fyrr en fimmtudaginn 6. ágúst. Aug- lýsingar í það þurfa að hafa borist fyrir kl. 19 miðviku- daginn 5. ágúst. # Reiöhjól og reglur Á undanförnum mánuðum hafa reíðhjól öðlast miklar vinsældir og liggur við að enginn sé maður með mönn- um nema hann aki á 10 gíra reiðhjóli. Þessi skyndilegi áhugi er góðra gjalda verður. en fólki ber þó að hafa í huga að það eitt að hjóla er ekkl allra meina bót — fleira þarf að koma til. Með auknum fjölda reiðhjóla fjölgar slys- um á ökumönnum þeirra og því miður á þetta sérstaklega við um börn og ungllnga. Fullorðnir lenda sfður í slys- um enda vanari í umferðinni. Það hefur vakið athygli margra að sumir reiðhjóla- menn telja sig ekki bundna at nelnum umferðarreglum — a.m.k. má álykta sem svo þegar þeir geysast á móti umferð f einstefouaksturs- götum eða þegar þeir virða ekki umferðarljós. (stað þess að stöðva við rautt Ijós hafa þeir bíræfnustu litlð til hægri og vinstri og haldið áfram sé öllu óhætt. Það þarf víst ekkl að fjölyrða um það að hjól- reiðamönnum ber að fara eftir umferðarreglum — ekki síður en þeim sem aka vélknúnum farartækjum. # Allir vilja væta kverkar landsmanna Nú virðlst vera eins konar viðsklptastrfð milli gos- drykkjaframleiðanda. Það kom fram í Mbi. f gær að Sanitas hefur gert samning við þjóðhátíðarnefnd Týs í Vestmannaeyjum um að þar verði aðeins seldir drykkir frá Sanitas. Framkvæmdastjórar Vífilfells og ölgerðarinnar kærðu þessa „einokun" til samkeppnlsráðs, en Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Sanitas segir að þessum þremur framlelðendum hafl verið boðið að gera tilboð vegna sölu á gosdrykkjum á hátíðlnni. ölgerðin sendi ekki tilboð, en tllboð Vífilfells barst mun síðar en tilboð Sanitas. # Nýr þáttur Dagur hefur í hyggju að gera tilraun með sérstakan þátt um bæjar- og sveltarstjórn- armál. Þess er að vænta að þátturinn geti orðlð upplýs- andi fyrir menn og að um- ræðan verðl málefnaleg. Sig- urður Óll Brynjólfsson rfður á vaðið og er grein hans á blaðsíðu 4.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.