Dagur - 01.10.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 01.10.1981, Blaðsíða 8
/ Vilja breyta skipulagi Þórshöfn: Umsóknir helmingi fleiri en íbúðirnar „Umsóknirnar eru helmingi fleiri en íbúðirnar“, sagði Jón Jóhannesson, Þórshöfn, um íbúðir sem hreppurinn er að iáta byggja á staðnum. „Steypuvinn- an er langt komin og ég á von á að íbúðirnar verði fokheldar fyrir jól. Hér er um að ræða 8 íbúðir — 2 parhús og eitt raðhús með 4 íbúðum. Það er ekki búið að úthluta íbúðunum, en það verður gert einhvern daginn.“ Það er með Þórshöfn eins og svo mörg kauptún hér á landi að hús- næðisskortur er tilfinnaniegur og stendur jafnvel þróun þorpanna fyrir þrifum. Jón sagði að ætlunin væri að halda áfram á sömu braut og að hreppurinn myndi eflaust hefja byggingu jafn margra íbúða næsta ár. Fyrr í vikunni steyptu starfs- menn Akureyrarbæjar kantstein niður eftir sunnanverðri Tryggvabraut. Um leið var iok- að fyrir innkeyrslu að bensín- stöð ESSO, sem stendur milii Tryggvabrautar og Furuvalla. Var til þess ætiast af bæjaryfir- völdum að viðskiptavinir kæmu eingöngu frá Furuvöllum, enda er það í samræmi við skipulag Akureyrarbæjar. ' Eigendur bensínsölunnar voru ekki alls- kostar ánægðir með hindrunina og bentu m.a. á að sala á bensíni, olíuvörum og sælgæti hefði stórminnkað strax eftir iokun- ina. í gær var fundur með eig- endunum og þeim Helga M. Bergs, bæjarstjóra, Stefáni Stefánssyni bæjarverkfræðingi og Sigurði Jóhannessyni, for- seta bæjarstjómar. Vilhelm Ágústsson, einn eig- endanna, sagði að þessir þrír hefðu viljað leysa mál bensínsölunnar á friðsamlegan hátt og á fundinum var samþykkt^ð eigendur viðkom- andi húsa við Tryggvabraut skrifi bæjaryfirvöldum og óski þess að skipulagi verði breytt, þannig að innkeyrslan verði opnuð og e.t.v. gerð sérstök gata við suðurhlið Tryggvabrautar hjá verslunum sem þar eru, eins og er við Glerárgötu. Vilhelm vildi engu um það spá hvort innkeyrsla að bensínsölunni, frá Tryggvabraut yrði leyfð á nýjan leik þrátt fyrir jákvæðar undirtekt- ir, enda væri við marga að eiga í því máli. Sú ákvörðun bæjaryfirvalda að loka innkeyrslunni og steypa kant- stein niður Tryggvabraut báðum megin á sér langan aðdraganda. Finnur Birgisson, skipulagsstjóri, sagði að fyrst hefði verið gerð um það samþykkt árið 1966 að loka innkeyrslunni og steypa kantstein. Húseigendur við Tryggvabraut vissu því að hverju stefndi. Hús- næði við götuna var ætlað fyrir léttan iðnað, en ekki fyrir verslanir. Að mati umferðarnefndar hafa verslanir sem snúa að Tryggva- braut tafið fyrir umferð og nú er t.d. búið að gera teikningar að nýju einlyftu húsi sunnan við verslunina Vörubæ og í framtíðinni verður gengið inn í þá verslun frá Furu- völlum. Mývatnssveit: Ekkert útvarp eða sjón- varp á þremur bæjum Svona leit innkeyrslan út sl. þriðjudag. Figendtir Inisa við Tryggvahraiit munu nú hafa hug á að sannfæra hæjaryfirvöld uiii nauðsyn þess að hreyta skipu- iaginu við Tryggvahraut. —■ spenna menn beltin ■i^hbb u^EnnAR æa SPENNIÐ BELTIN í dag, fimmtudag, verða mikils- verðar breytingar á umferðar- lögunum. Þá verður öllum, sem sitja í framsæti bifreiðar, sem búin er öryggisbeltum, gert að skyldu að nota öryggisbelti. Hins vegar er ekki skylt að nota öryggisbelti í leigubifreiðum til mannflutninga. Vanræksla á notkun öryggisbelta leiðir ekki til lækkunar eða niðurfellingar fébóta, og ekki verður refsað fyrir brot gegn lögunum fyrr en lokið er þeirri heildarendur- skoðun á umferðarlögum, sem nú stendur yfir. Nú er heimilt að aka reiðhjóli og leiða reiðhjól á gangstígum og gangstéttum, ef það er ekki til hættu eða óþæginda yfrir aðra vegfarendur. Hjólreiða- menn, sem fara eftir gangstíg- um eða gangstéttum, skulu ævinlega víkja og hliðra til fyrir gangandi vegfarendum. Ekki er veitt heimild til að aka vélhjól- um á gangstéttum eða gang- stígum. „Mér finnst það svolítið hlálegt þegar menn eru að tala um að senda útvarpsefni út ( sterio, þá fyrirfinnast enn bæir sem tæpast geta hlustað á útvarpið í dag vegna truflana og enn síður á sjónvarpið,“ sagði Ingólfur Jónasson, Helluvaði, í Mý- vatnssveit í samtali við Dag. I þessu sambandi nefndi Ingólfur þrjá bæi í Mývatnssveit, en á þeim er hálfur tugur sjónvarps- tækja enda er tvíbýli á sumum bæjunum. „Ég verð að slökkva á útvarpinu á kvöldin því að það heyrist ekkert í því. Fram til þessa hefur verið hægt að hlusta á útvarpið á miðbylgju, en nú er það búið að vera. Hlust- unarskilyrði hafa verið svona alla tíð og ekkert verið gert og erum við þó búnir að ræða við alla hugsan- lega aðila. Helluvað, Gautlönd og Baldursheimur standa undir brekku, sem gerir það að verkum að móttökuskilyrði eru eins slæm og raun ber vitni, en annarsstaðar í Mývatnssveit er ekki hægt að segja sömu sögu en í Laxárdal er sum- staðar ekkert sjónvarp." „Ég þarf ekki að greiða neitt fyrir sjónvarpið enda finnst enginn geisli á Helluvaði. Sumir verða að greiða hálft gjald þar sem finnst einhver ræfill af honum, en frekar vildum við greiða fullt gjald og sjá og heyra í þessum ríkisfjölmiðlum. En þó að innheimtustjórinn sé búinn að fali- ast á að við greiðum annað hvort hálft eða ekkert gjald fyrir sjón- varpið, á þessum þremur bæjum, er tölvan ekki alveg á sama máli. Hún sendir okkur reglulega reikninga og mun e.t.v. halda áfram að gera það — hver veit.“ SKAGASTRÖND: Frystitogarinn kemur væntanlega um áramót Vonir standa til að hinn nýi frystitogari Skagstrendinga verði tilbúinn um áramót. Hann er sem kunnugt er smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri. Verk- ið hefur tafist nokkuð vegna breytinga sem gerðar hafa verið. Aflinn verður unninn um borð í þessum nýja togara, en þar verða flökunar- og frystivélar. Auk þess verður fiskurinn pakkaður um borð og verður hann því tilbúinn til út- flutnings. Talið er að fiskurinn eigi að geta verið mjög góður, þegar hann er frystur alveg glænýr, eins og gert verður um borð í nýja tog- aranum. Sem kunnugt er gengur útgerð nýrra togara mjög erfiðlega, vegna mikils fjármagnskostnaðar, en á Skagaströnd reikna menn með að vinnsla aflansUm borð sé nær eina leiðin til að losna við stórfellt tap, þar sem aflaverðmætið verður mun meira. Nokkru fleiri áhafnarmeð- limir verða á nýja skipinu en á hefðbundnum skuttogurum. Einn togari er nú gerður út frá Skagaströnd, Arnar HU, og sér hann frystihúsinu Hólanesi fyrir hráefni. Útgerðarfélag Skagstrend- inga á Arnar og nýja skipið. Skuttogarinn Arnar við bryggju á Skagaströnd. Ljósm. H.Sv. £ Tvömerk málefni Nú er unnlð við frágang end- urhæfingarstöðvar Sjálfs- bjargar í Glerárhverfi og mun starfsemln flytja þangað í dag. Framkvæmd sem þessi er fjár- frek og því er ætlunin að efna til „áheitakeppni“ þann 10. október. Um framkvæmd keppninnar má sjá í síðasta blaði. Þarna er á ferðinni fjár- söfnun sem óhætt er að hvetja Norðlendinga alla til að taka þátt í. Um helgina verður önnur fjársöfnun, en þá mun verða gengið í hús á Akureyri og safnað til Systrasels. Það ætti að vera óþarft að rekja hve brýnt það er að koma upp hjúkrunarheimili fyrir aldraða, en fyrir þá sem vilia kynna sér málefnið betur, er bent á grein Erlings Davíðssonar í opnu blaðsins í dag. £ Óvístmeð framtíð Norðlenskrar tryggingar í Vísi í gær segir Erlendur Lár- usson, forstöðum. Trygginga- eftirlits ríklsins að Norðlensk trygglng hafi ekki selt eigin tryggingar síðan 15. júlí (sum- ar, enda hafi félagið ekki full- nægt þeirri skyldu að auka hlutafé upp í þau 650 þúsund, sem krafist er nú að standi á bak við lágmarksgjaldþol tryggingafélaga. Haft var eftír Halldóri Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Norðlenskrar tryggingar, að allt værl óráðið ( málum fyrirtækisins og ekki var annað hægt að skilja á fréttinni en að það væri allt eins Kklegt að umrætt fyrirtæki hætti starfsemi sinni. 0 Stal girðíngar- neti Það var ekki alls fyrir löngu að starfsmenn kirkjugarðanna fóru með 100 metra rúllu af girðingarefni út í Lögmanns- hlíð, en ætlunin var að nota vírnetið utan um kirkjugarðinn. Áður en tókst að negla netið á staurana kom elnhver flngra- langur og greip með sér rúll- una. Það er Ijótt að segja það, en nú á kirkjugarðsvörðurinn sér ekki heitari ósk en þá að vírnetsþjófurinn berjl oft á puttana á sér þegar hann fer að girða með stolnu rúllunni. • Hálka á vegum Norðlendingar fengu sinn skammt af hálku í gær. Víða á Akureyri mátti sjá vanbúna fjórhjólaða fararskjóta. En eins og venjulega pössuðu allir sig í hálkunni og fyrir hádegi í gær varð aðeins einn árekstur. Að sögn lögreglunnar má búast við næstu „árekstraöldu" þeg- ar færi verður gott og menn hætta að gá að séi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.