Dagur


Dagur - 13.10.1981, Qupperneq 4

Dagur - 13.10.1981, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTQAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýslnga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Dregur til úrslita Alþingi er nú komið saman á ný og má því fara að búast við mjög auknum fréttaflutningi af vettvangi stjórnmálanna. Viðbúið er að þetta verði nokkurt átakaþing og liggja til þess nokkrar ástæður. Sveitarstjórnarkosningar eru á næstu grösum og eins víst að þær setji svip á umræður á þinginu, a.m.k. er líða tekur á veturinn. Þá mun stefnumótun í efnahagsmál- um setja mikinn svip á þingið eins og vanalega, en hvernig til tekst með afgreiðslu fjárlaga og láns- fjáráætlunar getur ráðið úrslitum um þróun stjórnmálanna næstu misserin. Til þessa hefur niðurtalning verðbólgunnar gengið vel en áfram verður að halda á sömu braut, því enn er langt í land að markmi- inu um svipað verðbólgustig hér og í nágrannalöndunum sé náð. Vafalaust verða mörg Ijón á veg- inum, auk þeirra pappírstígrisdýra sem stjórnarandstaðan hamast við að búa til. Þó að vel hafi tekist til í flestum meginmálum sem ríkisstjórnin setti á oddinn í málefnasamningi sínum, verður því ekkí neitað, að blikur eru á lofti í atvinnumálum landsmanna. Sumar atvinnu- greinar eiga við mikinn rekstrar- vanda að etja og við því verður að bregðast á skynsamlegan hátt, án þess að vegið verði að megin- markmiði ríkisstjórnarinnar um hjöðnun verðbólgunnar. Höfuð- andstæðingur heilbrigðs atvinnu- lífs í landinu er óðaverðbólgan. Það getur orðið erfið sigling að draga enn frekar úr verðbólgu- þróuninni, tryggja rekstrargrund- völl atvinnuveganna og halda uppi fullri atvinnu. Það verður vissu- lega litið til þess, hvernig ríkis- stjórninni tekst til í þessum efnum og má raunar segja að framtíð hennar byggist á því hvernig til tekst við úrlausn þessara mála. Ríkisstjórnin nýtur mikils fylgis meðal þjóðarinnar, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins, sem nýlega var birt. Yfir 64% þeirra sem afstöðu tóku fylgja ríkisstjórninni að málum og hafa trú á starfi hennar, en tæp- lega 36% eru henni andvígir. Tæplega 23% aðspurðra voru óákveðnir í afstöðu sinni og það fer eftir árangri stjórnarinnar á næstu mánuðum hver afstaða hinna óákveðnu verður. Uppgjör innanflokksdeilna sjálfstæðismanna og kjaramálin munu áreiðanlega setja sinn svip á þinghaldið. Þótt hvorugt þess- ara mála ætti að hafa áhrif á störf þingsins geta úrslit þeirra orðið afdrifarík fyrir stjórnmálaþró- unina. Hjólreiðafólkið, sem samanstóð einkum af börnum og unglingum, kom út f þorp i fylgd iögreglu. Mynd: áþ. GOSVEISLAI BJARGI „Ég er búinn að fá mér fjögur glös. Það er nóg til frammi,“ sagði strákhnokki við kunningja sinn í endurhæfing- arstöð Sjálfsbjargar við Bugðusíðu. Strákarnir voru þarna í mikilli gosveislu, ásamt nokkur hundruð börn- um úr grunnskólum Akureyr- ar og voru börnin að skoða nýja húsið. Fyrr í vikunni höfðu þau safnað tugum þúsunda í fjáröflun Sjálfs- bjargar, sem bar heitið Áheit og útivist. Söfnunin náði til alls Norðurlands, en af ýms- um ástæðum berst ekki upp- gjör frá öllum stöðunum fyrr en í lok vikunnar. Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfi, gerði ráð fyrir að alls myndu safnast um 150 þúsund krónur. Fáirfullorðnir Veður var fremur leiðinlegt á laugardaginn þegar fólk kom út í Bjarg. Mest bar á börnum innan dyra og sagði Magnús að það hefði komið sér á óvart að foreld- rar skyldu ekki hafa fjölmennt „Við söfnuðum dálitlu", sögðu ungu stúlkurnar alvarlega, og þær munu hafa verið búnar að fá sinn skammt af gosi, þegar myndin var tekin. tKVEÐJA SIGRIÐUR KRISTlN ELIASDÓTTIR F. 13.0KT. 1912-D. 26. SEPT. 1981 Þegar vinir kveðja þetta jarðlíf, skilja þeir eftir minningar í huga þess fólks, sem þeir hafa umgeng- ist. Er ég kveð vinkonu mína Sigríði Elíasdóttur, þá er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina. Kynni okkar hófus't, er ég flutti í Glerár- þorp árið 1954. Þá var Þorpið bara nokkur hús á strjálingi. Göngubrú var yfir Glerá og lítið sem ekkert um götuljós. Einhvern veginn felldi ég mig ekki við Þorpið. Ég var þá bundin við lítil börn og var alltaf heima við. Þá kom Sigríður inn í líf mitt sem hressandi blær og gerði vist mína þar þolanlegri. Við urð- um strax góðar vinkonur, og hún kom til mín alla þá daga, sem hún gat, þau 5 ár, sem ég bjó þar. Við fórum í saumaklúbb inn í bæ, sem svo var kallað, því að Sigríður var mikil hannyrða- og saumakona, sem allt lék í höndum á. Hún var fyrirmyndar húsmóðir, og lærði ég margt af henni. Sigríður vann á þessum árum í fiski undir stjórn Jóhannesar Jónassonar, sem hún hældi mjög, og ég veit, að enginn var svikinn af að hafa hana í vinnu, svo harðdugleg var hún og fylgin sér. Manni sínum og dætrum vann hún allt sem hún gat. Heimilið var henni fyrir öllu. Um þessar mundir gekk hún í Góðtemplararegluna og vann þar vel og lengi. Þar áttum við margar ánægjustundir í leik og starfi. Sigríður var alla sína ævi á móti víni og vildi hjálpa þeim, sem lentu út á þeirri braut og taldi þá ekki eftir sér tíma og fyrirhöfn. Sigríður var vel gerð kona, myndarleg og greind, og það, sem ég dáði hana mest fyrir var hrein- skilni hennar og heiðarleiki. Við fluttum báðar úr Þorpinu og fjar- lægðin jókst á milli okkar, en þráðurinn slitnaði þó aldrei, og við fylgdumst hvor með annari og hittumst á góðum stundum. En nú hefur þráðurinn slitnað í bili. Ég bið þér Guðs blessunar, kæra Sigríður, með þakklæti fyrir allt og allt. Friðfinni, dætrunum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. S. Ingólfs. með krökkunum. Þau komu bæði hjólandi og gangandi og sumir voru á skíðum, en skíðafæri var ekki gott að sögn Ævars Ólafs- sonar, tollþjóns sem gekk rösk- lega í snjónum hjá Bjargi. „Ég vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra sem unnu að þessari fjársöfnun á einn eða annan hátt,“ sagði Magnús Ólafsson, ,,en ég þarf líka að biðjast afsökunar. Við höfum e.t.v. ekki kynnt nógu vel fyrir fólki reglur þessarar fjár- söfnunar, en það var ekki ætlunin að börnin gengju í hús með áheitalistana heldur létu sér nægja sig og sitt heimafóik. En við lærðum ýmislegt á þessu og gerum betur næst. “ Góðirgestir Verkalýðsfélög á Norðurlandi hafa stutt myndarlega við bakið á Sjálfsbjörg, enda munu félags- menn þeirra njóta þess í náinni framtíð að á Akureyri er starfrækt myndarleg endurhæfingarstöð. Um helgina var þing Alþýðusam- bands Norðurlands og komu þingfulltrúar í endurhæfingar- stöðina og var það mál manna að hér væri risið hús sem myndi valda byltingu í endurhæfing- armálum á Norðurlandi. íbúar á dvalarheimilum aldraðra á Akur- eyri, Hlíð og Skjaldarvík, komu líka í heimsókn og sömuleiðis íbúaráSólborg. „Nú er verið að vinna í sturtu- og búningsklefum. Þegar því lýk- ur eftir nokkrar vikur munum við opna húsið fyrir hópa, s.s. bakveila og slökunarhópa og al- menna þrekuppbyggingu. Einnig hefur verið rætt um að opna húsið fyrir einstaklinga, sem vilja notfæra sér þá aðstöðu sem hér er. Þessa dagana er einnig verið að vinna við inngang hússins og ég vona að framkvæmdir við sundlaugina geti hafist næsta vor,“ sagði Magnús að lokum. Þessir ungu sveinar sögðust vera góðir vinir og kröfðust þess að vera myndaðir við útidyr endurhæfingarstöðvarinnar. Umsjón: Ölafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson Guðmundur Guðmundsson svifur inn af linunni og skorar. (Ljósm. KGA). Þor- leifur með 404 leiki Fyrir leik KA og Vals afhenti Stefán Gunnlaugs- son Þorleifi Ananíassyni viðurkenningu frá KA, en Þorleifur hafði þá leikið 403 leiki í meistaraflokki fyrir KA, og þessa leiki hafði hann leikið á s.l. átján árum. Það eru fáir sem ná því að leika svo marga leiki fyrir félag sitt, en ekki er að sjá að Þor- leifur sé að hætta, og á því eftir að leika fjöldann allan af leikjumíviðbót. Stefán gat þess um leið að yngsti maðurinn í KA liðinu Jakob Jónsson hefði ekki verið fæddur þegar Þorleifur hóf að leika með meistaraflokki KA. Undanfarin ár hefur hann verið fyrirliði liðsins og lék nú sinn fyrsta leik í fyrstu deild. VALSMENN ÞURFTU AÐ HAFA FYRIR SIGRINUM — þegar þeir mörðu sigur á lokamínútunum gegn nýliðum K A í 1. deild Valsmenn fengu svo sannar- lega að vinna fyrir stigunum sem þeir fengu, þegar þeir léku við KA á laugardaginn í fyrsta leiknum í fyrstu deild í handbolta karla, sem leikinn er hér á Akureyri um árabil. Leikurinn var spennandi allan tímann og þrátt fyrir það að hér áttust við leikreyndasta liðið í deildinni og nýliðarnir, veittu KA menn þeim harða keppni allan leikinn og Vals- menn voru svo sannarlega heppnir að ná báðum stigun- umíleiknum. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 20 mörk gegn 18 Val í vil, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10 gegn 8 fyrir Val. Síðari hálfleikur var því jafn, markalega séð. I leiknum fengu Valsmenn 8 vítaköst og skoruðu úr 5, en KA fékk ekkert vítakast í öllum leiknum, og hefur þó Valur aldrei haft orð á sér fyrir annað en leika grófan handknattleik. En lítum nú á gang leiksins. Það var Jóhann Einarsson sem gerði fyrsta markið í leiknum eftir að ein sókn hjá hvoru liði hafði runnið út í sandinn, en á ' sömu mín. jafnaði Jón Pétur fyrir Val. Þá komu þrjú Valsmörk í röð og staðan orðin fjögur gegn einu og útlitið allt annað en gott hjáKA. Á 13. mín. gerði Sigurður ann- að mark KA, og skömmu síðar Magnús Birgisson annað úr hraðaupphlaupi. • Nú var fyrri hálfleikur hálfnað- ur og það sem eftir var leiksins var hann mjög jafn. í hálfleik var staðan 10 gegn 8 og þá hafði Val- ur skorað úr tveimur vítaköstum. Jóhann gerði fyrsta markið í síðari hálfleik og síðan Jón Pétur þaðnæstaúrvíti. Þágerði Jóhann annað fyrir KA, og aftur skorar Jón Péturúrvíti. Á 13. mín. komst Friðjón inn í sendingu hjá Valsmönnum og brunaði fram og skoraði og jafnaði umleið metin 13-13. Þá skorar Jón Pétur úr víti, en Þorleifur jafnar með skoti úr horni. Aftur kemst Valur yfir, en Jóhann jafnar 15-15. Á 16. mín. komst KA yfir með marki frá Friðjóni en Gunnar Lúðvíksson jafnarfyrir Val. Á 23. mín. kemur Friðjón KA aftur yfír en Stefán Gunnarsson jafnarfyrir Val. Enn á ný kemur Friðjón KA yfir 18-17 en aftur jafnar gamla kempan Stefán Gunnarsson. Þegar tvær mín. og fimm sek. voru eftir af leiknum og staðan 18-18 var Sigurði Sigurðssyni vís- að útaf og KA varð að leika þess- ar mín. sem eftir voru einum færri, og þegar hálf mín. var eftir var öðrum KA manni vísað af leikvelli, og þá var eftirleikurinn léttur fyrir Val með alla sína sex útispilara á móti fjórum KA mönnum. Tuttugu mörk gegn átján urðu því lokatölur leiksins og Valsmenn hrósuðu happi yfir þessum sigri en mót'spyrna KA kom þeim svo sannarlega á óvart. Einn leikmanna Vals sagði eftir leikinn að þeir hefðu verið Þórsarar léku um helgina tvo leiki í þriðju deildinni í handbolta. Á föstudagskvöld- ið léku þeir við Akurnesinga eftir að hafa verið á gangi lengi uppi í Borgarfirði, en bifreið sem átti að sækja þá á Flugvöll í Borgarfirðinum kom ekki þannig þeir fengu og létta æfingu fyrir leikinn á annars góðum þjóðvegum Borgfirðinga. Akurnesingar voru taldir vera með gott lið í deildinni, en Þórs- arar voru með betra og sigruðu þá nokkuð auðveldlega með 22 mörkum gegn 19, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálf- leik. Það voru Sigtryggur og Guð- heppnir að sigra, en þeir höfðu fyrir fram búist við auðveldum sigri. KA strákarnir voru þreyttir eftir leikinn, og sögðu að síðustu mínúturnar hefðu verið erfiðar, en þá hefði leikreyoslan ekki ver- ið nægjanleg hjá þeim. Flest mörk KA gerði Sigurður 5, Jóhann 4, Friðjón 4, Þorleifur 3, og Magnús og Guðmundur G. 1 hver. Jón Pétur var markhæstur Valsmanna með 6 (5 víti) Gunnar Lúðvíksson gerði 4 og Stefán Gunnarsson3. jón sem voru markhæstir í þess- um leik með 5 mörk hvor, Jón Sig. og Árni Gunnars. gerðu 3 hvor og Rúnar, Árni Stef. og Sig- urður Pálsson gerðu 2 hvor. Á laugardaginn fóru síðan Þórsarar suður í Sandgerði og léku þar við Reynir. Sá leikur var mun erfiðari að sögn Þórsara, en þar var mikið skorað af mörkum og Þór fór með sigur af hólmi, 31 mark gegn 28. Aftur voru það Sigtryggur og Guðjón sem voru markhæstir með 8 mörk hvor. Árni Gunnars og Siggi Páls gerðu 5 hvor, Rúnar og Arni Stefáns 2 hver og Guðbjörn 1. Þórsarar eru nú efstir í deildinni með fimm stig eftir þrjá leiki, en eiga að keppa við Ármann hér í íþróttaskemm- unni á föstudagskvöldið. Fjögur stig til Þórsara 4 - DAGUR - 13. október 1981 13. októbor 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.