Dagur - 13.08.1981, Side 8
MQNROE i
MONRO-MATIC ®
SHOCK ABSORBER
HÖGGDEYFAR
í FLESTA BÍLA
mEH
mmmmmmmmmmmmmmmmmmi
3700 farþegar
með í júlí
- íbúar í Hrísey um 300 að tölu
í síðasta mánuði flutti Hrís-
eyjarferjan 3.700 farþega. Sé
það haft í huga að íbúar hér
eru aðeins um 300 má af því
ráða að ferðamenn leggja
leið sína hingað í miklum
mæli. Þetta eru bæði ein-
staklingar og hópar sem
hingað koma.
Þjónusta fyrir þetta fólk er ekki
mikií. í ferjunni geta þeir keypt gos
og þ.h. og að sjálfsögðu í verslun
kaupfélagsins ef þeir koma hingað.
á verslunartíma. Á kvöldin og um
helgar er hér opin sjoppa, sem er í
eigu Guðlaugs Jóhannessonar.
Þetta er fyrsta sumarið sem sú
verslun er starfrækt. Það eru farnir
að heyrast um það raddir að það
þyrfti að fara að koma á fót tjald-
stæði, svo fólk eigi hægara með að
gista hér yfir nótt.
Það sem af er árinu er kominn
mikill afli á land. Þetta er mun
meira en í fyrra sem þó var metár.
Mikill hluti aflans hefur verið
unnin í skreið og hefur verkun afl-
ans tekist vel.
- Fréttaritari.
Hitaveitulögnin milli
Botns og Syðra-Laugalands
Barð h.f. tekur
verkið að sér
Fyrir skömmu voru opnuð tilboð
í hitaveitulögn milli Botns og
Syðra-Laugalands. Tvö tilboð
bárust — frá Norðurverki og
Gunnari Birgissyni annarsvegar
og hinsvegar frá Barði h.f. Á
fundi stjórnar H.A. var ákveðið
að ganga að tilboði Barðs h.f.
Kostnaðaráætlun hönnuða
hljóðaði upp á 790.475, en Barð var
tilbúið að vinna verkið fyrir
647.425 og Norðurverk og Gunnar
Birgisson fyrir 875.770.
Vegagerð ríkisins sér um lagn-
ingu vegar og brúarstæði, en Barð
1 h.f. á að hafa lokið tengingunni
þann 1. október. Von var á starfs-
mönnum Barðs h.f. norður í dag, en
þeirra bíður í upphafi mikil gröfu-
vinna.
f síðustu viku lagði
Ijósmyndari Dags leið
sfna út í Ólafsfjörð og
hitti þá á förnum vegi
þetta glaðlega fólk.
„Það er fínt að búa
hér,“ sagði annar pilt-
anna á bryggjunni, en
hópurinn sem situr á
girðingunni fékkst ekki
til að segja orð. Ljósm.
á.þ.
Fá Siglfirðingar „1000
tunna síldarbrennu“?
„Náttúruvemdarráð bannar að
við gröfum tunnurnar, a.m.k. í
landi Siglufjarðar og
Siglingamálastofnun bannar
að við sökkvum þeim í sæ nema
dýpi sé meira en 2000 metrar,“
sagði Pálmi Vilhjálmsson, for-
stjóri Siglósíldar er DAGUR
ræddi við hann.
Síðastliðinn sunnudag skrifuðu
Hríseyingar undir verksamning
við Stuðlafell h.f. á Akureyri um
byggingu átta verkamannabú-
staða. Stuðlafell h.f. framleiðir
einingahús úr steinsteypu.
Hafist verður handa við gerð
húsanna í sumar og þau afhent
næsta sumar. Mikil eftirspurn er
Tilefnið var að sjálfsögðu að
forvitnast um afdrif þeirra 1000
síldartunna sem við skýrðum frá
á sínum tíma að Siglfirðingarnir
vildu losna við, en þær eru fullar
af dósum sem I er ónýt síld.
„Það er spurning hvað verður
gert við þetta. Ég er þeirrar skoð-
unar að það sé best að grafa þetta.
Það kemur jafnvel til greina að
eftir húsnæði í Hrísey og fá færri
íbúð í eynni en vilja.
Mikil atvinna er í Hrísey og
fyrirsjáanlegur skortur á vinnuafli
þegar skólafólk hverfur á braut í
haust. Reynt verður að bæta úr
skortinum með því að ráða að-
komufólk en þá mun aftur skorta
húsnæði handa því. - Fréttaritari.
gera veglegan bálköst, hella væn-
um skammti af olíu á, því þá
myndi þetta loga allt upp. Síldin
er I þurrum tunnum og í dósum,
og logar glatt held ég.“
— Hvernig væri að geyma
þetta þar til á gamlárskvöld?
„Já. Það gæti orðið niðurstað-
ÞJÓNUSTU-
MIÐSTÖÐ
Á GRENIVÍK
Grcnivík 11. ágúst
Hafnar eru framkvæmdir við
þjónustumiðstöð á Grenivík á
vegum kaupfélagsins. Jarðvegs-
skiptum er lokið og ákveðið er
að gera húsið fokhelt í ár.
Þetta er tæplega 500 fermetra
bygging á einni hæð. í henni verður
m.a. vísir að veitingaaðstöðu,
bensínsala og að sjálfsögðu verslun
með matvöru og fleira. Hér hefur
ekki verið áður veitingasala og
þessi nýja þjónustumiðstöð mun
koma sér vel fyrir íbúa á Grenivík
og nágrenni.
Nú eru hér 5 til 6 íbúðarhús í
byggingu og verið er að ganga frá
lóð umhverfis nýja skólann.
Kennsla hefst i honum í haust. Á
vegum frystihússins er verið að
byggja verbúð. Einnig er unnið við
frágang á þilinu sem rekið var
niður í fyrra. - P.A.
% Til blaðburð-
arbarna
Dagur mlnnir á að keppnin er
í fullum gangi. Það skiptlr
miklu máli að allir standi sig.
Innheimta áskriftargjalda er
hafin og sum blaðburðar-
börnfn hafa þegar lokið að
rukka. Þau sem eru eftir eru
hvött til að hraða sér og
áskrifendur Dags eru beðnir
um að taka börnunum vei
þegar þau koma til að rukka.
% Samband
manns
og hests
Umfjöllun um hestamót og
hestamennsku almennt er oft
á tíðum ákaflega skemmtlegt
lestrarefni, enda skrifað af
hressu og skemmtilegu fólki
sem hefur brennandi áhuga á
viðfangsefninu. En grein
blaðamanns Dagblaðsins á
dögunum þar sem fjallað er
um heimsókn til hestamanna
í Víðidal við Reykjavík er þó
með sérkennilegustu lesn-
ingum sem maður hefur náð í
um hesta og hestamenn í
langan tíma. Greinin, sem er
eftir unga konu, hefst þannig:
„Hvaða tilfinning er betri
en að hafa hann milli fóta sér
og finna fjörtök stinn? Hlýr
andvari streymir milli okkar
og traustið er gagnkvæmt.
Við tölum ekki sama mál, en
samt skiljum við hvort annað.
Við þurfum ekki að setja til-
finningar í orð. í þögninni
lesum við hugsanir hvor
annars. Ég elska þig besti
vinur minn, hugsuninni skýt-
ur fram. Hann finnur það og
strýkur fallega höfðinu sínu
við mig, hnusar og nartar
ofurvarlega í fótleggi mína.
Svo leggjum við af stað og
hann er tilbúinn að bera mig
yfir fjöll og firnindi....
0 Keðjubréf
f morgun þegar unnið var við
uppsetningu á Degi sagði
einn starfsmanna P.O.B. að
honum hefðu borist þrjú
keðjubréf. Hann sagði að
þetta hefðu veri leiðinlegar
sendingar og hvatti fólk til að
henda öllum slíkum bréfum.
Síðast en ekki síst að senda
aidrei keðjubréf.
% Duglegir
fjósamenn
Þau tíðindi bárust Degi úr
Hrísey að starfsmenn einan-
grunarstöðvarinnar hefðu
hafið slátt fyrir nokkru og
voru víst með þeim fyrstu í
Eyjafirði. Þeir hafa á umliðn-
um árum tekið gömul tún til
ræktunar, rifið gamlar girð-
ingar og sameinað túnin.
Heimildarm. Dags sagði að
nú væri kominn skemmtileg-
ur svipur umhverfis þorpið —
iðagræn tún blasa við ferða-
mönnum sem koma til eyj-
unnar með ferjunni.
Stuðlafell byggir
átta einingahús