Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 20.10.1981, Blaðsíða 6
AKUREYRI Gróska í bókaútgáfu Bókaforlögin tvö á Akureyri, Skjaldborg og Bókáforlag Odds Björnssonar, gefa út alls 29 bækur á árinu 1981. Fæstar þeirra eru enn komnar á markaðinn, en á næstu dögum fara þær að sjást í hillum bókaverslana og hámarki nær út- gáfan þegar líður nær jólum. Við skulum nú líta á bókatitla þeirra bóka sem forlögin á Akureyri gefa út. Skjaldborg Alls koma 20 bækur út hjá Skjaldborg á þessu ári. Það vekur mesta athygli að Erlingur Davíðs- son er höfundur fjögurra þessara bóka en þær cru skáldverkið ,,Undir fjögur augu“, — ,,Gaman að lifa“, æviminningar Jóhanns Ogmundssonar, sem Erlingur hef- ur skráð, — 10. bindið af ,,Aldnir hafa orðið“ og hestabókin ,,Með reistan makka“, sögur um hesta með fjölda mynda og eru það 17 mannssem þarsegjafrá. Af öðrum bókum má nefna ,,Minningarbók íslenskra her- manna" sem er komin út, — ,,Mannlíf í Mótun", síðara bindi æviminninga Sæmundar G. Jó- hannssonar, — ,,Lengi vœntir von- in“ sem er 3. bindi æviminninga Einars Kritjánssonar, — ,,Daufir heyra“ sögur úr þjónustu sem er skáldverk eftir Jón Bjarman, — ,,Fornar rœtur“ skáldsaga eftir Aðalheiði Karlsdóttur, —,, Ast og dagar, “ skáldsaga eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur. Haraldur Sigurðsson hefur skráð bókina ,,Skíðakappar fyrr og nú“ en þar segja yfir 20 skíðakappar frá og er bókin prýdd fjölda mynda. ,,Meðal gamalla granna“ er minn- ingarbók éftir Braga Sigurjónsson. Þá eru tvær þýddar bækur, ,, Geimskipsmáninn dularfulli“ eftir Don Wilson í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar og ,,Hans hágöfgi“ spennuskáldsaga eftir David Beaty sem Gissur þýddi einnig. Barna og unglingabækur Skjald- borgar eru fimm talsins. ,,Geiri glerhaus“ heitir ný bók Indriða Úlfssonar, — ,,Káta á hœttuslóð- um“ er 11. bókin í flokknum um Kátu litlu eftir Hildegard Diessel í þýðingu Magnúsar Kristinssonar en þetta er saga fyrir yngstu les- endurna. ,,Systurnar í Sunnuhlíð“ Tveir varamenn á Alþingi I gær tóku tveir varaþingmenn Framsóknarflokksins sæti á Alþingi. Hákon Hákonarson tók sæti á þingi fyrir Ingvar Gíslason, menntamálaráðhcrra, sem er er- lendis, og Níels Á. Lund tekur sæti á þingi fyrir Guðmund Bjarnason, sem nú situr þing Sameinuðu þjóð- annaíNew York. Hákon Hákonarson. =|J=I MINNING 11 Magnús Sigurðsson fyrrv. bóndi Björgum, Hörgárdal Fæddur 4. maí 1896 Dáinn 23. ágúst 1981 Er haust fór að og húmið styrkti völdin var heimanför þín gjörð þá hefur þú séð rofna rökkurtjöldin og risa græna jörð. Þér vöxtur gróðrar veitti jafnan gleði, er vorið auðlegð gaf og vaka og starf æ var að þínu geði — þar var ei slegið af. Þú bjóst með dug og býli þínu unnir — þig brast ei viljastyrk. Þú hlutverk bóndans raunhæft rækja kunnir — það rökin sýndu virk. Þú ræktir vel þinn garð með bjartri brúði, — sem bar þér yl og ljós. Með dætrum þrem af dyggð að arni hlúði, svo dýrust gréri rós. En þegar kul og rökkur vex í ranni — og rósir hníga ótt, er þeim sem þreyttur bíður sælt með sanni að sofna mega — rótt. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. heitir bók Jóhönnu Guðmunds- dóttur frá Lómatjörn. Heiðdís Norðfjörð hefur samið bókina ,,Bjössi og hvolpurinn hans“ og Þóra Sigurðardóttir myndskreytir og þá er aðeins ógetið um 3. bókina um Dolla dropa en hún ber heitið ,,Dolli dropi í Kína“ og eru myndir og texti eftir Jónu Axfjörð. Bókaforlag Odds Björnssonar Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út 9 bækur á árinu. Ein þeirra er þegar komin út, en það er ,,Ar- bók Akureyrar“ sem Guðbrandur Magnússon ritstýrði. Bókin segir frá helstu tíðindum og málefnum á Akureyri árið 1980 og eru í bókinni fjölda mynda. ,,Líkaböng hringir“ eftir Gunn- ar Bjarnason. Höfundur kemur víða við og segir Gunnar af hispurs- leysi frá því er hann var skólastjóri Bændaskólans að Hólum m.a. ,,Lárus í Grímstungu,“ skráð af Gylfa Ásmundssyni. Lárus er þjóðkunnur maður sem býr yfir góðri frásagnargáfu. ,,Vorið kemur bráðum“ heitir nýjasta bók Ingibjargar Sigurðar- dóttur, en Ingibjörgu er óþarfi að kynna. ,,Ættbók og saga íslenska hests- ins á 20. öld“ eftir Gunnar Bjarna- son, 3. bindi. I þessu bindi lýkur skráningu hryssa og nær lýsingin frá Eyjafirði, austur og suður um allt til Borgarfjarðarsýslu. ,,Leyndarmál Rebekku“ eftir Ken Follett er þriðja bók höfundar sem út kemur á íslandi. — ,,Glaumbœingar“ eftir Guðjón Sveinsson. Barna og unglingabók sem segir frá sömu persónum og í bókinni ,,GlatteríGlaumbæ“. ,,Salómon svarti og fíjartur“ eftir Hjört Gíslason. Bækurnar um Salómon svarta hafa verið uppseld- ar um árabil en tvær þeirra hafa nú verið endurútgefnar. ,,Hvarer Depill?“ eftir Eric Hill. Sérstæð bók fýrir þá sem eru að byrja að lesa og er í raun og veru bæði bók og leikfang. Skátar fagna vetri Sú hefð er komin á hjá skátum á Akureyri að hefja vetrarstarf- ið á haustin með opnunarveislu íFálkafeUi. Eins verður nú, og verður veislan haldin laugardagskvöldið 24. október og þá eru allir skátar 15 ára og eldri hvattir til að mæta við Pásusteinkl. 20.30. Margt verður gert til að fagna vetrinum og verður m.a. kakó og kökur á boðstólum. Einnig verður varðeldur og flugeldasýning. Allir skátar eru velkomnir og má búast við að í Fálkafelli verði iðandi líf og fjör á laugardagskvöldið. Ullar- og skinnaiðnaður Frh. af bls. 5. og orkufrekur iðnaður býr nú við. Komi það í ljós að hann verði sam- keppnisfær á crlendum mörkuðum við slíka breytingu og hafi þá þró- unarmöguleika sem ég hef talið að hann hafi í þessu spjalli, þá verður að þrýsta á það með öllum til- tækum ráðum að þessi stóriðnaður fái undanbragðalaust sambærilega rekstraraðstöðu og orkufrekur iðn- aður býr við og slík breyting verður að komast til framkvæmda sem fyrst, svo atvinnu þess fólks sem hefur lífsframfærslu sína af þessum iðnaði verði ekki stefnt í meiri hættu en orðiðer." Kristniboðshúsið Zíon.Sunnu- daginn 25. okt. sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn velkomin. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 3 e.h. Allar konur velkomnar. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Jón Viðar Guðlaugsson. Allirvelkomnir. Hjálpræðisherinn Strandgötu 21. Fimmtudaginn kl. 17.00 föndurfundur fyrir börn. Sunnudaginn n.k. kl. 13.30 sunnudagaskóli fyrir börn og kl. 17.00 almenn samkoma. Mánudag 26. okt. heimilasam- band fyrir konur. Athugið að nýji samkomusalur Hjálpræðis- hersins að Hvannavöllum 10 verður vígður þriðjudaginn 27. október kl. 20.00. Heimsókn frá Osló, Reykjavík og Ísafirðí. Samkomur verða einnig hald- nar 28. og 29. okt. kl. 20.30. Allirvelkomnir. Fíladeifía Lundargötu 12. Fimmtudagur 22. okt. Biblíu- lestur kl. 20.30 allir velkomnir. Sunnudagur 25. okt. sunn- udagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Safnaðarsamkoma kl. 4.30. Almenn samkoma kl. 5 allirvelkomnir. Akureyrarprestakall. Messáð verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2.00 e.h. (vetr- arkoma). Sálmar nr.: 482, 297, 483, 330, 484. Fundur verður í bræðrafélagi kirkjunnar eftir messu. B.S. Svaibarðskirkja. Guðs- þjónusta n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Tannlæknastofa Kurt Sonnen- feld verður lokuð til 2. nóvem- ber. Spilakvöld. Félagsvist verður haldin í Alþýðuhúsinu fimmtu- daginn 22. okt. kl. 20.30. Góð verðlaun. N.L.F.A. PRSSJ U.M.S.E. blaðabingó. Númer þessararviku. Basar. kökur og blóm verða seld í Kristniboðshúsinu Zíon laugardaginn 24. okt. kl. 4 e.h. Gerið góð kaup og styðjið gott málefni. Kristniboðsfélag kvenna. □HULD 598110217 VI2. St:.St:. 598110237—VII Munið minningarspjöld kven- félagsins Hlífar. Allur ágóði rennur til barnadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Spjöldin fást í bókabúðinni Huld, símaafgreiðslu sjúkra- hússins og hjá Laufeyju Sigurð- ardóttur Hlíðargötu 3. Frá Sáiarrannsóknarfélagi Ak- ureyrar, fyrsti fundur vetrarins verður föstudaginn 23. október kl. 21.00 að hótel Varðborg, litlasal. Erindi. Stjórnin. Konur í styrktarfélagi vangef- inna. Fundur á Sólborg mið- vikudaginn 21. október kl. 20.30. Stjórnin. Fundur um umferðarfræðslu Umferðarráð, menntamála- ráðuneytið og Kennaraháskóli íslands gangast fyrir fræðslu- fundi á Akureyri fyrir fóstrur, kennara og löggæslumenn á fimmtudag, 22. október. Fjall- að verður um umferðarfræðslu barna og unglinga. Fundurinn verður í Barnaskóla Akureyr- ar. Markmið fundarins er m.a. að stuðla að samræmingu umferðar- fræðslu, kynna nýjar reglur og við- horf í umferðarmálum og nýtt fræðsluefni og að styrkja samstarf þeirra sem vinna að umferðarör- yggismálum. Meðal þeirra sem erindi flytja verða Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, Margrét Sæmundsdóttir, forskóla- fulltrúi hjá Umferðarráði, Guð- mundur Þorsteinsson, námsstjóri í umferðarfræðslu, Ólafur Ásgeirs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Björn Mikhaelsson, lögreglu- þjónn. Einnig flytur Sigrún Sveinbjörnsdóttir erindi og síðan verða hópumræður. ÞORBERGUR ÓLAFSSON rakarameistari, andaðist í Kristneshæli 9. október. Jarðarförin hetur fariS fram. Bömin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afaog langafaokkar, GRÍMS SIGURÐSSONAR frá Jökulsá á Flateyjardal. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Kristneshæli og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hulda T rygg vadóttir, GunnarGrímsson, Sigrún Grimsdóttir, Sigurður Freysteinsson, Blængur Grímsson, Margrét Ingvarsdóttir, Elsa Grimsdóttir, Sigfús Jónsson, Ólafur Grímsson, Fanney Arthúrsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 6 - DAGUR - 20. október 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.