Dagur - 22.10.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 22.10.1981, Blaðsíða 8
Leikfélag Dalvíkur: BLÓMLEG STARF- SEMI Dalvík 19. október. Aðalfundur Leikfélags Dalvík- ur var haldinn nýlega. Ný stjórn var kosin á fundinum. Úr stjórn gengu Lárus Gunnlaugsson og Guðríður Ólafsdóttir og í þeirra stað voru kosnir Björn Björnsson og Björn Ingi Hilm- arsson. Formaður Leikfélags Dalvíkur er Kristján Hjartar- son. Félagar eru um eitt hund- rað. Starfsemi leikfélagsins hefur verið blómleg undanfarin ár og verk sýnd hér og erlendis. Yfirleitt hafa verið tekin fyrir tvö verk á ári. í fyrra var kabarett um jólin og leikritið Kertalog sýnt í lok vetrar. Bæði verkin tókust mjögvel. I árer ætlunin að hafa svipað fyrirkomu- lag, þ.e. verk af léttara taginu, sem sýnt verður um jólin og meiri hátt- arverk ílok vetrar. Ekki er búið að ákveða hvaða verk verða sýnd, en það verður gert mjög fljótlega, að sögn Krist- jáns Hjartarsonar. Dalvíkingar bíða spenntir nú sem endranær eftir að fá að vita um val á leikrit- um, enda hefur leikfélagið sýnt það hin síðari ár hversu það er megn- ugt. A.G. Úttektá Árlegur haustfundur Tæknifé- lags mjólkuriðnaðarins var haldinn á Akureyri á föstudag og laugardag í síðustu viku. Fundurinn var haldinn í Mjólkursamlagi KEA og í tengslum við hann fór fram prófun á neyslumjólkurvörum þ.á.m. nýmjólk, undanrennu, rjóma og súrmjólk, sem flutt hafði verið til Akureyrar frá 11 af 17 mjólkursamlögum lands- F.ins og venjulega þegar velrar komast smá- fuglarnir í vandræöi með æti. Þessi hnarreisti skógarþröstur lét þó ekkert aftra sér í fæðu- leitinni, því hann snaraði sér inn í eldhús í llurðangri í Glerárþorpi, settist þar á pottlok og heimtaði mat sinn og engar refjar. Mynd- ina tók Jón Ágúst Rcynisson. Ingimarssyni, en Karl Jónatansson þenur harmonikuna. Mynd:áþ. Á æfingu í Sjálfstæðishúsinu sJ. þriðjudagskvöld. Guðmundur Sæmundsson heldur hljóðnemanum að Heimi Systrasel: MIKIL- VÆGUM ÁFANGA NÁÐ Mikilvægum áfanga er nú náð í söfnun fjár til breytinga á Systraseli, segir í fréttatilkynn- ingu frá Rauða krossinum. Með þeim framlögum sem hafa borist og nokkrum sem vitað er að eru á leiðinni er búið að safna helmingi þess fjár sem talið er þurfa til að hjúkrunardeild aldr- aðra verði opnuð næsta vor. SVEIFLAN ENDURVAKIN ISJÁLFSTÆÐISHÚSINU Kabarettsýningar hef jast um mánaðamótin Sunnudaginn 1. nóv. n.k. verður kabarett í Sjálfstæðishúsinu. Hann verður þetta eina sunnu- dagskvöld, en fram að jólum verður sýnt á föstudagskvöldum. Á kabarettinum spilar 8 manna hljómsveit. Hún leikur einnig fyrir dansi og flytur eingöngu lög frá tímabilinu 1920 til 1960 og ætlast er til að fólk dansi samkvæmisdansa eins og rúmbu, samba, tja-tja og djæv. Það má því með sanni segja að gamla góða sveiflan sé komin heim eftir langa f jarveru. Kabarettinn er byggður upp á mörgum smá- atriðum og tónlist á milli. Karl Jónatansson hefur borið hitann og þungann af þessum kabarett og í honum er Karl titlað- ur tónlistarstjóri. Leiklistarstjóri og höfundur talaðs máls er Guð- mundur Sæmundsson, en dans- stjóri og trymbill í hljómsveitinni er Sigvaldi Þorgilsson. Sigvalda ætti gæðum mjólkur ins. Þetta er í fyrsta sinn sem slík heildarúttekt er gerð hér Það voru rúmlega 50 mjólkur- fræðingar og stjórnendur Mjólkur- samlaga víðs vegar að af landinu sem tóku þátt í þessari gæðaprófun undir stjórn norsks sérfræðings, Bjarne Oterholm, tæknilegs fram- kvæmdastjóra samtaka mjólkur- farmleiðenda í Noregi, en hann var gestur fundarins. Tilgangurinn er sá, að samræma og reyna að auka gæði neyslumjólkur. Fangavörðum sagt upp Fangaverðir á Akureyri, sem eru þrjár konur, hafa fengið uppsagnarbréf frá dómsmála- ráðuneytinu. Uppsagnirnar taka gildi frá og með áramótum. Ástæðan fyrir uppsögninni er sú að „kvennafangelsið“ hefur ver- ið lagt niður. Fangaverðirnir una ekki þessari ákvörðun yfir- valda og telja að full þörf sé fyrir þá, enda sé ætlunin að vista áfram fanga í afplánunardeild fangelsisins á Akureyri. Björk Bjarkadóttir, formaður Fangavarðafélagsins, sagði að sú fyrirætlun yfirvalda að taka á ný upp skammtímavistun og segja upp fangavörðum væri mjög á móti sínu skapi. Eftir áramót munu al- mennir lögreglumenn annast fangavörsluna, en þess má geta að ekki að vera skotaskuld að segja gestum Sjálfstæðishússins ögn til í fótamennt því hann er danskennari og starfar sem slíkur á Akureyri. Nokkrir leikarar munu flytja þætti Guðmundar. Það leikur enginn vafi á að sveiflan á eftir að njóta vinsælda meðal gesta Sjálfstæðishússins í vetur. Alls söfnuðust kr. 269.118 í al- mennri söfnun á Akureyri fyrstu helgina í október, auk þess hefur borist söfnunarfé úr Hrísey, kr. 10,600. Inn á reikning söfnunar- innar höfðu borist um miðjan mánuðinn kr. 973.199, sem hefur gert það kleift að hefja fram- kvæmdir og panta þann tækjabún- að sem lengstur afgreiðslufrestur er á. Ibúar Akureyrar eru 70% þeirra sem eru á þjónustusvæði F.S.A., en aðrir 30%. Frá Akureyringum hafa nú borist 45% af fyrirhuguðu tak- marki. Utanbæjarmenn hafa safn- að 4%, en eru þó 30% þeirra sem búa á þjónustusvæðinu eins og fyrr var getið. Meginniðurstöður urðu þær, að ekki væri verulegur munur á gæðum neyslumjólkur frá mjólkursamlögunum, þrátt fyrir mismunandi vélakost og fram- leiðslu. Mjólkin var gerlaprófuð og dæmt um útlit, rennsli, lykt og bragð. Þá kom einnig fram, að munurinn á þeim mjólkurafurðum sem þarna voru dæmdar og norsk- um mjólkurafurðum er ekki ýkja mikill, að sögn norska sérfræðings- þeir hafa mun hærri laun en fangaverðir. Ef áætlanir yfirvalda standast, munu einungis karlmenn gista afplánunardeildina og dvelja þar í skamman tíma í senn. Þar af leiðir að búast má við að deildin standi auð öðru hvoru og þá er hægt að nota lögregluþjónana, sem annars annast fangavörslu, í al- menn löggæslustörf. Björk sagði að félagið myndi fylgjast náið með nýtingu á afplánunardeildinni og hvort ekki sé full þörf á að hafa þar fangaverði. í lögreglustöðinni í Reykjavík er skammtímafangelsi og þar eru kvenfangaverðir. Fangaverðir telja ekki síður ástæðu til að á Akureyri séu kvenfangaverðir, enda fjölgar sífellt þeim konum sem eru í fang- elsum til lengri eða skemmri tíma. I -cy- L "X J 51 £ Brestir í forystu Það kemur betur og betur f Ijós með hverjum deginum sem liður að, forysta Sjálfstæðis- flokksins er margklofin og er engum hlíft í slagnum. Varla var t.d. búið að fella Guðmund Karlsson úr fjárveitinganefnd, þegar ungir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum risu upp á afturfæturna og lýstu yfir andúð sinni á Geir Hall- ?rímssyni, formanni flokksins. Reykjavík var ákveðið af fylg- ismönnum Geirs að efna til iokaðs prókjörs svo fjöldafyigi Alberts Guðmundssonar gætí ekki haft áhrif á gang mála, en það er vitað mál að fylgi Al- berts er einkum sótt út fyrir raðir flokksbundinna Sjálf- stæðismanna. Forystubrest- irnir ná víða og eru t.d. vel áþreifanlegir í Norðurlands- kjördæmi eystra og má minn- ast sérframboðs Jóns Sólness íþví sambandi. % VeSk stjórnar- andstaða Sú stjórnarandstaða sem nú situr á Alþingi ber þess merki að vera sundurtætt og forystu- laus. Þlngmenn Alþýðuflokks- ins hafa greinilega setið svelttir í sumar og leitað að málum.sem iíkleg væru til vinsælda og höfnuðu að lok- um á landshlutaútvörpum og vídeói. Létu atvinnuvandamál og þ.h. ómerkilegheit út í horn, enda eru slík mál varla þannig að þau nái síðum síðdegis- blaðanna. Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins ber þess merki að hún á önnur áhuga- mál en að gegna starfi ábyrgr- ar stjórnarandstöðu og þarf ekki að hafa fleiri orð um það. % Vöruþekking Fyrir skömmu síðan var um það rætt ( Degi að vöru- þekkingu verslunarfólks væri oft ábótavant og því miður á þessi fullyrðing við rök að styðjast. Hins vegar eru alltaf til gleðilegar undantekningar. Smátt og stórt frétti t.d. að einn af bóksölum bæjarins bæði starfsfólk sitt að lesa sem flestar af þeim bókum sem koma út fyrir jólin. Aðeins með þeim hætti gæti það ráðlagt fólki hvað væri best að kaupa. £ Hótunarbréf Einn lesenda Dags hafði sam- band og hafði orð á því hve embætti bæjarfógetans á Akureyri gengi hart fram í inn- heimtu þinggjalda. Fólk sem ekki megi vamm sitt vita hrökkvi við þegar hótunarbréf- in berist um að eignir verða seldar á nauðungaruppboði ef ekki verði mætt á skrifstofu fó- geta innan tilskiiins frests, sem í tilfelli þessa lesanda voru 6 dagar. Hann sagði að það væri ómaksins vert að senda fólki tilkynningu áður en til hótunarbréfanna væri grip- ið, — þetta væru heldur ósmekklegar aðfarir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.