Dagur - 15.10.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 15.10.1981, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Stóryrði ekki sterkasta vopnið „Stóryrði eru ekki alltaf sterkasta vopnið“ sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, í þingsetn- ingarávarpi sínu, þar sem hún ræddi meðal annars um þjóðmála- umræðuna hér á landi, sem hún sagði vera víðtækari hér en ann- ars staðar tíðkast og gagnrýni hins almenna borgara varðandi ákvarðanir fyrir þjóðarbúið oft harðskeyttari en efni standa til. „Stóryrði eru ekki alltaf sterkasta vopnið“ sagði forseti og það eru orð að sönnu. Hins vegar hefur þessu vopni verið beitt heldur ótæpilega í þjóðmála- umræðunni og ekki síst meðal hinna þjóðkjörnu fulltrúa á alþingi. Það er fyrst eftir að alþingi kemur saman, sem stóryrða- flaumurinn tekur að streyma að ráði. Vegna ofnotkunar missa stóru orðin gildi sitt og þjóna ekki einu sinni þeim tilgangi, þegar til lengdar er litið, að vekja athygli á þeim sem lætur sér þau tíðast um munn fara. Smátt og smátt verða stórorðameistararnir að ómerk- ingum, því stóru orðin standast sjaldnast. Vigdís Finnbogadóttir sagði í ávarpinu við þingsetninguna, að harðskeyttari gagnrýni en efni standa til tapi iðulega gildi sínu og slævi fremur en að hvetja. Hún sagðieinnig: „Menn gleyma oftar en ella að þakka það sem vel er gert og sýn- ist þeim eitthvað fara miður fría þeir sjálfa sig ábyrgð og falla í þá gryfju að kenna öðrum um. Það skal þó á það minnst, að við erum öll samábyrg við rekstur þessa þjóðfélags, hver í sínu starfi, — öil siðferðilega bundin af hagsmun- um heildarinnar fremur en okkar eigin, sem kunna að vera tengdir líðandi degi. Framtíðin er alltaf á næsta leiti við hvert augnablik sem líður og til hennar verðum við fyrst og síðast að líta með enn gæfuríkara líf fyrir alla landsmenn íhuga.“ Forseti íslands sagði ennfrem- ur í ávarpi sínu, að Alþingi hafi um langan aldur búið við þá gæfu, að virðing fyrir málum, sém þar hafi verið til umræðu, hafi átt sér djúp- an hljómgrunn meðal þegnanna. Menn hafi látið sig meiru varða orð og athafnir lýðræðiskjörinna þingmanna í þessu landi, en títt sé um aimenning í öðrum löndum. Því miður virðist svo sem virð- ing fyrir störfum Alþingis fari dvínandi. Lýðskrum í þingsölum hefur stórlega aukist og hætt við því að virðing fyrir málum sem þar eru til umræðu, og forseti íslands minntist á, fari einnig dvínandi. Bílstjórí í hálfa öld og það að fólk taki leigubíla til Reykjavíkur er nær alveg horfið.“ „Það var hins vegar mjög al- gengt hér áður fyrr að við færum í ferðir til Reykjavíkur, og stund- um voru fleiri en ein og fleiri en tvær ferðir á dag. Þessar ferðir kostuðu um 300 krónur og þær komu oft upp á þegar flug féll niður.“ — Sigurgeir tjáði okkur að hér áður fyrr hafi verið þrjár bif- reiðastöðvar á Akureyri, Bif- reiðastöð Oddeyrar, Bifreiðastöð Akureyrar og Litla Bílastöðin. Hann sagði að það hefði verið um 1960 að þessar stöðvar voru sam- einaðar í eina, Bifreiðastöð Odd- eyrar. — Þegar Sigurgeir hóf akstur leigubíls kostaði það eina krónu að taka leigubíl innanbœjar á Akur- eyri, og gilti einu hversu langt var ekið. En hefur það reynst gefa vel í aðra hönd að stunda þessa <at- vinnu?“ „Maður hefur aldrei haft neitt út úr þessu nema að leggja mikið á sig og vinna langan vinnudag, það hefur aldrei nægt að vinna í 8 Ídukkustundir á dag. Sjálfur keyri ég miklu minna í dag en áður var, þá ók ég oft um 50 þúsund km. á ári en ætli það sé ekki um helm- ingi minna núna.“ — Hyggst þú fást við þetta starf lengi enn? - Rætt við Sigurgeir Slgurðsson sem hefur starfað við leigubifreiða- akstur slðan 1936 Handhafi ökuskírteinis númer 460 heitir Sigurgeir Sigurðs- son og er nýlega orðinn 73 ára. Hann er leigubflstjóri á Akur- eyri að atvinnu, og enginn ný- græðingur í þvi starfi. ökupróf tók hann 1931, og sfðan 1936 hefur starf hans verið við leigubflaakstur að undanskild- um 12 árum er hann sá um að reka Bifreiðastöð Oddeyrar. „Það hefur nú ýmislegt breyst á þessum tíma“ sagði Sigurgeir er DAGUR ræddi við hann um starfið fyrr og nú. „Bærinn var miklu minni eins og gefur að skilja þegar ég byrjaði að keyra og ökuferðir innanbæjar miklu styttri en nú er. Hins vegar er aðalbreytingin sú að áður fyrr tóku menn leigubíla í miklu lengri ferðir. Það var mikið um akstur út í sveitirnar og þá kom fyrir að maður væri í akstri með sama fólkið í 7-10 daga.“ „Á árunum í kring um 1936"var leiðin austur um sveitir að opnast fyrir bílaumferð. Þá áttu fáir bíla og mjög vinsælt var að taka leigubíla ef fólk ætlaði að skreppa til Mývatns eða í Vaglaskóg. Þá var misjafnt hvort maður keyrði fólkið og sótti það síðar, eða hvort maður var með því allan tímann sem ferðalagið eða útilegan tók.“ — Nú var það vinsœlt a.m.k. hér á árum áðurað taka leigubíl og fara á „rúntinn“ eins og það var kallað. Hvernig fannst þér sú keyrsla? „Þessi svo kallaða rúntkeyrsla kom síðar, og er að lang mestu leiti aflögð í dag. Þetta var leið- inleg keyrsla, annað get ég ekki sagt. f dag er nær öll keyrsla hjá okkur skottúrar á milli húsa í bænum. Sáralítið um lengri ferðir Sigurgeir Sigurðsson við bifreið sina tilbúinn að fara i næstu ökuferð. Ljósm. gk. Nú hlær Sigurgeir. „Það fer nú eftir ýmsu, en ætli ég verði ekki í þessu á meðan heilsan leyfir. Ég treysti mér ekki í neina aðra vinnu. Við höfum ekki haft líf- eyrissjóð fyrr en nú alveg síðustu árin, svo maður hefur ekkert nema ellilaunin til að lifa af er þessu sleppir." — Á ökumannsferli sínum hefur Sigurgeir átt og ekið 12 bifreiðum og var sú fyrsta Pontiac af árgerð 1931. Hann sagði í lok samtalsins að bílarnir í dag væru allt aðrir og betri en áður, það væri allt annað líf að vinna á þeim en hinum eldri sem skiluðu þó sínu. HELGIHALLGRIMSSON OG MARGLYTTAN Skringileg grein eftir Helga Hall- grímsson safnvörð birtist í Helg- ar-Degi 25. sept. Mökkurkálfi í nýjum dúr, er forskriftin. Helgi Hallgrímsson er náttúru- fræðingur ágætur og hneigður fyrir heimspekilegar vangaveltur. Hann leitast við að leggja náttúrufræði- legt mat á mannlegt samfélag. Slíkt getur verið skemmtileg hugar- íþrótt, en hæpin vísindi munu það vera. Það er grundvallaratriði í niður- stöðum H.H. að stœrð sé ekki af hinu góða, hvorki í hinni lifandi náttúru né heldur í athöfnum mannanna. Það er affarasælast að lífverur séu hóflega stórar að vexti, ef þær verða stórar þá verða þær svo þunglamalegar og áberandi, að aðrar smærri og liðugri leggja þær að velli sbr. risaeðlur fornaldar- innar. Og eins er það með fyrirtæki manna, ef þau verða stór, þá hafa þau tilhneigingu til að velta um koll af eigin yfirvigt eða splundrast innan frá sbr. Rómaveldi hið forna. Þetta er einföld kenning. Sam- kvæmt henni er svo kölluð stóriðja af hinu vonda, hvaða nafni sem hún nefnist. Og samkvæmt henni er KEA komið á hættulega braut, því það „virðist nú vera að þróast upp í einhvers konar gígantiska (—risavaxna) marglyttu, sem teygir arma sina um allar eyfirskar byggðir og inn í hvert skúmaskot, sogandi til sín og gleypandi hvert smáfyrirtœkið af öðru, meltandi þau og ungandi út nýjum deildum og deildadeildum / staðinn. “ H.H. segist vera einlægur sam- vinnumaður og óski KEA alls hins besta, „og ekki veldur sá er varar. “ Ekki er ég í vafa um það, að H.H. segir það satt, að hann sé vinveittur samvinnuhreyfingunni. Hitt er fremur vafamál, hvers virði einum málstað þeir menn eru, sem eru svo deigir í hjartanu að þeir kikna í hnjáliðunum um leið og andstæð- ingarnir hefja upp heróp, og fara sjálfir að hrópa með. Þetta segi ég vegna þess, að það getur varla verið tilviljun, að H.H. kemur fram með þetta undarlega innlegg sitt nú þegar óvildarmenn samvinnuhreyfingarinnar bæði norðan og sunnan heiða hafa verið venju fremur hávaðasamir og ófriðlegir í hennar garð. Hvað er það þá sem gerst hefur nýverið og réttlætt gæti orðalag eins og að teygja sig inn í skúma- skot og soga til sín smáfyrirtæki? Helst dettur mér í hug að átt sé við tveggja ára gömul kaup á fóður- vörufyrirtækinu Bústólpa, sem tvö kaupfélög sameinuðust um og stofnuðu sameignarfélag það, sem kallað er fóðurvörudeild þessara félaga. Þarna höfum við orðið deild, en hvar eru deildadeildirnar? Þarna var sannarlega ekki um neina nýja starfsemi að ræða því að verslun með fóðurvörur hefur ná- lega frá upphafi vega verið þýð- ingarmikill þáttur í þjónustustarf- semi KEA og annarra kaupfélaga við sveitabændur. En hvað um skúmaskotin? Ekki eru það ný tíðindi að KEA hafi náð að teygja sig um allar byggðir Eyjafjarðar. Það er ein hálf öld síðan það gerðist. Ætli að það geti hugsast að H.H. sé með þessu orði að meina „skúmaskot", sem heitir Hjalteyri, en þar setti KEA upp smáverslunarútibú í fyrra og hóf um líkt leyti að taka á móti afla sjómanna þar á staðnum og verka í skreið? Ég get fullvissað H.H. um að þetta var einvörðungu gert fyrir mjög eindregnar og almennar óskir sveitarstjórnar og einstaklinga í Arnarneshreppi. Og reyndar veit ég að ýmsum þar fannst, að kaupfé- lagið hefði gjarnan mátt vera fljót- ara á sér að koma þessu til fram- kvæmda. Og þessi „skúmaskot" eru reyndar mörg. Eitt þeirra er úti á Hjörtur E. Þórarinsson. Hauganesi, þar sem H.H. bjó lengi á næstu grösum og amaðist þá aldrei við. Og eitt „skúmaskotið“ er alla leið úti í Grímsey og svo má áfram telja. Ég get yfirleitt fullvissað H.H. um að KÉA er ekki í þeim hug- leiðingum að leggja inn á ný svið athafnalífsins um þessar mundir. Annað mál er það, að alltaf jafnt og þétt er verið að bjóða fram og leggja að félaginu að taka að sér hin og þessi verkefni, gerast meðeig- andi í einhverju fyrirtækinu, forða því að eitt eða annað þarfafyrirtæki sigli í strand eða leggi upp laupana. Dæmin eru fjölmörg, sem ég gæti nefnt. Oftast nær bægir stjórn kaupfélagsins kaleiknum frá sér, en fyrir kemur þó, að málið þykir svo gott að vert sé að leggja því lið. Nú er t.d. verið að biðja KEA, og reyndar önnur kaupfélög á Norð- urlandi austanverðu, að gerast hluthafar í byggingu grasköggla- verksmiðju í Þingeyjarsýslu. Og þar eru helst horfur á því, að marglytt- an teygi einn arminn inn í það skúmaskotið líka til viðbótar við öll hin. Hvaða lærdóm rná af þessu draga? Líklega helst þann, að yfir- leitt er fólk ekkert hrætt við KEA, þótt stórt sé og hafi marga arma og geti vel hugsað sér að það stækki enn og fjölgi örmunum. Að lokum ætla ég að gera nokkuð, sem að líkindum er alveg stórhættulegt af leikmanni að gera. Ég ætla að leyfa mér að setja spurningarmerki við náttúrufræði- kenninguna í grein Helga Hall- grímssonar vinar míns og samherja á náttúruverndinni. Risaeðlur dóu út, af því að þær voru orðnar of stórar, segir hann. Er það nú víst, ekki þarf það að hafa verið orsökin. Hversu margar þúsundir tegunda af smádýrum hefur móðir náttúra ekki getið af sér á aldanna rás, tegundir, sem síðan hafa reynst mislukkuð á einn eða annan hátt og dáið út í sam- keppni við aðrar heppilegri? - Hvalirnir, segir H.H. er annað dæmi um óhóflega stærð í náttúr- unni, og þeir eru líka í hættu. Þetta eru hæpin fræði. Reyðarhvalirnir eru reyndar langstærsta skepna, sem nokkurn tímann hefur verið til á jörðinni, þeir eru a.m.k. 5-10 sinnum þyngri en þyngstu risaeðlur fornaldar. Én þeir eru háþróaðar skepnur og dásamlega vel aðlag- aðar sínu sérkennilega umhverfi og lífsskilyrðum í heimshöfunum. Þeir eiga sér raunverulega enga hættu- lega „náttúrulega" óvini. Það er bara þetta voðalega missmíð nátt- úrunnar, maðurinn, sem ógnar til- veru hvalsins, en af því er ekki leyfilegt að draga þær ályktanir, sem H.H. gerir. Síðan er það marglyttan. Er nokkur skömm að vera líkt við hana? Að vísu er mörgum mönnum illa við hana af því að hún brennir skinnið á þeim, sem ká á henni. Menn segja að hún sé orðin til úr hráka kölska, þar sem heilagfiskið er aftur á móti orðið til úr hráka guðs almáttugs. En marglyttan er einmitt gott dæmi um vel heppnaða smíð náttúrunnar. Hvað skyldi vera mörg hundruð milljónir ára síðan hún varð til og fór að berast um höfin bæði heit og köld? Síðan hafa komið fram fiskar og aðrir sjávar- búar, heilar fylkingar og herskarar, runnið sitt skeið og dáið út. En marglyttan lifir allt af sér og siglir sinn sjó gegn um þykkt og þunnt. Hún gæti sem best verið tákn stöðugleikans og mundi sem slík sóma sér prýðisvel í hvaða félags- merki sem væri. Hjörtur E. Þórarinsson form. stjórnar KEA. Umsjón: Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson I upphafi blakvertíðar Senn færist skammdegið yfir og blakarar, víðast hvar, búnir að taka fram skokkskóna fyrir alllöngu. Svo mikið er víst að íslandsmeist- arar Þróttar hafa æft grimmt síð- ustu mánuði, enda talsvert í húfi þar sem þeirra fyrsti leikur er í Evrópukeppni meistaraliða, en þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem íslenzkt blaklið tekur þátt í slíkri keppni. Keppnistímabilið hefst nú, eins og áður, með haustmóti, sem verð- ur að þessu sinni haldið á Nes- kaupstað dagana 24.-25. október. Verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst með þátttöku, en oft hefur reynst erfitt að fá lið af Stór- Reykjavíkursvæðinu til keppni í slíkum hraðmótum ef þau hefur átt að halda utan borgarmarkanna. I 1. deildinni leika nú 5 lið. og er leikin fjórföld umferð. Síðast kom botnsætið í hlut Framara, en lið UMSE vann sig upp á ný, eftir eins árs setu í 2. deild. I. deildin mun hefjast með leik UMSE og Í.S. hér á Akureyri þ. 31. okt. Þróttur Eins og áður er ritað, tekur Þróttur þátt í Evrópubikarkeppn- inni, sem íslandsmeistarar. Liðið hefur undanfarin 2 ár borið höfuð og herðar yfir önnur íslenzk blaklið og á undirritaður ekki von á neinni breytingu þar á í bráð. Þróttur er það félag, sem hvað mesta rækt hefur lagt við þessa íþróttagrein og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Litlar mannabreytingar eru hjá liðinu frá ári til árs. Þó hafa þau tíðindi gerst að Valdimar Jónasson, sem hefur um árabil, verið einn af „kjarnaköllum“ liðsins, nú lagt skóna á hilluna og gerst þjálfari þess. Er ekki að efa að hann nýtur þar góðs stuðnings Leifs Harðar- sonar, sem þjálfaði liðið síðastliðið ár, en leikur nú með því, sem uppspilari. Þróttarar munu sennilega ekki breyta leikaðferð sinni mikið en þeir hafa leikið sterkt Evrópublak, sem byggist mikið á háu uppspili og sterkum kantsmössurum. Helsti veikleiki þeirra hefur verið sóknin á miðjunni. 1. sætið til Þróttar. Víkingur Þjálfarabreyting hefur einnig orðið hjá Víkingum. Kínverjinn Ni Fenggou hefur nú tekið pokann sinn og horfið á heimaslóðir eftir tveggja ára þjálfunartíma. Er Vík- ingum mikil eftirsjá í Ni, og er eft- irmaður hans, Jóhann Sigurjónsson ekki öfundsverður af hlutverki sínu. Víkingar munu ekki breyta leikaðferð sinni, þrátt fyrir þetta, en leika, í anda fyrrverandi þjálfara síns, létt og hratt austurlandablak, sem þeir byggja upp með lágu uppspili af kantinum, er krefst mikillar snerpu af sóknarmönnum, en er erfitt viðfangs fyrir hávarnir mótherjanna. Ég spái Víkingi 4. sætinu. I.S. Stúdentar eru nú eina félagið í fyrstu deild, sem hefur erlendan þjálfara. Sá er Rússi, Igor Niki- forov að nafni. Var hann einnig þjálfari þeirra síðasta keppnis- tímabil. Rússar hafa löngum þótt liðtækir blakarar, en leikur þeirra nokkuð þungur og kerfisbundinn og allt öðruvísi uppbyggður en hinna léttleikandi Asíubúa t.d. Verður fróðlegt að sjá hvernig stúdentum vegnar í vetur undir stjórn Igors. Þeir leika hratt blak, sem hefur hentað liðinu betur en margt annað því meðalhæð þess hefur ekki verið til þess að státa af. Þó hefur þeim nú bæzt góður liðs- auki þar sem er Þórður Svanbergs- son, sem áður lék með UMSE, en hann er nú við nám í H.í. Þórður er vel yfir 1,90 m á hæð og verður örugglega mjög erfiður viðureignar í vetur, sérstaklega ef þjálfara hans tekst að draga hann lengra frá net- inu i smössum. Ég býst við því að Í.S. eigi í harðri baráttu um 2. sætið og þá sennilegast við UMSE. UMFL Það hefur oft reynst erfitt að spá fyrir Laugdælum. Þeir byggja lið sitt að mestu leyti á nemendum úr íþróttakennaraskólanum að Laug- arvatni, en þar er nú helsta uppeldisstöð íslenzkra blakara. (Það er víst sagt, og einstaka menn státa sig af því, að vagga blaksins sé hér á Akureyri, en ekki hafa íþróttafélögin hér mikið viljað kannast við krógann, fram að þessu). Það er með UMFL eins og önnur skólalið. Menn koma og fara og yfirleitt tekst ekki að ná upp nauðsynlegum kjarna til þess að byggja utanum. Þetta verður til þess að árangur slíkra liða er mjög r Leikmenn U.M.S.E. og l.S. í baráttunni. Mynd: Ó.Á. gloppóttur og lið, sem er í einu af fyrstu sætunum eitt árið getur þurft að berjast örvæntingarbaráttu um sæti sitt í deildinni það næsta. Ég spái UMFL falli í þetta sinn, en þó með miklum fyrirvara. Þetta eru líkamlega mjög sterkir strákar og geta barist eins og ljón ef því er að skipta. Mesti veikleiki þeirra er hins vegar boltameðferðin. U.M.S.E. Nýliðarnirí l.deild. Eyfirðingar, eru spurningamerki vetrarins. Þeir hafa nú á að skipa allgóðu manna- vali, en talsvert hefur verið um breytingar innan hópsins. Til liðs við félagið gengu í fyrra margir góðir menn og undir lok keppnis- tímabilsins hafði náðst saman all- sterkur kjarni, sem m.a. átti sinn þátt í sigri liðsins í 2. deildinni og stórleik þess í úrslitaleik Lands- móts UMFÍ í sumar þegar þeir sigruðu UMFL 3-0. Síðan þá hafa þeir Þórhallur Bragason og Gunnar Jónsson lagt skóna á hilluna og Þórður Svanbergsson gengið til liðs við Í.S. eins og áður er ritað. Þá gerðist það í haust að karlalið ÍMA gekk svo til eins og það lagði sig, yfir í raðir UMSE. Það að íþrótta- félag Menntaskólans treystist ekki, peninganna vegna, til þess að halda úti keppnisliði, er sorglegur kapí- tuli útaf fyrir sig og verður ekki rakinn hér nánar. Eyfirðingar hafa, hingað til, leikið það sem á hinum Norðurlöndunum er kallað „betonvolley" þ.e. spil byggt upp á uppspili af miðjunni og smössum utan af köntunum. Kerfi þetta býður ekki uppá eins mikla sókn- armöguleika og hið viðtekna „hlauparakerfi" þar sem uppspil- arinn er sóttur aftur i raðir varnar- mannanna og þar með fengnir 3 lausir „smassarar" i stað tveggja. Ekki er ólíklegt að breyting verði á þessu í vetur undir stjórn Halldórs Jónssonar, sem þjálfar liðið annað árið í röð. Það er erfitt að spá um árangur liðsins í vetur. Mikið veltur á því að stuðningsmenn þess láti sig ekki vanta á bekkina í heima- leikjum þess. Ef það verður og hinir ungu leikmenn liðsins standast þá pressu sem því fylgir að leika í fyrstu deild, verður liðið í barátt- unni um efri sætin. Sennilega hafnar það í 3ja sæti. Hvort undirritaður hefur rétt fyrir sér með þeim spádómi, getur strax komið í ljós í fyrsta leik liðs- ins, en hann verður í fþróttahúsi Glerárskóla, laugardaginn 31. okt. n.k. kl. 15.00. Sigurður Harðarson. MIKILVÆGUR LEIKUR HJÁ ÞÓRSURUM íslandsmótið í handknattleik heldur áfram um helgina. Á föstudagskvöldið leika í þriðju deild Þór og Ármann. Ár- menningar eru taldir vera með eitt sterkasta lið deildar- innar, þannig að búast má við hörkuleik. Þórsurum hefur hins vegar gengið vei í leikjum sínum til þessa, og ef þeim tekst að sigra Ármann á sínum heimavelli er önnur deildin innan seilingar. Ármann leikur síðan á laugar- daginn við Dalvík hér í íþrótta- skemmunni, en skemman er heimavöllur Dalvíkinga. Það er eins með Dalvík og Þór að þeim hefur vegnað vel í leikjum sínum í deildinni til þessa, og veita vonandi Ármanni hörkukeppni. KA fer á laugardaginn til Hafnarfjarðar og leikur þar í fyrstu deild við FH. Ef þeim tekst eins vel upp þar og á móti Val, eiga þeir möguleika á að koma heim með stig í pokahorninu. GÓÐIR SIGRAR DALVlKINGA Um helgina léku Dalvíkingar tvo leiki í þriðju deildinni í handbolta. Á laugardaginn léku þeir við Ögra og fór sá leikur fram í Laugardalshöll. Dalvíkingar unnu sann- færandi sigur, skoruðu 24 mörk en fengu aðeins á sig 15. Daginn eftir léku þeir við ný- liða í deildinni, Skallagrím frá Borgarnesi, og fór sá leikur fram á þeirra heimavelli. Þar voru Dalvíkingar aldeilis í stuði, skor- uðu 38 mörk á móti 23. Þeir hafa því fengið fjögur stig í sínum fyrstu þrcmur leikjum og er það ágæt byrjun. Þjálfari Dalvíkinga Magnús Guðmundsson mun hafa meiðst á fingri í þessum leikjum og er ekki vitað hvort hann verð- ur frá keppni á næstunni þess vegna. Einliðaleiksmót á laugardaginn Á laugardaginn verður einliðaleiksmót í badminton í íþróttahúsi Glerárskóla. Mótið hefst kl. 14 og er öllum opið. 4 - DAGUR - 15. október 1981 15. október 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.