Dagur - 27.08.1981, Side 6
Akureyrarkirkja. Messað kl. 11
á sunnudaginn. Ólafur Jóhanns
son stud. theol. prédikar. Sálm-
ar: 23, 164, 189, 317, 355. - P.S.
Möðruvallaklaustursprestakall.
Guðsþjónusta í Glæsibæjar-
kirkju n.k. sunnudag 30. ágúst
kl. 2 e.h. Ólafur Jóhannsson
stud. theol. predikar. - Sóknar-
prestur.
Frá Sjálfsbjörg Akureyri og
nágrenni. Sjálfsbjargarfélagar
frá Norðurlandi og Norðaustur-
landi, Blönduósi til Norðfjarð-
ar, ætla að koma saman að
Bjargi (nýbyggingu félagsins)
dagana 4.-6. sept. Dagskrá
laugardaginn 5. sept. fundur kl.
15. Kvöldvaka kl. 20. Nánari
upplýsingar í síma 21557. Mæt-
um sem flest. - Stjórnin.
Hjálpræðisherinn. N.k. sunnu-
dag kl, 16, útisamkoma á torg-
inu (ef veður leyfir) og kl. 20 30,
almenn samkoma. Kapteinn
Daníel Óskarsson stjórnar og
talar. Allir velkomnir. „Opið
hús“ fyrir börn á fimmtudögum
kl. 17 í Strandgötu 21. Öll börn
velkomin.
Áheit og gjafir. Áheit á Saur-
bæjarkirkju, nafnlaust, kr.
1.000,00. Áheitá Munkaþverár-
klausturskirkju frá T.K. kr.
50,00, frá G.J. kr, 100,00. Gjöf
frá Ingu Kristjánsdóttur til
minmngar um foreldra og dótt-
ur kr. 1.000. Gjöf frá Þuríði og
Baldri til minningar um dóttur
þeirra Sigurbjörgu kr. 2.500,00.
Innilegar þakkir. - Bjartmar
Kristjánsson.
Ágóði af hlutaveltu er Elísabet
Stefánsdóttir, Berglind Elvars-
dóttir, íris Ragna Stefánsdóttir
og Sigríður Elva Einarsdóttir
héldu til styrktar Sjálfsbjörg, kr.
224,00, var afhentur á afgreiðslu
DAGS. Ágóðinn hefur verið af-
hentur réttum eigendum.
Hlutavelta er Hulda Björk Jó-
hannsdóttir, Gunnþóra ingva-
dóttir og Halla Sif Ævarsdóttir
héldu til ágóða fyrir Sjálfsbjörg
kr. 200 hefur nú verið afhent
réttum aðilum.
Hlutavelta er Andri Már Þor-
valdsson, Ellert Jón Þorvalds-
son og Borgar Þór Magnússon
héldu til ágóða fyrir Rauða
kross íslands. alls kr. 170,00,
hefur nú verið afhent réttum
aðila.
Þar sem ég hætti
störfum hjá Kaupfélagi Verkamanna um næstu
mánaöamót vil ég nota tækifærið og pakka öllum
mínum viðskiptavinum góð samskipti á liðnum
árum.
Haraldur Helgason.
Borgarbíó er nú að ljúka sýningum
á myndinni Táningur í einkatíma og
fer því hver að verða síðastur að sjá
þá mynd. Næstu myndir verða
Fantabrögð með Nick Nolte í aðal-
hlutverki. Myndin fjallar um knatt-
spyrnuhetju í amerísku knattspyrn-
unni og hvað tekur við er atvinnu-
mannsferlinum lýkur.
Einnig er
bíóið að hefja sýningar á myndinni
í kröppum leik með JamesColburn
og Omar Sharif í aðalhlutverkum.
Myndin fjallar um Nick Casey, sem
er mjög fær billiardleikari, og Billy
Joe sem ferðast um saman og keppa
í billiard.
Nýja bíó hefur sýningarí kvöld kl. 9
á myndinni Vitnið með William
Hurt. Sigourney Weaver, Christop-
her Plummer og James Woods í
aðalhlutverkum. Mynd þessi er
mjög spennandi og mjög í Hitch-
cockstíl. Daryll Deever er húsvörð-
ur í stórri skrifstofubyggingu og
þarf því oft að vinna frameftir.
Hann er mikill aðdáandi Tony
Sokolow, sem er sjónvarpsfrétta-
maður. Dag nokkurn kemur Daryll
að manni myrtum. Böndin berast
fljótt að kunningja hans, en ekki er
allt sem sýnist. Myndin er bönnuð
börnum inn 16 ára aldurs.
Nýkominn
reyktur lundi
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi
Kjörbúð KEA Kaupangi
Akureyrarmótið í knattspyrnu:
Áhuginn í lágmarki
Það var ekki merkjleg knatt-
spyrna sem 550 áhorfendur
fengu að sjá á mánudagskvöld-
ið, þegar KA og Þór léku fyrri
leik' sinn í Akureyrarmótinu.
Leikmenn beggja liða virtust
hafa takmarkaðan áhuga á
leiknum, sérstaklega þó leik-
menn KA og baráttan var í
lágmarki. Þegar yfir lauk
höfðu Þórsarar skorað tvö
mörk án svars frá KA, eftir að
staðan hafði verið eitt mark
gegn engu í leikhléi.
Þegar 5 mín. voru til loka fyrri
hálfleiks tóku Þórsarar forystu
með marki Guðjóns Guðmunds-
sonar sem slapp í gegn um vörn
KA og skoraði auðveldlega. Strax
á 2. mín. síðari hálfleiks mistókst
vörn KA að hreinsa frá marki og
Guðmundur Skarphéðinsson
bætti við öðru marki Þórs, með
skoti úr mikilli þvögu leikmanna
á markteig. Fleiri urðu mörkin
ekki í leiknum. Lið Þórs átti eng-
an stjörnuleik að þessu sinni, enda
þurfti þess ekki með. Sigur liðsins
var verðskuldaður og sú litla bar-
átta sem í leiknum var kom frá
þeim. Kristinn markvörður átti
góðan leik ásamt þeim Árna og
Guðjóni. KA-liðið var hörmulega
lélegt í leiknum.
Nokkrir leikmenn voru hvíldir
og fengu því varamenn liðsins að
spreyta sig í leiknum. Áhuginn var
í lágmarki og virtust leikmenn
vera að ljúka af leiðinlegu skildu-
verki. Hins vegar verða þeir að
gera sér ljóst að áhorfendur hafa
borgað sig inn á völlinn ogeiga því
heimtingu á að þeir leggi sig fram.
Hafi KÁ-menn vanmetið Þórsara
fyrir leikinn þá er erfitt að skilja
hvers vegna, því ekki hefur K A átt
miklu gengi að fagna í leikjum
sínum gegn Þór að undanförnu.
Metnaður er einnig mikill meðal
fylgismanna KA og Þórs og þeirra
vegna ættu leikmenn að sjá sóma
sinn í að gera sitt besta. Erlingur
og Ormar voru bestir KA-manna
í leiknum. Dómgæsla Geirs Guð-
steinssonar var í sama gæðaflokki
og knattspyrnan. Mönnum datt
oft í hug, að hann væri að kynna
nýjar reglur í leiknum.
Er nú ekki tímabært að breyta
reglum í þessu móti og láta aðeins
leika einn leik?, í stað tveggja og
jafnvel fleiri því ef liðin vinna sinn
hvorn leikinn þurfa þau að leika í
þriðja sinn. Einn leikur nægir, og
ætti það að skapa meiri stemmn-
ingu en nú er.
HVER
VERÐUR
Umsjon: Þorleifur Ananíasson
Kristján Arngrímsson
Bauta-
mót
fyrir
konur
Bautamótiö í kvennaknatt-
spyrnu verður haldið á Akur-
eyri um næstu helgi, dagana
29. og 30. ágúst. Alls hafa ell-
efu lið tilkynnt þátttöku þar á
meðal lið Breiðabliks, íslands-
meistarar og Bikarmeistarar
1981.
Stefnt er að því að Bautamótið
verði árlegur knattspyrnuvið-
burður í bænum.
Eins og nafnið gefur til kynna
hefur Bautinn h.f. gefið vegleg
verðlaun til keppninnar auk þess
að bjóða sigurvegurum til veg-
legrar matarveislu að því loknu.
Keppt verður um farandbikar
sem það lið hlýtur til eignar er
vinnur mót þetta þrjú ár í röð eða
fimm sinnum alls.
K.R.A. er framkvæmdaaðili
mótsins í samvinnu við K.S.Í. og
hvetjum við alla sem áhuga hafa
á knattspyrnu að sjá öll bestu lið
landsins í ört vaxandi kvenna-
knattspyrnu.
Knattspyrnuráð Akureyrar.
-
MEIST-
ARI?
... nei, Kári minn, þú ferð ekki framhjá mér svo auðveldelga... - Þorsteinn Frið-
þjófsson gamli varnarmaðurinn úr Val ætlar svo sannarlega að stöðva Kára
Árnason, en myndirnar eru úr leik ÍBA liðsins gamla og „Stjörnuliðs“ Hemma
Gunn s.l. föstudag.
Á morgun, föstudag, kl. 18.30
fer fram síðari leikurinn milli
KA og Þórs í Akureyrarmót-
inu í knattspyrnu. Þórsarar
sigruðu í fyrri leiknum og
nægir því jafntefli í þessum leik
til að tryggja sér sigur í mót-
inu. Takist KA hins vegar að
sigra verður að fara fram þriðji
leikurinn til að fá úrslit. Hér
með heitum við á liðin að sýna
góða knattspyrnu og í þeirri
von, að svo verði hvetjum við
fólk til að fjölmenna á völlinn
og hvetja sína menn.
Kári ætlar hinsvegar ekki að láta sig átakalaust, en Þorsteinn lumar á hnéhnykk
og skellir Kára. Ljósmyndir KGA
6 - DAGUR - 27. ágúst 1981