Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 5
Utgefandi: UTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Ullar- og skinna- iðnaðurinn fái sambærileg kjör Það er eðlileg krafa, að ullar- og skinnaiðnaðinum verði gefinn kostur á sambærilegum kjörum og aðstöðu og orkufrekur iðnaður hefur í dag eða fengi, ef um slíkan iðnrekstur yrði samið á næstunni. Þetta kemur fram í viðtali við Stef- án Valgeirsson, alþingismann, sem Dagur átti við hann og birt er íblaðinu ídag. Stefán segir að það sé meira að segja eðlilegt, að ullar- og skinn- aiðnaðurinn fái hagstæðari kjör en orkufrekur iðnaður, þar sem sá fyrrnefndi sé byggður á innlendu hráefni en sá síðarnefndi á er- lendu hráefni. Þegar auk þess sé til þess litið, að ullar- og skinn- aiðnaðurinn sé vel til þess fallinn að dreifa honum eða úrvinnslu- greinum hans um strjálbýlið og nýta þann vinnukraft sem þar sé fyrir hendi, þá styðji það enn frek- ar þessi sjónarmið, ekki hvað síst með tilliti til þeirrar stefnu ríkis- stjórnarinnar, að viðhalda fullri atvinnu og halda búsetu í svipuðu horfi og nú er. Stefán Valgeirsson bendir á, að það yrði alvarlegt áfall fyrir byggðastefnuna ef hinar fjöl- mörgu prjóna- og saumastofur víðs vegar um landið fengju ekki verkefni og yrðu að hætta rekstri. Það myndi óhjákvæmilega draga kjark úr mönnum til atvinnuupp- byggingar á strjálbýlum svæðum landsins, ef þessi tilraun með iðn- aðaruppbyggingu í tengslum við ullar- og skinnaiðnaðinn mistæk- ist. Eðlilegast sé að færa iðnaðar- tækifærin til fólksins, eins og gert hafi verið í þessu tilviki, en ekki öf- ugt. Hann segir í viðtalinu, að ef ullar- og skinnaiðnaðurinn fengi sambærileg kjör við þann orku- freka iðnað sem risinn sé í landinu, væri til dæmis auðvelt að tvöfalda skinnaiðnaðinn á næstu tveim til þrem árum og við það fengju 400 manns atvinnu í þeirri grein, til viðbótar þeim sem í henni starfa nú. Stefán telur að ekki þurfi mikla fjárfestingu til að ullar- og skinnaiðnaðurinn geti bætt við sig 1200 manns á næstu 7 árum og aðeins þyrfti lítið brot af því fjármagni, sem þarf til að skapa jafn mörg atvinnutækifæri við orkufrekan iðnað. Stefán Valgeirsson ieggur til, að úttekt verði gerð á því hversu ullar- og skinnaiðnaðurinn sé megnugur, ef hann fengi sömu aðstöðu og sömu kjör og orku- frekuriðnaður. SKÁKMENN í NÝTT HÚSNÆÐI „Veldur byltingu“ segir Karl Steingrímsson formaður Skákfélags Akureyrar „Að fá þetta húsnæði kemur til með að hafa mikil áhrif tii góðs á alla starfsemi okkar, við fáum nú aðstöðu til þess að hafa opið öll kvöld vikunnar fyrir æfingar og fleira og get- um nýtt helgarnar að vild“ sagði Karl Steingrímsson for- maður Skákfélags Akureyrar í samtali við DAG, en á dögun- um flutti Skákfélagið i nýtt húsnæði við Strandgötu. Skákfélagið er komið hátt á sextugsaldurinn, og hefur alla tíð átt í hinu mesta húsnæðisbasli. „Við höfum sífellt verið á hlaupum úr einum stað í annan, og það hefur auðvitað háð starf- semi okkar mjög mikið að þurfa að vera á harðahlaupum með töflin og annað um allan bæ. Petta hefur einnig orðið til þess að það hefur verið erfiðara en ella að fá menn til þess að starfa í stjórn og þess háttar.“ „Veriðáhlaupum“ ,,Þó hefur þetta aðeins batnað hin allra síðustu ár. Við vorum í Hvammi síðasta ár og árið þar áður í samkomusal Sambands- verksmiðjanna, við höfum verið í Landsbankasalnum og það má segja að þegar á heildina er litið höfum við verið á hlaupum. “ ,,Nú þegar við erum komnir í nýtt húsnæði getum við skipulagt starf okkar fram í tímann, mót og annað, og við getum boðið fé- lögum okkar upp á viss æfinga- kvöld sem ekki hefur verið hægt áður. Við höfum fengið þau húsakynni þar sem við höfum verið áður, fyrst og fremst fyrir keppni. Þetta nýja húsnæði gerir það að verkum að við getum haldið námskeið, boðið upp á kennslu og haft fastar æfingar. Þetta á eftir að valda byltingu í öllu starfiokkar.“ Skákmenn á öllum aldri „Skólarnir á Akureyri hafa sinnt skákinni vei og nú í dag eru komnir strákar til okkar sem hafa stigið sín fyrstu spor í skákinni í skólunum. Þetta er nokkuð stór hópur af strákum á aldrinum 10 til 15 ára, en félagar í Skákfé- laginu eru á öllum aldri, sá elsti er Friðgeir Sigurbjörnsson, 84 ára og enn í fullu fjöri og virkur í starfinu.“ Stjórn og varastjórn Skákfélags Akureyrar. Fremri röð frá grímsson formaður, Jón Árni Jónsson og Pálmi Pétursson. Á vinstri: Smári Ólafsson, Gylfi Þórhallsson, Jakob Kristins- myndina vantar Nfels Ragnarsson og Sigurjón Sigurbjörns- son, Jón G. Viðarsson. Aftari röð frá vinstri: Karl Stein- son. Ljósmyndir gk. Hópur ungra skákmanna mætti við opnunarveislu nýja húsnæðisins og auðvitað var gripið i tafl. „Það eru um 100 manns í fé- laginu og af þeim eru um helm- ingur vel virkir sem verður að teljast gott. Ég get nefnt það að nokkrir sjómenn’ eru félagar hjá okkur og nú getum við boðið þeim upp á aðstöðu til þess að tefla þegar þeir koma í land sem ekkivarhægt áður.“ „Æskulýðsráð er tilbúið að taka þátt í námskeiðshaldi með okkur sem færi þá e.t.v. þannig fram að við fengjum hingað norður þekkta meistara, t.d. stórmeistara eða alþjóðlega meistara sem myndu annast kennslu og jafnvel tefla fjöltefli. Slíkt myndi auka áhugann mjög, sérstaklega hjá þeim yngri þótt þeir eldri hefðu að sjálfsögðu mjög gott af því.“ „Mér finnt áhugi ungra stráka á skákinni vera að aukast og al- mennur áhugi þeirra er meiri en áður var eins og reyndar hjá full- orðnum. Við erum alltaf að fá nýja félaga í okkar hóp. “ Blómlegt starf — Karl sagði að þrátt fyrir húsnæðisvandræði hafi starfið undanfarin ár verið mjög blóm- legt, og sennilega aldrei eins og s.l. ár. Skákfélagið sendi ung- linga til keppni og þjálfunar í New York, sent var lið í íslands- mótið og Norðurlandsmótið. Þá átti félagið fimm fulltrúa í lands- liðinu sem keppti við færeyinga í skák og sigraði. Félagið veitti um 30 af félögum sínum ferðastyrki til þess að auðvelda þeim að greiða ferðakostnað á hin ýmsu mót víðsvegar um landið og er- lendis. „Það helsta sem er á döfinni hjá okkur núna er að ljúka frágangi á hinu nýja húsnæði, við þurftum að koma þarna upp snyrtingu og annarri aðstöðu og fjármögnum þann kostnað al- gjörlega á eigin spýtur. Við vilj- um leggja mikið á okkur til þess að fá þarna góða aðstöðu. Næsta mót hjá okkur er Haustmót og þá erum við að hefja útgáfu blaðs og vonumst til þess að fá af því ein- hverjar tekjur til þess að greiða kostnaðinn við lagfæringar á nýja húsnæðinu, en þegar það er frá er óhætt að segja að við séum orðnir mjög vel settir“ sagði Karl, og hann notaði tækifærið til þess að þakka bæjaryfirvöldum fyrir stuðning við félagið sem hann sagði að væri mikill og vel met- inn. „ULLAR- OG SKINNAIÐNAÐURINN FAI SAM- BÆRILEG KJÖR VIÐ ORKUFREKAN K>NAГ Erfiðleikar ullar- og skinnaiðn- aðarins hafa mikið verið til um- ræðu að undanförnu. DAGUR ræddi við Stefán Valgeirsson al- þingismann um þessi mál, og innti hann eftir því hvaða af- leiðingar þessir erfiðleikar hafi haft. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur verið verulegur hallarekstur á þessum iðnaði að undanförnu sem m.a. má rekja til þeirrar gengisþróunar sem orðið hefur á þessu ári hjá hinum ýmsu gjaldmiðlum, þó fleira komi þar til. Þessi taprekstur hefur leitt það af sér að t.d. SÍS verksmiðjurnar á Akureyri hafa neyðst til þess að grípa til allskonar aðhaldsaðgerða, eins og að draga úr og jafnvel taka alveg af yfirvinnu í sumum starfs- greinum. Þetta er mjög tilfinnanlegt fyrir þá starfsmenn sem missa yfir- vinnuna því hún hefur verið veru- legur hluti af heildartekjunum í þessum iðnaði á undanförnum árum.“ — í hverju eru þessir erfíðleikar einkum fólgnir? „Fyrir utan þá gengisþróun sem ég gat um er það verðbólgan sem er að kyrkja þennan atvinnurekstur. Fjármagnskostnaðurinn er orðinn svo yfirþyrmandi að engu tali tekur og fráleitt að iðnrekstur sem keppii á erlendum mörkuðum eigi nokkra möguleika eins og að þessum atvinnurekstri er nú búið í landi okkar. Og svo þegar við þetta bæt- ist að fyrirtækin eru komin í mikinn taprekstur, eins og á sér stað með ullar- og skinnaiðnaðinn, og þurfa að taka stór lán af þeim ástæðum, til að halda hlutunum gangandi, þá er stutt í endalokin ef ekki er brugðið við á réttan hátt og gerðar ráðstafanir til að rekstrinum sé komið á þann grunn að hann sé rekinn réttum megin við strikið.“ — Til hvaða ráða er hægt að grípa svo þessi iðnaður fái raun- verulegan samkcppnisrundvöll á erlendum mörkuðum? „Það er ekki auðvelt að svara því, en ég sé ekki betur en það sé eðlileg krafa að þessi iðnaður eigi kost á því að fá sambærileg kjör og astöðu og orkufrekur iðnaður hef- ur í dag eða myndi fá, ef um slíkt yrði samið á næstunni eins og há- værar kröfur eru nú uppi um. Það er meira að segja eðlilegt að þessi iðnaður fái hagstæðari samninga en orkufrekur iðnaður sem grund- vallaður er á erlendu hráefni. Og það kemur enn fleira til sem styður það, að ullar- og skinnaiðnaður fái hagstæðari samninga en orkufrek- ur iðnaður, ef menn á annað borð meina eitthvð með því sem þeir segjast stefna að í atvinnu- og byggðamálum.“ — Við hvað átt þú? „Til dæmis markmið númer eitt hjá ríkisstjórninni og stuðnings- flokkum hennar, að viðhalda fullri atvinnu og að búsetan í landinu haldist í svipuðu horfi og nú er. Þessu markmiði verður ekki náð í næstu framtíð í þessu kjördæmi að minnsta kosti, nema ullar- og skinnaiðnaðinum verði búin þau Stefán Valgeirsson. rekstrarskilyrði að hann sé fær um að keppa á erlendum mörkuðum. Allvíða um landið hafa verið settar á stofn prjóna- og saumastof- ur í sambandi við þennan iðnað. Þær hafa verið mjög þýðingarmikl- ar í atvinnulegu tilliti á hinum ýmsu stöðum en nú eru þær flestar verk- efnalausar, sem er fyrst og fremst afleiðing þeirra þrenginga sem þessi íðnaður er nú í. Það yrði mjög al- varlegt áfall fyrir byggðastefnuna í þessu landi ef prjóna- og sauma- stofurnar fá ekki verkefni og það verkefni, sem geta staðið undir líf- vænlegum launagreiðslum. Því ef þessi tilraun mistekst, með iðnað- arstarfsemi í strjálbýli, einmitt þann iðnað sem þjóðin hefur þróað með sér í gegn um aldirnar, þá er hætt við að slík reynsla muni draga mjög kjark úr mönnum til að fara út í aðra starfssemi, fara út í nýjan atvinnurekstur á hinum strjálbýlli svæðum. Ullar- og skinnaiðnaðurinn er mjög vel fallinn til þess að dreifa honum út um landið að einhverju leiti, t.d. í sambandi við fatagerð, og ég kem ekki auga á annan kost betri fyrir minni þéttbýlisstaði og einnig strjálbýlið til að nýta þann vinnukraft sem ekki hefur atvinnu við sitt hæfi í sinni heimabyggð. Við eigum að færa iðnaðinn til fóiksins eftir því sem við verður komið en ekki hið gagnstæða, eða þannig skil ég byggðastefnuna og vil útfærahana. Bygging orkuvera og verksmiðja taka til sín mikið vinnuafl en slíkar framkvæmdir myndu ekki taka við mörgu af því fólki sem vinnur nú við ullar- og skinnaiðnaðinn því ég hygg að 70% af þeim sem þar vinna séu konur, en fram að þessu hafa fáar konur unnið við mannvirkja- gerð.“ — Nú eru margir þeirrar skoð- unar að bjarga eigi atvinnumálun- um með orkufrekum iðnaði. Hvað vilt þú segja um það? „Jú sumir virðast telja að það séu einu bjargráðin sem unnt sé að grípa til eins og á stendur. Ég tel að þjóðin eigi ekki að flana að neinu í þeim málum. Við eigum að gera það upp við okkur hvernig við vilj- um byggja upp atvinnulífið í þessu landi og ég tel það mjög vafasamt að ætla að meirhluti þjóðarinnar telji þann kost eftirsóknarverðast- an að byggja á orkufrekum iðnaði fyrst og fremst. Mér er nær að halda að meirihlutinn vilji ekki bygja á orkufrekum iðnaði nema sýnt sé að við getum ekki haldið uppi fullri atvinnu með öðru móti. Sem sagt að orkufrekur iðnaður sé í raun neyðarkostur sem beri þó að grípa til þegar aðrar leiðir virðast lokaðar, til að halda uppi fullri atvinnu. Að mínu viti er alveg fráleitt að bjóða slíkum atvinnurekstri upp á alit önnur og betri kjör en t.d. alís- lenskum iðnaði eins og ullar- og skinnaiðnaðurinn er, og ekki síst þegar það liggur á borðinu að ef hann hefði nú sömu skilyrði og orkufrekur iðnaður væri auðvelt að tvöfalda t.d. skinnaiðnaðinn á næstu 2-3 árum sem myndi þýða að a.m.k. 400 manns fengi þar atvinnu til viðbótar þeim sem þar vinna nú. Og það ereinnig auðvelt a.m.k. að þrefalda þennan iðnað á 7 árum og myndi það útvega 800-900 manns atvinnu til viðbótar þeim sem nú vinna við þennan iðnað. Ullariðnaðurinn hefur einnig verulega aukningarmöguleika á næstu árum ef rekstrarskilyrði verða fyrir hendi, en ég fer ekki út í þá sálma að sinni. Og þá myndu einnig prjóna- og saumastofurnar fáverkefni. Það hefur verið talað um það að virkja stórt og virkja mikið og stefna að því að nýta um 400 mega- wött af raforku til orkufreks iðnað- ar á næstu 12-15 árum. Eftir þeim upplýsingum sem fyrir liggja myndu 400 megawött, sem notuð yrðu í kísiljárnframleiðslu og ál- framleiðslu, veita um 1200 manns atvinnu þegar slíkar verksmiðjur væru komnar í fulla framleiðslu. Fjármagnskostnaðurinn er talinn vera í kísiljárnverksmiðju 4-5 mill- jónir á hvern mann sem verður þar í framleiðslunni en 7-9 milljónir þegar um álbræðslu er að ræða eða fast að því einn milljarður gamalla krónaáhvernmann. Islendingar ætla sér að eiga meirihlutann í þessum verksmiðj- um. Hér er um mikið fjármagn að ræða og þessi rekstur er engan veg- inn áhættulaus frekar en önnur framleiðsla. A hinn bóginn mun ekki þurfa að fjárfesta í ullar- og skinnaiðnaði nema brot f þessari upphæð svo hann gæti bætt við sig 1200 manns á næstu 7 árum. Það hlýtur því að vera krafa allra Norð- lendinga að það verði nú þegar gerð úttekt á því hvers ullar- og skinnaiðnaðurinn er megnugur ef hann fengi sömu kjör og aðstöðu Framhaldbls. 6. Umsjón: Ólafur Ásgeírsson Krlstján Arngrímsson Sanngjarn sigur FH „Þetta var sanngjarn sigur hjá FH“ sagði Þorleifur Ana- níasson fyrirliði KA eftir leikinn við FH á laugardag- inn. Við heldum í við Þá fyrstu fímmtán mín. í leiknum en þá náðu þeir þriggja marka forustu sem við náðum aldrei að minnka sagði Þorleifur einnig. FH sigraði með 29 mörkum gegn 23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17-13 fyrirFH. Þorleifur sagði að hinn stóri völlur í Hafnarfirði hefði háð KA nokkuð, en það kæmi hins vegar andstæðingunum vel til góða. Þeir eru með leikkerfi sem byrja út í hornunum en þau kerfi ganga ekki upp á vellinum hér í íþrótta- skemmunni. Þorleifur sagðist bú- ast við að Reykjavíkurliðin ættu eftir að verða í vandræðum hér heima vegna vallarstærðarinnar, en útivellirnir verða að sama skapi okkur erfiðir, sagði hann. Hann kvaðst telja FH-liðið betra en Valsliðið, þeir léku miklu léttari og skemmtilegri handbolta. Flest mörk KA gerði Friðjón 8 (3 úr víti) Sigurður og Guðmund- ur G. Gerðu fjögur hver, Þor- leifur og Magnús Birgisson 3, og Jakob 1. Sannfærandi Þórssigur Þórsarar unnu sannfærandi sigur á Ármenningum í þriðju deild í handbolta á föstudags- kvöldið. Fyrir fram voru þessi lið talin einna sterkust í deildinni, en Ármenningar voru engin hindrun fyrir Þórsara sem leiddu leikinn all- an tímann. Þeir skoruðu 28 mörk en Ármenningar aðeins 24. Árni Gunnarsson skoraði fyrra mark leiksins strax á fyrstu mín. þegar hann fór inn úr hægra horninu, en Ármann jafnar síðan Á fundi stjórnarmanna í Körfuknattleiksdeild Þórs og leikmanna sem haldinn var um helgina, var ákveðið að þiggja ekki boð Körfuknatt- leikssambands íslands um að liðið léki í 1. deild í vetur, en það boð barst deildinni s.l. föstudag. Segja má að það sem aðal- lega hafí ráðið þessari ákvörð- Jóhannes á förum Jóhannes Hjálmarsson lyft- ingarkappi er lagður af stað til Bandaríkjanna til að keppa þar á heimsleikum öidunga í lyftingum. Jóhannes keppir í kraftlyftingum í 100 eða 110 kg flokki eftir því hvað vigtin segir á sunnudaginn en þá verður keppt. Jóhannes fór til Reykjavíkur á sunnudaginn og ætlaði að æfa þar tvo daga með Skúla Óskarssyni og Jóni Páli Sigmarssyni sem einnig eru að æfa fyrir heimsmeistaramót sem verður í Indlandi. Jóhannes setti heims- met í sumar í 110 kg flokki, og sagðist vera búin að bæta sig þó nokkuð síðan. Með honum fer sem aðstoðarmaður Halldór sonur hans sem einnig er þekktur kraftlyftingarmaður. Hann kepp- ir þarna á þessum heimsleikum í nafni Lyftingaráðs Akureyrar og fylgja honum árnaðaróskir heimamanna, en í blaðinu á þriðjudag verður nánar sagt frá gengi hans á þessu móti. úr víti. Til að byrja með fengu Þórsarar þriggja til fjögurra marka forustu en þegar líða tók á hálfleikinn fóru Ármenningar að verða ákveðnari og náðu að minnka muninn í eitt mark, en náðu þó aldrei að jafna. f hálfleik var staðan 16 mörk gegn 14 Þór í vil. Um miðjan síðari hálfleik náðu Ármenningar að jafna 20 gegn 20 og þegar fimm mín. voru til leiksloka var staðan 24 gegn 24 og allt gat gerst í leiknum. Þórsar- ar náðu hins vegar að gera fjögur síðustu mörkin og tryggðu sér ör- uggan og sangjarnan sigur 28 un hafí verið það hversu seint boðið barst, en eins og kunn- ugt er hafa ármenningar sem áttu að leika í deildinni dregið lið sitt til baka úr henni. Keppni er þegar hafín í 1. deiid, og ekki hefði verið möguleiki að hefja þar keppni án þess að mæta með erlendan leikmann þar eins og hin liðin. Slíkt tekur auðvitað tíma og er ekki hægt að fara að standa í því máli þegar keppni er haf- in. Þá má segja að Þór mæti með mikið til nýtt lið í keppnina í ár, og er tilvalið að hinir ungu leikmenn liðsins öðlist nauðsynlega reynslu í 2. deildinni. Fyrsti leikur Þórs á keppn- istímabilinu verður næsta laugardag. Þá mætir liðið Tindastól frá Sauðárkróki í íþróttahúsi Glerárskóla, en völlurinn þar verðu heima- völlur Tindastóls í vetur. Leikurinnhefstkl. 15. 6. flokkur karla: Mánudagar kl. 17-17.45 og laugar- dagarkl. 9.30-10.15. 5. flokkur karla: Miðvikudagar kl. 17.45-18.30 og sunnudagarkl. 11-12. 4. flokkur karla: Mánudagarkl. 18.30-19.30 ogmið- vikudagarkl. 18.30-19.20 3. flokkur karla: Mánudagar og miðvikudagar kl. 21-22. gegn 24. Ekki voru leikmenn sáttir við dómgæsluna í leiknum og þurfti margsinnis að stöðva leikinn vegna þess að leikmenn þrösuðu í dómurunum og nokkrir fengu að fara útaf þess vegna. Þó nokkur harka var í leiknum og t.d. fengu Þórsarar 10 vítaköst en Ármenningar 11. Flest mörk Þórsara gerði Sigtryggur sem jafnframt var besti maður leiksins 13 (9 úr víti) Árni St. og Rúnar gerðu 4 Guðjón 3, Árni G. 2 og Jón Sig. og Gunnar Gunn. 1 hvor. Leikurinn hófst ekki fyrr en 38 mín. eftir auglýstan tíma þar er dómarar fundust engir, en hvers vegna engir dómarar mættu til leiksins veit ég ekki. Með þessum sigri tryggja Þórsarar sér topp deildarinnar, og sennilega vinna þeir flesta þá leiki sem þeir eiga eftir, þ.e.a.s. ef marka má styrk- leika þeirra liða sem fréttst hefur af ídeildinni. Sigtryggur Guðlaugsson var mark- hæstur Þórsara. Stórsigur Þórsstúlkna Á eftir leik Þórs og Ármanns á föstudagskvöldið léku í annarri deild kvenna Þór og Afturelding úr Mosfellssveit. Þórsstúlkurnar réðu lofum og lögum á vellinum í þeim leik og sigruðu með 25 mörkum gegn 10. Kvennaflokkur Mánudagar kl. 17.45-18.30 og sunnudagarkl. 12-13. Handknattleiksdeild. Þórsarar vildu ekki fara í 1. deildina KA - handbolti 4 - DAGUR - 20. október 1981 20. október 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.