Dagur - 25.11.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.1981, Blaðsíða 4
Útgofandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifíitofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, ■ Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Efla samhug og samvinnu Kjördæmisþing framsóknarmanna f Norðurlandskjördæmi eystra sam- þykkti almenna ályktun um kjör- dæmismál, þar sem segir meðal annars: „Kjördæmisþing... minnir á að allt fólk í norðlenskum byggðum, hvort sem það býr í strjálbýli eða þéttbýli, er tengt gagnkvæmum hagsmunabönd- um. Þess vegna skorar þingið á Norðlendinga að efla samhug og samvinnu sín á milli og taka upp sem nánast samstarf á sviði atvinnuupp- byggingar, félags- og þjóðmála, þar sem það er raunhæfasta leiðin til að ná betrl niðurstöðu fyrir kjördæmið í heild og um leið einstaka hluta þess. f því sambandi minnir þingið á, að samvinnuhreyfingln hefur verið og er burðarásinn og kjölfestan í atvlnnu- uppbyggingunni f kjördæminu. Hún hefur sýnt hversu samtakamátturinn er megnugur og ber því að sameinast um hana enn frekar til nýrra átaka. Framsóknarflokkurinn er í eðli sínu samvinnuflokkur og eina stjórnmála- aflið í landinu, sem stendur óskiptan vörð um hagsmuni og orðstfr sam- vinnuhreyfingarinnar á löggjafarþingi þjóðarinnar. Þlngið leggur áherslu á að ekki verði hvikað af þeirri braut að fram- kvæma markvissa landsbyggða- stefnu, en undirstaða hennar er full atvinna og jöfnun lífsaðstöðu í land- inu.“ Kjördæmisþingið vekur síðan athygli á nokkrum málaflokkum, seni öðrum fremur hafa þýðingu fyrir þró- un mála í kjördæminu, og leiðir til að náigasf áðurgreind markmið. Rík áhersla er lögð á það að ríkisstjórn og Alþingi geri nú þegar frekari ráðstaf- anir til að bæta rekstrargrundvöll at- vinnuveganna, en rekstrarörðugleik- ar hafa leitt til öryggisleysis í atvinnu- málum á sumum stöðum í kjördæm- inu. Þingið fagnar þvf mikla átaki, sem verið er að gera í vegamálum kjör- dæmisins, þar sem góðar samgöngur eru undirstaða búsetu og efnahags- legra framfara. Um svo brýnt hags- munamál er að ræða, að leggja ber áherslu á auknar framkvæmdir á því sviði. Þá er minnst á auknar hafnar- framkvæmdir og að enn skorti mjög á að öryggismál flugvalla í kjördæminu séu komin í viðunandi horf. Bent er á að fyrirtækjum, sem versla með olíu og fóðurvörur, sé nauðsynlegt að geta fjármagnað umframbirgðir vegna hafíshættu. Rafmagnsveitum rfkisins verði þegar í stað gert kleift að rafvæða þau býli, sem ekki hafa verið tengd samveltum og ekki hafa elgin vatnsrafstöðvar. Þingið fagnar áætlun um lagnlngu sjálfvirks síma á næstu fimm árum og þakkar samgönguráðherra ötula framgöngu hans f jöfnun símakostn- aðar. Skorað er á stjórnvöld að gera nú þegar ráðstafanlr til að Bjargráða- sjóður getl gegnt hlutverkl sfnu á eðlllegan hátt, vegna áfalla í land- búnaði. Þá fagnar þlngið nlðurstöðu nefndarálits um ráðningu starfs- manns fyrir útvarpið á Norðurlandl og hvetur tll að mállnu verði hrlnt f fram- kvæmd sem fyrst. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra: Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjör- dæmi eystra haldið á Akureyri 13. og 14. nóvember 1981, ályktar eftirfarandi: 1. Kjördæmisþingið minnir á að myndun núverandi ríkis- stjórnar i febrúar 1980 leysti langvarandi stjómarkreppu. Það samstarf sem þá tókst innan Al- þingis, reyndist eina leiðin til myndunar þingræðisstjórnar. Ríkisstjómin tók við erfiðu efna- hagsástandi eftir upplausnar- tímabil í stjómmálum, sem m.a. orsakaðist af ótímabærum stjóm- arslitum haustið 1979. Ástandið var þannig í febrúar 1980 að út- gerð og fiskvinnsla var að stöðvast víða um land og sum- staðar þegar stöðvuð, verðbólgan var yfir 60% og stefndi í 80-90% verðbólgu á árinu ef ekki yrði að gert. Við stjómarmyndun var þess rækilega getið að vandi efnahagslífsins yrði ekki leystur á skömmum tíma, heldur yrði að ætla stjóminni nokkur ár til þess að ná efnahagsmarkmiðum sín- um svo að viðunandi væri til frambúðar. 2. Kjördæmisþingið lítur því svo á að Framsóknarflokknum beri að styðja af alhug núverandi stjómarsamstarf, enda ekki fyrir hendi aðrir kostir í því sambandi. 3. Kjördæmisþingið hvetur ríkisstjórnina til áframhaldandi aðgerða til þess að ná þeim efna- hagsmarkmiðum sem hún hefur sett sér: Minnkandi verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og jafnvægi í þjóðarbúskapnum án þess að atvinnuöryggi sé fómað. 4. Kjördæmisþingið leggur höfuðáherslu á að tryggð verði full atvinna í landinu. Þess vegna ber að treysta rekstrargrundvöll atvinnuveganna og líta með raunsæi á þau vandamál, sem einstakar atvinnugreinar eða fyrirtæki eiga við að stríða. I því sambandi minnir kjördæmis- þingið öðru fremur á vandamál útflutnings- og samkeppnisiðn- aðar svo og ferðamannaþjónust- una en þessar atvinnugreinar snerta mjög hagsmuni fólks í Norðurlandskjördæmi eystra. Vandamál iðnaðarins eru sér- stæð; og þurfa sérstakra og brýnna aðgerða við. 5. Kjördæmisþingið telur stefnu í lánamálum rétta að verðtryggja lán að fullu og verð- bætur leggist við höfuðstól, en í umræðú og verki verður að greina á milli vaxta og verðbóta. Vextir af verðtryggðum lánum verði lækkaðir. Þá telur þingið að nú þegar verði að gera ráðstafanir til að stórhækka íbúðarlán, lengja lánstímann og koma á meiri sveigjanleika í útlánum til að gera ungu fólki og þeim sem byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn, mögulegt að eignast sitt eigið húsnæði. í þessu sambandi þarf að taka sérstakt tillit til hagsmuna húsbyggjenda á hinum fámenn- ari stöðum þar sem litlir eða engir möguleikar eru á að skipta um íbúð með vaxandi fjölskyldu- stærð. 6. Þingið vill að unnið verði markvissara að málefnum aldr- aðra, fatlaðra og þroskaheftra en verið hefur. 7. Kjördæmisþingið lýsiryfir hryggð sinni og ugg vegna stór- vaxandi innflutnings og notkunar ávana- og fíkniefna og síaukinnar neyslu áfengis í landinu. Þingið beinir því til stjómvalda að sett verði lög um fræðslu um þessi efni sem felld yrðu inn í grunn- skólalögin. 8. Kjördæmisþingið bendir á að með styttingu vinnutíma, sem fyrirsjáanleg er á næstu árum, aukast fristundir fólks og kallar það á leiðbeiningarstarfsemi og bætta aðstöðu til hollrar tóm- stundaiðkunar. Þingið telur ýms- ar opinberar aðgerðir óhjákvæmilegar í þessu sam- bandi og hvetur til þess að Fram- Sigurður Óli Brynjólfsson i ræðustól. sóknarflokkurinn haldi sérstaka ráðstefnu um þessi mál. 9. Kjördæmisþingið fagnar framkominni þingsályktunartil- lögu framsóknarmanna um stefnumörkun í fjölskyldumálum og vill leggja áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar í nútíma þjóðfé- lagi og uppeldisáhrifum hennar. 10. Kjördæmisþingið fagnar þeim fréttum að horfi til sam- komulags milli Vinnuveitenda og ASl í yfirstandandi kjarasamn- ingum og skorar á stéttir og starfshópa og þjóðina alla að standa saman um heildarhags- muni þjóðfélagsins út á við og inn á við. Þar sem íslendingar eru fá- menn þjóð og lausir við ýmsar stéttaandstæður og hagsmuna- árekstra stórþjóðanna ætti að vera skilyrði fyrir meiri þjóðar- samstöðu en í flestum öðrum löndum. Hveturkjördæmisþingið islensku þjóðina til þess að neyta slíkrar aðstöðu og standa trúan vörð um þjóðarhagsmuni sína, frelsi og menningu, þróttmikið atvinnulíf og efnalega velferð al- mennings. Almenn kjördæmismálaályktun Haukur Halldórsson ávarpar fundarmenn. Mynd: H.Sv. Atvinnumál Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra haldið á Akureyri 13. og 14. nóvember 1981 minnir á að allt fólk í norðlenskum byggðum, hvort sem það býr í strjálbýli eða þéttbýli, er tengt gagnkvæmum hagsmunaböndum. Þess vegna skorar þingið á Norðlendinga að efla samhug og samvinnu sín á milli og taka upp sem nánast samstarf á sviði atvinnuuppbygg- ingar, félags- og þjóðmála, þar sem það er raunhæfasta leiðin til að ná sem bestri niðurstöðu fyrir kjördæmið í heild og um leið einstaka hluta þess. í því sambandi minnir þingið á, að samvinnuhreyfingin hefur verið og er burðarásinn og kjöl- festan í atvinnuuppbyggingunni í kjördæminu. Hún hefur sýnt hversu samtakamátturinn er megnugur og ber því að samein- ast um hana enn frekar til nýrra átaka. Framsóknarflokkurinn er í eðli sínu samvinnuflokkur og eina stjórnmálaaflið í landinu, sem stendur óskiptan vörð um hags- muni og orðstír samvinnuhreyf- ingarinnar á löggjafarþingi þjóð- arinnar. Þingið leggur áherslu á, að ekki verði hvikað af þeirri braut að framkvæma markvissa lands- byggðarstefnu, en undirstaða hennar er full atvinna og jöfnun lífsaðstöðu í landinu. Til að nálgast ofangreind markmið vekur þingið athygli á nokkrum málaflokkum, sem hafa öðrum fremur þýðingu fyrir þró- un mála í kjördæminu. 1. Þingið lýsir yfir áhyggjum sínum vegna rekstrarörðugleika atvinnuveganna, sem leitt hefur til öryggisleysis í atvinnumálum á sumum stöðum í kjördæminu. Því leggur þingið ríka áherslu á, að ríkisstjórnin og Alþingi geri nú þegar frekari ráðstafanir til að bæta rekstrargrundvöll atvinnu- veganna. 2. Þingið fagnar því mikla átaki, sem verið er að gera í vegamálum kjördæmisins, þar sem góðar samgöngur eru undir- staða búsetu og efnahagslegra framfara í kjördæminu. Þingið telur að vegagerð sé svo brýnt hagsmunamál landsbyggðarinn- ar að leggja beri áherslu á auknar framkvæmdir á því sviði. 3. Þingið telur nauðsyn að auka hafnarframkvæmdir, sér- staklega á þeim stöðum þar sem ekki er nægilegt öryggi fyrir skip og báta í stórviðrum og þar sem sjósókn og fiskvinnsla er undir- staða atvinnulifsins. 4. Þingið minnir á að mjög skortir á að öryggismál flugvalla í kjördæminu séu komin í viðun- andi horf. Leggur þingið þunga áherslu á að gerðar verði slíjótar úrbætur á því sviði. 5. Þingið minnir á að hafís- hætta er alltaf fyrir hendi á Norðurlandi og því nauðsynlegt að nægar birgðir af olíu og fóð- urvörum séu til staðar á verslun- arstöðum strax á fyrri hluta vetr- ar. Beinir þingið því til stjórn- valda að fyrirtækjum sem versla með þessar vörur verði gert kleift að fjármagna slíkar umfram- birgðir. 6. Rafmagnsveitum ríkisins verði þegar í stað gert kleift að rafvæða þau býli, sem ekki hafa verið tengd samveitum og ekki hafa eigin vatnsrafstöðvar. 7. Þingið þakkar samgöngu- ráðherra fyrir ötula framgöngu 1 að jafna símakostnaðinn í land- inu og fyrir þá áætlun sem að hans frumkvæði lögfest var á síð- asta Alþingi um að ljúka lagningu sjálfvirks síma á næstu fimm ár- um. 8. Með tilliti til hinnar óvenju köldu veðráttu á yfirstandandi ári og þeirra áfalla í landbúnaði, sem af því hefur leitt og þess mikla skaða, sem landbúnaðurinn varð fyrir 1979 skorar þingið á ríkis- stjórn og Alþingi að gera nú þegar ráðstafanir til að Bjargráðasjóður geti gegnt hlutverki sínu á eðli- legan hátt. 9. Þingið fagnar niðurstöðu nefndarálits um ráðningu frétta- og dagskrárfulltrúa Ríkisútvarps- ins fyrir Norðurland með aðsetur á Akureyri og hvetur ráðamenn útvarpsins til þess að hrinda mál- inu í framkvæmd sem fyrst. 1. 24. kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra leggur höfuðáherslu á að atvinnuöryggi í fjórðungnum verði tryggt. Þingið minnir á, að í stjómar- sáttmála ríkisstjórnarinnar er áhersla lögð á það, að rikisstjómin muni láta fylgjast náið með at- vinnuástandinu í landinu, til að hægt sé i tæka tíð að gera ráð- stafanir til að koma í veg fyrir at- vinnuleysi eða ofþenslu á af- mörkuðum svæðum. Að gefnu tilefni leggur þingið ríka áherslu á að farið verði eftir þessu tilvitn- aða ákvæði stjórnarsáttmálans og að þau byggðarlög, sem lakast standa í atvinnulegu tilliti sitji fyrir atvinnuuppbyggingu án allra undanbragða. Þingið bendir á brýna nauðsyn þess að móta atvinnumálastefnu fyrir landið í heild og einstaka hluta þess, og að þjóðin geri það upp við sig, hverskonar þjóðfélag hún vilji byggja upp á næstu áratugum. 2. Sérstaka áherslu leggur þingið á að stjómvöld láti nú þegar leita leiða til að leysa til frambúðar þann vanda sem at- vinnuvegir landsmanna eiga við að stríða. Má í því sambandi benda á erfiðleika í iðnrekstri samvinnumanna á Akureyri og atvinnumálum Norður-Þingey- inga, sem krefjast skjótra úr- lausna. Þingið gerir þá kröfu að ullar- og skinnaiðnaðurinn fái að minnsta kosti sambærileg rekstr- arskilyrði og aðstöðu og orku- frekur iðnaður. 3. Vegna fyrirsjáanlegrar aukningar á vinnuafli í kjördæm- inu er nauðsyn á að efla að mun atvinnulíf í fjórðungnum. Þess vegna telur þingið að samhliða þvl sem leitao er lausnar á núver- andi vanda sé tímabært að kanna hagkvæmni nýiðnáðar m.a. orkufreks iðnaðar, svo sem kísil- málverksmiðju og eldsneytis- framleiðslu í tengslum við hana, einnig trjákvoðuverksmiðju á Húsavík. Þingið leggur áherslu á að slík fyrirtæki séu að meirihluta í eigu Islendinga og lúti í hvivetna ís- lenskum lögum. Kanna verður vandlega áhrif slíkra fyrirtækja á náttúru og félagslegt umhverfi. 4. Jafnframt þessu má nefna nýjar leiðir í úrvinnsluiðnaði i fjórðungnum og eflingu mat- vælaiðnaðar í tengslum við land- búnað og sjávarútveg. Þá verði lögð aukin áhersla á betri nýtingu tækifæra í land- búnaði, einkum með aukningu loðdýraræktar og betri nýtingu veiðihlunninda. 5. Forsenda fyrir þessari at- vinnuuppbyggingu er stóraukin nýting innlendra orkulinda, bæði fallvatna og jarðvarma og leggur þingið áherslu á að samstaða ná- ist meðal heimamanna um virkj- un Blöndu, þar sem virkjun hennar er talinn hagkvæmasti virkjunarkostur landsmanna í dag og undirstöðuatriði í iðnað- aruppbyggingu í fjórðungnum. 8. Þingið fagnar sérstaklega forgöngu sjávarútvegsráðherra varðandi framtiðarskipulag á verkefnum skipasmiðastöðvanna í landinu og leggur til að gerð verði áætlun um að flytja inn - landið allar skipasmiðar og skipaviðgerðir og leitað verði leiða til að efla annan smíðaiðn- að. I því sambandi verði athugað i hvað miklum mæli duldar niður- greiðslur á innfluttan iðnvaming raski samkeppnisaðstöðu islensks iðnaðar. Meistarar U.M.F.N. í heimsókn: Tim Higgins leikur með íslandsmeistarar Njarðvikur í körfuknattleik eru væntanlegir í heimsókn til Akureyrar um helgina, og leika tvo leiki gegn Þór í Skemmunni. Fyrri leikurinn er í kvöld (föstudag) og þá gefst áhorfend- um kostur á að sjá bandaríska leikmanninn Tim Higgins í leik með Þór gegn Danny Shouse og félögum hans hjá UMFN. Higg- ins þessi er sagður geysilega sterkur leikmaður og mun styrkja Þórsliðið mikið. Á morgun mætast liðin kl. 15, og þá verður boðið upp á óvenjulega viðureign. Danny Shouse mun þá klæðast búningi Þórsara. Leika því Þórsarar með tvo bandaríska leikmenn gegn Is- landsmeisturunum og verður fróðlegt að sjá hvernig þeirri við- ureign lyktar. Þór! Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á íþróttaviðburð sem þennan á Akureyri, og er fólk hvatt til þess að fjölmenna í Skemmuna og sjá Þór í leik með Tim Higgins, bandaríkjamannin- um sem mun áreiðanlega heilla marga í Skemmunni um helgina. Þá eru þeir sennilega væntanlega margir sem hafa áhuga á því að berja Danny Shouse og félaga hans augum. KA ennþá án stiga Á laugardaginn lék KA viö Fram í fyrstu deild í handbolta. Þessi leikur var báðum liðum mjög þýðingarmikill, þar eð bæði voru „stigalaus“. KA menn höfðu gert sér miklar vonir um að ná stigum á heimavelli sínum, sérstaklega af þeim liðum sem eru í neðri hluta deildarinnar. Það voru hins vegar Framarar sem fóru með sigur af hólmi, sem var sanngjamt eftir gangi leiksins. Dökkt útlit hjá UMSE Á laugardaginn léku í fyrstu deild í blaki, UMSE og Vfking- ar. Eyfirðingarnir byrjuðu vel í þessari keppn en ssiððaan datt allt niður og þeir töpuðu leikn- um með þremur hrinum gegn einni. Þeir hafa nú tapað öllum leikjum sínum i deildinni til þessa, og útlitið allt annað en gott. Lokatölur urðu 25 mörk gegn 18 Fram í vil. KA strákarnir byrjuðu leikinn vel og strax á fyrstu min. small boltinn í netið eftir hörkuskot frá Friðjóni. Guðmundur Guð- mundsson kom KA í tvö gegn engu skömmu síðar, en Framarar jafna muninn með marki úr víta- kasti. Þá gerði Friðjón annað mark sitt, og kom KA í þrjú gegn einu, og byrjunin hjá KA lofaði góðu. Þá komu þrjú mörk í röð hjá Fram og það sem eftir var af fyrri hálfleik gerðu Framarar yfirleitt tvö mörk fyrir hvert eitt sem KA gerði, og í hálfleik var fimm marka munur Fram í vil, eða 14 gegn 9. I síðari hálfleik voru Framarar mun sterkari, en allt gekk á aft- urfótunum hjá KA. Þeir notuðu t.d. ekki þrjú vítaköst, og nokkr- um sinnum varði markmaður Fram skot af línunni hjá KA mönnum. Framarar unnu því sanngjarnan og öruggan sigur í þessum leik með 25 mörkum gegn 18. Friðjón og Sigurður voru markhæstir hjá KA með 5 mörk hver, og var Sigurður einna skástur KA manna. Það er greinilegt að leikir í deildinni eru allt of fáir, sérstak- lega fyrir lið sem leikur þar utan höfuðborgar svæðisins, en nú eru um það bil fjórar vikur siðan KA lék síðast, og leikmennirnir æfa og æfa en fá enga leiki. Þeir vita því ekkert hvort æfingamar bera þann ávöxt sem ætlast er til, en þó er eitt í mjög góðu lagi hjá hjá þeim og það er úthaldið, en þar standa þeir bestu liðum fyllilega á sporði. Svo virðist sem fjórföld umferð hefði verið nokkuð passleg fyrir þessa deild. EKKERT STÖÐVAR ÞÓRSARA Á föstudagskvöldið léku Þór og Akurnesingar í þriðju deild karla í handbolta. Þessi leikur fór eins og flestir aðrir sem Þór hefur leikið á þessum vetri, þ.e.a.s. Þór sigraði nokkuð örugglega með 28 mörkum gegn 23. I hálfleik var staðan 17 gegn 7 og stórsigur Þórs blasti við. I síðari hálfleik náðu Þórsarar sér ekki á strik til að byrja með, og þegar sá hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 20 gegn 19 fyrir Þór. Þórsarar voru hins vegar sterkari á endasprett- inum og sigruðu örugglega eins og áður segir. Milliríkjadómari út í kuldann! „Það er of vægt til orða tekið að segja að ég sé undrandi, ég er svo hissa á þessari fram- komu að ég á ekki eitt einasta orö yffir hana“ sagði Hörður Tulinius körfuknattleiksdóm- ari á Akureyri í samtali við Dag, en Hörður sem er senni- lega okkar reyndasti dómari í kröfuknattleik hefur vægast sagt sætt undarlegri meðhöndl- un starfsbræðra sinna fyrir sunnan. Þegar Hörður lá á sjúkrahúsi suður í Reykjavík í sumar tók hann að sér að raða niður dóm- urum á leiki 1 Úrvaldsdeildinni fram að áramótum og skilaði niðurröðun sinni til réttra aðila. Leið svo og beið, þar til á dögun- um að Hörður fékk að vita það að hann væri ekki settur á einn ein- asta leik í Úrvalsdeildinni eftir áramót, ekki heldur á neinn leik í 1. deild, hann þykir að mati þeirra sem ráða fyrir sunnán að- eins vera hæfur til þess að dæma leiki í 2. deild hér nyrðra! Auk þess sem Hörður hefur sennilega mesta reynslu allra dómara íslenskra sem fást við að dæma körfuknattleik, er hann annar tveggja dómara okkar sem hafa alþjóðleg réttindi. Hann hefur kostað miklu til að öðlast þau réttindi og viðhalda þekk- ingu sinni, og sfðast s.l. sumar fór hann á eigin vegum á námskeið fyrir alþjóðadómara sem haldið var i Austurriki. Því kemur þessi framkoma ráðamanna fyrir sunnan eins og köld vatnsgusa framan í hann, enda ekki nema von. Á sama tima og dómaramálin virð- ast vera i ólestri í höfuðborginni og nágrenni hennar, ef marka má blaðaskrif, er Hörður settur út í kuldann. Hafa þessir sunnlensku herrar efni á svona framkomu, svo ekki sé nú talað um siðferðis- legan rétt þeirra gagnvart þeim manni sem hefur ávallt verið boðinn og búinn til þess að dæma hvar og hvenær sem þess hefur verið þörf? Það er svo sannarlega ástæða til þess að Dómaranefnd KKÍ geri hreint fyrir sínum dyrum. Það sem þeim ber að gera er að biðja Hörð afsökunar á þessu óskiljanlega athæfi og siðan að taka niðurröðunina til endur- skoðunar. Geri þeir þetta ekki, er ekki vist að þeir geti i framtiðinni stólað á Hörð Tulinius eins og hingað til, hvað þá að þeir fái annað tækifæri til þess að traðka á honum eins og þeir nú hafa gert. gk-. 4 - DAGUR - 26. nóvamber 1981 26. nóv«mb«r 1981 - DAGUR - 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.