Dagur - 13.10.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 13.10.1981, Blaðsíða 6
Rætt um leikfangasöfn Dagana 31. maí - 5. júní sl. var haldin í Stokkhólmi alþjóðleg ráð- stefna um málefni leikfangasafna og sóttu hana um 250 manns frá 28 löndum, þ.á.m. 3 þátttakendur frá fslandi. Til ráðstefnunnar buðu samtök leikfangasafna í Svíþjóð. Einkunnarorð ráðstefnunnar voru „Leikfangasafnið í nútíma þjóðfé- lagi“ og var aðalmarkmið að efla samskipti milli leikfangasafna og auka aupplýsingamiðlun varðandi notkun leikfanga í þjálfun og kennslu barna. Á dagskrá voru rma. fyrirlestrar, alniennar umræður, farið var í heimsóknir í leikfangasöfn, leik- Starfsfundur var haldinn hjá áhugamönnum kvennafram- boðs á Akureyri, mánudaginn 28. september. Eins og að líkum Iætur hefur hópstarf verið nokkrum örðug- leikum bundið undanfarið sökum sumarleyfa en á þessum fundi kynntu þó þrír hópar nokkrar at- huganir og veðruðu hugmyndir að Dýpkunarskipið Grettir er farið frá Þórshöfn, en þar var það að grafa úr höfninni. „Það er búið að grafa mikið en þó ekki nóg,“ sagði heimamaður í samtali við Dag. Fjárveitingin nægði ekki til að hægt væri að grafa svo næst yrði hægt að hefja niðurrekstur á stálþili. Grettir verður því að koma aftur til Þórshafnar á næsta ári. Með tilkomu stálþils verður hægt að landa beint i frystihúsið. skóla, á skóladagheimili og barna- spítala. Leikfangasýning var opin ráðstefnudagana. Fyrirhugað er að næsta alþjóð- lega ráðstefna verði haldin í Belgíu 1983. Leikfangasöfn - Lekotek eru til víða um lönd, einnig hér á landi. Uppbygging þeirra og starfsemi er margvísleg en öll eiga þau það sameiginlegt að lána út leikföng til barna og veita leiðbeiningar um notkun leikfanganna. Almennt er talið að hugmyndin að fyrsta íeikfangasafninu sé sænsk. Hafi hún þróast við starf tveggja sænskra kvenna, þeirra Evi stefnuskrá. Þessir hópar fjölluðu um atvinnumál, heilbrigðismál og menningarmál. Hópstarf mun nú halda áfram af fullum krafti. Áætl- að er að halda helgarráðstefnu í ná- grenni bæjarins um miðjan nóvem- ber, þar sem unnið yrði að heildar stefnuskrá framboðsins. Þeir sem hafa áhuga á að vinna að fram- boðinu hafi samband við Nönnu í síma 25745 eða Rósu í síma 24981. Dýpi við viðlegukant á stór- straumsfjöru er nú 5,5 metrar. Togarar og loðnuskip geta því at- hafnað sig í höfninni án þess að eiga það á hættu að taka niðri. „Skipstjórar loðnuskipa hafa verið fremur ragir hingað til að koma og landa á Þórshöfn, þar sem sú hætta hefur alltaf verið fyrir hendi að skipin taki niðri. Nú er slíkt sem sagt úr sögunni. Þessi dýpkun kemur sér líka vel fyrir togarann okkar nýja, sem er vænt- anlegur í vetur,“ sagði þessi við- mælandi Dags. Blid sérkennara og Karin Stens- land Junker, sálfræðings. Fyrir þeirra atbeina var stofnað leik- fangasafn í Stokkhólmi árið 1963. Starfsemin miðaði að því að veita þjónustu börnum með ýmis frávik frá eðlilegum þroska. Leikföngin voru m.a. notuð í þjálfunarskyni. Leikfangasöfn eftir sænsku hug- myndinni hafa náð töluverðri út- breiðslu, ennfremur hafa verið sett á laggirnar söfn er veita þjónustu öllum börnum jafnt og eru sum þessara safna tengd bókasöfnum. Hér á landi hafa orðið til 3 leik- fangasöfn samkvæmt sænsku hug- myndinni. Leikfangasafnið Sæbraut I, Sel- tjarnarnesi, opnað í sept. 1976. Það safn er stærst í sniðum og hefur jafnframt verið einskonar miðstöð fyrir hin söfnin tvö. Það er rekið af ríkinu og tengist Athugunar og greiningardeildinni í Kjarvalshúsi. Gullasafnið á Akureyri. Því safni var komið á fót fyrir söfnunarfé Bamaverndarfél. Akureyrar og af- hent Akureyrarbæ að gjöf í sept 1977. Safnið hefur verið lokað frá því í júlí 1980 vegna ófullnægjandi aðstöðu, en tekur væntanlega til starfa á ný í haust og þá við bætt skilyrði. Leikfangasafnið í Keflavík, stofnað 1979 fyrir atbeina félagsins Þroskahjálp á Suðurnesjum og sér það einnig um rekstur þess. Ráðstefnu þessa sóttu eins og fyrr segir 3 fulltrúar frá fslandi, frá Reykjavík, Akureyri og Egilsstöð- um. Helgarferðir til fimm höfuðborga Flugleiðir bjóða nú landsmönnum ódýrar helgarferðir til fimm höf- uðborga í Evrópu, þar sem innifal- ið er flugfargjald gisting og morg- unverður. Dvalið er á góðum hótelum og sé þess óskað munu Flugleiðir annast pöntun á bíla- leigubílum og/eða skoðunarferð- um. Borgirnar, sem helgarpakkamir gilda til eru: Kaupmannahöfn, London, Luxembourg, Osló og Stokkhólmur. STARFSFUNDUR UM KVENNAFRAMBOÐ Dýpkun lokið á Þórshöf n Slysavarnarfélagskonur Akur- eyri fundur verður í Laxagötu 5, fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Stjórnin. Kvenfélagió Hlif heldur haust- fund sinn í Amaróhúsinu fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Mætið vel og takið með okkur nýja félaga. Stjórnin. I.O.O.F. Rb 2 = 13110148 Vi = H.F. Frá Guðspekifélaginu fundur verður fimmtudaginn 15. okt. kl. 21. Ólöf Friðriksdóttir og Esther Vagnsdóttir sjá um efni. □ RÚN 598110147—1 □ RÚN 598110171.30 — 3 Frá Sjálfsbjörg. Munið spila- vistina á Bjargi Bugðusíðu 1, fimmtudaginn 15. okt. n.k. kl. 20.30. Nefndin. Skrifstofan er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 16-18 að Eiðsvallagötu 6. Sími 22506. Neytendasamtökin. Munið flóamarkaðinn í turnin- um. Opið aðeins á mánudögum frá kl. 1-6. Tekið á móti munum á sama tíma. N.L.F.A. -m.mi Akureyrarprestakall. Sunnu- dagaskóli Akureyrarkirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. öll börn velkomin. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 2 e.h. Sálmar nr. 18, 377, 353, 52, 50. Messað verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 5 e.h. Sóknar- prestur. jAMKOMU^ Kristniboðshúsið Síon: Sunnu- daginn 18. okt. sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn velkomin. Sam- komas kl. 20.30 Ræðumaður Gunnar J. Gunnarsson. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn Strandgötu 21. Fimmtudag 15. okt. kl. 17 verður opið hús fyrir börn. Sunnudag kl. 13.30 verður sunnudagaskóli og kl. 17 al- menn samkoma. Mánudag kl. 16.00 heimilissambandið. Verið velkomin. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudag 15. okt. kl. 20.30 biblíulestur, sunnudag 18. okt. kl. 11,00 sunnudagaskóli. Sunnudag kl. 17 almenn sam- koma. Allir hjartanlega vel- komnir. Fíladelfía Lundargötu 12, Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17,00. Drengjafundur á laugardag á Sjónarhæð kl. 13,30. Sunnu- dagaskóli í Lundarskóla kl. 13,30. Sunnudagaskóli í Glerárskóla kl. 13,15. Allir hjartanlega velkomnir. Hreppurinn byggir tvö einbýlishús Mývatnssveit Fljótlega verður hafin hér á vegum Skútustaðahrepps bygging tveggja einbýlishúsa á félagslegum grund- velli. Annað húsið verður byggt sem leiguíbúð en hitt sem verka- mannabústaður. Verktaki er Sniðill h/f og var tilboð fyrirtækisins tæp- um 4% lægra en kostnaðaráætlun Húsnæðismálastofnunar ríkisins. íbúðirnar á að afhenda í júní á næsta ári. J.I. HVAÐ ER AÐ GERAST IAKUREYRARBÆ? Þessari spurningu hef ég velt fyrir mér, undanfarnar vikur einkum þó eftir að Dagur skýrði frá því, að stolið hefði verið uppskeru barna, úr skólagörðum Akureyrar. Er hægt að hugsa sér ömurlegra innræti, en að ráðast á og eyði- leggja afrakstur barna, sem hafa glaðst yfir árangri af erfiði sínu ög umhyggju. Fyrir þremur árum reistum við hjónin lítið gróðurhús á lóðinni skammt frá íbúðarhúsi okkar. Síð- an hefur það verið tómstundastarf konu minnar, að annast ýmsan gróður, ætan og óætan, í húsinu og utan þess. Lengi sumars, var látið nægja, að taka af því sem ætilegt var utanhúss, en fyrir nokkrum vikum var ráðist inn í húsið og sumu þar stolið en öðru spillt. Og svo er sagt frá keðjuinnbrotum víðsvegar um bæinn. Er þetta stelsýki, eða rekur hungrið þessa vesalinga til óhæfuverka? Það er von mín, að hægt verði að hjálpa þessum aumingjum, svo að þeir geti aflagt þennan leiða vana, og látið börn gamalmenni og aðra í friði með afrakstur tómstunda- starfasinna. Friðrík Þorsteinsson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Granaskjól 4 (hesthús).þingl. eign Tölts h.f., fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes hdl. og Bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri mánudaginn 19. október n.k. kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Lundargötu 8, norðurenda, Akureyri, talin eign Joseps Hallssonar, ferfram eftirkröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 19. október n.k. kl. 14.30. Bæjarf ógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á fast- eigninni Bakkahlíð 21, Akureyri, þingl. eign Sigurðar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Jónssonar hdl. og Ólafs Ragnars- sonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 19. október n.k. kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Maðurinn minn HALLDÓR JAKOBSSON Aðalstræti 52, Akureyri er andaðist 8. þ.m. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. október kl. 13.30. Rósa Jóhannesdóttir. Innilegustu þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar, elskulegrar dóttur okkar ÓLAFAR RÚN HJÁLMARSDÓTTUR Soffía Jóhannesdóttir, Hjálmar Sveinsson. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu og veittu okkur margvíslega aðstoð við andlát- og jarðarför SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR frá Stóru-Tjörnum. Guð blessi ykkur öll. Sigurfljóð Sörensdóttir og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu og veittu okkur margvíslega aðstoð við andlát og jarðarför SIGURÐAR JÓHANNESSONAR, skósmiðs, Ólafsflrði. Elín Guðbjartsdóttir og vandamenn. 6 - DAGUR - 13. október 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.