Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■■■■■■^■■BBBSBEBBBranBBHBi BMg!tSMtas3mjs™Baw,ll4yWfMWfflli 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 20. október 1981 .................................... 81. töiublað HBBHBBMjlIlfcMMHHWaMWB Varaformaður Félags bókagerðarmanna um samningamálin: Mikil átök framundan‘ „Nú stendur yfir atkvæða- greiðsia innan Félags bóka- gerðarmanna um það hvort lögð verði höfuðáhersla á það í samningum okkar við atvinnurekendur að væntan- legir kjarasamningar verði látnir gilda frá 1. nóvember. Verði það samþykkt, sem ég reikna fastiega með, þá eru mikil átök fyrirsjáanleg og ekki útiit fyrir að úr þeim leysist án þess að til vinnu- stöðvunar komi. Það er ljóst að ekki er hægt að halda þessari kröfu tii streitu eftir að samningar hafa dregist á iang- inn“ sagði Ársæii Ellertsson varaformaður Félags bóka- gerðarmanna í samtali við DAG. „Þegar Bókbindarafélag ís- lands, Hið íslenska prentarafélag og Grafiska sveinafélagið sam- einuðust í eitt félag, Félag bóka- gerðarmanná, fór fljótlega fram atkvæðagreiðsla um það hvort fé- lagið skyldi sækja um aðild að ASÍ. Því var hafnað, og var meg- inástæðan óánægja með vinnu- brögð ASÍ í kjarasamning- um,sem leiddu til þess að kjara- samningar höfðu dregist úr hömlu, t.d. í 11 mánuði hjá bóka- gerðarfólki í síðustu kjarasamn- ingum. Það hljóta allir að sjá að við höfum ekki hug á því að taka upp þessi vinnubrögð, og því sé ég ekki annað en að til átaka muni koma í næsta mánuði“ sagði Ársæll. Ársæll tjáði DEGI að kröfur Félags bókagerðarmanna væru í 12 liðum. Þeirra á meðal er krafa um að samið verði um sama kaupmátt launa og samið var um í samningum 1977, sem nemur 13-16%. Þá verður lögð áhersla á meiri kauphækkun þeirra lægst launuðu í félaginu. Lögð mun verða á það áhersla að kjara- samningar félaganna þriggja sem nú mynda Félag bókagerðar- manna, verði sameinaðir, og þá upp á við. Krafa er um að félags- menn geti notað veikindadaga sína í veikindum annarra heimil- ismanna, krafa er um lengingu orlofs, þannig að laugardagar verði ekki taldir með, og um ákveðna orlofsuppbót svo eitt- hvaðsénefnt. Ársæll gat þess að samninga- málinu hefði verið vísað til sátta- semjara sem myndi halda fund með aðilum í vikunni. Þá kæmi afstaða vinnuveitenda í ljós, ,,en Ijóst er“ sagði Ársæll, ,,að mcnn eru tilbúnir í harða baráttu; það erekki ofsagt." Fundu fjölda kinda I Fjörðum Á föstudaginn fóru þrír menn úr Grýtubakkahreppi út í Fjörður á vélsleðum. Þeir fundu 125 kindur. Næsta dag fóru fleiri af stað á snjóbíl og vélsleðum. Þegar þeir voru búnir að leita höfðu alls komið í leitirnar um 140 kindur. Ekki tókst að reka þetta safn heim í einum áfanga, en kindurnar og leitarmenn komu tii byggða á sunnudag. Um helgina var einn- ig farið á Flateyjardal og fund- ust þar 9 kindur og 13 fundust á Látraströnd. í Fjörðum fannst eitt dautt lamb og annað var lifandi en ilia farið enda hafði hrafn komist í það. Pétur Axelsson, fréttaritari Dags á Grenivík, sagði að enn væri vitað um 3 kindur í Fjörðum og bú- ist væri við að þær væru fleiri, þar sem ekki tókst að leita eins vel og menn hefðu kosið. „Kindurnar voru orðnar svangar og á það sér- staklega við um þær sem voru inn- arlega. Út við sjóinn var nokkuð snjólétt. Þeir töídu ólíklegt að fé hefði fennt þarna. Féð rakst sæmi- lega í sleðaslóðirnar, en ferðin gekk hægt.“ Sveinn Jóhannesson, fjallskila- stjóri frá Hóli hafði veg og vanda af ferðinni útíFjörður. HLIÐARFJALL ALDREIOPNAÐ SVO SNEMMA Fjölmargir Akureyringar urðu til þess að bregða sér á skíði um helgina, en stólalyftan í Hiíðar- fjalli var opin á laugardag og sunnudag og hefur skíðalandið í Hlíðarfjalli aldrei fyrr verið opnað almenningi svo snemma. Snjór er ekki mjög mikill í fjall- inu, en skíðafæri um helgina var ágætt. Ef snjór helst í fjallinu má búast við að fleiri lyftur en stóla- lyftan verði opnaðar um helgar. Ef unnt verður að hafa skíðasvæðið opið í allan vetur og reksturinn gengur vel, er ekki ófyrirsynju að ætla að únnt verði að fjölga lyftum íHlíðarfjalli. Akureyringar voru fljótir til að bregða sér á skíði um leiðog stólalyftan var opn- uð.MyndH.Sv. Æfingar standa nú yfir af fullum krafti hjá I.eikfélagi Akurcyrar á „Jómfrú Ragn- hciði“ eftir Guðmund Kamban í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem jafnframt leik- stýrir. Frumsýnt verður á föstudagskvöld, en inyndin var tekin á æfingu s.l. föstu- dagskvöld. Ljósm. KGA. HEPPINN Li'\í I Kl INGUR - hlaut rúmlega 60 þúsund krónur í vinning í Getraunum Magnús Guðmundsson, verk- stjóri í frystihúsinu á Dalvík, datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum. Magnús fékk rösk- lega 60 þúsund krónur úr Get- raunum. Magnús var með 16 raða seðil, ein röðin var með 12 réttum og fjórar með 11 réttum. Eftir því sem Dagur kemst næst hefur annar eins vinningur úr Getraunum ekki áður komið í hendur Dalvíkings. „Auðvitað er Magnús alveg himinlifandi," sagði fréttaritari Dags á Dalvík, ,,og það rná segja að þarna hafi vinningurinn komist í réttar hendur. Magnús er hálf þrí- tugur og stendur í húsakaupum og ætli peningarnir renni ekki íþau.“ „Númer eitt hjá mér að mismuna mönnum ekki“ segir Sigurður Gizurarson, sýslumaður þingeyinga um hrossahaldið I Flatey „Það hefur komið fyrir að það hefur verið orðað við mig að hafa afskipti af þessu máii og það fóru eitt sinn fóðurgæslu- menn út í eyjuna. Það eru mörg ár síðan þetta var og mig minnir að þeir hafi verið á vegum Háls- hrepps“ sagði Sigurður Gizur- arson, sýslumaður í Þingeyjar- sýslu, er DAGUR hafði sam- band við hann varðandi frétt blaðsins s.I. fimmtudag um ólöglegt skepnuhald í Flatey á Skjálfanda. „Eg hélt að búskapur væri ekki lengur stundaður í eyjunni, en það kann að vera að það séu þarna ein- hver hross. Það hefur hinsvegar ekkert skriflegt borist hingað til embættisins síðustu árin um það. Hinsvegar er vitað að á megin- landinu er hrossaræktin þannig að hrossin ganga úti allt árið um kring og ég hef ekki treyst mér til þess að gera mun á því hvort menn eru úti í eyju eða uppi á meginlandinu. Beit í Flatey er óvenjulcga góð; þarna er einstök beit. Eg var þarna á ferð einu sinni í marsmánuði og þegar maður skoðaði niður í gras- rótina voru grösin græn.“ . — Heldur þú ekki að þetta sé komið undir árferði? „Jú, það er það. Hitt er það að Flatey er 30 km frá Húsavík og ég býst við því að það sé ekki heimild til þess að gera út leiðangur á kostnað ríkisins til þess að fylgjast með skepnuhaldi á einstökum stöðum.“ — Þitt embætti mun þá ekkert aðhafastímálinu? „Ef það kemur fram formlcg kæra þá verður sú kæra látin sæta venjulegri meðferð. F.g vil hinsvcg- ar ekki fara af stað af sjálfsdáðum því ég veit að á mcginlandinu er víða pottur brotinn varðandi skepnuhald að þessu leiti, stóð ganga víðast hvar úti allt árið um kring og jafnvel ekkert gefið. Það er númer eitt hjá mér að mismuna mönnum ekki.“ AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.