Dagur - 05.02.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 05.02.1982, Blaðsíða 3
Ný viðhorf Tveir norskir vísindamenn kvöddu sér hljóðs um áfengis- mál á árinu sem leið, á þann hátt að eftir var tekið víða. Þeir eru Per Sundby, prófessor í félagslækningum í Osló, og Hans Olav Fekjær aðstoðar- borgarlæknir í sömu borg. Sá síðarnefndi helgar sig nú ein- göngu rannsóknum á áfengis- málum. Hér á eftir fara nokkur atriði semfram komu í erindum þeirra. 1. Árið 1976 lagði sérfræðinga- nefnd Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar til að í stað hugtaksins drykkjusýki, sem er afar óljósar merkingar kæmu tvö hugtök, þ.e. 1) heilsutjón sem stafar af áfengisdrykkju og 2) vana- bundin áfengisneysla. 2. Rannsóknir, sem fram hafa farið víða um heim, benda til þess að hegðun fólks eftir að það hefur drukkið áfengi fari fram eftir því sem það heldur að eigi að gerast eftir neysluna en raunverulegum líkamlegum orsökum. Ónákvæmni, deyfð og sljóleiki eru þó undanskilin. Ef sex menn eru fengnir til að drekka úr jafnmörgum glösum, þrem með áfengi en þrem án þess efnis, og þeim sagt öllum rangt til um inni- haldið hegða þeir sem óáfengt drukku sér eins og þeir telji að sæmi ölvuðu fólki en hinir sem áfengið drukku breyta í engu atferli sínu. Áfengisvarnaráð. LLIDkLIIINO í auglýsingu sem birtist í blöðum um kosningar, sem fram eiga að fara í Verkalýðsfélaginu Ein- ingu 13. og 14. þessa mánaðar, misritaðist nafn eins frambjóð- andans, Líneyjar Jónasdóttur, Ólafsdóttur. Hafði a fallið úr föðurnafni hennar. Eru viðkom- andi beðnir velvirðingar á þess- ari villu. Framsóknarfélag Akureyrar Almennur félagsfundur um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjarfyrirárið 1982 verður haldinn sunnudaginn 7. febrúar n.k. kl. 16.00 að Hafnarstræti 90. Allir velkomnir. Félagar í STAK og BSRB Guðmundur Gunnarsson verður til viðtals um út- fyllingu skattframtals á skrifstofu STAK, Strand- götu 7, mánudaginn 8. febrúar kl. 20 til 22. • • FYRIRALLA Bjóðum heimsþekkt merki í skíðavörum. FISCHERa ... svig og gönguskíði AA SALOMOIM M bindingar, .... skíðaskór CARRERA _ skíðagleraugu. Margir verðflokkar - fyrir byrjendur og vana. mk HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 GLÆÐUR Jón Gauti Jónsson Loftslag á íslandi í síðasta þætti var fjallað um loftslag hér á landi til þess tíma, er menn tóku sér hér fasta bú- setu fyrir um 1100 árum. Eins og þar kom fram færðist loftslag að mestu í núverandi horf fyrir um 2500 árum eftir langt hlýinda- skeið. Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið. Heimildir eru sem fyrr: „Veðurfar á ís- landi“ eftir Markús Á. Einars- son og bókin „Hafísinn", sem Almenna bókafélagið gaf út. Engar samtímaheimildir eru til um árferði frá fyrstu öldum ís- landsbyggðar, en ýmsar óbeinar heimildir varpa þar nokkru ljósi á. Annálaritun hófst á 13. öld og hélst síðan, en þar koma m.a. fram árferðislýsingar og sagnir um hafískomur, en komið hefur í ljós, að náið samhengi er milli lengdar þess tíma, sem ís er hér landfastur og hitafars. Þessar árferðalýsingar eru mismunandi greinagóðar en nægilegar til að ráða nokkuð í veðurfarið. Undantekning er þó þar á, því afar litlar heimildireru tilum 15. öldina. Á síðustu árum hefur komið til markverð heimild um hitafarsbreytingar, en hún er byggð á því, að mæla hlutfall súrefnissamsæta í ískjörnum úr meginjökli Grænlands. Árið 1845 hófust reglubundnar hita- mælingar i Stykkishólmi, er staðið hafa óslitið síðan, og eru því til afar góðar heimildir um það tímabil. Á fyrstu öldum byggðar í landinu er talið að hitafar hafi ekki verið ósvipað því sem það var á hlýindaskeiðinu 1920- 1964. Byggð dreifðist mjög víða og hefur að líkindum aldrei síðar orðið útbreiddari. Jöklar voru mun minni en í dag og afar lík- legt að þeir tveir hveljöklar, sem ekki bera jökulnafn, Gláma og Ok, hafi þá ekki verið til að heit- ið geti, en Gláma var um síðustu aldamót hulin um 230 km stór- um jökli. Eftir að landnáms- menn höfðu komið sér fyrir, mun það hafa orðið eitt þeirra fyrsta verk að sá korni, einkum byggi og fékkst góð uppskera í fyrstu og allt fram undir alda- mótin 1200. Um þessa korn- yrkju vitna t.d. fjölmörg örefni og má nefna Akureyri í því sam- bandi. Ekki hefur þó þetta tíma- bil verið ein heiðríkja, um það vitna t.d. nöfnin „óaldavetr hinn fyrri“ (975) og „óaldavetr hinn seinni" (1056). Um 1200 bendir flest til þess að kornyrkja hafi víðast lagst niður á landinu nema sunnan heiða, og má ætla að kólnandi veðurfar hafi átt þar drjúgan þátt í. Það kuldaskeið, er þá gekk í garð má segja, að ríkt hafi allt fram á þcssa öld. Talsverðar sveiflur munu þó hafa orðið, eins og línuritið hér til hliðar ber með sér. Lægst komst hitinn kringum aldamótin 1300, en síð- an tók að hlýna nokkuðá seinni hluta 14. aldar. Þrátt fyrir léleg- ar heimildir um 15. öldina virð- ast flest rök hníga að því, að þá hafi verið fremur milt. Eftir 1500 kólnaði á ný og eitt samfellt kuldaskeið ríkti næstu fjórar aldir. Hefur þetta tímabil stund- um verið nefnt litla ísöld. Þetta kuldaskeið leiddi til þess, að jöklar fóru að stækka og skríða fram. Má t.d. nefna, að á fyrri hluta 18. aldar lögðu skrið- jöklar í Drangajökli í auðn alls fimm býli. Annað gott dæmi er Breiðarmerkurjökull. Hann gekk í byrjun 18. aldaryfir land- námsjörðina, Fjall, og kirkju- staðinn Breiðá, þar sem Kári Sölmundarson á að hafa búið samkvæmt Njálu. Má ætla að Breiðamerkurjöjkul! hafi geng- ið fram um 10-15 km. síðan byggð hófst. Um 1920 fór aftur að rofa til eftir hið langa kuldaskeið. Þá tókst aftur að rækta korn og jöklar drógust saman. Á þessu tímabili rýrnaði flatarmál Lang- jökuls um 14% og flatarmál Breiðamerkurjökuls minnk^ði um 52 km. En ekki varð þessi breyting varanleg, því um miðj- an sjöunda áratuginn urðu enn á ný greinileg þáttaskil, er kólna tók á nýjan leik. Jöklar gengu fram og „landsins forni fjandi" minnti á tilveru sína. Síðustu ár hafa hins vegar verið nokkuð breytileg, og enn er ot snemmt að spá nokkru um það hvert stefnir. En hitafarsbreytingar hafa ekki aðeins áhrif á ræktun korns og framskrið jökla. ísland liggur tiltölulega nærri mörkum þess að vera byggilegt landbúnaðar- land og geta því litlar hitabreyt- ingar verið afdrifaríkari hér en í löndum, sem hafa meira upp á að hlaupa um árferði. Sturla Friðriksson hefur reiknað út, að heyfengur af hektara minnki um 1 tonn (10 hesta) við einnar gráðu lækkun á meðalárshita, og Páll Bergþórsson hefur komist að þeirri niðurstöðu að loftslag á tímabilinu 1873-1922 hefði,mið- að við árin 1930-1960, skert nautgripaafurðir um 20% og afurðir sauðfjár um 30%. Þá má geta þess að lokum, að breyting- ar sem þessar geta haft mikil áhrif á vöxt og viðgang fisks í hafinu sem og hrygningar- og uppeldissvæði. 9. febrúar 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.