Dagur - 08.10.1981, Síða 4

Dagur - 08.10.1981, Síða 4
Utgefandi: UTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm,): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Samfélagsleg úrræði Veturinn er genginn í garð, óvenju snemma að þessu sinni. Á norðan og austanverðu landinu hófust vetrarhörkurnar um síðustu mán- aðamót og þær komu í kjölfar lé- legs sumars og skammvinns og erfiðs hausts. Hverju úrkomu og kuldametinu á fætur öðru hefur verið hnekkt og af skiljanlegum ástæðum hefur þetta afleita veð- urfar komið niður á ýmiskonar starfsemi, einkum þó landbúnað- inum á norðanverðu landinu. Þar var sumarið kartöfluræktendum erfitt og uppskeran lítil og léleg, svo sem við Eyjafjörð, þar sem uppskeran er aðeins þriðjungur þess sem hún var í fyrra eða með öðrum orðum langt undir meðal- lagi. Ekkí tók betra við þegar átti að taka upp þessa slöku uppskeru því óvenju mikil rigningatíð haml- aði því verki svo vart var búið að taka upp nema helming að jafnaði þegar veturinn brast á með fann- komu og kulda. Horfur eru því á að flestir kartöflubændur á þessu svæði verði svo gott sem tekjulausir þetta árið. Nú er eng- um blöðum um það að fletta að kartöflurækt er þjóðþrifastarfsemi þar sem innlend kunnátta er nýtt svo og sú innlenda orka sem í gróðurmoldinni felst. Á sama hátt og aflabrestur má ekki verða til þess að íslenskir sjómenn hætti að stunda sjóinn, mega erflðleikar kartöflubænda ekki verða til þess að kartöfluræktin leggist niður. Því verða samfélagsleg úrræði að koma til, enda hagsmunir sam- félagsins alls í húfi. Þessi ótímabæra vetrarkoma minnir einnig á það hversu gífur- lega mikili aðstöðumunur er milli íbúa höfuðborgarsvæðisins annarsvegar og annarra lands- manna hinsvegar. Vetrinum fylgja stopular samgöngur í lofti og á landi og þar með aukast erfiðleik- ar fólks á landsbyggðinni að ná til margvíslegrar þjónustu sem allir landsmenn hafa staðið að, greitt fyrir uppbyggingu á, en aðeins er að finna í Reykjavík. Einnig á þessum vettvangi verða sam- félagsleg úrræði að koma til með samgöngubótum og aukningu á þjónustu út um land. Svo virðist vera að veðráttan fari sífellt kólnandi og er það mat sumra veðurfræðinga að enn eigi ástandið efftir að versna. Það mætti því búast við að hafís sæist oftar við strendur landsins næstu ár og undir það verða landsmenn að verða búnir. „Þetta námskeið er haldið á vegum Vinnumálasambands Samvinnuféiaganna og Sam- vinnuskólans að Bifröst, og er tengt kjarasamningum sem gengu í giidi fyrir ári síðan, en þar er kveðið á um það að af- greiðslufólk „a“, ,,b“ og „c“ eins og það er skiigreint í kjarasamningum skuli eiga rétt á námskeiði fyrir 28. okt- óber 1981. Ef ekki hefði verið boðið upp á þetta námskeið fyrir þann tíma þá hefði þetta fólk sem er búið að starfa við afgreiðslustörf í 7 ár eða lengur átt að fá launahækkun sjálfkrafa.“ - Þetta sögðu þeir Þórir Páll Guðjónsson og Sigurður Sigfús- son, kennarar á Bifröst, en þeir héldu um síðustu helgi námskeið í verslunarfræðum á Akureyri ásamt Jóhönnu Margréti Guð- jónsdóttur. „Samvinnuskólanum var falið að halda þessi námskeið og sjá um framkvæmd þeirra fyrir hönd Vinnumálasambandsins og það var ákveðið að þetta yrði 45 klukkustunda námskeið og eftir Hópurinn sem sótti námskciðið ásamt leiðbeinendunum. Á myndina vantar einn leiðbeinandann, Jóhönnu Margréti Guðj VERSLUNARFOLK Á SKÓLABEKK hefja afgreiðslustörf, og hefðu slík námskeið t.d. verið haldin ár- lega á Akureyri undanfarin ár. Þau námskeið væru t.d. fyrir fólk sem ynni við afleysingarstörf í verslunum ásumrin. að þeim lyki fengi það fólk launa- hækkun sem þau sækti. Það færi upp í 16. launaflokk, íþað launa- þrep í þeim flokki sem gefur því hækkun launa frá því sem það hafði áður.“ - Samvinnuskólinn hóf nám- skeiðshald fyrir starfsfólk hreyfingarinnar 1977 og þeir Þór- ir og Sigurður hafa veitt þeim forstöðu. Þau námskeið sem lengst af hafa verið haldin, hafa tekið eitt eða tvö kvöld á hverjum stað. , ,Það fólk sem sækir námskeið- ið hér á Akureyri er starfandi verslunarfólk hjá Kaupfélagi Ey- firðinga, bæði á Akureyri og í úti- búunum á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Einnig er hérna núna verslunarfólk frá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík." - Hvað er aðallega tekiðfyrir á námskeiðisem þessu? „Það eru ýmsir þættir sem teknir eru fyrir. Það er ýmislegt í sambandi við afgreiðslustörf í versluninni, það er farið í gegn um verslunarstörfin almennt, halda námskeið af þessu tagi fyrir fólk sem hefur ekki starfað eins lengi viðverslun.“ - Þeir félagar tóku það fram að undanfarin ár hefðu þeir hald- ið námskeið fyrir fólk sem er að Á námskeiðinu á Akureyri um síðustu helgi voru 23 þátttakend- ur, og áformað er námskeið á Sauðárkróki 17.-21. október og annað námskeið á Akureyri 24.- 28. okt. „ALLTAF AÐ LÆRA EITTHVAÐ NÝTT“ - SEGIR HRÖNN KÁRADÓTTIR FRÁ HUSAVIK „Þetta er í 7. skipti sem ég fer á námskeið sem Samvinnu- það er farið í gegn um þjónustu- hlutverkið, framkomu við við- skiptavini, kennd er meðferð reiknivéla, farið í verslunarreikn- ing, prósentureikning til dæmis. Þá er kennd íslenska, meðferð búðarkassa, vörufræði, verslun- arréttur og í lokin reiknum við með að hafa umræður um sam- vinnuhreyfinguna.“ - Þið sögðuð áðan að þetta námskeið vœri fyrirfólk sem vœri með 7 ára reynslu eða lengri í af- greiðslustöfum. Vœri ekki allt eins, eða frekar, þörf á því að halda námskeið afþessu tagifyrir fólk sem er að hefja verslunar- störf? „Þau námskeið sem við höfum verið með eru mörg hver ætluð byrjendum, og fólki á ýmsum stigum. En það er ljóst að það er ekki síður þörf á námskeiðum fyrir byrjendurna. En námskeið eins og það sem haldið er hérna á Akureyri núna er haldið beinlínis til þess að uppfylla ákveðið kjara- samningaatriði og það er ekki ólíklegt að framvegis verði tekið til þess í kjarasamningum að skólinn heldur og auðvitað er maður alltaf að iæra eitthvað nýtt“ sagði Hrönn Káradótt- ir, en hún starfar hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga á Húsavík. Þar hefur hún starfað í mat- vörudeild í rúmlega 5 ár, en vann áður í söluskála kaupfé- lagsins í tvö og hálft ár. „Mér finnst þetta mjög fræðandi og skemmtilegt nám- skeið. Þau námskeið sem ég hef sótt áður hafa öll miðast við versl- unina sem slíka, afgreiðslustörf og slíkt i versluninni sjálfri og framkomu við viðskiptavini og fleira í þeim dúr. En á þessu Hronn Káradóttir. námskeiði koma inn í störf eins og vinna við peningakassa og reiknivélar. Þá höfum við einnig lært prósentureikning og.þó það sé ekki víst að við notum hann svo mikið í okkar störfum þá er afskaplega gaman að. kunna þetta. Þegar maður hefur ekki verið í skóla yfir 20 ár þá rifjar þetta ýmislegt upp. ‘ ‘ - Ert þú mun fœrari um að sinna þínum störfum eftir að hafa sóttsvona námskeið. “ „Ég veit það ekki. Það var nú verið að h,æja að því heima að ég væri að fara að læra að afgreiða eftir að hafa unnið svona lengi í verslun. Mér finnst þetta hins- vegar ekki óþarfi, og varla vinnuveitendum okkar sem eru að senda okkur á svona nám- skeið.“ „Farið yfir efni sem allir þurfa að kunnaÉt — segir Arndís Antonsdóttir sem starfar hjá KEA í Höfðahlíð 1 „Þetta leggst mjög vel í mig og ég tel að ég hafí mikið gagn af því að sækja þetta námskeið“ sagði Arndís Antonsdóttir, en hún starfar í verslun KEA að Höfðahlíð 1 á Akureyri, og hefur unnið við verslunarstörf írúmlega8ár. „Þetta er mjög gott námskeið á allan hátt, og mér finnst að það ætti að halda svona námskeið fyrir fólk sem er að hefja störf í verslun. Hér er farið yfir efni sem allir þurfa að kunna skil á og hafí gagn af.“ 4» Arndís Antonsdóttir - A hvaða hátt ertþúfœrari ac sinna þínum störfúm í versluninm eftirsvona námskeið? „Hér lærum við hvernig á að koma fram við viðskiptavinina, við lærum reikning og blindskrifl á reiknivélarnar sem flýtir mjög fyrir afgreiðslunni. Margt fleira kemur inn í þetta sem gerir manr færari um að sinna sínum störf- um. 4 • DAGUR - 8. október 1981

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.