Dagur - 25.11.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 25.11.1981, Blaðsíða 8
mmmammm Hinir íslensku höfundar bóka hjá Skjaldborg ásamt forráða- mönnum fyrirtækisins. Aftari röö frá vinstri: Svavar Ottesen prentsmiójustjóri, Indriði Úlfsson, Jón Bjarman, Bragi Sigur- jónsson, Erlingur Daviðsson, Haraldur Sigurðsson, Jóhann ögmundsson og Björn Eiriksson framkvæmdastjóri. Fremri röð frá vinstri: Einar Kristjánsson, Heiðdis Norðfjörð, Guð- björg Hermannsdóttir, Aðalheiður Karlsdóttir og Baldur Eirfksson. Á myndina vantar Sæmund G. Jóhannesson, Jónu Axfjörö og Jóhönnu Guðmundsdóttur. Ljósmynd g.k. Vel heppnuð bóka- kynning hjá Skjaldborg Bókaútgáfan Skjaldborg á Ak- ureyri gekkst á dögunum fyrir bókakynningu í Amtbókasafn- inu á Akureyri. Lesið var úr 14 bókum íslenskra höfunda, en alls eru komnar út 18 nýjar Selt til styrktar þroskaheftum Hin áriega sala Lionsklúbbsins Hugins á perum og jóladagatöl- um, verður um næstkomandi helgi. Á laugardag verður selt sunnan Glerár en sunnudag utan Glerár. Allur ágóði verður látinn renna til fyrirhugaðra sumarbúða að Botni í Hrafnagilshreppi, sem verða reistar á vegum Styrktarfélags vangefinna, Foreldrafélags barna með sérþarfir á Akureyri, svo og Landssamtaka þroskahjálpar. Siglufjörður: Bæjarráð mótmælir ákvörðun S.R. Bæjarráð Siglufjarðar samþykkti í síðustu viku að mótmæla því harð- lega við stjórn Síldarverksmiðja rikisins, að skrifstofuhald verk- smiðjanna verði flutt frá Siglufirði til Reykjavíkur og vísar í því sam- bandi til ákvæðis í lögum frá 1938. í þeim segir m.a. að yfirstjórn verk- smiðjunnar sé í höndum verk- smiðjustjórnar og „hefur hún að- setur og vamarþing á Siglufirði og skulu stjórnarnefndarmenn hafa þar fast aðsetur þann hluta ársins sem verksmiðjumar em reknar nema þeir séu fjarverandi i erind- um verksmiðjanna." Bogi Sigurbjömsson, bæjarfull- trúi á Siglufirði sagði að heima- menn myndu vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum að skrif- stofumar yrðu fluttar suður. bækur hjá Skjaldborg á þessu ári, þar af þrjár þýddar. Bókakynningin tókst mjög vel og voru undirtektir hinar bestu. Stjórnandi kynningarinnar var Óttar Einarsson. Dalvíkingar hafa áhyggjur af trébryggju við norðurgarð, sem svo er nefndur, en við athugun kom í Ijós að nær allir staurar í innri línu á um 50 m. kafla framan við stálþil, sem rekið var í sumar, eru ónýtir. Sumir staurarnir eru kornnir í sundur. Staurar sem standa í ytri línu, þ.e. lengra út i sjónum, eru betur á sig komnir. Það er trjámaðkur sem á sökina á því hvernig kom- ið er fyrir staurunum. Á fundi í hafnarnefnd Dalvíkur sögðu menn að bryggjan virtist heist standa uppi af gömlum vana. Fimm biásarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands halda tón- leika í Ákureyrarkirkju laugar- daginn 28. nóvember kl. 20.30.1 hópnum eru trompetleikararnir — Lárus Sveinsson og Jón Sig- urðsson, básúnuleikarinn — William Gregory, Joseph Ogn- ibene leikur á hom og Bjami Guðmundsson á túbu. Þeir fé- lagar heimsækja einnig nokkra skóla á Ákureyri með sérstaka skólakynningu. Það hlýtur að teljast til menn- ingarviðburða á Akureyri þegar kynnt eru verk 13 norðlenskra höf- unda, og má segja að Norðlend- ingar haldi vel hlut sínum í bóka- útgáfu og bókagerð á þessu ári. Valdimar Bragason, bæjarstjóri sagði að m.a. vegna fermingar og affermingar á flutningaskipum væri nauðsynlegt að hefja viðgerð á bryggjunni strax á næsta ári, en það er nú í höndum fjárveitinganefndar Alþingis hvort fé fæst á fjárlögum næsta árs. Hann gat þess einnig að innan skamms mætti allt eins búast við því að umferð um norðurkant- inn yrði takmörkuð, en það kemur sér að sjálfsögðu ákaflega illa. Hafnarnefndarmenn hafa lagt til að á næsta ári verði rekið niður stálþil á um 60 m. kafla fram af þilinu, sem rekið var niður nú í sumar. Á tónleikaefnisskránni verða verk eftir Pezel, Bach, Ewald, Scheidt og Calvert, auk þess verður frumflutt tónverk eftir Jón Ás- geirsson, en frumflutningur þykir jafnan tíðindum sæta. Vafalaust verður mjög áhrifamikið að hlýða á úrvalsblásara leika í kirkjunni með sínum annálaða hljómburði. Aðgöngumiðaverði er í hóf stillt, eða Kr. 60 fyrir almenning og 30 fyrir skólafólk, en þeir verða seldir við innganginn. Fimm blásarar á Akureyri Trjámaðkur étur bryggjustaura á Dalvík Nýbygging FSA sýnd almenningi um helgina N.k. sunnudag 29. nóv. verður kynningardagur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ákureyri, f tii- efni þess að senn verður tekin þar í notkun aðstaða fyrir skurðstofur, gjörgæslu, bæklunarlækningar og sótt- hreinsun í nýbyggingu þeirri sem verið hefur f byggingu mörg undangengin ár. Einnig verður til sýnis tengibygging, sem teng- ir nýbygginguna eldra húsinu, og byggð var á þessu ári. Gefst gestum kostur á að skoða teikningar og fá upplýsingar um not og tilhögun þessa mikla rýmis um leið og þeir ganga um bygginguna. Einnig verður til sýnis líkan að sjúkrahúsinu full- byggðu, en enn vantar þar stóra áfanga, legudeildir, eldhús ofl. Þá verður í tengslum við þennan kynningardag sýndar teikningar af „Systraseli“ hinni nýju hjúkrunar- deild, sem nú er unnið við af fullum krafti, og upplýst um framgang þess máls. í því sambandi verður komið fyrir sýningu á málverkum, er listmálarar bæjarins hafa gefið sem framlag þeirra í „Systrasels- söfnunina", og verða þessar mynd- ir þarna til sýnis og sölu, við góðu verði. Tilvaldar jólagjafir. Líka verða á boðstólum kaffi og kökur, pylsur, gos og kóladrykkir, og rennur allur ágóði til „Systrasels“. Foreldrar geta tekið börn sín með sér, því séð verður fyrir bamapössun og haft ofan af fyrir börnunum með ýmsu móti, og sjá skátar um það. Þá verður sett upp sýning Iðju- þjáifanema, sem fyrir stuttu var haldin í Reykjavík, og einnig verða sýndar hjúkrunarvörur og tæki, svo sem hjúkrunarrúm og tilheyrandi, baðvagn ofl. Það er von forsvarsmanna þessa kynningardags, að bæjarbúar al- mennt svo og þeir nágrannar, sem þess eiga kost að skreppa til bæjar- ins þennan sunnudagseftirmiðdag, hafi áhuga og ánægju af að skoða þessa myndarlegu byggingu og geri sér þar með gleggri grein fyrir not- um hennar, og því hagræði sem hún hefur upp á að bjóða í fram- tíðinni. Kynningin stendur yfir frá kl. 13.30 til kl. 18.00. Skátar munu aðstoða gesti varð- andi bílastæði, vísa á inngang í bygginguna, og verða til leiðbein- ingar fólki að öðru leiti. Verið öll velkomin. Framkvæmdanefndin. ■a % Vinnustaður þroskaheftra Elns og komið hefur fram í Degi er búið að opna „vernd- aðan vinnustað" fyrlr þroska- hefta í nýbyggðu húsi við Hrísalund. Þetta er merkt framtak og á eflaust eftir að gera sumum starfsmönnunum kleift að fara út á almennan vinnumarkað, eftir að hafa fengið þjálfun í Hrísalunds- húsinu. Sem betur fer er sú stefna að líða undir lok, að þroskaheftum sé haldið til baka, því það hefur verið margfaldlega sannað að þeir géta unnið sum störf til jafns á við aðra þjóðfélagsþegna. % Stundvísi í s jónvarpi Það fer hryllilega í taugarnar á Smáu og stóru þegar það horflr á sjónvarpið að í því virðist stundvísi vera óþekkt fyrir- bæri. I dagskrárkynningu eru þættir sagðlr byrja á ákveðnum tímum, en svo kemur í Ijós að það skakkar 10, 15 eða 20 mínútum.... % Orðsending til auglýsenda Jólin nálgast ófluga og því vill auglýsingadeild Dags koma eftlrfarandl á framfæri, tll þeirra sem ætla að auglýsa ( Degl fyrlr jól: Ef auglýsandi hefur í hyggju að vera með a stóra(r) auglýsingar fyrir jól er sá hinn sami beðinn um að snúa sér sem fyrst til augiýs- ingadelldar Dags, síminn er 24167. Þeir aðilar sem vilja koma jólakveðju í Dag eru beðnlr um að láta vita um það fyrir 5. desember. # Konursetja á rekkjubann? Kvennaframboð er fyrirhugað á Akureyri og það varð til þess að ónefndur húsvörður i opin- berr) byggingu kastaði fram eftirfarandi stöku: Sé ég fyrlr tíma „tristan", tæklfæri úr grelpum rann. Kjósirðu ekki kvennallstann, konur setja á rekkjubann. Á kynningarfundl um kvennaframboð, sem haldinn var í sumar, kom fram að setja ætti hin mjúku verðmæti á oddínn í kosningabaráttunni. Væri nú ekki ráð að áður- nefndur opinber starfsmaður setti saman stöku þar sem „slagorðið" kæmi fram? % Öskutunnur Að undanförnu hefur snjóað mikið á Norðurlandi og viða er erfitt að komast leiðar sinnar. Húseigendur á Akureyri og víðar eru hér með hvattlr til að verka snjó af sorpíiátum sfnum og moka laglegan stíg að þeim svo sorphreinsunarmennirnir eigl greiða leið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.