Dagur - 01.10.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 01.10.1981, Blaðsíða 6
BRIDGE Akureyrarprestakall: Veitið þvi athygli að vetrarstarfið er að hefjast. Næsta sunnudag hefst sunnudagaskólinn í Akureyrar- kirkju kl. 11 f.h. Öll börn eru hjartanlega velkomin og finna vonandi margt sem verður holt veganesti í lífinu. Kvenfélag Akureyrarkirkju mun einnig n.k. sunnudag byrja með sitt mánaðarlega kirkjukaffi í kirkjukapellunni. Hafa þær samverustundir notið mikilla vinsælda. Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju, Kvenfélag Akur- eyrarkirkju og Bræðrafélag Ak- ureyrarkirkju bjóða nýja félaga velkomna til starfa og verða fundir auglýstir síðar. En sér- staklega er bent á guðsþjónust- urnar í sóknunum. Tökum öll höndum saman um þróttmikið safnaðarstarf. Sóknarnefndir og sóknarprestur. Skrifstofan er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 16-18 að Eiðsvallagötu 6, sími 22506. Neytendasamtökin. Almanakshappdrætti Þroska- hjálpar. Ósóttir vinningar 1981. Janúar 1216 8. febrúar 28410, mars 32491, maí 58305, júlí 71481, ágúst 81798, sept . 96202. Ósóttir vinningar 1980 okt. 7775. Treystu á sigur Guðs. Opinber fyrirlestur í Hvammi, Hafnar- stræti 49 sunnudaginn 1. okt. kl. 14.00. Allir velkomnir. Vottar Jehóva. Sigdór Hallsson, bóndi að Grænuhlíð í Fnjóskadal, verður 75 ára laugardaginn 3. október. Hann verður að heiman á af- mælisdaginn. Vetrarstörf K.F.U.M. og K á Akureyri hefst laugardaginn 3. október með fundum fyrir börn. K.F.U.M. er með fund fyrir drengi 7-12 ára alla laugar- dagsmorgna kl. 10.30 á þrem stöðum: í kristniboðshúsinu Síon í Lundarskóla og í Glerár- skóla þar sem allir drengir á þessum aldri eru velkomnir. K.F.U.K. er með fund fyrir telpur 7-12 ára kl. 10.30 alla laugardagsmorgna í Lundar- skóla og Glerárskóla og í Kristniboðshúsinu Zíon sömu daga kl. 1.30 e.h. þar eru allar stúlkur á þessum aldri velkomnar. Unglingastarf félaganna hefst svo strax eftir helgi í Kristniboðshúsinu Zíon ásamt öðru félagsstarfi. I.O.O.F. 2 — 1622108 Vi St. Georgsgildið fundur verður mánudaginn 5. október kl. 20.30. Hjálparsveitin kemur í heimsókn. Stjórnin. Krakkar! Munið að sunnudaga- skólinn byrjar 4. október kl. 11 f.h. Verið með frá byrjun. Fíla- delfía. Nýja bíó Akureyri sýnir í kvöld og næstu kvöld „Inferno“, óhugnan- lega hryllingsmynd með Irene Miracle og Leight McCloskey í að- alhlutverkum. Ef þú heldur þú hræðist ekki neitt, þá er gott tæki- færi að sanna með því að sjá þessa mynd. Kl. 3 á sunnudag sýnir Nýja bíó bandarísku gamanmyndina „Slunginn Bílasali“ og er hinn óborganlegi Kurt Russel þar í að- alhlutverki. BORGARBÍÓ hefur í kvöld sýningar á íslenskú kvikmyndinni „Morðsögu" og er hér um endur- sýningu að ræða. Þessi mynd var gerð árið 1975 og má því segja að hún hafi verið einskonar „undan- fari“ í þeirri miklu byltingu sem átt hefur sér stað í íslenskri kvik- myndagerð hin síðari ár. Reynir Oddsson er höfundur handrits og leikstjóri, en með helstu hlutverk fara Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Þóra Sig- urþórsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir SIGRÍÐUR KRISTfN ELÍASDÓTTIR Kambsmýrl 8, Akureyri, er andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. sept. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 3. október kl. 13.30. Friðfinnur Árnason, dætur og tengdasynir. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elginmanns míns, föður, tengdaföður og afa HALLGRÍMS VILHJÁLMSSONAR, tryggingafulltrúa, Akureyri. Ásgerður Guðmundsdóttir, Erla J. Hallgrímsdóttlr, Jóhann Karl Sigurðsson, Eifsabet Hallgrfmsdóttir, Óskar Þór Árnason, Sigurður J. Hallgrímsson, Ásta J. Gunnlaugsdóttir, Hallgrfmur Asgeir Hallgrfmsson, Anna Hallgrfmsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Dríta Þorgrímsdóttir og barnabörn. Kári sýnir í Sjafnar- húsinu á Húsavík Kári Sigurðsson listmálari opnar í kvöld kl. 20 málverkasýningu í Sjafnarhúsinu á Húsavík. Á sýningunni eru um 60 verk, unnin með olíukrít, pastel og svartkrít. Sýningin stendur yfir til sunnudagsins 4. október, og er opin daglega frá kl. 14-22. Þetta er 6. sýning Kára. Mánudaginn 5. október n.k. er væntanleg til Akureyrar danski blaðamaðurinn og rithöfundur- inn Grethe Holmen. Hún mun halda fyrirlestur með litskyggnum í sal Amtbókasafnsins og hefst hann kl. 21. Að fyrir- lestrinum loknum verða umræður um stöðu kvenna í Danmörku á okkar tímum og situr Grethe fyrir svörum. Það eru Norræna félagið og Jafnréttishreyfingin á Akureyri sem standa fyrir komu hennar hingað. Fyrirlesturinn er byggður á einni bóka hennar, sem fjallar um konur í listamannastétt. Fyrsta keppni er Thule- tvímenningur Aðalfundur Bridgefélags Akur- eyrar var haldinn í Félagsborg 29. september s.l. og hófst þar með vetrarstarf félagsins. Úr stjórn gengu Þórarinn B. Jóns- son og Páll Jónsson, en stjórnin er nú þannig skipuð: Ólafur Ágústsson, formaður, Júlíus Thorarensen, varaformaður, Soffía Guðmundsdóttir, gjald- keri, Sveinbjörn Jónsson, ritari og Jón Friðriksson, áhalda- vörður. Fyrsta keppni félagsins verður Thule-tvímenningskeppni, en þar er keppt um vegleg verðlaun frá Sana h.f. Spilaðar verða 3 umferð- ir. Væntanlegir keppendur eru beðnir að skrá sig fyrir sunnudags- kvöldið 4. október hjá Sveinbirni Jónssyni í síma 22727 eða hjá Soffíu Guðmundsdóttur í síma 23721. Með því að tilkynna sig tryggja menn sér þátttökurétt í keppninni. Spilað verður sem fyrr í Félagsborg á þriðjudagskvöldum kl. 20 stundvíslega. Öllum er heim- ilt að taka þátt í keppnum Bridge- félags Akureyrar. Fyrirlestur um stöðu kvenna 6 - DAGUR ■ 1. október 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.