Dagur - 10.12.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1981, Blaðsíða 8
Cesar hefur heldur betur fært út kvíarnar. I síðustu viku var opnuð ný deild f nýju húsnæði, Brekkugötu 3. Þar verða seld hljómflutningstæki og hljómplötur. Vmis þekkt merki úr hljómtækjaheiminum eru til sölu i Cesar og nægir að nefna Luxor, Sharp, Pioneer og Ortofon. I framtfðinni verður öll starfscmi Cesars f Brekku- götu 3. Á myndinni má sjá eigendur og starfsmenn f Ijómandi skapi, enda ekki á hverjum degi sem opnuð er jafn ágæt verslun. Mynd:H.Sv. Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennari hélt á dögunum sýnikennslu f meðferð TOSHIBA örbylgjuofna hjá RAF á Akureyri sem hefur umboð fyrir þessa ofna á Akureyri. Sýndar voru þær tegundir örbylgjuofnanna sem á boðstólum eru, og meðferð þcirra. Dörfn lagði á það áherslu f samtali við Dag að ofnarnir væru ekki einungis ætlaðir til þess að hita upp áður matrciddan mat eins og svo margir virðast halda, heldur væri notagildi þeirra fjölbreytilcgt. I ofnunum má þfða frosin mat, matreiða flestar tegundir kjöt og fiskrétta, baka ýmsar gerðir af kökum og endurhita áður matreiddan mat. — RAF veitir allar nánari upplýsingar um Toshiba örbylgjuofninn sem framleiddur hefur verið f yfir 10 milljónum eintaka og er f notkun um allan heim. Ljósm. KGA. Sfðastliðinn sunnudag var skemmtun fyrir alla fjölskylduna f veitingasal Hótels KEA. Kalt borð var fyrir þá sem það vildu og þar var þessi mynd tekin af nokkrum þeirra sem stóðu fyrir skemmtuninni. F.v. Davfð Jóhannsson, Gunnar Karlsson, Rafn Sveinsson og Snorri Guðvarðsson. Já, það er ekta svfnshaus fremst á myndinni. Mynd: á.þ. Bjarney Sigvalaadóttir (t.h.) hefur opnað nýja hárgreiðslustofu f Kaupangi og heitir stofan Hárgreiðslustofa Diddu. Áður var Bjarney með aðstöðu f rakara- stofu Sigvalda, sem einnig er f Kaupangi. Stofan er opin frá ki. 09 til 18 alla daga og á miðvikudagskvöldum er opið fram til kl. 22. Á laugardögum er opið frá kl. 09 til 12. Auk Bjarneyjar vinna á stofunni þær Kristfn Sigvaldadóttir (t.v.) og Erna Arnarsdóttir. Sfminn er 21898. Sonja Kristinsdóttir t.h. og Ásdfs Jónsdóttir afgreiðslustúlka. Mynd: á.þ. TISKUVERSLUNIN SIF Fyrir skömmu opnaði tísku- verslun í Kaupangi, Tísku- verslunin Sif. Sonja Kristins- son, eigandi og versiunarstjóri sagði að Sif myndi leggja áherslu á, eins og nafnið gef- ur til kynna, tískuvörur fyrir kvenfólk, svo og snyrtivörur frá finnska fyrirtækinu Lum- ene. Sonja sagði einnig að verslunin væri með á boðstólum fatnað í sérstærðum. Vörur fyrirtækisins velur Sonja á sýningum erlendis og sagði hún að lögð væri áhersla á vandaðar vörur frá viður- kenndum fyrirtækjum. Það kom fram í samtalinu við Sonju að þau sambönd sem verslunin hefði náð erlendis, gerðu henni kleift að bjóða upp á ýmsar nýjungar og að í Sif ættu allar konur, ungar sem gamlar, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kolbeinn (t.h.) afhendir Albert farseðilinn og Ingólfur horfir á. Mynd:áþ. ÚTSÝN OPNAR Á AKUREYRI Ferðaskrifstofan Útsýn hefur opnað nýja skrifstofu á Akur- eyri. Hún er við Skipagötu, norðan við verslunina Bókval. Nánar tiitekið við hlið Aðal- steini Jósepssyni bóksala, sem hefur verið umboðsmaður Út- sýnar f 15 ár. Kolbeinn Sigur- björnsson mun veita skrifstof- unni forstöðu, en hún er í eigu þeirra tveggja og Ingólfs Guð- brandssonar, forstjóra Útsýn- ar. Fyrsti viðskiptavinur skrif- stofunnar var Albert Hanndk- son. Albert datt heldur betur i lukkupottinn því Kolbeinn færði honum farmiða til London með tilheyrandi gist- ingum. Ingólfur Guðbrandsson sagði í tilefni opnunarinnar að það hefði verið ánægjulegt að skipta við Akureyringa undanfarin ár, en þessi nýja skrifstofa markaði tímamót í sögu Útsýnar. „Nú er Útsýn fær um að veita Akureyr- ingum og nágrönnum bæjarins alhliða þjónustu um allt sem við- kemur ferðalögum og ég fagna því að hafa fengið til samstarfs Kolbein Sigurbjörnsson, sem er einn færasti starfsmaðurinn á sínu sviði hér á landi.“ Ingólfur sagði að í mannlegum samskiptum væri traust svo sannarlega mikils virði. Ferða- þjónusta er vandasöm, sagði Ingólfur, og hann þakkaði það traust sem Útsýn hefði verið sýnt á Akureyri á umliðnum árum. „Ég vona að bæjarbúar og Norð- lendingar megi njóta góðs af því trausti sem Útsýn hefur áunnið sér hér og erlendis," og Ingólfur gat þess að fyrirtækið hefði náð umtalsverðum afsláttum í far- miðaverði og hótelgistingum og að sjálfsögðu kæmi það sér vel fyrir viðskiptavinina. Eins og fyrr sagði mun Kol- beinn veita Akureyrardeild Út- sýnar forstöðu. í ávarpi sem Kol- beinn flutti við opnunina kom m.s. fram að hann mun vera í sambandi við tölvudeild Útsýnar og e.t.v. mun Akureyrarskrifstof- an verða tölvuvædd innan tíðar. 8 - DAGUR - 10. desember 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.