Dagur


Dagur - 13.10.1981, Qupperneq 1

Dagur - 13.10.1981, Qupperneq 1
64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 13. október 1981 TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIODIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI FILMUhúsib akurcyhi 79. tölublað Edda við bryggju á Akureyri i gær. MIKIÐ FANNFERGI Á NORÐURLANDI: FJÁRSKAÐAR og ALLTFÉÁGJÖF RIFAÁ STEFNI SKIPS Á DALVlK Þegar flutningaskipið Edda var í Dalvíkurhöfn fyrir helgi kom rifa á stefniskúlu skipsins. Því var snúið til Akureyrar og við- gerð hófst í gær. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins eru skemmdirnar ekki taldar alvarlegar og ólíklegt að skipið þurfi að fara í slipp. Um borð í skipinu eru 1450 tonn af saltfiski sem á að fara suður á bóginn. Þegar skipið var í höfninni á Dalvík var töluverð hreyfing i henni, og talið er að stefni skipsins hafi nuddast utan í stein þar sem það lá við bryggju. NÝR FLUG- VÖLLUR Á HVAMMS- TANGA? „Flugvöllurinn á Krókstaða- melum er líklega í um 18 km fjarlægð frá Hvammstanga og reynslan hefur sýnt að það er of mikil fjarlægð frá þéttbýli til að hægt sé að stunda áætlunarflug, einfaldlega vegna þess að ef áætlun raskast er allt of mikið að keyra 36 km til einskis“ sagði Pétur Einarsson vara Flugmála- stjóri er DAGUR ræddi við hann um flugvallarmál við Hvamms- tanga. „Það er hins vegar ágætt flug- vallarstæði 2-3 km norðan við kauptúnið og þann stað höfum við skoðað og framkvæmt þar vindmælingar á þessu ári“ sagði Pétur. „Við eigum ekki það land, en erum að athuga þennan stað sem yrði mjög hagstæður ef til greina kæmi að byggja þar flugvöll. Við höfum reyndar fengið þær upplýsingar að á veturna skafi mjög mikið þarna niður af Vatns- nesinu sem getur gert það af verk- um að þessi völlur yrði mikið ónothæfur vegna veðurs. En þetta er allt í athugun núna og engar ákvarðanir hafa verið teknar," sagði Pétur Einarsson. Bændur á Norðurlandi hafa átt í miklum erfiðleikum vegna fann- fergis. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Dagur aflaði sér er öruggt að víða hafa töluverðir fjárskaðar orðið, enda hefur ekki tekist að smala sem skyldi. Fé er víðast hvar á fullri gjöf, sem verður til þess að meðal- þyngd sláturfjár lækkar dag frá degi. „Heiðarlönd eru illa smöluð og fé sem er statt inn í heiðum gæti farið að farast," sagði Óli Hall- dórsson, á Gunnarsstöðum í Þistil- firði. „Hér í Þistilfirði er búið að fara í tvennar göngur, en leitarveð- ur hafa verið slæm. Síðan 3ja sept- ember hafa ekki komið nema 3 dagar sem hefur verið fjallabjart. Á Langanesi er búið að fara einu sinni um allt svæðið, en enn er ósmalað í tveimur dölum, Fossdal og Skammdal. I Skeggjastaða- hreppi á Langanesströnd er ástandið miklu verra. Það má heita að sumar heiðarnar þar séu ósmal- aðar. Heimtur hér eru misjafnar, en örugglega vantar töluvert fé sem enn er á heiðum.“ „Fé er allt komið á gjöf og veður versnar frá degi til dags. Annars er maður farinn að ruglast í því hvað Skíðasnjór er nægur á Akureyri og margir hafa dregið fram skíðin sfn. Þetta fólk var á gönguskíðum út f Glerárþorpi um sfðustu helgi, en margir hafa einnig lagt leíð sína í Kjarnaskóg, enda er þar upplýst göngubraut. Mynd:áþ. ■ á að kalla árstíðirnar, því vor og haust er alveg horfið." Tryggvi Ingason, Narfastöðum í Reykjadal, sagði að hann hefði misst 6 kindur heima við bæ og enn vantaði hann 11 kindur af fjalli. Ekki tókst að smala afréttarlönd eins vel og venjulega og sagði Tryggvi eins víst að enn væri fé að hrekjast uppi á heiðum. Búið er að slátra lömbum, en fullorðið slátur- fé er eftir. Margir bændur eiga mikið eftir af haustverkum, en Tryggvi taldi að heyforði væri yfir- leitt nægur. Þær upplýsingar fengust hjá Sveini Jóhannessyni, hreppsstjóra á Hóli í Grýtubakkahreppi að ekki hefði tekist að fara í aðrar göngur út í Fjörður. Sveinn sagði að menn vissu um fé á þeim slóðum, en hann taldi ekki hættu á að það færist á næstunni því það héldi sig einkum við sjóinn. „Menn muna ekki aðra eins veðráttu á þessum tíma,“ sagði Sveinn. Eiður Eiðsson, hjá Kaupfélagi Svalbarðsstrandar, sagði að færð væri slæm á Svalbarðsströnd og nauðsynlegt hefur reynst að ýta snjó af heimreiðum bæjanna svo hægt væri að koma sláturfé niður á Svalbarðseyri. LUS FINNST Á AKUREYRI Hilmir Jóhannsson héraðs- læknir hafði samband við DAG og vildi koma aðvörun á fram- færi til foreldra vegna þess að lús hefur fundist í hári þriggja nemenda í tveimur skólum á Akureyri. Hilmir vildi beina því til foreldra að þeir væru vakandi fyrir þessu og athugi ef börn þeirra kvarta um kláða á höfði. Hann benti á að þvo hárið á venjulegan hátt og gegn- væta það síðan með Klófenótan spritti, og kemba það síðan með þéttum kambi. Klófenótan sprittið á ekki að skola úr, heldur hafa í hárinu í 5-6 daga. Þá er það þvegið úr og síðan sett í hárið afturog látið vera í einn dag. Klófenótan spritt fæst í lyfjabúðum og leiðbeiningar um notkun þess. Sérstaklega skal varað við því að geyma það þar sem börn ná til. VELTA FYRIR SÉR 3JA PRESTINUM „Ég er búinn að ræða í morgun við þá Friðjón Þórðarson, kirkjumálaráðherra, og Ragnar Arnaids, fjármálaráðherra um nauðsyn þess að fá 3ja prestinn á Akureyri. Báðir hafa þeir sýnt málinu mikinn skilning, en það er alltaf þungur róður þegar um aukin f járútlát er að ræða, en ég á von á svari frá þeim innan skamms,“ sagði Pétur Sigur- geirsson, biskup í samtali við Dag. Pétur sagði nauðsynlegt að auglýsa bæði prestsembættin sam- tímis, en hann taldi hæpið að nýr — eða nýir — prestar gætu hafið störf fyrir áramót. Umsóknarfrestur er einn mánuður og annar mánuður er ætlaður fyrir umsækjendur til að kynna sig og undirbúa kosninguna. Fólk er hvatt til að athuga hvort það sé ekki örugglega á kjörskrá í því prestakalli sem það býr í. ÁHYGGJUR VEGNA MIKILLAR ÓVISSU IATVINNUMÁLUNUM Á 17. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Akureyri um heigina var Þóra Hjaltadóttir frá Félagi verslun- ar og skrifstofufólks á Akureyri kjörinn formaður sambandsins, en fráfarandi formaður, Hákon Hákonarson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þingið gerði margar samþykktir og ályktanir. Lýst var áhyggj- um vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir í atvinnumálum á Norðurlandi, þær kröfur voru gerðar að Alþingi, ríkisstjórnar og sveitarstjórnir stuðli að eflingu út- flutningsatvinnuveganna með markvissum stjórnunaraðgerðum, svo sem með betri nýtingu þess fjármagns sem fyrir hendi er þannig að fjármagn verði ávallt tryggt til framkvæmda þegar upp- bygging hefst. Á sama hátt verður að treysta enn frekar grundvöll samkeppnisiðnaðarins. Þingið hvatti til víðtækrar sam- vinnu um Blönduvirkjun og skor- aði á þingmenn Norðurlandskjör- dæmis að beita sér fyrir að næsta stórvirkjun landsmanna verði í Blöndu og tryggð verði þannig næg orka á Norðurlandi. Þá benti þing- ið á að athugað verði hvaða mögu- leikar eru að nýta þá orku sem skapast til almennrar atvinnuupp- byggingar og nýiðnaðar. Nefnt var í því sambandi orkufrekur iðnað við Eyjafjörð, steinullarverksmiðja í Skagafirði, o.fl. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.