Dagur - 25.11.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 25.11.1981, Blaðsíða 7
Sveit Magn- úsar efst Nú stendur yfir Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, Akureyrarmót. Alls spila 14sveitir. í fimmtu umferð sem spiluð var síðastliðið þriðjudagskvöld 24. nóvember, urðu úrslit þessi: Magnús Aðalbjömss—MA 20h-3 Jón Stefánsson — Sturla Snæbjömsson 20-^5 Stefán Ragnarsson — Kári Gíslason 20^-5 Páll Pálsson — Gissur Jónasson 20—0 Stefán Vilhjálmsson — örn Einarsson 16—4 Alfreð Pálsson — Símon Gunnarsson 15—5 Ferðaskrifstofa Akureyrar — Anton Haraldsson 12—8 Röð efstu sveita að loknum fimm umferðum er þessi: Stig 1. Sv. Magnúsar Aðalbjörnss. 100 2. Sv. Stefáns Ragnarssonar 90 3. Sv. Páls Pálssonar 82 4. Sv. Símonar Gunnarssonar 69 5. Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 67 6. Sv. Jóns Stefánssonar 67 7. Sv. Alfreðs Pálssonar 47 í sjöttu umferð sem spiluð verður n.k. þriðjudagskvöld kl. 8 að Félagsborg spila saman sveitir Magnúsar og Stefáns V. svo eitt- hvað sé nefnt. Norda Stelo: Námskeið í vetur Félag esperantista á Akureyri — Norda Stelo — var stofnað 1975 fyrir forgöngu Ólafs Halldórs- sonar læknis. Ólafur hélt þá námskeið í málinu og voru þátt- takendur þess aðal uppistaðan í félaginu. Samtímis því hélt Ragnar Bald- ursson, þá kennari við Oddeyrar- skóla, afar fjölmennt námskeið fyrir menntaskólanema og var próf sem hann hélt að því loknu viður- kennt sem valgrein við MA. S.l. vetur kenndi Steinunn S. Sigurðardóttir esperanto við MA og i vetur kennir hún þar bæði byrjendaflokki og framhaldsflokki. Nú er fyrirhugað að halda nám- skeið í esperanto fyrir byrjendur og er það ætlað fólki á öllum aldri. Upplýsingar um námskeiðið veita Magnús Ásmundsson læknir og Jón Hafsteinn Jónsson mennta- skólakennari. Video-leiga Leigjum út videotæki og spólur fyrir VHS- og BETAkerfi. Mikið og fjölbreytt efni fyrir alla fjölskylduna. Viljum minna á okkar vin- sælu videopakka til skipa. Sendum hvert á land sem er. Opið alla virka daga 17- 19 og sunnudaga 18- 19. Videoleigan s/f Sími 96-22171 Skipagötu 13 Akureyri. Námskeið í esperanto Félag esperantista • gengst fyrir námskeiði fyrir byrjendur á öllum aldri. Þeir sem áhuga hafa geta fengið upplýsingar og innritað sig í símum 24270 og 23871 á kvöldin, fyrir iok þessa mánaðar. Jón Hafstein. Tilmæli til Akureyrarsafnaðar Við undirritaðir, umsækjendur um Akureyrarprestakall, lýsum því sem einlægri ósk okkar, að undir- búningur fyrirhugaðra prestskosn- inga fari fram í fullri vinsemd og gagnkvæmri virðingu. Við bendum á, að við erum tals- menn sama málstaðar, sömu kirkju og viljum báðir veg hennar sem mestan. Því leggjum við áherslu á, að kosningastarfið takmarkist við jákvæða kynningu og að sjálfstæð skoðanamyndun verði virt í hví- vetna. Um leið og við hvetjum safnaðarfólk til þátttöku í kosning- unni, biðjum við þess að hún megi verða kirkjunni til sóma. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Þórhallur Höskuldsson. Badmintonviðburður ársins Meistara og A-fiokksmót í BADMINTON ferfram í íþróttahúsi Glerárskóla um næstu helgi. Keppni hefst kl. 11 á laugardag og kl. 11 á sunnu- dag. Allt besta badmintonfólk landsins keppir. Áhorfendur eru sérstaklega hvattir til að koma og sjá úrslitaleiki mótsins, sem fram fara eftir hádegi á sunnudag. T.B.A. Meistaraskóli fyrir húsasmiði, múrara og pípulagningamenn hefst 15. janúar 1982. Innritun fer fram á skrifstofu skólans mánu- daga-föstudaga kl. 14.00-16.00 til 4. desember. Eldri umsóknir óskast staðfestar. Iðnskólinn á Akureyri ViÓ opnum á morgun vandaða tískuverslun aó Kaupangi vió Myrarveg VERIÐVELKOMIN sérverslun meó kvenfatnaó 26. nÓvémber 1981 - DAGUR - 7.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.