Dagur - 15.12.1981, Side 4
Útgefandi: ÚTQAFUFÉLAG DAGS
Skrifíitofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 21180
Sími.auglýsinga og afgreióslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamenn: Askell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Skoðunum mismunað
Nýlega var sú breyting gerð á
lestri útvarpsins úr forystugrein-
um landsmálablaðanna á mánu-
dagsmorgnum, að hætt var að
lesa þær milli klukkan 8 og 9,
þegar aðstæður margra eru þann-
ig að þeir geta og vilja hlusta á
útvarp, en lesturinn þess í stað
færður tll klukkan 11, sem er mun
verri hlustunartími og nær
ómögulegur fyrir starfandi fólk.
Áfram er lesið úr forystugreinum
Reykjavíkurblaðanna á sama tíma
og áður alla aðra daga vikunnar.
Ráðstöfunin hefur verið gagn-
rýnd í mörgum þeirra blaða á
landsbyggðinni, sem hún bitnar
á og tekur Dagur undir þessa
gagnrýni. Með þessu virðist út-
varp allra landsmanna einfaldlega
vera að gefa það í skyn, að viðhorf
og skoðanir fólksins á lands-
byggðinni séu minna metnar og
eigi ekki sama erindi við lands-
menn og sjónarmið þeirra sem
gefa út blöð í Reykjavík, sem sjá
hlutina oftar en ekki í allt öðru
Ijósi. Þetta er afleit mismunun og
full ástæða til að hvetja ráðamenn
útvarpsins til að endurskoða mál-
ið.
Vafalaust stafar þetta ekki af
því, að viljandi sér verið að mis-
muna fólki efftir landshlutum í rík-
isútvarpinu. önnur sjónarmið
hafa sjálfsagt verið lögð til grund-
vallar þessari breytingu, en út-
varpið sér vonandi sóma sinn í að
breyta þessu aftur til betri vegar,
af áðurgreindum ástæðum.
Réttur hinna landlausu
Næstum því árleg rísa upp deilur
milll landeigenda og hinna land-
lausu þéttbýlisbúa um nýtingu
landsins gæða. Þannig hafa deilur
um rétt til rjúpnaveiða blossað
upp á nær hverju ári. Annað og
alvarlegra dæmi um slíkart
ágreining er deilan um Blöndu-
virkjun, a.m.k. að hluta til. Flestir
þeir sem andvígastir eru virkjun-
aráformum hafa einhver tilfinn-
ingaleg tengsl við landið, sem fer
undir uppistöðulón ef virkjað
verður. Ekki skal hér lítið gert úr
slíku, því byggðaröskun hefði á
sínum tíma vafalaust orðið mun
meiri, ef fólkið á landsbyggðinni
hefðl ekki haft taugar til heima-
haganna.
Á hitt verður hins vegar að líta,
að verði ekki tekið tlllit til þarfa
hinna landlausu, getur það haft
alvarlegar afleiðingar. Hér er átt
við nauðsyn atvinnuuppbyggingar
og almennan uppgang, sem
virkjunarframkvæmdir hefðu í för
með sér. f þeim efnum eiga miklu
fleiri mun meiri hagsmuna að
gæta. Málið snýst um atvinnuör-
yggi og búseturétt fjölda manns í
heilum landshluta. Það er hart að
þurfa að versla með slíka hluti.
Samningsdrög um Blönduvirkjun
Drög 23/9 1981 (GP, HT OG
JSG, eftir fund með Land-
græðslu ríkisins og Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins)
Breytt 30.11.81 5. gr.
Samningur
Samninganefnd Rafmagns-
veitna ríkisins sem virkjunarað-
ili og samninganefnd heima-
manna við Blöndu, þ.e. fulltrúar
hreppsnefnda Blönduóshrepps,
Svínavatnshrepps og Torfalækj-
arhrepps vestan Blöndu og Ból-
staðarhlíðarhrepps, Lýtings-
staðahrepps og Seyluhrepps
austan Blöndu, gera með sér
eftirfarandi samkomulag varð-
andi virkjun Blöndu:
1 Tilhögun virkjunar
Um virkjunartilhögun liggur
fyrir áætlun unnin af Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen hf.
(VST), um virkjun Blöndu við
Eiðsstaði, og er henni lýst í megin-
dráttum í kynningarbæklingi um
Blönduvirkjun útgefnum af Raf-
magnsveitum rtkisins í október
1980. Samkomulag þetta er miðað
við, að Blanda verði virkjuð sam-
kvæmt þessari tilhögun, og verður
virkjunarstærð um 177 MW og
orkuvinnslugeta um 800 GWh/a.
Meðal grundvallarþátta virkjunar-
innar verður um 400 GL miðlun-
arlón, sem ráðgert er að staðsetja
við Reftjarnarbungu með yfirfalls-
hæð um 478 m.y.s.
Við byggingu og rekstur virkj-
unarinnar skal að því stefnt, að
forðast landspjöll eins og frekast er
unnt, bæði vegna miðlunarlónsins
og annarra hluta hennar. Skal
samráðsnefnd skv. 2. gr. hafa eftir-
lit með því að þessu sé framfylgt og
getur hún krafizt stöðvunar á
framkvæmdum á svæðinu, ef hún
telur að komast megi hjá land-
spjöllum sem af þeim leiðir án
verulega aukins kostnaðar. Ef
ágreiningur um þetta efni rís skal
orkuráðherra skera úr, og fellur sá
ágreiningu þannig ekki undir
matsnefnd skv. 11. gr.
Heimamenn áskilja sér rétt til
þess að koma athugasemdum um
tilhögun lónsins á framfæri við þá
aðila, sem eiga endanlegt ákvörð-
unarvald um veitingu leyfis til
virkjunarframkvæmda.
2. Samráðsnefnd
Mynduð verður nú þegar sam-
ráðsnefnd virkjunaraðila og
heimamanna til að fjalla sem ráð-
gjafandi aðili um mál, sem snerta
hagsmuni beggja, svo sem:
a) á undirbúnings- og byggingar-
tíma:
skipulagsmál, lagningu vega,
slóða og girðinga- og brúargerð
á vatnsvegi, staðsetningu
vinnubúða, efnistökustaði,
lagningu vinnurafmangs um
svæðið, skiptingu verkþátta,
umgengni starfsmanna og um-
hverfismál.
b) írekstri:
lagningu og viðhald girðinga,
viðhald vega og slóða á vegum
virkjunaraðila, ræktunarmál,
veiðimál og umhverfismál.
c) önnur mál sem upp kunna að
koma og/eða ágreiningi kunna
að valda.
Samráðsnefndina skipa 6 menn.
Skal Svínavatnshreppur tilnefna
einn, Torfalækjar- og Blönduós-
hreppar sameiginlega einn, Ból-
staðarhlíðarhreppur einn, Lýtings-
staða- og Seyluhreppar sameigin-
lega einn og virkjunaraðili tvo, og
skal annar hinna síðasttöldu vera
formaður nefndarinnar. Varamenn
skulu tilnefndir af sömu aðilum.
Þar sem samráðsnefnd er í
samningi þessum (sbr. 3., 4., 5., og
6. gr.) fengið í hendur ákvörðunar-
vald um framkvæmdir eða aðgerð-
ir, þarf samþykki allra nefndar-
manna til ákvörðunar. Sé ágrein-
ingur í nefndinni um afgreiðslu
slíks máls, skal því vísað til mats-
nefndar skv. 11. gr., sbr. 3. tl.
þeirrar greinar.
Samráðsnefnd skal kveðja til
sérfróða menn til ráðuneytis um
þau mál, sem hún hefur til með-
ferðar, þegar hún telur þess þörf.
Kostnað af störfum samráns-
nefndar greiðir virkjunaraðili.
3. Girðingar
Virkjunaraðili kostar og við-
heldur þeim girðingum, sem naun-
synlegar eru til að forðast röskun á
búfjárgöngu vegna virkjunarinnar.
í þessu skyni skulu reistar eftir-
taldar girðingar, þegar óskað er og
þörf er fyrir þær:
a) Girðingar meðfram Blöndu svo
sem reynsla sýnir þörf fyrir.
b) Kjalargirðing verði færð suður
á landamerki afréttarlands
hreppanna vestan Blöndu.
c) Merkjagirðing á mörkum Auð-
kúlu- og Grímstunguheiða.
d) Girðing úr stóra lóninu vestur í
merkjagirðingu.
e) Afréttargirðingar verði styrktar
og lengdar eftir þörfum.
f) Reist verði landgræðslugirðing á
Fossabrúnum vegna aukins
álags.
g) Hættustaðir sem verða til vegna
virkjunarinnar verði girtir af.
h) Girðingar, sem aðrir aðilar
kunna að eiga kröfu á og nauð-
synlegar reynast vegna virkjun-
arinnar, og kostar virkjunaraðili
þá hlut hreppanna í slíkum.
girðingum.
i) Girðingar, sem sérstaklega
kunna að verða nauðsynlegar
vegna skiptingar búfjárbeitar.
Girðingar skulu vera fjárheldar
girðingar, þar sem það á við.
Virkjunaraðili skal sjá um að
eftirlit sé haft yfir sumartímann
með þeim girðingum, sem hann
hefur kostað til samkvæmt samn-
ingi þessum. Jafnframt sér hann
um viðhald girðinganna, að því
leyti sem það heyrir ekki undir aðra
en hreppana lögum samkvæmt.
Um girðingarframkvæmdir, við-
hald og eftirlit skal fara eftir því
sem samráðsnefnd (sbr. 2. gr.)
ákveður, eftir atvikum að höfðu
samráði við þá aðila, sem kvaddir
verða til að meta þörf á varnarráð-
stöfunum vegna breytinga á vatns-
vegum og breyttrar aðstöðu til
sauðfjárveikivarna. Nú telur
nefndin, að vegna virkjunarinnar
sé þörf á frekari girðingarfram-
kvæmdum en að ofan greinir, og
skal þá virkjunaraðili kosta þær
girðingar og halda þeim við á sama
hátt.
Hið saga gildir um að leggja
niður girðingar.
4. Vegir og afréttar-
mál
Virkjunaraðili kostar og við-
heldur þeim vegum og slóðum, sem
nauðsynlegt er talið að leggja tii að
bæta röskun á hagagöngu búfjár,
þar með taldar nauðsynlegar brýr
yfir vatnsvegi. í þessu skyni skal
leggja eftirtalda vegi og slóðir,
þegar óskað er og þörf er á:
a) Brú á Seyðisá, svo land sunnan
hennar nýtist betur.
b) Veg frá Hrafnabjörgum 1
Svínadal á Kjalveg.
c) Veg fyrir búfé af Heygarðaás í
Skollhólsár.
d) Veg frá Fossum í Svartárdal að
Ströngukvísl og brú á Svörtu-
kvísl.
e) Vegabætur á vegi frá Mælifellsá
að Bugðum ásamt brú á Mæli-
fellsá.
f) Lagfæringar á vegi frá Mæli-
fellsá að Bugum ásamt brú á
Mælifellsá.
g) Lagfæringar á vegarslóð Bug-
ar/Galtá og Bugar/Áfangaflá,
ásamt smábrú eða ræsi á
Haugakvísl.
h) Endurbætur á vegi frá afnéttar-
girðingu að Bollastöðum í
Blöndudal.
i) Endurbætur á vegum um Gil-
hagadal og Goðdalafjall. 1
j) Brýr á veituskurði, þannig að
tryggður verði nægilegur isam-
gangur yfir veituleiðina.
Nú telur samraðsnefnd (sbr. 2. 2.
gr.), að vegna virkjunarinnar sé
þörf á lagningu annarra vega eða
slóða en að ofan greinir, og skal þá
vikrjunaraðili kosta þær fram-
kvæmdir og halda þeim við, enda
heyri það ekki udnir aðra aðila
lögum samkvæmt.
5. Uppgræðsla
Virkjunaraðili kostar upp-
græðslu lands í stað þess Gróður-
lands sem tapast og/eða spillist
vegna virkjunarframkvæmda. Að-
ilar telja að uppgræðsla sem svarar
allt að 3000 ha. örfoka lands muni
nægja í þessu skyni, þannig að hið
uppgrædda land sé ekki minna en
jafngildi að landkostum. Áætlað er,
að af þessu séu allt að 2400 ha.
vestan og 600 ha. austan Blödnu.
Með orðinu uppgræðsla er hér
átt við uppgræðslu örfoka lands,
aðhlynningu gróðurs og gróður-
bætur lands. Uppgræðslan miðast
við að framkvæma þá árlegu sán-
ingu og áburðargjöf, sem þarf til að
koma af stað gróðri, er sé að minnsta
kosti sambærilegur að beitargildi
og varanleik við þann sem glatast,
og viðhalda honum með áburðar-
dreifingu.
Virkjunaraðili lætur framkvæma
uppgræðsluna og halda við gróðri á
hinum ræktuðu svæðum meðan
virkjunin starfar og þörf er á,
hvorttveggja í samræmi við
ákvarðanir samráðsnefndar (2. gr.),
sem einnig fjallar um val á rækt-
unarsvæðum. Landgræðsla ríkisins
sér um framkvæmd og viðhald
uppgræðslunnar í samráði við
heimamenn (sveitarstjómir),
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins og Búnaðarfélag Islands.
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins skal fylgjast árlega með fram-
vindu uppgræðslunnar og ástandi
gróðurs í nánd við virkjunarsvæðið.
Stofnunin skal og meta, hvenær
uppgræðslu á hverju svæði megi
teljast vera lokið, þannig að við-
hald gróðurs taki við, og láta í té álit
um árangur uppgræðslunnar i
þessu og öðru tilltii.
Nú telur sveitarstjóm fram-
kvæmdahraða eða fyrirkomulag
uppgræðslu ófullnægjandi, og skal
þá leita álits ofangreindra stofnana
um möguleika á úrbótum og leggja
niðurstöður fyrir samráðsnefnd.
Ekki skal skylt að freistaiupp-
græðslu á neinu svæði lengur en 5
ár. Ekki skal skylt að reyna:ræktun
á landi, sem ekki er hæft til upp-
græðslu að dómi Landgræðslu rík-
isins. Óskylt er virkjunaráðila að
bæta úr rýrnun á árangri af upp-
græðslu að þvi leyti sem hún stafar
af auknu beitarálagi á afréttarlandi
heimamanna frá því sem verið
hefur að meðaltali undanfarin 5 ár.
Ef ekki næst tilætlaður árangur í
uppgræðslu skal leitað annarra
leiða, t.d. að taka upp áburðargjöf á
heimalöndum.
6. Bætur á
uppgræðslutíma
Meðan unnið er að uppgræðslu
skv. 5. gr. framkvæmir samráðs-
nefnd árlega mat á því, með aðstoð
tilkvaddra sérfræðinga, hvort rým-
un á beit af völdum virkjunarinnar
sé meiri en beitarávinningur af
uppgræðslunni, og hverju m>'nur-
inn nemi ef hann er einhver. Skal
mismunurinn þá jafnframt metinn
til fjár eftir verðlagi á viðkomandi
ári, og greiðir virkjunaraðili hann
til sveitarfélaganna samkvæmt því
mati.
7. Beltiland
Aðilar eru sammála um að
freista þess að fá leigt beitiland
innan kjördæmisins meðan á upp-
græðslu stendur og til vara ef upp-
grætt land yrði fyrir óvæntum
áföllum umfram annað gróður-
lendi á afréttum. Virkjunaraðili
kostarjleiguna á landinu og greiðir
jafnframt kostnað við að koma upp
girðingum og öðrum tilfæringum,
sem þarf til þess að hægt sé að nota
landið án þess að það valdi tjóni á
hagsmunum annarra.
8. Opinber gjöld
Um opinber gjöld vegna
virkjunarinnar skal fara eftir lögum
um raforkuver nr. 60 frá 25. maí
1981,4. gr. Er hér um að ræða sama
hátt og gildir um raforkuver
Landsvirkjunar.
9. Veiðiréttindl
Virkjunaraðili greiðir viðkom-
andi veiðiréttareigendum bætur
fyrir veiðitjón sem um yrði að ræða
vegna virkjunarinnar, samkvæmt
nánara samkomulagi við veiðirétt-
areigendur.
10. Vatnsréttíndi
Virkjunaraðili greiðir viðkom-
andi eigendum vatnsréttindi á
vatnasvæði Blöndu bætur fyrir þau
virkjunarréttindi, sem nýta þarf
vegna virkjunarinnar, og fær jafn-
framt framsal á þeim réttindum.
Áskilið er, að hver aðili fær sönnur
á eignarrétt sinn að réttindunum, ef
hann er véfengdur, og eigi virkjun-
araðili fullan kost á að koma að
þeim mátbórum við réttindunum,
sem við kunna að eiga. Úr ágrein-
ingi um eignarrétt að vatnsréttind-
um skera hinir almennu dómstólar.
11. Matsnefnd
Aðilar eru sammála um að skip-
uð skuli matsnefnd til að fjalla um
þau verkefni sem síðar greinir,
enda hafi aðilum ekki tekizt að
leysa úr þeim með samkomulagi.
Matsnefnd þessi skal skipuð
þremur valinkunnum og óvilhöll-
um mönnum, sem Hæstiréttur til-
nefnir eftir sameiginlegri beiðni
aðila. Að minnsta kosti einn þeirra
skal fullnægja almennum dómara-
skilyrðum, og skal hann vera
formaður nefndarinnar. Jafnmarg-
ir varamenn skulu tilnefndir um
leið á sama hátt.
Skipun matsnefndar skal til lykta
leidd innan þriggja mánaða frá því
að samningur þessi er gerður, og
skal hún gegna störfum meðan til-
efni er til samkvæmt sanjningnum.
Skipun einstakra nefndarmanna
skal vera til þriggja ára í senn. Ef
aðal- eða varamaður forfallast
langframa á skipunartímabilinu
skipar Hæstiréttur annan mann í
hans stað. Ef nefndarmaður for-
fallast um stundarsakir eða þarf að
víkja sæti í einstöku máli, án þess
að varamanns njóti við, skipar
Hæstiréttur annan mann til með-
ferðar þess eða þeirra mála, sem
forföllin hafa áhrif á.
Matsnefnd þingar í Reykjavík og
þar annars staðar, sem hún ákveður
sjálf. Nefndin ákveður einnig sjálf
þær reglur er fylgja skal um með-
ferð mála, emð hliðsjón af megin-
reglum laga um almenna meðferð
einkamála. Ber meðal annars að
gæta þess, að mál verði rekin með
hæfilegum hraða. Nefndin skal
greina forsendur að úrskurði sín-
um. Kostnað af störfum nefndar-
innar greiðir virkjunaraðili.
Nefndin úrskurðar um málskostn-
að, er gera þarf upp milli aðila og
skiptingu hans milli þeirra. f því
efni er gert ráð fyrir, að virkjunar-
aðili greiði málskostnaðinn, nemá
um sé að ræða tilefnislausar kröfur
af hálfu hreppanna.
Afl atkvæða ræður úrslitum
mála i matsnefnd. Úrskurðir
nefndarinnar skulu vera endanlegir
og bindandi, og verður þeim ekki
áfrýjað.
Verkefni matsnefndarinnar eru:
1. Að meta bætur fyrir land sem
fer undir miðlunarlón, aðveitu-
skurði, inntakslón og önnur
mannvirki og land sem tekið er
til uppgræðslu í stað þess lands
sem tapast undir vatn o.þ.h.
Ágreiningur um eignarréttinn
að landinu heyrir undir hina
almennu dómstóla.
2. Að meta bætur vegna eftirfar-
andi atriða varðandi notkun af-
réttanna á Auðkúluheiði og
Eyvindarstaðaheiði:
a) Fyrir aukinn kostnað við
fíutning sauðfjár í afréttun-
um og við fjallskil.
b) Fyrir tjón vegna röskunar á
beit búfjár af völdum verk-
taka og aukinnar umferðar
um heiðarnar á virkjunar-
tímabilinu.
c) Fyrir tjón af sannanlegri
röskun á hefðbundnni notk-
un afréttanna, sem verða
kann vegna virkjunarinnar
og máli skiptir til frambúð-
ar, að því leyti sem hún er
ekki þegar bætt samkvæmt
framansögðu eða i veg fyrir
hana komið með vegagerð,
girðingum eða öðrum ráð-
stöfunum fyrir atbeina sam-
ráðsnefndar.
d) Fyrir önnur tjón hér að lút-
andi sem ekki eru talin að
framan og ekki eru bætt eftir
samkomulagi þar um.
3. Önnuratriði:
a) Að meta bætur vegna þeirra
atriða, sem getið er um a 3.,
4., 5., 6., 7., 9. og 10. gr. hér
að framan, enda vísi máls-
aðili kröfu um það til
nefndarinnar.
b) Að taka ákvarðanir um efni,
sem undir samráðsnefnd
heyra, en hún hefur ekki
orðið einhuga um, sbr. nið-
urlag 2. gr.
c) Að fjalla um önnur efni, sem
aðilar eru sammála um að
vísa til nefndarinnar og lúta
að framkvæmd samnings
þessa.
Bætur skulu ákveðnar sér fyrir
hvora heiðina.
12. Greiðsluhættir
Bætur samkvæmt samningi
þessum skulu greiddar án tafar,
jafnóðum og þær hafa verið
ákveðnar, nema sérstaklega verði
unannað samið eða matsnefnd
ákveði annan, t.d. bætur í formi
afgjalda. Ákvæði þetta stendur því
ekki í vegi, að heimamenn geti
krafizt bóta skv. 66. gr. vatnalaga
fyrir vatnsréttindi sbr. 10. gr.
samnings þessa.
13. Uppgjör
Bætur þær, sem ákveðnar eru
eða metnar verða samkvæmt
samningi þessum, skulu vera fulln-
aðarbætur, og eiga sveitarfélögin
ekki frekari kröfur á hendur virkj-
unaraðila vegna Blönduvirkjunar
en hér um ræðir. Skal hið sama
staðfest við móttöku bótagreiðslna
eftir því sem við á.
Samningi þessum til staðfestu
eru nöfn aðila.
TEKUR
AHÆTT
UNA?
Þú þarft þess ekki lengur þvi
nú getur þú fengið eldtraust■
an og þjótheldan peninga- og
skjalaskáp á ótrúlega hagstæðu verði.
^IK/NG CROWN
Lykill og talnalás= tvöfalt öryggi.
Innbyggt þjófaviðvörunarkerfi.
10 stærðir, einstaklings og
fyrirtækjastærðir.
Japónsk gæðavara (JIS Standard).
Viðráðanlegt verö.
Eldtraustir og þjofheldir.
Japönsk vandvirkni i frágangi og stil.
mmn
Önyrl •, Akurayri . PóathólMU . Sfmt 24223
SKlÐAHÚFUR I ÚRVALI
VATTERAÐAR OG
PRJÓNAÐAR
Dynaftt
PUMA - VELOURPEYSUR
MARGIR LITIR
ADIDAS - ÆFINGAGALLAR
RAUÐIR OG BLÁIR
DYNAFIT - SKÍÐASKÓR
FYRIR BYRJENDUR JAFNT
SEM KEPPNISMENN
adidas
=■ Spofthú>kl
HJÁ OKKUR SITJA
ALLIR
VIÐ SAMA BORÐ
Sporthúyd
Sporthú^id
Sporthúyd
Sporthú^id
Kostakjor fyrir
ALLA
ið kaup a akiðabunaði
Gauti
varði
6 vrta-
skot
Á sunnudaginn léku í fyrstu
deild karla í handbolta HK og
KA, og fór leikurinn fram að
Varmá í Mosfellssveit. Fyrir
þennan leik hafði HK unnið
einn leik en KA engan, en al-
mennt er talið að þessi lið
ásamt Fram berjist um tilveru
sína í deildinni, en tvö lið falla í
aðra deild.
Það er skemmst frá því að segja
að KA sigraði HK nokkuð auð-
veldlega með 16 mörkum gegn
14, eftir að hafa haft fjögur mörk
yfir í hálfleik.
Að sögn fyrirliða KA Þorleifs
Ananíassonar var það sérstaklega
varnarleikurinn sem var góður
hjá KA, og báðir markmennirnir
vörðu vel, og Gauti m.a. sex víta-
köst. Aðalsteinn hóf leikinn í
markinu og varði strax vel. Ef
dæmt var vítakast kom Gauti í
markið og varði. KA náði fljót-
lega fjögurra marka forustu 6
gegn 2, og hélt þessari forustu út
fyrri hálfleik en þá var staðan
orðin 9 gegn 5 fyrir KA.
Sami markamunur hélst fram
eftir síðari hálfleik og um hann
miðjan var staðan 12 gegn 8.
Þegar flautað var til leiksloka
hafði KA gert 16 mörk en HK
aðeins 14. Þorleifur sagði að þessi
sterki varnarleikur hefði gert það
að verkum að mikið var um brott-
rekstra og sagði hann að KA
hefði leikið einum færri mest all-
an tímann. Þá meiddist Magnús
Birgisson snemma í leiknum og
gat ekki leikið með eftir það.
Friðjón gerði flest mörk fyrir
KA 6, Jóhann gerði 4, Þorleifur 3,
Erlingur 2 og Sigurður 1.
KA-stelpur
koma til
Stúlkur í fyrstu deildar liði KA
í blaki léku tvo leiki um helg-
ina við stöllur sínar úr Þrótti.
Þróttur sigraði í fyrri leiknum
með þremur hrinurn gegn einni.
og með.sama mun í þeim siðari.
Þetta er allt að koma hjá KA-
stelpunum og leikur þeirra verður
betri og betri með hverjum leik
sem þær leika.
ENN
TAPAR
UMSE
UMSE lék á laugardaginn við
Þrótt í fyrstu deild í blaki. Þrátt
fyrir það að Eyfirðingar sýndu oft
góða takta máttu þeir þola enn
eitt tapið, þrjár hrinur gegn einni.
Þeir hafa engan leik unnið í
deildinni og staða þeirra orðin
mjög slæm. Þeir verða því að
leggja hart að sér yfir jólin. með
æfingar og lifa meinlætalífi ef vel
á að takast á nýju ári.
15. desember 1981 - DAGUR • 5
4 - DAGUR - 15. desember 1981