Dagur


Dagur - 10.12.1981, Qupperneq 11

Dagur - 10.12.1981, Qupperneq 11
Lóðir mun ekki skorta næsta ár Húsvíkingar hafa nú ákveðið fjölda lóða, sem koma tii út- hiutunar á næsta ári. Einnig hafa þeir lagt línuna varðandi lóðaúthlutanir árið 1983. Ljóst er að nóg verður til af lóðum sé miðað við svipaðar bygginga- framkvæmdir á næsta ári og verið hefur. Á undanförnum ár- David Beaty: Hans hágöfgi Útgefandi Skjaldborg Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út bókina Hans hágöfgi eftir David Beaty. Sagan gerist í Afríku. Bylt- ing er gerð í Afríkuríkinu Kajandi. Nýi einvaldurinn er risi á vöxt, ófyrirleitinn og hjátrúarfullur. Minnir þessi sögupersóna um margt á Idi nokkum Amin, sem mikið var í fréttum fyrir örfáum árum. Ættflokkaerjur blandast inn í valdabaráttuna og verður vart annað sagt en aðferðimar sem not- aðar eru til að berja á andstæðing- unum séu villimannlegar. Höfuðpersóna sögunnar er annars breskur flugmaður, en hann lendir í eldlínu þeirra umbrota sem eru í þessu afríkuríki. Til sögunnar kemur einnig breski sendiherrann og starfslið hans, en hann fer í sína fyrstu heimsókn til nýja einvaldsins til að biðja flugmanninum lífs, er hann hafði verið fangelsaður. Bókin er 229 blaðsíður. um hafa u.þ.b. 20 íbúðir verið teknar í notkun á Húsavík á hverju ári. , Pálmi Þorsteinsson, bygginga- fulltrúi á Húsavík, sagði að nú væri búið að auglýsa 11 einbýlishúsa- lóðir á næsta ári. í brekkunni fyrir ofan Safnahúsið verða 3 slíkar lóð- ir, við Urðar- og Steinagerði eru 2 einbýlishúsalóðir og við Baughól eru einnig 2. Við götu sem heitir Stórhóll verður hægt að byggja 4 einbýlishús og 6 raðhús, hvert með 4 íbúðum. I Reitnum hefur verið gert deiliskipulag fyrir 2 fjölbýlis- hús við Grundargarð. Áætlað er að í hvoru húsi gætu verið 12 íbúðir. „Einnig er farið að undirbúa árið 1983. I bænum er til svæði sem heitir Langholt, en það er sunnan og ofan við núverandi byggð. Nú er þar malartaka. Þarna verður rúm fyrir einbýlishús næstu 4 til 5 árin, auk raðhúsa. Trúlega verða þama alls 50 einbýlishús,“ sagði Pálmi. Það kom fram hjá Pálma að heldur hefur dregið úr bygginga- hraða einstaklinga á Húsavík og spenna á þeim markaði hefur minnkað. Hins vegar er útlitið í byggingariðnaðinum allgott miðað við árstíma og mörg fyrirtæki hafa sótt um lóðir undir starfsemi sína. Má í því sambandi nefná að Véla- verkstæðið Foss hefur sótt um lOö fyrir viðbyggingu, sótt hefur verið um lóð vegna húss yfir mjólkurbíla K.Þ. og Fiskiðjuverið hefur sótt um byggingarleyfi fyrir hús Jólaösin hafin „Ekki aðrir en rukkarar á ferð sl. þriðjudag(C Verslanir á Akureyri verða al- mennt opnar til klukkan 18 n.k. laugardag. Þann 19. desember verða þær opnar til klukkan 22 og 23. desember verður opið fram til klukkan 23. Þetta er samskonar opnunartími og hef- ur tíðkast fyrir jól undanfarin ár hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og félaga í Kaupmannafélagi Akureyrar. Bjöm Baldursson, verslunar- fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga sagði að jólaösin hefði í raun hafist fyrir síðustu mánaðamót. Þá var veður gott og færð sömuleiðis og margt fólk úr nágrannabyggðunum lagði leið sína til bæjarins. Birkir Skarphéðinsson, í Amaro, sagði að slæmt veður undanfarna daga hefði valdið því að verslunin hefði minnkað mjög mikið en „hún var góð síðustu dagana í nóvember og fyrstu dagana í desember.“ Þeg- ar rætt var við Birki s.l. þriðjudag var kófið slíkt að varla sást á milli húsa „og nú eru ekki aðrir á ferð en rukkarar,“ sagði Birkir, sem sagðist vita til þess að fólk kæmi í verslun- arleiðangra allt vestan úr Húna- vatnssýslum ef væri einsýnt með veður og færð góð. „Ég fæ ekki betur séð en verslunin nú verði ákaflega svipuð og fyrir jólin í fyrra, en þá var hún frekar róleg,“ sagði Birkir. MEÐ JÓLASTEIKINNI: lceberg salat Rauðkál, nýtt og niðursoðlð Hvítkál, nýtt Aspargus Sveppir Remulade sósa Mayonaise Hollensk sósa Tómat sósa Gulrætur, nýjar og niðursoðnar Rauðrófur, nýjar Rauðrófur, niðursoðnar Agurkur í glösum Picles, margar tegundir Asíur í glösum Blandað grænmeti, m. teg. Grænar baunir Tómatar Paprika Agúrkur Steinselja DILKAKJÖT: ALIKÁLFAKJÖT: SVÍNAKJÖT: Kótelettur Heil lær Kraftsteik Hamborgarhryggur Úrbeinuð lær Gullash Lærstelk Úrbeinaður hryggur Buff, barið og óbarið Lærsteik, beinlaus Heill hryggur Fíle — hakkað Bógsteik Kótelettur Nautatunga Kambur, beinlaus, nýr Lærsneiðar T.bone Kambur, beinlaus, léttreyktur Súpukjöt Hamborgararhryggur Bæonskinka —Bacon Hamborgarlær FUGLAR: Við viljum sérstaklega benda á okkar Saltkjöt, úrvals gott Ijúffenga, léttreykta lambakjöt, Svið, óverkuð og verkuð Alihænur LONDONLAMB Nýru — Hjörtu Kjúklingar og London lamb Kjúklingalæri HAMBORGARHRYGG, Gæsir Kjúklingabrjóst beinl. og með beini. HANGIKJÖT: Rjúpur ÚR DJÚPFRYSTI: Lær Emmess ís: jarðarberja, súkkulaði, Lær, beinskorin vanillu, nougat Frampartar ALLS KONAR SMÁRÉTTIR: fstertur, með alls konar sósum Frampartar, beinskornir Beinlausir fuglar Ennfremur frosið grænmeti, margar Magáll Lambasnitcel og fl. tegundir 10. diesember 1981 - DAGUR -11

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.