Dagur - 25.08.1981, Page 8
Neyðarskýli S.V.F.I.:
Sumir setjast
að í skýlunum
„Umgengni í neyðarskýlum
Slysavarnarfélagsins viðsvegar
um landið er ákaflega misjöfn.
Ég get nefnt sem dæmi að í
Sesseljubúð á öxnadalsheiði er
mjög mikið um að fólk gisti á
ferðalagi sínu, og umgengni þar
hefur verið sérstaklega góð. En
því miður er þetta upp og ofan“
sagði Hannes Hafstein fram-
kvæmdastjóri Slysavarnarfélags
fslands er Dagur ræddi við hann
um þessi mál.
„Það hefur verið ákaflega mikið
um það í sumar að fólk sem ferðast
gangandi um landið hefur sest upp
í okkar skýlum. Þau standa opin og
fólk fer þarna inn og sumir setjast
jafnvel að“.
Dagur skýrði frá því fyrir helgina
að á hverju ári yrði ganganmanna-
kofi á Öxarfjarðarheiði fyrir árás
skemmdarvarga sem rifu þar allt og
tættu. Við spurðum Hannes hvort
neyðarskýli Slysavarnarfélagsins
fengju sömu útreið.
„Nei, yfirleitt er það ekki og
heyrir sem betur fer til undantekn-
inga ef slíkt kemur fyrir. Það sem
við finnum aðallega athugavert, er
ef fólk gengur illa um þessi skýli.
Við ömumst ekki beinlínis við því
þótt fólk hafi þarna gistingu ef það
gengur vel um, þótt auðvitað séu
skýlin ekki ætluð til þess að hýsa
ferðafólk nema það sé í nauðum".
— Hannes tjáði DEGI að í
mörgum sjúkraskýlanna væru
neyðartalstöðvaEvÞær fengju að
vera í friði en annar útbúnaður, s.s.
matur, svefnpokar og teppi, væri
fjarlægður á sumrin af eftirlits-
mönnum skýlanna.
„Hjalladeilan"
er úr sögunni
í bréfi sem Útgerðarfélag Akur-
eyringa h.f. ritaði bæjarráði á
dögunum, samþykkti félagið að
taka til notkunar bráðabirgða-
svæði fyrir skreiðarhjalla á
klapparholtinu vestan Krossa-
nesverksmiðjunnar, ef unnt sé
að stækka það svæði vestur fyrir
núverandi girðingu.
Bæjarráð hefur samþykkt að
Ú.A. verði leigt á bráðabirgðaleigu
til 3ja ára, svæði undir skreiðar-
hjalla eftir nánari útmælingu lóð-
arskrárritara og bæjarverkfræð-
ings, og þeim falið að gera samning
þar um er verði lagður fyrir bæjar-
ráð til staðfestingar.
Upphaf þessa máls má rekja til
þess að Ú.A. var með skreiðarhjalla
rétt við íbúðarhús við Lyngholt,
norðan Glerár. Hafa staðið yfir
langvarandi deildur á milli íbúa
húsanna sem heimtuðu hjallana
burt og Ú.A. sem kvaðst ekki fara
með hjallana fyrr en annar staður
fyrir þá væri fenginn. Virðist nú
sem mál þetta sé úr sögunni og er
það vel.
Nýr flugvöllur
á Kópaskeri
Að undanförnu hafa staðið yfir
framkvæmdir við nýja flugbraut
á Kópaskeri, og er áætlað að
hún verði tekin í notkun að ein-
hverju leiti næsta sumar.
Sá hluti flugbrautarinnar sem nú
er unnið að er 700 metra langur, en
alis verður brautin sem liggur
norður-suður um 1200 metra löng
fullgerð. Þá er einnig ætlunin að
gera _aðra braut sem mun liggja
norðvestur-suðaustur.
Þessar framkvæmdir munu auka
mjög á öryggi Kópaskersbúa í
samgöngumálum. Þar hefur að vtsu
verið flugbraut áður, en hún var
uppundir fjallshlíð og því varasöm
og aðflug erfitt.
,Nýi flugvöllurinn er um 400-500
metra frá sjó, og þegar ýtumenn
voru þar að störfum komu þeir
niður á hvalbein. Þau molnuðu þó
við snertingu, en þetta sýnir að
þarna hafa einhverntíma verið
mörk lands og sjávar.
Gamli barnaskólinn. Glíiggt má sjá hvernig rúður hússins hafa verið mölbrotnar. Mynd: á.þ.
iði barnaskólinn
Omurlegt ástand
Húsið opið og hætta talin á að kviknað getí í því
Útlit gamla barnaskólans við
Hafnarstræti er vægast sagt
ömurlegt, en þar hafa skemmd-
arvargar látið hendur standa
fram úr ermum og nú er þar fátt
heillegt að sjá innan dyra. Hins
vegar er talið að ástand hússins
sé ekki eins slæmt og útlitið
gefur til kynna og er bæjarstjórn
búin að ákveða að láta gera við
húsið. Húsameistari Akureyrar,
Ágúst Berg, vinnur nú að kostn-
aðaráætlun sem síðar verður
lögð fyrir bæjarstjórn.
Sigurður Óli Brynjólfsson,
bæjarráðsmaður, sagði að komið
hefði til tals að í húsinu yrði ein-
hverskonar félagsaðstaða og einnig
hefur verið rætt um að þar yrði
komið fyrir myndlistarskóla.
Ákvarðanir um framtíðarnot af
húsinu verða teknar í haust.
Skemmdarvargar hafa brotið
næstum því hverja einustu rúðu í
húsinu og snyrtitæki eru flest í
molum. Á veggi hefur verið skrifað
með málningu úr úðunarbrúsum
og eldavélum velt um koll.
„Ég þori ekki lengur að ganga
eftir gangstéttinni fyrir framan
húsið“, sagði kona nokkur sem
vegna vinnu sinnar fer gangandi
eftir Hafnarstrætinu á hverjum
degi. „Ég er hrædd um að glerbrot
úr gluggunum falli niður á stétt, en
það hefur komið fyrir“.
Það er auðvelt fyrir hvern sem er
að komast inn í húsið, því rúður í
útihurðum hafa verið brotnar. Að
sögn slökkviliðsmanns, sem rætt
var við, ber brýna nauðsyn til að
loka húsinu sem fyrst því hætta er á
að leikur með eld í húsinu geti þýtt
það að gamli barnaskólinn brenni
til grunna.
Naglabyssu-
skotum stolið
úm helgina var stolið 150
naglabyssuskotum úr verslunar-
miðstöðinni sem er í byggingu
við Sunnuhlíð. Trúlega hafa
unglingar verið að verki.
Þessi skot geta verið stórhættuleg
í höndum þeirra sem ekki kunna
með þau að fara. Ef unglingar berja
á skotin er eins víst að flísar fari í
augu og valdi stórskaða. Foreldrar
eru hvattir til að kanna hvort börn
þeirra viti um hvar skotin eru
niðurkomin og láti þá lögregluna
vita. Ef sá — eða þeir — sem tók
skotin les þessar línur er hann beð-
in um að skila þeim hið snarasta á
sama stað.
Sjóstangaveiði
Sjóstangaveiðimót Akureyrar
verður haldið laugardaginn 5.
september. Þátttöku ber að lil-
kynna til bifreiðaverkstæðisins
Víkings, sími 21670 og á kvöldin í
síma 23583 fyrir 31. ágúst. Á
myndinni má sjá Sævar Sæmunds-
son með þorsk sem hann fékk á
stöng á sjóstangveiðimóti. Mynd:
PAP.
h
# Míkiðafrusl-
inu er búið að
hreinsa
Fyrir skömmu birti Smátt og
stórt hluta af bókun náttúru-
verndarnefndar, þar sem rætt
var um rusl og sóðaskap víða
um bæinn. Heilbrigðisfulltrúi
kom að máli við Smátt og stórt
og benti á að þegar bókunin
birtist hafí starfsmenn hans
verið búnir að hreinsa mörg af
umræddum svæðum. Bókun
nefndarfnnar var nefnilega
orðin gömul þegar Smáu og
stóru barst hún í hendur.
Starfsmennirnir eru þvf beðnir
afsökunar og þeim þökkuð
góð störf, en það er t.d. þeim
að þakka að búið er að hreinsa
rusl hjá Grænhóli og á
Krossanesklöppum. Það er
líka þeirra verk að bílhræjum
fækkar stöðugt í bæjarlandinu
— og það eru líka þeir sem
eiga sér „leyniport" þar sem
númerslausir bílar eru geymd-
ir. Það fæst ekki uppgeflð hvar
portið er í bæjarlandinu.
% Tvíverknaður?
Eitt sinn átti bæjarbúi leið um
miðbæinn og sá þar sér til
ánægju að verið var að máta
failega „zebrabraut" yfir eina
götuna. „Ja, hér verða ekki
siysin í framtíðinni. Ansi eru
þeir duglegir þessir málara-
meistarar bæjarins", sagðl
þessi bæjarbúl við sjálfan sig
og hugsaði hlýtt til málaranna.
Daginn eftir átti þessl saml
maður aftur leið um sömu
götu. Þá voru þar komnir aðrir
starfsmenn bæjarins og nú
með stærri og viðameiri tæki
en daginn áður. Hér voru á ferð
malbikunarmeistarar og nú
lögðu þeir nokkurra tommu
þykkt malbik yfir götuna og að
sjálfsögðu líka yfir „zebra-
brautina". Það er víst betra að
þær hverfi nýmálaðar undir
malbikið — eða hvað? Það
skal tekið fram að sagan er
gömul, en hún rifjaðist upp
þegar sást til starfsmanna raf-
veitunnar grafa skurð (
Drottningarbrautina.
£ Glæsileg
mannvirki
Um helgina var tekfnn form-
lega í notkun nýr 18 holu golf-
vöjlur á Akureyri. Þetta voru
merk tímamót ( sögu G.A.
Þessi völlur og annar til fyrir
sunnan eru þefr einu sinnar
tegundar á landinu. En það er
líka fleira sem er að gerast í
uppbyggingu íþróttamann-
virkja á Akureyri. f byggingu er
glæsilegasta íþróttahús lands-
ins og hér á Akureyri má finna
sundlaug, íþróttaleikvang, 2
velli ( eigu íþróttafélaganna,
tennisvöil og svo mætti áfram
telja. Sýnir þetta glögglega hve
vel hefur verlð unnið að þess-
um málum á undanförnum ár-
um. En þó ber einn skugga á.
Nú liggja niðrl framkvæmdir
við nýju íþróttahöllina og væri
meira en æskilegt að fá fjár-
magn sem fyrst svo hægt sé að
halda áfram.