Dagur - 22.09.1981, Page 1

Dagur - 22.09.1981, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. september 1981 72. tölublað -VIÐ ÆTLUÐUM EKKERT AÐ BJARGA HAG IÐUNNAR VIГ - segir deildarstjóri í Dómsmálaráðuneytinu en ráðuneytið hefur pantað 500 pör af „sérhæfðumc< iögregluskóm frá Þýskalandi Að undanförnu hefur farið fram „fótamæiing“ allra starfandi lögregluþjóna landsins, og mun ástæðan vera sú að Dómsmála- ráðuneytið ætlar að vera svo rausnarlegt að gefa þeim eitt par af skóm hverjum og einum. Um það er sjálfsagt ekkert nema gott eitt að segja, en óneitan- lega hlýtur það að vekja athygli, þegar eitt af ráðuneytunum sýn- ir hug sinn til íslensks iðnaðar i verki með því að panta þessa skó erlendis frá á sama tíma og eina skógerð landsins, Iðunn á Akur- eyri, berst í bökkum og vantar stuðning og verkefni. Eins og fram kemur í viðtali við Baldur Möller ráðuneytisstjóra í Dómsmálaráðuneytinu hér á síð- unni vissi hann ekkert um málið er DAGUR hafði samband við hann, en vísaði á deildarstjórann Hjalta Zóphóníasson. Við slógum því á þráðinn til hans. Hjalti vitnaði fyrst í „fatareglu- gerð“ sem hann sagði að ráðuneyt- ið hefði sett, en viðurkenndi síðan að þar væru engin ákvæði um að ráðuneytið ætti að leggja lögreglu- mönnum til skó. „Það kom í ljós þegar við vorum búnir að ákveða hvað mikið ætti að úthluta af fatn- aði, að það hafði eitthvað minnkað frá því sem áður var, svo við ákváðum að bæta þeim þetta upp og í tilraunaskini úthlutum við öll- um lögreglumönnum nú einu pari af skóm í ár.“ — Hvað eru þeir margir? „Það eru rétt rúmlega fimm hundruð pör. Við ætluðum ekkert að bjarga hag Iðunnar við með því að fara að semja við þá,“ sagði deildarstjórinn að fyrra bragði án þess að Iðunn hefði verið nefnd á nafn. — Hvers vegna ekki? „Það voru ýmsar ástæður sem ollu því að það var samið við til- tekinn skókaupmann í Reykjavík. Síðan er ætlunin, ef þetta verður að fastri reglu að hafa útboð.“ — En hvers vegna segir þú að þið hafið ekki séð ástœðu til að leita til Iðunnar? „Ég sagði það nú bara að gamni mínu því það hefði nú sennilega litlu bjargað fyrir Iðunn að fram- leiða þessi 500 pör af skóm.“ — En þarna sýnir ráðuneytið fordœmi. A sama tíma og erfiðleik 'ltr eru i þessum iðnaði hér heima leitið þið með þetta verkefni til útlanda, ekki rétt? „Það er nú auðvitað út af því að þar hafa þeir smíðað sérstaka lög- regluskó um langan aldur í ýmsum löndum, þetta eru sérhœfðir skór. “ — Veist þú eitthvað um kostnað- inn við þessa skósmiði? „Ætli parið sé ekki á milli 300-400 krónur, ég gæti trúað því.“ Hjalti spurði blm. Dags hvort hann hefði ekki áhuga á því að fá fatareglugerðina umræddu, en við tjáðum honum að áhugi okkar varðandi þetta mál væri aðallega tilkominn sökum þess að ráðu- neytið hundsaði algjörlega skógerð Iðunnar, en leitaði til Þýskalands til að fá skóna smíðaða. „Við héldum bara að Iðunn væri að leggja upp laupana á sínum tíma þegar þetta mál var í gangi í vor. Það hefði bara getað tafið málið. •En það kom til skoðunar, mikil skelfing, því við viljum stuðla að innlendum iðnaði.“ NÝ VERÐ- KÖNNUN N.A.N. í verðkönnun sem N.A.N., Neytendasamtökin á Akureyri og í nágrenni, gerðu 15. og 16. september s.l. kemur fram, þeg- ar borið er saman verð á algjör- lega sambærilegum vörum í stórmörkuðunum tveimur á Ak- ureyri, þ.e. Hrísalundi og Hag- kaupi, að samanlagt verð þess- ara vara var röskiega 2,2% hærra í Hagkaupi en í Hrísalundi. Könnunin náði til 26 vöruflokka og voru 16 algjörlega sambærilegir hvað varðar tegund og stærð pakkningar í vörumörkuðunum báðum. Heildarverðið var 241,25 kr í Hrísalundi og 246,65 kr í Hagkaupi. Verðkönnunin er birt í opnu blaðsins í dag, en þar er borið saman verð í 6 verslunum á Akur- eyri og einni á Svalbarðseyri. Þess- ar verslanir eru Hrísalundur, Kaupangur, Garðshorn, Hagkaup, KEA í Glerárhverfi, Hafnarbúðin og K.S.Þ. á Svalbarðseyri. Þrír teknir ölvaðir Um síðustu helgi voru þri'r öku- menn stöðvaðir og fluttir í blóð- rannsókn þar sem grunur lék á að þeir væru ölvaðir. Um helgina voru framin tvö innbrot á Akur- eyri. Brotist var inn í Borgarsöl- una við Hafnarstræti og í sjoppu í gamla Þórshamri á Gleráreyrum. Litlu varstolið. Akureyrarkirkja var full út að dyrum, þegar séra Pétur Sigurgeirsson kvaddi söfnuð sinn á sunnudaginn. Einnig kvaddi hann söfnuð sinn í Lögmannshlíðarsókn og að því loknu var haldið fjölmennt kveðjuhóf i Sjálfstæðishúsinu fyrir séra Pétur og frú Sólveigu Ásgeirsdóttur. Var það haldið á vegum þeirra sem starfa að málefnum kirkjunnar í sóknunum báðum. Ljósm. H.Sv. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri: „Óskóaður í málinu!“ „Ég ætti sennilega að gefa þér samband við Hjalta, ég er alveg óskóaður í þessu máli“ sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri í Dómsmálaráðuneytinu er Dagur ræddi við hann um skókaup ráðu- neytisins. — Þú kannast þá ekkert við málið? „Nei en hann Hjalti Zóphóní- asson myndi gera það ef að þetta væru einhverjir skór en ekki alveg sólalaust allt saman. Eru þetta einhverjir cmbættisskór sem mál- ið snýst um?“ sagði ráðunevtis- stjórinn. Richard Þórólfsson, framkvæmdastjóri: „Ekki leitað tii okkar“ „Það hefur ekkert verið leitað til okkar varðandi þetta svo mér sé kunnugt, ég hlyti að hafa ein- hverja vitneskju um það ef svo hefði verið“ sagði Richard Þórólfsson framkvæmdastjóri hjá skógerð Iðunnar er við höfðum samband við hann. „Að sjálfsögðu hefði það komið sér vel fyrir okkur að fá þetta verkefni“ sagði Richard. „Við hefðum eflaust viljað leggja fram tilboð í að fá að vinna þetta verk.“ Mikill skortur á fólki á Dalvík Mikill skortur er nú á fólki til ým- issa starfa á Dalvík. Fólk vantar í fiskvinnslu, til verslunarstarfa og í minkabú svo eitthvað sé nefnt. Rætt hefur verið um að fá útlendinga í fyrsta sinn I verulegum mæli til Dalvlkur í fiskvinnu. Húsnæðis- skortur er á Dalvík, en forráðamenn í atvinnulífi á staðnum eru m.a. að athuga hvort hægt sé að fá herbergi fyrir fók I heimavist gagnfræða- skólans. Þar er hægur vandi að koma fyrir 20 manns í 10 herbergj- um sem öll eru við einn og sama ganginn. Jafn mörg herbergi eru við annan gang, en þar búa skólanemendur. Aðalsteinn Gottskálksson, fréttaritari Dags á Dalvík, sagði að innan fárra daga yrði Ijóst hvort herbergin fengjust. „Mennelkan er mikil og á flestum sviðum atvinnu- lífsins. Ástæðan er fyrst og fermst sú að uppbygging atvinnufyrir- tækja hefur verið mjög ör og á þetta fyrst og fremst við um fisk- vinnsluna. Hér hafa t.d. bæst við söltunarstöðvar. Um þessar mundir er sláturhúsið að taka til starfa. Að vísu er þessi árstími alltaf slæmur hvað þetta varðar, en skorturinn hefur aldrei verið neitt svipaður þessum. Hvað frystihúsið varðar þá hefur verið rætt um að fá erlendan vinnukraft til starfa — ef úr rætist með húsnæði.“ AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.