Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI MsummumBm ,EINS OG AÐ FLYTJA I HOLL‘ segirPállStefánssonyfirbakariíBrauðgerð Kaupfélags Eyfirðinga „Þetta verður allt annað líf, það er eins og að flytja í kon- ungshöll getur maður sagt. Við erum búnir að vera í gamla staðnum í 40 ár og þetta hefur verið eins og aldamótavinna“ sagði Páll Stefánsson yfirbakari í Brauðgerð Kaupfélags Ey- firðinga, en Brauðgerðin flutti um helgina úr gamla húsnæði sínu í Hafnarstræti í nýtt og stórglæsilegt húsnæði í Kaupangsstræti. Þar hófu bakarar vinnu í morgun ásamt aðstoðarliði sínu, og hefur sennilega þótt mikil og góð breyting hafa orðið á starfsskil- yrðum sínum. „Við vorum með steinofna í Hafnarstrætinu allt fram á þennan dag, allt verið bakað á stjaka og tveir menn við ofninn. Öll súkku- laðihúðun hefur farið fram á gam- aldags hátt, súkkulaðið hefur verið í smápottum og sett á með smápensli.“ „Það er orðin gjörbylting hjá okkur við flutninginn. Nú fáum við fimm fullkomna ofna til að baka í, brauðinu ekið í ofnana á sérstökum vögnum sem snúast í ofnunum. Þá er þarna svokallað sílókerfi, allt mjöl er geymt í sílóum og mun þetta vera cina bakaríið utan Reykjavíkur sem er -með þetta kerfi. Það er 10 tonna hveitisíló og 6 tonna síló fyrir rúgmjöl og heilhveiti. “ „Við vorum 22 sem störfuðum í gamla bakaríinu og það var svo þröngt hjá okkur að varla var hægt að stíga niður fæti. T.d. var það þannig í pökkunarplássinu að klofa þurfti yfir kassa og annað til að komast um. Nýja húsnæðið er meira en helmingi stærra, milli 800 og 900 fermetrar. Þetta er eitt full- komnasta bakarí landsins af þeim sem ég hef séð, bæði hvað varðar tækjabúnað og alla aðstöðu þótt þetta sé í gömlu húsi.“ Páll sagði að með þessari nýju og fullkomnu aðstöðu sköpuðust möguleikar á að fá meiri fjöl- breytni í framleiðsluna. T.d. væri nú hægt að baka og senda um allt land svokallað „hart brauð,“ kringlur og tvíbökur, en fram að þessu hefur Brauðgerð KEA að- eins getað boðið upp á linar kringl- ur og horn. — Páll hefur starfað í Brauðgerð KEA í 26 ár, og var greinilega á honum að heyra mjög mikla ánægju með hina glæsilegu og fullkomnu aðstöðu sem starfsfólk Brauðgerðarinnar starfar nú við, eftir þrengsli og „aldamótavinnu- brögð“ undanfarinna ára. Reynolds aftur til Þérsara Um helgina var gengið frá ráðningu þjálfara fyrir meistaraflokk Þórs í knatt- spyrnu fyrir næsta keppnis- tímabil. Ráðinn var heimavanur þjálfari hjá félaginu Douglas Reynolds sem þjálfaði Þór tvö sumur fyrir nokkrum árum, og undir hans stjórn fóru Þórsarar í Douglas Reynolds. fyrstu deild eftir ævintýralega velgengni, þ.e.a.s. eitt ár í þriðju deild, eitt ár í annarri og síðan strax í fyrstu deild. Þeir byrjuðu þá vel í deildinni, en leikmenn áttu við stöðug meisli að stríða, og í viðtali við íþróttasíðuna á þessum árum sagði Reynolds að hann hefði aldrei í neinum leikjum í fyrstu deild getað stillt upp eins liði í tveimur leikjum. Reynolds aflaði sér vinsælda hér í bæ á þessum árum með ljúf- mannlegri framkomu, og íþrótta- síðan óskar honum velgengni í starfi með Þórsara á komandi sumri. Af þjálfaramálum hjá KA er það að frétta að ekki hcfur vcrið tekin nein ákvörðun í þeim efn- um. Hefur verið rætt um að fá Alec Willoghby til þess að koma aftur, en einnig hefur verið um það rætt að reyna að fá íslenskan þjálfara tilliðsins. Mörg fullkomin tæki voru tekin í notkun þegar bakariið flutti í nýja húsið. Þar á meðal er vél sem flytur hveiti eftir pípukerfl úr stórum tank. Um leið hættu hakararnir að þurfa að bera sekkina á bakinu. Hér eru þeir Hermann R. Jónsson (t.v.) og Páll Stefánsson við vélina. Mynd: áþ. Karlakór Noregs Karlakór Akureyrar hefur ver- ið boðið að taka þátt í miklu söngmóti sem fram fer í Álasundi í Noregi árið 1983, og hefur kórinn þegið boðið. Alasund er norskur vinabær Ak- ureyrar, og þar verður þá haldið söngmót norskra karlakóra en einnig verður boðið til mótsins karlakórum víðsvegar frá hinum Norðurlöndunum. Reisa verkalýðs- félögin stórhýsi? Verkalýðsfélög við Eyjafjörð hafa mikinn áhuga á að hefja sem fyrsí byggingu stórhýsis á Akureyri — nánar tiltekið á horni Strandgötu og Geisla- götu, þar sem nú er biðskýli SVA. Að undanförnu hafa fé- lögin haldið fundi um málið og samkvæmt upplýsingum Dags er talið líklegt að 14 félög séu til- búin að byggja og því ætti skrið- ur að komast á málið innan tíð- ar. Bæjarstjórn og ýmsar nefndir innan bæjarkerfisins hafa tekið vel í að verkalýðsfélögin fái að byggja hús á þessum stað. Full- trúar frá Fjármálaráðuneytinu hafa átt viðræður við forystumenn í verkalýðsfélögunum um að nokkr- ar ríkisstofnanir, sem hafa útibú á Akureyri óg eru í leiguhúsnæði, taki þátt í byggingarkostnaði og fái þarna framtíðarhúsnæði, en ekkert hefur verið ákveðið í því efni. Viðmælendur Dags innan verkalýðshreyfingarinnar lögðu á það áherslu að enn ætti eftir að renna mikið vatn til sjávar áður en endanlega yrði ákveðið að hefja framkvæmdir, en einn sagði að al- drei áður hefði verið jafn mikill möguleiki á að byrja og einmitt nú. I þeim hugmyndum sem fram hafa komið er gert ráð fyrir 4ra hæða húsi, 5 þúsund fermetrar að stærð. Rætt hefur verið um að á neðstu hæð gætu verið verslanir og þjónusta af ýrpsu tagi, en skrifstof- ur á efri hæðum, auk fundarsala og nauðsynlegs búnaðar til ráðstefnu- halds. „Lögð verður áhersla á að húsnæðið notist vel,. þgim sem þar starfa og þangað þurfa að Ieita“, sagði einn við- mælanda blaðsins. Sá hinn sami gat þess einnig að verkalýðsfélögin, og e.t.v. önnur starfsemi í húsinu, myndu sameinast um ýmislegt s.s. símaþjónustu, fjölritun og reyna að koma á eins mikilli hagræðingu og hægt væri. Undirbúningur að byggingu húss á umræddum stað hefur staðið í rösk tvö ár. Erindi voru á sínúm tíma send til bæjarins, en hafa ekki hlotið afgreiðslu enda nýlega búið að afgreiða miðbæjarskipulagið og ekki hefur verið ljóst hvort og þá hvaða aðilar væru tilbúnir til að byggja með félögunum. „Ef við fáum leyfi til að byggja þarna og samstarfsaðila, sem eru tilbúnir í þetta með okkur verður hafist handa eins fljótt og hægt er,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. ÍP T ' MT? T? nr r~ ÐÍ1 q) Ly m ,1 Jlb ö J JLJ _ • Ahrif sjónvarps Það er margsannaö mál að sjónvarpið hefur ótrúlega mikil áhrif á fóik. Menn hlýða sjónvarpinu í blindni og má í því sambandi minnast þess að enskir framhaldsþættir hafa haft skondin áhrif á smekk ís- lendinga hvað varðar hús- gögn. Eftir að landinn hafði horft á enska framhaldsþætti um líf enskra hástétta jókst eftirspurn eftir þungum ensk- um húsgögnum og sömuleiðis eftir níðþungum útskornum skápum. Á sínum tíma voru svona þættir sýndir í Svíþjóð og samkvæmt könnun sem gerð var um það leyti reyndust sænskir vera álíka móttæki- legir og frændur þeirra á ís- landl. • Mikil ábyrgð Sagan um húsgögnin rifjaðist upp fyrir Smáu og stóru þegar rætt var við það um ábyrgð sjónvarpsins og um vai á efni í það. Sjónvarpið er sterkur miðill og það er ekki á færi hvers og eins að velja efni í þennan miðil. Bandaríkja- menn hafa gert vandaðar rann- sóknir á áhrifum sjónvarps á börn og unglínga og komist að þeirri niðurstöðu að ofbeldis- myndir geti framkallað ofbeldi i ungum áhorfendum. Lélegar sjónvarpsmyndir slæva hugs- unina og eru engum til gagns. Undir lélegar myndir má hik- laust flokka illa gerðar kúreka- myndir og baðstrandamyndir af ýmsu tagi — síðast en ekki síst myndir sem hafa djöfulinn sjálfan í aðalpersónu eða því sem næst. íslenska sjónvarpið hefur oft verið ásakað um slæmt val á efni, en það verður seint sakað um að hafa á boðstólum siðspillandi mynd- ir eða efni sem getur beinlínis haft skaðleg áhrif á sálarlíf ungra áhorfenda svo eitthvað sé nefnt. • Strangar reglur Eftir að myndbandsbyltingin hófst hafa sprottið upp óteljandi fyrirtæki sem hafa á boðstóium myndir af ýmsu tagi. Samkvæmt þeim athug- unum sem gerðar hafa verið er hluti þess efnis ólöglegur með öllu og mikill hluti myndanna er lélegur svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það er skoðun margra þeirra sem um þessi mál hafa fjallað að það beri að setja þessum fyrirtækjum ákveðnar starfsreglur og að þau eigi ekki að fá að leigja út myndir nema hafa leyfi fyrir þeim. Opinberir aðilar skuli m.ö.o. athuga hverja einstu spólu sem viðkomandi fyrir- tæki hefur í hyggju að hefja út- leigu á. Þetta kann að þykja strangt, en með tilliti til þess hve sjónvarp er áhrifamikið tæki er ekki nema eðlilegt að opinberir aðilar hafi hönd i bagga. Einkafyrirtæki kann að hafa önnur sjónarmið að leiðarljósi en heppilegt getur talist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.