Dagur - 06.08.1981, Side 1

Dagur - 06.08.1981, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMtÐIR > SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 6. ágúst 1981 59. tölublað Nýi vagninn í Tollvöru- geymslunni - Þjónustan eykst hjá SVA er hann kemst í notkun í vor komu tveir nýir Benz strætisvagnar til Akureyrar en aðeins annar hefur verið tekinn í notkun. Hinn bíður enn í toll- vörugeymslu þvi bæjarsjóður hafði ekki efni á að ieysa báða vagnana út. Vagn eins og sá sem um er rætt kostar rúma eina milljón króna. Stefán Baldursson, forstöðu- maður SVA sagði að síðustu fréttir hermdu að vagninn yrði leystur út í ágústmánuði. Hann er tilbúinn að öllu leyti svo hægt verður að taka hann í notkun svo til strax. Mikil þörf er á að fá vagninn á götuna, sagði Stefán, en með tilkomu hans verður hægt að auka þjónustu SVA við bæjarbúa. Það eru aðallega íbúar í Síðuhverfi sem munu njóta góðs af nýja vagninum, en skömmu eftir að hann kemur munu strætis- vagnarnir fara að aka eftir Austur- síðu, Bugðusíðu og Teigarsiðu. „Það færist sífellt í aukana að fólk notfæri sér þjónustu SVA. Að vísu hef ég ekki tölur um aukning- una, en mér virðist hún vera um 30% sé miðað við síðustu sjö mán- uði“, sagði Stefán Ekki hefur verið gerð nákvæm könnun á farþegum — þ.e. hverjir þeir eru, hvaðan þeir koma og hvernig þeir vilja að SVA hagi rekstri. Ætlunin var að fá nemendur í MA til að framkvæma slíka könnun sl. vor, en Stefán sagði að hugmyndin hefði komið of seint fram svo hægt hefði verið að fram- kvæma hana. Hann kvaðst ekki vita hvort slík könnun yrði gerð í vetur en tók fram að það væri fyrirtækinu mikil nauðsyn að hafa góða hugmynd um hverjir það væru sem ækju með strætisvögn- unum. PÓSTUR OG SlMI TÖLVUVÆÐIST: HÆTTA AÐ VEITA UPPUÝSINGAR UM VEÐURFAR OG KÖKUGERD Síðar á árinu geta símnotend- ur á Norðurlandi notfært sér tölvubanka Pósts og síma í Reykjavík. Hér er um að ræða þá notendur sem vilja fá upp- lýsingar um símanúmer og þ.h. í gegnum 03, en sú þjónusta stofnunarinnar er nú veitt á fjölmörgum stöðum á landinu. Þegar tölvubankinn kemst í notkun verða allar slíkar upp- lýsingar veittar á einum stað: í Reykjavík. Ársæll Magnússon. umdæmis- stjóri Pósts og síma sagði að það tæki nokkuð langan tíma að skrá nauðsynlegar upplýsingar í tölvubankann, en þegar þær eru komnar þangað tekur það mun skemmri tíma fyrir starfsfólk stofnunarinnar að finna umbeðin númer. Nú þarf það að fletta símskrám og gefur það auga leið að slík vinnubrögð eru tímafrek. I tölvubankanum birtast númerin á þar til gerðum skjám. Þegar þessi breyting er um garð gengin fellur til hliðar sú per- sónulega þjónusta sem starfsfólk Pósts og síma á einstökum stöð- um hefur getað veitt viðskipta- vinum. Ársæll sagði að t.d. gæti fólk ekki sagt eitthvað á þá leið að það vantaði símanúmer ..í litla gula húsinu á horninu á NNgötu.“ Því síður gæti starfs- fólkið í o3 í Reykjavík veitt upp- lýsingar um kökuuppskriftir eða veðurfar eins og komið hefur fyrir að starfsfólkið í 03 á Akur- eyri hefur verið beðið um að gefa. En verður því fólki sem hefur svarað í 03 á Akureyri ekki sagt upp störfum þegar upplýsinga- þjónustan flyst til Reykjavíkur? Ársæll sagði svo ekki vera. Ætl- unin væri að koma upp skipti- borði fyrir stofnunina á Akureyri og þar kæmi verkefni sem yrði að sinna. Um mánaðamótin verður stöðin í Saurbæ lögð niður og verða símar í Saurbæjarhreppi tengdir við stöðina á Akureyri svo þar koma einnig aukin verkefni. „Líkir eins og tveir vatnsdropar“ mætti segja um tvíburana, sem Ijósm. Dags hitti uppá brekku á dögunum. Mynd: á.þ. Manchester City í heimsókn til Þórs: Heimsfrægir leikmenn á Akureyrarvellinum Knattspyrnuunnendur á Norð- urlandi eig von á góðum gest- um í heimsókn, því n.k. mið- vikudajskvöld leikur hið þekkta enska knattspyrnulið Manchester City á Akureyrar- velli gegn 1. deildarliði Þórs. Ekki er að efa að fólk mun flykkjast á völlinn til þess að sjá þessa snillinga með eigin augum. en lið Manchester City er nú eitt hið allra sterkasta í ensku knatt- spyrnunni. Til marks um það má nefna að liðið lék í úrslitum ensku bikarkeppninnar sl. vor. en mátti sætta sig við ósigur eftir tvo úr- slitaleiki gegn Tottenham. Forráðamenn Manchester City hafa tilkynnt nöfn þeirra leik- manna sem hingað koma, og er ljóst að allir þeirra sterkustu leik- menn verða með í förinni. Keppnistímabilið í Englandi hefst í lok ágúst og er leikur Manchester City gegn Þór einn síðasti liður í undirbúningi liðsins fyrir keppnistímabilið. Áhorf- endur á Akureyrarvelli kl. 18,30 á miðvikudag fá því að sjá kappa eins og Joe Corrigan markvörð, Kevin Reeves, Tommy Hutc- inson og fleiri á fullri ferð gegn Þór. Verslunarmannahelgin: RÓLEGHEIT A NORÐURLANDI Óhætt er að segja að verslunar- mannahelgin hafi verið róleg hjá lögreglumönnum á Norður- landi. Á sumum stöðum mundu þeir ekki eftir jafn rólegri versl- unarmannahelgi. Hjá lögreglunni á Blönduósi fengust þær upplýsingar að ekkert óhapp hefði átt sér stað í umferð- inni. í umdæmi Blönduóslögregl- unnar var engin skipulögð útisam- koma. Dansleikir voru að vísu í Húnaveri á kvöldin en lögreglan þurfti lítil afskipti að hafa af fólki þar. Talsverður fjöldi fólks var saman kominn í Varmahlíð í Skagafirði. og áleit lögreglan á Sauðárkróki að þar hefðu verið um 100 tjöld. Tals- verð ölvun var og „góð nýting" á fangaklefum að sögn lögreglunnar. Hinsvegar var litið um umferðar- óhöpp. en þó var ekið á tvö hross i Vatnsskarði. Hjá lögreglunni á Akureyri sagði varðstjóri að helgin hefði verið mjög róleg og stórslysalaus. Þó urðu umferðaróhöpp við Evja- fjarðará og i Vaðlaheiði. en slys ekki teljandi. Lögreglan á Húsavík tjáði DEGI að helgin hefði verið tiltölulega ró- leg fyrir utan þrjú umferðaróhöpp. Bílvelta i Mývatnssveit var þeirra alvarlegast en í bifreiðinni sem valt voru fimm manns. Engan sakaði en bifreiðin er talin ónýt. Að sögn lögreglunnar á Húsavik gekk Laugahátíð vel fyrir sig. nokkuð var um ölvun. en minna en oftast áður. Kópasker: HULDUFOLK AÐ ANGRA HAFNARGERÐARMENN? Undanfarnar vikur hefur verið unnið við endurbætur á hafnar- garðinum á Kópaskeri. Grjót er fengið úr svonefndum Brekku- hamri, sem er skanimt sunnan Kópaskers. Bilanir á tækjum hafnargerðarmanna eru tíðar og að sögn fróðra manna er hér ekki allt með felldu. Helst hafa menn hallast að því að huldufólk búi í Brekkuhamrinum og að það sé ekki allskostar ánægt með meðferðina á bústað þess. Heimildir Dags herma að verk- stjóri hafnargerðarinnar sé sann- færður um að eitthvað dularfullt sé á ferðinni, því bilanirnar geti vart átt sér eðlilegar orsakir. Sem dæmi um bilanir má nefna að eldur varð laus í stórri gröfu, drifhjól brotnaði. vökvatjakkur brotnaði í annarri gröfu og borkróna spændist upp n'iun hraðar en eðlilegt getur talist. Einnig má nefna að starfsmaður á vélaverkstæði á Kópaskeri. sem var að gera við hluti sem tilhevrðu hafnarframkvæmdunuip. missteig sig með þeim afleiðingum að hann gat ekki gengið. Heimildarmaður Dags sagði að sjálfsagt hefðu nienn ekki gætt þess að semja við huldu- fólkið eins og gert var á Akurevri og frægt varð. Það er annars af hafnarfram- kvæmdunum að frétta að menn gera sér vonir um að þeim Ijúki innan tíðar þrátt fvrir hugsanlega afskiptasemi ósýnilegra vera. f upphafi var garðurinn jafnaður og síðan hefur grjóti verið ekið í hann. ..Miðað við það hvernig nú er að verki staðið tel ég að garðurinn muni endast betur en sá gamli" sagði heimildarmaðurinn að lok- um. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180 K»4ak FILMUhÚSIB AKUREVRf

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.