Dagur - 24.11.1981, Side 6

Dagur - 24.11.1981, Side 6
Akureyrarkirkja messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Þórhallur Höskuldsson um- sækjandi um Akureyrarpresta- kall messar. Sóknamefnd. Akureyrarkirkjua messað kl. 5 e.h. á sunnudag. Séra Gylfi Jónsson umsækjandi um Glerárprestakall messar. Sókn- arnefnd. Messað verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri á sunnudaginn kl. 5 e.h. Sókn- arprestur. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. öll börn velkomin. Sóknarprestur. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 29. nóv. sunnudagaskóli kl. 11. öll börn velkomin. Sam- koma kl. 20.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn — Hvanna- völlum 10: Fimmtudagurr 26. nóv. kl. 20.30 kvöldvaka. Á dagskrá m.a. kvikmynd, veit- ingar og happdrætti (5 kr. mið- inn). Unga fólkið syngur. Sunnudaginn n.k. kl. 13.30 sunnudagaskóli fyrir börn og kl. 17 almenn samkoma. Allir vel- komnir. Á mánudögum kl. 16 heimilasamband fyrir konur og á fimmtudögum kl. 17 föndur- fundur fyrir böm — í Strand- götu 21. Verið hjartanlega vel- komin. □ Huld 598111307IV-V H og V I.O.O.F. Rb 2 = 13111258 >/2 = Frá Guðspekifélaginu fundur verður fimmtudaginn 26. nóv. kl. 21.00. Formaður flytur er- indi. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur fundur fimmtudaginn 26. nóvember í félagsheimilinu. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur jólafund í kapellunni fimmtudaginn 3. desember kl. 20.30. Stjórnin. Basar hefir Kristniboðsfélag kvenna í Zíon laugardaginn 28. nóv. kl. 4 e.h. Margt hentugra muna til jólagjafa. Gerið góð kaup. Allur ágóði rennur til kristniboðsins í Konsó og Kenya. Nefndin. Basar. Köku- og munabasar verður haldinn í Laxagötu 5 laugardaginn 28. nóvember kl. 3 e.h. Kvenfélagið Hjálpin. Hinn 4. október voru gefin saman í hjónaband að Syðra- Laugalandi Bergþóra Jóhanns- dóttir, afgreiðslustúlka, og Jón Valur Sverrisson, bifvélavirki. Heimili þeirra er að Skarðshlíð 2i, Akureyri. KFUM og KFUK á Akureyri hafa gefið út tvö jólakort til styrktar byggingu félaganna að Sunnuhlíð 12 þar sem nýja verslunarmiðstöðin í Glerár- hverfi verður til húsa. Á kort- unum eru myndir af Akureyr- arkirkju og kristsmynd Thor- valdsens. Kortin verða ekki seld í verslunum, en gengið verður í hús og þau boðin til sölu. Verð hvers korts er 5 krónur. Blaðabingo U.M.S.E. Ný tala N-31. Áður birtar tölur: 0-64, N-38, 0-73, G-59, 1-30, N-34, G-57, G.50, G-52, 1-18, 0-66, N-39, G-51. Munið minningarspjöld kven- félagsins Hlífar. Allur ágóði rennur til barnadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Spjöldin fást í bókabúðinni Huld, símaafgreiðslu sjúkra- hússins og hjá Laufeyju Sigurð- ardóttur Hlíðargötu 3. Skrifstofan er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 16—18 að Eiðsvallagötu 6. Sími 22506. Neytendasamtökin. NÝ FÉLAGS- AÐSTAÐA FÖROYINGA- FÉLAGSINS geta komið saman og rætt málin og lesið færeysk blöð, en ætlunin er að koma upp ýmsum spilum í salnum. Aðra daga enn þennan eina dag í viku, sem félagið ætlar að nota húsið, og svo þegar stærri fundir og hátíðir eru haldnar fyrir félags- menn, er ætlunin að leigja húsið út til fundarhalda og annars, sem húsið getur nýst til Salurinn rúmar núna 50 manns í sæti, en getur innan tíðar rúmað 70. Upplýsingar um leigu salarins veita Niels Er- lingsson í síma 22843, Hans M. Jensen í síma 24679 og Jastrid Pét- ursdóttir í síma 21278. Laugardaginn 31. okt. tók „Föroyingafélag á Norðurland- inum“ í notkun nýjan sal, sem félagið hafði ferst kaup á fyrir stuttu. Nýja húsnæði er í Kaupangi við Mýrarveg yfir Kjörbúð K.E.A að vestan. Félagsmenn í Færeyinga- félaginu eru um sjötíu. Nú eru um 11 mánuðir síðan félagið var end- urreist. Unnið var ötullega við að útbúa salinn, smíða húsgögn, búa til eld- húsaðstöðu o.fl. Færeyingafélagið ætlar að nota húsið eitt kvöld í viku fyrir félagsmenn, þar sem menn Dalvík: Hrólfur lOára Nýiega hélt Kiwanisklúbburinn Hrólfur upp á 10 ára afmæli sitt með veglegri hátíð. Af því tilefni afhenti klúbburinn dvalarheimili aldraðra á Dalvflc, Dalbæ, pen- ingagjöf að upphæð kr. 30.000 sem eingöngu má nota til föndurstofu fyrir Dalbæinga. Starfssemi Hrólfs hefur alla tíð verið blómleg og hugur manna mikill. Stærsta viðfangsefni Hrólfs á þessum 10 ára ferli sínum var uppbyggingu eigin húsnæðis, Berg- þórshvols. Þar hefur tekist vel til að skapa hlýlegt og skemmtilegt at- hvarf fyrir ýmiskonar félagsstarf- semi. Á þessum 10 árum hefur Hrólfur lagt mörgum málum lið, bæði með fjárstuðningi og hjálp, og þá til ýmiskonar mannúðarmála bæði handa félögum, stofnunum og einstaklingum. Félagatala Hrólfs er í dag 30, og haldnir eru fundir hálfsmánaðar- lega og oftast er fenginn fyrirlesari. Á haustin er skipt um stjórn. Frá- farandi forseti var Guðmundur Ingi Jónatansson, en núverandi er Jóhann Ólafsson. Klúbbfélagar eru bæði frá Dalvík og Svarfaðardal. Hrólfsfélagar vilja að lokum þakka Dalvíkingum og Svarfdæl- ingum góð samskipti og stuðning á liðnum árum, en án þess telja þeir sig lítils megnuga. A.G. LFIÐ ER EKKIBARA SALTFISKUR f HRÍSEY Það er alkunnugt meðal þjóða, að þær stæra sig gjarnan af afrekum þegna sinna. Hefur siður þessi tíðkast um aldir og sannast þar hið fornkveðna: „Hverjum þykir sinn fugl fagur." Sem vonlegt er vill þá svo fara, að fámennar þjóðir verða undir í mannjöfnuði þessum, enda telja þær sumar ekki fleiri sálir en svo að vel myndu rúmast við eina meðalstóra götu í stórborgum milljónaþjóða. En ráð er til við flestu og hefur í þessu sambandi verið gripið til þess að miða afrekin við fólksfjölda. Þetta höfum við íslendingar oft brallað og stundum verið gert að gamanmálum. Ekki man ég eftir því, þegar því fólki íslensku sem fram úr skarar að andlegu eða lík- amlegu atgerfi er jafnað við þegna annarra þjóða, að hafa heyrt nefndan þann flokk manna sem leikarar eru kallaðir. Er það þó trú mín, að hvergi á byggðu bóli sé til jafnfjölmennur hópur fólks er á hverju ári blótar gyðjuna Thalíu, — þ.e.a.s. ef miðað er við fólksfjölda. Það er segin saga, þegar haustar og vetur gengur í garð þá hópast þetta fólk saman eins og lóur á síð- sumardegi og tekur til við að lesa leikrit hverskonar, síðan að læra rullur, æfa og undirbúa sýningar. Á þessu gengur næstu vikurnar eða mánuðina þar til bomban springur og afrakstur erfiðisins er gerður Ekki er ég hér að gera að um- talsefni starf atvinnuleikhúsanna sem hafa menntað fólk á launum í þjónustu sinni, en út um allt land jafnt í bæ og byggð er fjöldi áhugamannafélaga sem gera garð- inn frægan í þessu efni. Er hér um að ræða hverskonar félagsskap ber þó líklega hæst ungmennafélögin, en allt frá stofn- un hefur leiklistin verið einn snar- asti þátturinn í starfi þeirra fjöl- margra og auðgað drjúgum félags- og menningarlíf í landinu. En hverskonar fólk er þá þetta sem gefur sig í að taka þátt í öllu þessu amstri? Eru þetta letingjar sem ekki hafa dug til þess að taka sér ærlegt verk í hönd eða einhverjir furðufuglar sem líta lífið öðrum augum en samtíðarmenn þeirra gera? Nei, ónei, þetta er einmitt venjulegt fólk, úr öllum stéttum og á öllum aldri, fólk eins og þú og ég. Allt er það reiðubúið til þess að leggja á sig næturvökur og fórna frítíma sínum svo að mánuðum skiptir, jafnvel vetur eftir vetur. Hvorki má heldur gleyma þeim mörgu sem leggja fram ómælt starf við sviðsbúnað og annan undir- búning sýninganna né þeim sem heima eru og ganga gjarnan í þau störf sem óhjákvæmilega hljóta að verða útundan í öllu amstrinu. Þeirra hlutur er stundum engu minni en hinna, þótt sviðsljósin skíni eðlilega meir á þá er þar standa. Starfið sem liggur á bak við það að koma á fót einni leiksýningu er oft svo mikið, að fáir skilja aðrir en þeir sem reynt hafa. Er raunar ævintýri líkast að slíkt skuli takast jafnoft og raun ber vitni um með áhugafólki einu saman. En gleðin er lika mikil og einlæg að leikslok- um og enginn hefur ennþá orðið til þess að segja mér að hann hafi eft- irsjá eftir þeim tíma er hann varði í þessu skyni. Það er tilefni þessara hugleið- inga, að sá er þetta ritar átti þess kost að vera viðstaddur frumsýn- ingu hjá leikklúbbnum „Kröflu“ í Hrísey nú fyrir fáum dögum. Leikurinn sem sýndur var er norskur, höfundur er Sverre Gran, en þýðanda er ekki getið í leikskrá. Þetta er fyrst og fremst gaman- leikur, en ef að er gáð má þó greina undirtón alvörunnar. Þarna eru sýnd hjónin, sem löngu eru hætt að vera hjón nema að nafninu til því að allskonar veraldarvafstur gefur þeim ekki tíma til þess að sinna heimilislífinu, börnin tvö sem bera greinilega merki um ástandið, einkaritari húsbóndans sem gerir það m.a. sér til dundurs að sofa hjá feðgunum til skiptis og síðast en ekki síst þjónustustúlkan hún „jóm- frú María“, sem á örðugt með að átta sig á hegðun og hugsunarhætti húsbænda sinna og, áður en leikn- um lýkur, ratar svo í það ævintýri sér til óblandinnar ánægju að missa titilinn og verða bara „eintóm María.“ Ot úr allri þessari flækju kemur svo heilmikil kómedía, þar sem ýmis skringileg atvik gerast og kátleg tilsvör reka hvert annað svo hratt, að áhorfandinn hefur varla við að ná þeim inn fyrir höfuðskel- ina. Leikendurnir sex eru allir nema einn að stíga sín fyrstu spor á leik- sviði. Allt er þetta fólk í fullu starfi, en hefur notað stopular frístundir til æfinga eins og hinir mörgu áhugaleikarar verða gjarnan að gera. Þegar á þetta er litið, undrar mann hve heildarsvipur sýningar- innar er góður. Auðvitað er hægt að tína eitt og annað til sem betur mætti fara, en hitt sem vel er gert verður þó áhorfandanum miklu minnisstæðara. Má þar m.a. nefna ágæta kunn- áttu á textanum og hinum léttleik- andi hraða sýningarinnar sem ald- rei þraut og auðvitað varð að vera til staðar í verki sem þessu. Leikskráin segir okkur, að leik- stjóri sé Jónína Kristjánsdóttir og dyljast hvorki þeim er þetta ritar sterk áhrif hennar á sýninguna né heldur hitt, að þarna hefur á skömmum tíma verið unnið mikið og gott starf. í lok frumsýningarinnar voru leikstjóranum færð blóm og hon- um og leikendum þakkað með langvinnu lófataki. Það var enginn fýlusvipur á fólkinu sem gekk út úr félagsheim- ilinu Sæborg, að lokinni leiksýn- ingu fimmtudagskvöldið 12. nóv. s.l. Einhversstaðar stendur í bókum, að lífið sé saltfiskur og er stundum til þess vitnað. Aldrei hef ég verið heillaður af þessum orðum og finnast ekki trúlegt að höfundur þeirra hafi til þess ætlast að þau væru bókstaflega tekin. Þó er það svo, að tæpast mun þessi tilvitnun eiga annarsstaðar fremur rétt á sér en hér á landi og þá eflaust helst í byggðalögum eins og Hrísey, þar sem allt athafnalíf byggist á tilveru þessarar margum- töluðu skepnu sem stundum verður að saltfiski fyrir tilverknað okkar mannanna. Nú á næstu dögum munu Hrís- eyingar koma „til lands“ og sýna leikritið sitt „Barn í vændum" á ýmsum stöðum, a.m.k. í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Með góðri samvisku vil tg hvetja alla sem lesa þessar línur til þess að taka vel á móti þeim, fjölmenna á sýningar og veita sjálfum sér skemmtilega kvöldstund. í leiðinni getum við einnig full- vissað okkur um það, að lífið ér stundum annað og miklu meira en saltfiskur — líka í Hrísey. 16. nóvember 1981, A.ST. lyðnum hós. • *-- - * y i!*///.ÍÁ - $ K'[ ■' ' íti; Vij fr*4 6 - DAGUR - 25. nóvember 1981

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.